Þjóðviljinn - 05.09.1963, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.09.1963, Qupperneq 4
4 SfÐA HðÐVILJINN Fimmtudagur 5. september 1963 Dtgetandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíaiistaílokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Suðmundsson. Fréttaritstjórar:' Jón B jamason. Sigurður V. Friðþjófsson., Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr... 80,00 á mánuði. Hríngekjan snýst það er hlálegt að minnast þess að þegar viðreisn- arstefnan hófst var það talinn megintilgang- ur hennar að vinna bug á verðbólgunni. Aðalhöf- undur viðreisnarstefnunnar, Jónas H. Haralz, flutti minnisstæðan fyriríestur um óðaverðbólgu og háskalegar afleiðingar hennar, og minni spá- menn fylgdu honum fast eftir. Ríkisstjórnin kvaðst ætla að stQðva verðbólguna með tvennu móti; ann- arsvegar með því að banna vísitölugreiðslu á kaup til þess að koma í veg fyrir víxlhækkanir; hins vegar með því að banna atvinnurekendum að velta af sér kauphækkunum út í verðlagið; ef þeir semdu um kauphækkanir yrðu þeir að standa við þær með því að greiða þær úr eigin vasa. Á þennan hátt myndi verðlagskerfið í landinu fljót- lega festast, verðlag myndi haldast lítið breytt, hækkanir' á kaupgjaldi yrðu raunverulegar, og við tæki tímabil öryggis og vinnufriðar. f*að er óþarfi að rifja upp efndirnar, fólk hefur * þær fyrir augunum dag hvern. Það er eins og þjóðin sé stödd á hringekju sem snýst hraðar og hraðar með hverjum mánuði sem líður. Víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags hafa aldrei orð- ið jafn miklar í sögu þjóðarinnar og síðan við- reisnin hófst, og í ár örari en nokkru sinni fyrr. Öll samtök vinnandi fólks þurfa síhækkandi bæt- ur vegna dýrtíðarinnar, alþýðusamtökin, bandalag starfsmanna ríkis og bæja, verzlunarmannasam- tökin, bændasamtökin. En þótt kauphækkanirnar fari stighækkandi og séu jafnvel framkvæmdar oft á ári og stjórnarvöldin semji um tvöföldun á kaupi hjá ýmsum hópum, dregur dýrtíðin menn uppi eftir skamman tíma, og kröfurnar um nýjar kauphækkanir verða ómótstæðilegar. Hringekja verðbólgunnar herðir stöðugt á sér. |Mrenn geta deilt um hagkerfi og mismunandi nyt- semi þeirra. En um það verður ekki deilt að ástandið í íslenzkum efnahagsmálum heitir ó- stjórn, hverjar skoðanir sem menn annars kunna að hafa. Jafnt auðvaldssinnar og samvinnumenn sem sósíalistar ættu að geta verið á einu máli um það að sú glundroðavitleysa sem nú einkennir ís- lenzkt efnahagskerfi er ekkert stjórnarfar; eng- ir nema verðbólgubraskarar og ótíndir fjármála- bófar geta talið þvílík't ástand æskilegt. Jafnt stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem andstæð- ingar hennar ættu að geta orðið sammála um það að stefna ríkisstjórnarinnar hefur brugðizt, hún hefur ekki náð þeim markmiðum sem hún setti sér, öllu heldur hefur hún kallað yfir þjóðina það ástand sem umfram allt átti að forðast. Ef ein- hver snefill af sómatilfinningu væri eftir í valda- mönnunum myndu þeir viðurkenna gjaldþrot sitt og hvetja þjóðina til að feta aðrar leiðir. En hafi einhvern tíma verið um sómatilfinningu að ræða hefur gengi hennar auðsjáanlega rýrnað jafn ört og verðgildi krónunnar; -hinir miklu stjórnendur láta sér nægja að ríghalda í valdastólana meðan ’hringekja verðbólgunnar snýst hraðar og hraðar með þá og þjóðina alla. — m« Skrif heima og erlendis MENNINGARÁSTANDIÐ Nýtt Evrépu- metílOOm baksundi Á sundmóti, sem háð var í Júgóslavíu fyrir helgina, setti Italinn Chiafredo Rora frá Torino nýtt Evrópumet í 100 metra baksundi. Tími hans á vegalengdinni var 1.01,9 mín. Fyrra Evrópumetið átti sov- ézki sundmaðurinn Barbier, 1.02,1' mín. íslenzkar húsmæður nota meira Sparr en nokkurt annað þvotta- eíni. Sparr skilar þvottinum hreinni og hvítari, og freyðir betur en önnur þvottaduft. Sparr inniheldur