Þjóðviljinn - 05.09.1963, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 05.09.1963, Qupperneq 5
Fimmludagur 5. seplember 1963 ÞIÚÐVILIINN SÍÐA ^ ' >. , ' ■ | ; :: ; 26 þátttökuþjóðir í HM í handknattleik Ísland í hópi 9 landa sem fara beint í úrslitakeppnina Þessi skemmtilega : mynd þarínast ekki j mikilla skýringa. Hún j er tekin í hita hand- knattleiksins. Frá því hefur verið skýrt í fréttum, að 9 lönd fara beint í úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins í handknattleik, sem háð verður í Tékkóslóvakíu í marz-mánuði næsta ár, þeirra á meðal ísland. Samkvæmt fréttum frá Alþjóða- handknattleikssambandinu hafa nú alls 26 þjóð- ir tilkynnt þátttöku í heimsmeistarakeppninni. Þessi 9 lönd, sem ákveðið er að fari beint í úrslitakeppnina í Tékkóslóvakíu, eru þau sjö lönd, sem beztum árangri náðu í síðustu he:msmeistarakeppni, þeirri sem háð var 'í Vestur- Þýzkalandi, þ. e. Rúmenía, Tékkóslóvakia, Sviþjóð, Vest- ur-Þýzkaland, Austur-Þýzka- land, Danmörk og Island. Auk þess Japan og sikurvegarinn í keppninni: Bandaríkin — Kanada. Forkeppni Lönd annaira þátttökurikja verða að heyja undirbúnings- keppni, þreyta tvo leiki hvert lið um rétt til þátttöku í úr- slitunum. Þessari forkeppni á að vera lok:ð í síðasta lagi 19. janúar 1964, en í henni mætast m.a. Sovétríkin og Finnland og Noregur og Hol-ý land. Úrslitakeppni Þegar til úrslitanna kemur svo næsta vetur verður fyrst háð undankeppni, þar sem keppnishóparnir eru fjórir, og úrslitakeppni í tveim hópum. 1 B-flokk undankeppninnar hafa dregizt: Svíþjóð og Is- land, ásamt sigurvegurunum í tveim riðlum forkeppninnar: Pólland — Ungverjaland og Senegal — Fílabeinsströndin. I D-flokki keppa Rúmenar, núverandi heimsmeistarar í handknattleik, og Japanir, á- samt sigui-vegurunum í for- képpninni milli Hollands og Noregs, og Sovétríkjanna og Finnlands. Beztu liðin Tvö beztu liðin í hvoi-um flokknum keppa síðan í úr- slitasennunni. Fjögur lið úr A og B flokkum mynda riðil nr. 1, og fjögur lið úr C og D mynda riðil nr. 2. McGregor setur nýtt heimsmet Skotinn Bobby McGregor bætti s.l. laugardagskvöld eig- ið heimsmet í 110 jarda skrið- sundi, synti vegalengdina á 54,1 sek., 3/10 sók. betri tími en fyrra met. Fyrra helming sundsins var tíminn 25,3 sek. Annar í sundinu var Peter Kendreew, sem synti 110 jard- ana á 56,9 sek. Bobby McGregor er 19 ára gamall. Akurnesingar sigurveg- arar i Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, urðu Alnir- nesingar sigurvegarar í landsmóti 3. fl. í knattspyrnu. Var úrslltaleikur mótsins háður á Melavellinum sl sunnud. og voru andstæðingar Akurnesinga Vestmannaeyingar. Ak- urnesingar sigruðu með 3 mörkum gegn 2. I fyrri hálf- leik var staðan 1:1. Akurnesingar áttu meira í ieiknum og voru vel að sigrinum komnir. — Myndirnar voru teknar að úrslitaleiknum ioknum á sunnudaginn. Á stærri myndinni sést Björgvin Schram, forseti Knatt- spyrnusamb. ísl. flytja ávarp, er hann afhcnti sigurveg- urunum verðlaunin. Minni myndin er af fyrirliða Akur- nesinga með hinn veglega verðlaunagrip. — Ljósm. Bj.Bj. Þessi mynd er ekki alveg ný af nálinni, en þó teljum við ástaeðu til að birta hana: Sem sagt landslið Islendinga í handknattleik sem getið hefur sér gott orð víða um lönd. Norrænv sundkeppninni er lokið eftir 10 daga íþróttasíðan minnir lesendur sína á, að norrænu sundkeppninni er lokið sunnudaginn 15. september n.k. — eftir 10 daga. Eru þeir sem enn hafa ekki synt 200 metrana en geta það og treysta sér til þess eindregið hvattir til að mæta á næsta sundstað einhvern næstu daga.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.