Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. september 1963 MÓÐVILIINN SÍÐA 3 Kynþáttaóeirðirnar bSossa upp r • 'eng/uarasir og morð í Birmingham BIRMINGHAM 5/9 — Kynþáttaóeirðirnar í Suð- urríkjum Bandaríkjanna hafa aftur blossað upp enda er nú verið að opna ýmsa skóla sem negr- ar eiga í fyrsta skipti að fá aðgang að samkvæm’t landslögum. í gærkvöld var ungur negri skot- inn til bana á götu í Birmingham eftir að spreng- ing hafði átt sér stað við hús negraleiðtogans Arthurs Shores. Eftir að vítisvélin sprakk við hús Shores safnaðist fjöldi ncgra saxnan í nágrenninu. Lögreglan var þegar send á vettvang og reyndi að tvístra mannsöfnuðin- um. Til nokkurra átaka kom og munu tveir lögreglumenn hafa særzt af steinkasti. Shores, kona hans og 17 ára dóttir voru heima er sprengjan sprakk en ekkert þeirra særð- ist. Heimili Shores er í nánd við skölann sem veitti í gær tveimur negrabömum inngöngu. Er þetta í fyrsta sinn sem kyn- þáttaaðskilnaður í óæðri skólum hefur verið rofinn í Alabama. Einnig fyrir hálfum mánuði var sprengja sprengd við hús Shores. KAWALPINDI 5/9 — Aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna og sérlegur sendimaður Kenne- dys forseta. George Ball, hélt í dag fluglciðis frá Rawalpindi í Pakistan eftir að hafa dvalizt þar í nokkra daga og rætt við Ayup Khan forseta. Ball mun hafa skýrt frá því að Bandaríkjamenn litu illu auga þá samninga sem Pakistanar hafa að undanfömu gert við Kínverja um lagfæringar á landamærum, flugsamgöngur, viðskipti og flota. Vinganir 1 vikunni sem leið undirrituðu Goidwater andvígur Moskva- sanmingnum WASHINGTON 5/9 — Banda- ríski öldungadeildarmaðurinn Barry Goldwater skýrðl í dag frá því að hann væri andvígur því að Moskvu-samningurinn um takmarkað tilraunabann yrði staðfestur nema því aðeins Sovét- ríkin kölluðu helm „herlið" sitt á Kúbu. öldungadeildarmaðurinn, sem er líklegur frambjóðandi repú- blikana við forsetakosningarnar á næsta ári. mun leggja fram breytingartillögu þegar öldunga- deildin tekur samninginn til um- ræðú í næstu viku. Verður tillag- an á þá leið að samningurinn öðlist ekki gildi fyrr en Sovét- ríkin hafi fjarlægt öll kjama- vopn og öll vopn sem unnt er að búa kjarnorkuhleðslum frá Kúbu. Telur Goldwater að ol- þjóðleg sendinefnd eigi að fara til Kúbu til þess að fylgjast með því að betta verði gert. Skothríó Iivítir menn hófu skothríð á negrana sem komíð höfðu sam- an við hús Shores eftir sprengju- tilræðið og drápu þeir einn en særðu fimmtán. Negrinn ungi féll fyrir byssuskoti í hnakkann. Illræðismennimir hafa ekki enn verið handteknir. Mikill fjöldi lögreglumanna stendur nú á verði við skóla- byggingamar í Birmingham. Wailace fyikisstjóri tilkynnti í dag að skólayfirvöld borgarinn- ar hefðu samþykkt að fresta opnun þriggja skóla sem negrar eiga nú að fá aðgang að sam- kvæmt úrskurðum sambands- dómstóla. Wallace fylkisstjóri kom fyrr í vikunni í veg fyrir að kyn- þáttaaðskilnaðurinn í skólunum Pakistanar og Kínverjar samning úm fiugsamgöngur. Tveim dög- um síðar tilkynntu Bandaríkja- menn að þeir hyggðust ekki leggja fram i bráðina þær 4,3 milljónir dollara sem þeir höfðu lofað að láta í té til að styðja flugvallarbyggingu úti fyrir Dacca, höfuðborginni ' í Austur- Pakistan. Stjómarvöldin í Pakistan lýstu því yfir í dag, í sambandi við samningana við Kínverja. að Pakistanar yrðu að leita eftir vinum þar sem þeirra væri von, þar sem Bandaríkjamenn sendu vopn til Indverja sem væru fjandsamlegir Pakistönum. Fréttir frá Bandaríkjunum herma að ráðamenn þar í landi séu nú komnir á þá skoðun að ákvörðunin um að fresta efna- hagsaðstoð við Pakistan hafa verið helzti hvatskeytisleg og ætli þeir sér að taka málið til