Þjóðviljinn - 05.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.09.1963, Blaðsíða 7
Fánmludag'ur 5- september 1963 H6DVILÍINN HOFUD LANDSINS ARMENÍA - FYRSTA GREIN BERGMANN Armenía — Sovétlýð- veldi á landamærum T^rklands. Tæpir 30 búsund íerkílómetrar að flatarmáli. íbúar tvær millj. þar af 88% Arm- enar. Armenar, sem eru ein elzta menningarþjóð heimsins bjuggu áður aðallega í Tvrkjaveldi’ en hafa dreifzt mjög um heiminum, einkum eftir miklar ofsóknir á hend- ur:þeim árið 1915. Nú alls rúmlega 4 millj- ónir. Erevan Érevan er höfuðborg lands- ins og stendur á hæðum. Þar blása vindar. Þar bunar af- bragðsgott vatn upp í þyrsta sovétborgara á hverju götu- horni — enda hefur fjögurra ára stúlka ort svofellt kvæði: Érevan, Érevan Hreint vatn Ég hlælog þvæ mér í framan. I gpÖu veðri sér yfir til Ararats þar sem Örk’n lenti með manni og mús. Það er fagurt fjall og heilagt, enda hafa allir armenskir listamenn málað það við sólarlag og á björtum degi, á vori og á hausti. Árarat er í um það bil 50 kílómetra fjarlægð frá borg- inni, en er samt sem áður inn- an landamæra Tyrklands. Þetta þykir Armenum að von- tlm slæmt og hafa reynt að bæta sér skaðann með því að sPtja fjallið I skjaldarmerki armenska sambandslýðveldis- ins. Þessu re5ddust Tyrkir og báru á sínum tíma fram mót- mæli við fyrsta utanríkismála- kommisar Sovétríkjanna, Tsjítséfín'. Hann svaraði því tii, að Tyrkir hefðu sjálfir tunglið í fána sínum og samt dytti engum í hug að móðgast. Érevan er höfuðborg lands- ins, íbúarnir eru yfir 600 þús. eða þriðjungur landsmanna. Húri hefur vaxið ört: fyrir 40 árum var þetta austurlenzk smáborg með tæpum 40 þús- urid íbúum, 1939 voru þeir orðnir 200 þúsund. Sv'paður vöxtur héfur h'aupið í tnir^r aðrar borgir sem eðlilegt er: landrými lítið, Öll fólksfjölg- un hlýtur að koma fram að- e!ns í borgum. Hænsni og krakkar Áin Razdan rennur í gegnum borgina og flýtir sér mikið. Samt standa strákar i straumnum upp fyrir mitti og sveifla stöng og gefa þér langt nef þegar þú spásserar þar á bökkunum. Bakkarnir eru háir og brattir og hér hefur land ver- ið svo dýrmætt að utan í þeim hafa verið re:st hús úr steinum náttúrunnar, litið til- höggvnum, flest hrörleg, og umhverfis eru kostulegir grjótgarðar eins og tíðkuðust í íslenzkum sjávai-plássum til skamms tíma. Þeir hlifa ör- litlum görðum, þar vaxa nokk- ur ávaxtatré, grænmeti, og það má heita ráðgáta hvaðan moldin er komin, en líklega hafa menn borið hana hingað á herðum sér eða keyrt á hjólbörura. if, r Um þetta hveifi snúast' brattir og þröngir stigar, þar h4nu-par lfetttir^ . krakfcaft ;og hænsni. Þannig hlýtur að vera umhorfs víða á Suður-ltalíu. Það gefur að skilja að þetta eru afskaplega vond hús, en gvuð fyrirgefi mér það ó- þjóðlega hugarfar að njóta þess að ganga hér um í sér- kennilegu umhvei'fi, ókunnugu umhverfi, i stað þess að hafa hugann við að óska þessu fólki nýrra íbúða með gasi og klósett5. Svona eru meun eig- ingjarnir. (Réttlætis vegna hlýt ég að geta þess, að þessa daga var birt í blöðum staðarins samþykkt bæjarstjórnar um að allir íbúar Razdangljúfurs- ins skyldu fluttir í ný hús á þessu ári og þv'i næsta. Enda