efni, sem heldur óhrein- indum kyrrum í vatninu, og varnar því að þau komist inn í þvottinn aftur. Sparr er ódýrt og drjúgt Sparíð og notið SPARR Sápugerðin FRIGG Alþýðublaðið segir í gær stuttlega frá skrifum tveggja fslendinga, sem nú dveljast f Skotlandi, um ástand cfnahags- mála- og menningarmála á fs- Iandi. Hafa skrif þessi birzt í blaðinu „8cotsman“. og er þar haidið fram ólíkum sjónarmið- Þeir sem þama hafa leití saman hesta sína eru Magnús Magnússon, sem er búsettur ytra og starfandi blaðamaður þar, og Jón Baldvin Hannibals- son, sem dvelur þar við- nám.^ Magnús skrifaði mikla lofgrein um ágæti hins „frjálsa efna- hagslífs" og blómlega menningu Islendinga. Urðu þau skrif til þess' að Jón Baldvin reis upp til andmæla og sendi blaðinu langt bréf um ástand þessara mála og ræðir þar um „rikis- afskipti“ og „frjál$t framtak,“ „hræsni og yfirskjn“ í menn- ingarmálum Islendinga og end- ar frásögn Alþýðublaðsins af þessum skrifum þannig: ...... „I heiíd telur Jón Baldvin, að íslenzk menning hafi aldrei staðið á lægra stigi en nú og stafi þetta af þeirri einföldu ástæðu að fólk verði að vinna svo langan vinnudag að ekki sé líklegt að það hafi nokkum áhuga á menningu. - Ekki telur Jón þetta sagt til að gera lítið úr efnahagslegum framfömm á lslandi sem þrátt -fyrir allt hafi . orðið vegna mikillar vjnnu. Til að skapa lifandi menningaranda telur Jón Baldvip þörf á mun meiri jákvæðum rikisafskiptum. Segir hann að lokum að sama eigi við um Bretland“. Ef dæma má eftir þessari frásögn Alþýðublaðsins, er hér um. að„ ræða efni, sem er aðal- déiÍumál og úmfæðuefni 3s- lenzkra blaða, þótt mismunandi mikið sé rætt um þá einstöku þætti, sem borið hefur á góma í skrifum þeirra Magnúsar og Jóns. Eins og fram kemur í til- vitnun þeirri sem birt er hér að framan, bendir Jón á, að hinn langi vinnudagur, sem viðgengst hér á landi hljóti að níða allan félagslegan og menn- ingarlegan áhuga af þjóðinni. — En um lengd vinnudagsins hef- ur allmikið verið rætt um ritað undanfarið og ekki ’ástæða til þess að rifja það upp að sinni. En í þessu sambandi er vert að rifja upp til nokkurs sam- anburðar skrif, sem birzt hafa i Alþýðublaðinu tvo undan- fama daga. Þar hefur Hannes á Horninu rætt um þjóðfélags- ástandið á íslandi í dag í pistl- um sínum, og segir þar m.a.: ......,Það er engum blöðum um það að fletta. að íslenzka þjóðin er í geigvænlegri hættu. Það stafar ekki af utanaðkom- andi áhrifum. heldur er mein- semdin í hennar eigin brjósti. Hún á sárlítið til af þegnskap- artilfinningu. Það er henni framandi að fórna sér fyrir heildina. Hver einstakling- U£ stendur í bandóðu krafsi handa sjálfum sér — og hefur þó ekki hugmynd um hvað þetta vitfirrta krafs í raun og veru á að þýða........... .... Við eigum ekki hugsjónir, Við áttum þær, en sviftibyijir hafa feykt þeim út i hafsauga. Við kröfsum og kröfsum, för- um gandreið um loftið, eða við .rótum í krafsinu, böslum í hnaslinu — og eigum ekki neina trú“. (Alþýðubl. í fyrrad.). ★ Og í gær heldur Hannes á- fram: ...... “Spanið er runnið i merg og bein fjöldans. Krafs- ið er orðið honum eigmlegt. Þétta er aldarsvipur þjóðarinn- ar, en um leið birtast manni miklar framkvæmdir, stórkost- legar byggingar, allt á ferð og flugi, hvar sem litið er. Togari keyptur fyrir 50 milljónir fyrir nokkrum árum. Seldur fyrir 30 milljónir i dag ...... Dæmin eru við hvert fótmál. Svipur fólksins er markaður þeim, tal ungmenna mengað af því. blöð- in ein allsherjarmynd af ald- arandanum — fangelsin full vegna þess að glæpir eru bein afleiðing. Það er eins og allir glotti við tönn í blindu æðinu, eins og maður sjái grimmdar- bros á andlitunum. Og sögurn- ar eru óteljandi.....“ (Alþýðubl. í gær) Er þetta menningarástand ís- lenzku þjóðarinnar í dag?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.