endurskoðunar þegar Ball kemur heim til Washington, en það verður á laugardag Sprengingar Frakka i andirhúningi PARIS 5/9 Samkvæmt fréttum frá París hélt hópur franskra tæknifræðinga og verkfræðinga til Tahiti til þess að vinna að kjarnorkutilraunastöð þeirri sem Frakkar eru að kom sér upp á Kyrrahafi. Fjögur ríki, Ástralia, Nýja Sjáland, Chile og Perú, hafa birt tilkynningar þar sem áformum Frakka um kjarnorku- sprengingar á svæði þessu er mót- mælt. Frakklandsstjórn svaraði mót- mælum þessum í dag og segir i yfirlýsingu hennar að mótmæii þessi geti skaðað sambúð Frakk- lands annarsvegar og ríkjanna I fjögurra hinsvegar. í Tuskegee og Huntuville væri rofinn. Skipaði hann fylkislög- reglunni að umkringja skólana og sjá til þess að hvorki kenn,- arar né nemendur kæmust þang- að inn. Fordæmi 1 ^ittle Rock í Arkansas lauk sex ára gamall hvítur drengur, Steven Fitts, sínum fyrsta degi í skóla sem einungis negrabörn hafa til þessa gengið í. Hann gekk ánægður út um skólahliðið og leiddi nýjan vin sér við hönd. Var það sjö ára gamall negra- drengur, Edward Jemigan að nafni. Móðir hvíta drengsins, frú Yvonne Fitts, sagði að hon- um myndi sjálfsagt líða vél í skólanum þar sem börn á hans aldri hefðu enn ekki verið van- in á kynþáttafordóma, Hún skýrði ennfremur frá því að margir hvftir ofstækismenn hefðu hringt til sín, móðgað sig og haft í hótunum. 1 nótt sem leið var grjóti kastað inn um svefnherbergisglugga drengsins og dreifðust glerbrotin yfir rúm hans. Skólar umkringdir Fimm negraböm áttu að hefja nám í skólunum West End, Ram- sáy, Graymont. Síðastliðna nótt kvaddi Wallace fulltrúa skólayf- irvaldanna á fund sinn og ræddi við þá í klukkustund. Fregnir herma \að þeir hafa nauðugir fallizt á tillögu hans um að fresta þvi að skólamir verði opnaðir. Ilgrt á móti hörðu Samkvæmt fréttum frá AFP hyggst Robert Kennedy láta dómstóla fjallla um aðfarir Wallace fylkisstjóra. Munu yfir- völdin í Washington vera reiðu- búin til að láta hart mæta hörðu ef nauðsynlegt verður til að framkvæma úrskurð dómstól- anna um afnám kynþáttaaðskiln- aðarins í skólunum í Alabama. I New York héldu negramir í dag áfram mótmælaðagerðum sínum gegn misrétti því sem við- gengst í byggingariðnaðinum. Fjórir ungir negrar og 18 ára gömul hvít stúlka klifruðu 15 metra upp í krana byggingafé- lags eins og kváðust ekki mundu koma niður aftur fyrr en mis- réttið væri úr sögunni. Verður stefna Erhards jákvæðari? BONN 5/9 — Varaforseti vestur- þýzl^i þingsins, Thomas Dehler, kom í dag til Bonn úr heimsókn til Moskvu. Sagði hann blaða- mönnum að stjórn sú sem Lud- wig Erhard mun mynda í næsta mánuði hefði tækifæri til að taka upp jákvæðari stefnu gagnvart sósíalistísku ríkjunum. Dehler, sem er í flokki frjálsra demókrata. sagði að flokkur sinn teldi að Adenauer hefði tekið neikvæða afstöðu í þessum efn- um enda algjörlega verið háðui vesturveldunum. Stjóm hans hefði ekki notfært sér stjóm- málasamband Vestur-Þýzkalands og Sovétríkjanna og ekki tekizt að koma í kring nytsamlegum viðræðum um Þýzkalandsvanda- málið. Dehler mun skýra verðandi forsætisráðherra Erhard frá sam- tölum sínum við sovézka ráða- menn. Á morgun mun hann ræða við Rolf Layr, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Ennfremur býst hann við að ræða við Ad- enauer þegar kanslarinn kemur heim úr sumarleyfi súul Pakistan USA uggandi vegna samninga við Kína Hernaðarstefnunni mótmæit Nýlega kom saman mikill mannfjöldi úti fyrir hermálaráðuneytinu i Bonn til þess að mótmæla tilraunum hernaðarsinna til að útvega vestur-þýzka hernum kjarnorkuvopn. Að vísu hefur vest- ur-þýzka stjórnin undirritað Moskvu-samninginn um takmarkað tilraunabann en landsmenn hafa ekki mikið traust á