byggt mikið á síðustu árum). Lömb í leigubíl Nýtt og gamalt mætist 5 slíkri borg, sem stendur á landamærum Evrópu og Asíu, með meiri tilþrifum en víða annarsstaðar. Annarsvegar: Razdangljúf- ur — hinsvegar: mikið svæði nýi-ra húsa, tveggja ára, þriggja ára, hálfreistra; fimm hæða húsa, reistra úr rauðum steini sem allsstaðar finnst í landinu og er talinn mjög handhægt byggingarefni og auðvelt meðferðar. Já og þarf ekki til: á stórum kafla aðal- götunnar rísa annarsvegar ný hús, hinsvegar steingarðar ut- an um lítinn húsagarð, þar sem fjölskyldan situr að áti eða öðru dútli — lítil og lág hús,» skúr úr krossviði. Öðrumegin stórverzlanir, hinummegin smákompur þar sem komast fyrii' fimm menn, verkstæði þar sem gert er við sauma- vélar, hljóðfæri og yfirleitt allan andskotann. Enn dæmi: Aðalstræti Érevan — við enda þess tekur Razdangljúfur við . Tveir karlar, búralegir, svart- ir I andliti. (skeggrót þessarar þjóðar er svo mikil að meir en sólarhrings vanræksla ger- breytir útliti manna). Roskin kona, svartklædd í þrjátíu stiga hita. Ung stúlka, klædd eins og tíminn segir til um, líklega stúdent (af öllum þjóðum Sovétríkjanna eru það aðeins Grúsíumenn sem senda verða til að dansa í veitinga- sal stærsta hótelsins þrátt fyrir ágæta djasshljómsveit — það voru þá helzt túristar frá Moskvu eða Þýzkalandi. (Vel á minnzt: Það mun leitun á stórri borg í Sovét- rikjunum þar sem eins sjald- an er töluð rússneska og í Érevan. 1 Armeníu búa Arm- enar. Menn snúa sér við á Koníaksfabrikkan stendur á hæð, rauðleit bygging, byggð * þjóðlegum stíl. Það er mikill ilmur yfir staðnum. fleiri unglinga í æðri mennta- stofnan!r en Armenar). Og gengur þetta ágæta kompaní eftir götunni ásamt tveim þriflegum, jarmandi lömbum, veifar leigubíl, treður lömb- unum í skottið og ekur sína leið. Siðferði Siðferði borgarinnar er allr- ar athygli vert. Ungir menn spásséra í hópum, stúlkur einnig, og það er eins og hvorugur aðilinn viti af hinum. Meydómur er hafður í mikl- um hávegum í þessum héruð- um. Og karlaríki er áreiðan- lega töluvert (einn Ai-meni sagði: Okkar stúlkur muna allt' í einu eftir því að blóð rennur 'I æðum þeirra um leið og þær koma út fyrir landa- mærin). Hið sama gerist á veitingastöðum —. þar sjást ekki ógiftar stúlkur og reynd- ar fáar giftar konur, (og þá að sjálfsögðu með eiginmönn- um sínum) og mjög fáar götu ef þeir sjá ljóshærða konu). Érevan er stór borg, en verður varla kölluð stórborg — ekki enn. Verzlanir lita út svipað og verzlanir í Moskvu fyrir sex árum. Ljósmynda- stofur stilla út myndum, gerð- um af sveitamannatilgerð. Það fer lítið fyrir nútíma arkitekt- úr, miklu minna en í næstu höfuðborg, Tblisi. Þó skulu nefnd 10—20 kaffihús sem nýlega hafa verið opnuð — þau eru mjög ágætlega inn- réttuð og skreytt og þá virt bæði form nútímans og sú samstilling lita sem minnir bæði á armensk fjöll og forn veggmálverk. Koníak Koníaksfabrikkan ris á hæð, rauðleit bygging í þjóðlegum stíl og minnir einna helzt á klaustur. Mikill ilmur er yfir Staðnum. Þar ræður ríkjum Magrar Serdakjan, mesti res- eptasm’ður og koriíakssmakk- ari landsins (og kannske heimsins) og hefur haldið ó- viðjáfnanlegum bragðfærum sinum ósködduðum þrátt fyrir 35 ára þjónustu við þannan göfuga drykk. Feitur maður, sköllóttur og alúðlegur, koní- aksbrúnn á hörund. Hann tók á móti okkur hjónum og arm- enskum blaðamanni og sam- eiginlegum kunningja, og ver- andi sannur kavalér beindi hann máli sínu eingöngu til konunnar. — Sjáðu til, elskan min, í þessum sal tvíeimum við það unga og hei’brigða vín sem ■ við fáum frá útibúum okkar; Þannig fáum við koníaksspíri- tus. ta* •— Hann geymum við síðan í þessu hús; i eikartunnum. Eftir þriggja ára legu er þessi spiritus sortéraður, það lak- asta af honum verður þriggja stjörnu konlak. Svo aftur eftir ár — þá fáum við fjórar stjörnur, enn einu sinni — þá fimm stjörnur. En það sem þá verður eftir geymum við hér niðri í kjallara í gömlum tunn- um og við l!tla birtu, hér er okkar bókasafn: fimmtán þúsund tunnur af úrvals koní- aksspíritus — allar götur frá 1902. — Og hér blöndum við, min kæra frú, koníaksspíritusinn með vatni og öðru sem til þarf — ég geng á hverri viku frá resepti fyrir næstu fimm- tíu þúsund lltrana, það er okkar skammtur. Ég þarf að prófa lögunina margoft meðan á þessu stendur, þarf að drekka hvort sem ég vil eða ekki. Að vísu gæti ég spýtt sopanum — en það geri ég bara ekki. Segir Margar og hlær, og bendir síðan á tunnu starfs- fólksins sem stendur þar opin alla daga ársins til hæfilegrar vinnugleði. Að velja . —_ Koníaksframleiðslan er, mfn kæra f)'ú, eins og falleg og dutlungafull dama. Ef þú sýnir henni ekki alúð, ef þú Stjanar ekki við hana, þá er hún fljót að snúa við þér bak- inu„ Þ.etta er finlegt starf. Og það get ég sagt þér, elskan min, að Hfið er að velja. Velja það sp’ tt er. Kauptu ekki þriggja pnu konlak, kauptu úrvalskoníak, Dvín, Érevan. É«r hef aHtaf yerið á móti ails- ' 'r flýtisaðferðum til að fr.-.mleiða einhvern cdjýggn eikardrumbauppáhelling, enda véríð kallaður ihaldsdurgur á ráðstefrium. Nei, elskatt^-iöhi, líf'ð er að velja það serii gott er. Drekktu lítið, en drekktu vel. Þetta kalla ég koníaksbúle- vard: hér jafnar vinið sig eft- ir blöndun, úrvalstegundirnar sex mánuði, það venjulega þrjá. Þetta eru fallegar raðir. Og verið ekki óþolinmóðir strákar, Þetta er að verða búið. En ég má fyrst til að sýna ykkur salinn þar sem við hell- um upp á flöskur. 15 þúsund flöskur á dag — og aílt sjálf- virkt eins og þú sérð. Og þarna fyrir innan er geymsla. En þú skalt ekki láta þér bregða þótt hún sé tóm — ég er ekki slíkur faðir að dæt- urnar þurfi að bíða heima. Nei, það væri synd að segja. Siðan settumst við inn á rannsóknarstofu og skáluðum. Það er gaman, sagði Margar Serdakjan, að búa til það sem ve'tir mönnum gleði og á- nægju. i. B. ! Að sjálfsögðu er mörg á- gæt og nauðsynleg iðja stund- uð í Érevan. En ein er sú grein framleiðslunnar sem helzt freistar gesta — Armen- ar framleiða koniak svo ágætt að sjálfa Fransmenn dreymir erfiða drauma. Sálmur hernámsvina Reykjanesskaga meyjar, mæður, menn allir, börn og öldungar, getið þið ekki, góðir bræður, gripið það ráð til björgunar, að bjóða ykkur öll sem brennifórn, svo bolsarnir lendi ekki í stjórn? ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.