heilindum Adenauers og hjálparkokka hans í þeim efnum. Efnt hefur verið til slíkra mótmælaaðgerða víða í Vestur-Þýzkalandi. Meðal annars komu verkamenn í Munchen saman á fjöldafund fyrir skömmu og mótmæltu vaxandi útgjöldum til hernaðar. Bandaríkjamenn í klípu Halda áfram stuðningi við stjórnina í Suður-Víetnam SAIGON 5/9. — Þeir sem fylgjast með gangi mála i Was- hington og Saigon fullyrða nú að Bandaríkjastjóm ætU sér alls ekki að hætta stuðningi sínum við stjóm Diems og fjölskyldu hans í Suð-Víetnam þrátt fyrir það að þeir hafi mótmælt trú- arbragðaofsóknunum í lándinu. Heimildarmenn sem fyrir fá- einum dögum héldu þvi fram að Bandaríkjamenn myndu ekki þola óbreytt ástand í landinu segja nú að ljóst sé að Banda- ríkjamenn. telji sér ekki fært annað en að styðja stjómina í Suður-Víetnam eftir sem áður. Bandaríkjamenn hafa sem kunn- ugt er á undanförnum árum ausið vopnum og fé í Diem for- seta sem á í höggi við öfluga frelsishreyfingu landsmanna. bróðir Diems forseta, hefur hrifs- að tii sín öll þau völd sem bróðir hans hafði áöur, þótt að- eins sé hann ráðgjafi hans að nafnbót. Búizt er við að hann hyggist brátt tryggja sig frekdr í sessi; ef til vill með því að teka opinskátt við forsetaemb- ættinu. Bándárík5aríiénn ' 'óttáSt að Nhu verði þeim ekki jafn þægur ljár í þúfu sem Diem, enda hefur hann látið í ljós megna óánægju sína með gagn- rýni Bandaríkjamanna. Stríð Diems og Bandaríkja- manna gegn skæruliðum þjóð- frelsishreyfingarinnar hefur ekki verið sigurstranglegt. Telja Bandaríkjamenn að nú muni enn halla undan fæti er Nhu hefur tekið við völdum. Hefur hann og hin herskáa frú hans bakað sér hinar verstu óvinsældir með- Mynd þcssi sýnir Ngo Dioh-fjölskylduna. Til vmstri er írú Nhu sem gift er Ngo Dinh Nhu, en hann er helztur valdamaður í Suöur-Víetnam um þessar mundir. Nhu er i bakgrunninum til vinstri. Frú Nhu er hinn versti svarkur svo að segja má að jafnræði sé með þeim hjónum. Vinstramegin á bekknum situr Ngo Dinli Dicm sem enn heldur forsetanafnbótinni enda þótt hann sé völdum rúinn. Hægramegin situr þriðji bróðirinn Ngo Dinh Thuc en. hann er kaþólskur erkibiskupum í Hue þar sem ofsókn- irnar á hendur búddatrúarmönnum hafa • verið hvað harðvítug- astar. Börnin á myndinni eru synir og dætur Nhus, en Diem „forseti“ er ógiftur. vegna ofsókna þeirra sem þau hafa í frammi gegn búddatrúar- mönnum. Leifs heppna ÆRÖSKÖPING, Danmörku 5/9 — Fertugur Bandarikjamaður lagði í dag af stað frá Ærösköb- ing á bát sínum sem er 33 fet að lengd og gerður úr trefja- gleri. í þetta sintt er ferðinni heitið til Bjiirgvinjar í Noregi en á næsta ári mun hann fara til Setlandseyja, Færeyja, Is- lands, Grænlands, Kanada og Maine-fylkis í Baandaríkjunum. Telur hann að með þessu móti i'rli bann í kjölfar Leifs ppna. Bandaríkjamaður þessi heitir 'Vavne Vitterlein. Hann mun 'eggja upp frá Björgvin í júní- máttuði næstkomandi og býst við að verða kominn til Maine °inhverntíma á næsta ári. Fleytan er búin öllum nauð- 'vnlegustu siglingatækjum auk '-'ftskeytatækja. Vitterlein hef- ■r verið flugmaður í tvo ára- ■<?i. Hann hefur skýrt frá því hann ætli sér ekki að setja ;tt met heldur muni hann ein- ■"is sigla þegar veðrið er gott. Stjórnarkreppa í Finnlandi ÍELSINKI 5/9 — Fulltrúar finnsku stjórnarflokkanna ræddu í dag við Kekkonen forseta um hugsanlega lausn stjómarkrepp- unnar í Finnlandi en þær við- ræður báru ekki tilætlaðan árangur. Nú er helzt búizt við að forsetinn feli Kauno Kleem- ola í Bændaflokknum að rann- saka hvort unnt sé að mynda nýja stjóm á þinglegum grund- velli, en talið er fullvíst að Kleemola sjálfur muni ekVi mynda þá stjórn ef einhver verður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.