Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 3
H6DVILIINU SIÐA ^ Miðvikudagur 18. september 1903 Þing Sameinuðu þjóðanna sett í gær o Afvopnan og nýlendukúgun á dagskrá allsher ja rþingsins NEW YORK 17/9 —■ Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett í New York í dag. Að ven'ju munu fjölmörg mál hggja fyrir þinginu, en þegar er séð að tvö mál munu verða efst á dagskrá, annars vegar afvopnunin, hins veg- ar nýlendukúgunin og þó einkum ástandið í nýlendum Portúgala og í Suður-Afríku. Forseti þessa þings var kosinn aðalfulltrúi Venezúela, Rodrigu- es, sem þakkaði það traust sem honum hafði verið sýnt og lauk lofsorði á störf fyrirrennara síns Zafrulla Khan frá Pakistan. Rodrigues sagði að ástæða væri til að ætla að meiri og betri ár- angur yrði af störfum þesOS þings en margra þeirra sem á undan LONDON 17/9 — Macmillan forsætisráðherra ræddi við helztu ráðgjafa sína og nánustu samstarfsmenn í dag um skýrslu þá sem Denning lávarður af- henti honum í gær um rann- sókn þá sem lionum var falín eftir Profumohneykslið. Wilson, leiðtogi Verkamanna- Mollet vill saminnu við kommúnista PARÍS 17/9 — Leiðtogi franskra sósíaldemókrata, Guy Mollét, sagði í útvarpsvið]tali í gær að því færi íjarri að flokkur hans myndi hafna samstarfi við kommúnista að því að steypa stjóm de Gaulle í Frakklandi. Margt skildi enn á milli flokk- anna, en ekkert væri því til fyrirstöðu að þeir hefðu með sér náið samstarf í málum sem þeir væru báðir ásáttir um. Rigningar og stympingar LBJ minnis- stæðastar Norska fréttastofan NTB birti stuttaralcga frétt af dvöl Lyndon B. Johnson á Islandi og hefur eftir þeirri dönsku, Ritzaus Bureau. Er það helzt í fréttinni að varaforsetinn hafi farið heim til sín með drykkjar- horn sem forseti fslands gaf honum og að honum muni tvennt minnisstætt frá hinni stuttu dvöl sinni á ís- landi („hans kortvarige be- sök var pregét av“), rign- ingin og „stympingar milli kommúnista og andkomm- únista“. ABERDEEN, S-Dakóta 17/9 — Fimmburunum sem fæddust hér á laugardaginn líður enn ' vel oa eru horfur á að þeir muni 'kom- ast á legg. Þetta eru fjórár stúlk- ur og einn drengur. Yfirlæknir- inn á sjúkrahúsinu þar sem börnin eru segir þó að enn sé of •eint að fullyrða að þau séu úr h.ættu. eru gengin og væri það ekki sízt að þakka þeim vonum sem Moskvusáttmálinn um takmarkað bann við kjamasprengingum hefði vakið hjá mönnum um að hægt væri að leysa erfið deilu- mál með samningum. Aðalumræður þingsins munu hefjast á fimmtudag og mun Gromiko, fulltrúi Sovétríkjanna. flokksins, fékk að hlaupa yfir skýrsluna í dag og ræddi hann síðan í tvær klukkustundir við Macmillan. Hann fékk ekki að taka með sér afrit af skýrsl- unni og vildi ekkert um hana segja við fréttamenn eftir slík- an fljótalestur. Mönnum ber saman um að Macmillan hafi komið sér í slíka klípu að hann sé eins og milli steins og sleggju. Taki hann það ráð að birta skvrsluna. geti ekki hjá því farið að ýmis- legt komi á daginn miður þægi- legt fyrir ýmsa ráðherra hans ög stjórn hans alla. Ákveði hann hins vegar að halda henni leyndri. muni hann sakaður um vfirhilmingu. Jafnvel bótt .hann tæki á sig rögig og birti skýrsl- una í heild, myndi hann með því kasta rýrð á mannorð fólks sem ekkert tækifæri hefur haft til að verja sig fyrir þeim ásök- unum sem hin ýmsu og oft vafa- sömu vitni sem Denning lá- varður kallaði fyrir báru á það. Þrálátur orðrómur gengur enn um það ,í London að tveir ráð- herrar í stjórn Macmillans komi við sögu i skýrslunni og mun vitað hver.iir þeir eru þótt ekki sé það haft í hámælum. Hafa menn jafnvel átt von á að þeir tækju þann kostinn að segia af sér nú þegar, en í dag virtust ekki horfur á neinum breytin-g- um frá brezku stióminni. KUALA LUMPUR 17/9 — Æstur múgur réðst I dag inn í sendi- ráðsbyggingu Indónesíu í Kuala Lumpur, höfuöborg Malaja og nú hins nýstofnaða sambandsrikis Malasíu, og kveikti í húsinu. Þetta var til að hefna fyrir þann aðsúg sem í gær var gcrður að sendiráði Malaja í Djakarta. Jafnframt tilkynnti Abdul Rah- man. forseti / Malaja, að slitið hefði verið stjómmálasambandi við bæði Indónesíu og Filipseyjar og fá sendimenn þessara ríkja einnar viku frest til að koma sér úr landi. Iivorki Indónesía né Filipseyjar hafa viljað viður- þá gera grein fyrir viðhorfum stjómar sinnar og er búizt við að hann muni einkum fjalla um afvopnunarmálið og hvaða ráð- stafanir til tryggingar friðnum ættu að fylgja í kjölfar Moskvu- sáttmálans. Boðað hefur verið að Kenne- dy Bandaríkjaforseti muni á- varpa þingið á föstudaginn og gera þá grein fyrir sjónarmiðum Bandaríkjanna. Hann hefur látið í ljós von um að öldungadeildin hafi fullgilt Moskvusáttmálann áður en hann mætir á allsherjar- þinginu, en þegar er víst að mik- ill meirihluti er í deildinni fyrir fullgildingu. Aðeins 16 deildar- menn af 100 hafa lýst andstöðu sinni við hann. en 11 munu 6- ráðnir. Viðræður hafnar 1 sambandi við þinghaldið eru ráðgerðar viðræður milli fulltrúa Sovétríkjanna og Bandarikjanna. Þeir Gromiko og Stevenson, fjll- trúi Bandaríkjanna, hittust í dag að máli að beiðni hins síðar- nefnda og ræddust þeir við í klukkustund. Ætlunin er að Gromiko fari til Washington til viðræðna við Kennedy forseta, en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær það verður. Upptaka Kína Flest þelrra mála sem verða á dagskrá þingsins hafa verið rædd á fyrri þingum. Eitt þeirra er upptaka kínversku alþýðustjóm- arinnar í samtökin. Fulltrúi AI- baníu bar þegar á fyrsta degi frarn tillögu um að alþýðustjórn- in taki við sæti Kina hjá SÞ. Enn sem fyrr eru litlar sem eng- ar líkur á að sú tillaga nái fram að ganga. Títé að fara til Suður-Ameríku BELGRAD 17/9 Tító Júgó- slavíuforseti er að leggja upp í fjögurra vikna ferð um róm- önsku Ameríku. Hann mun fyrst fara til Brasilíu, að öllum lík- indurn á morgu-n, þaðan til Chile, Bóliyíu Qg Mexíkó og dveljast um viku í hverju landi. Jovanka kona hans verður með í förinni og ýmsir háttsettir embættismenn. Þetta verður í fyrsta sinn sem stjórnarleiðtogi sósíalistísks la-nds heimsækir rómönsku Ameríku. Frá Mexíkó fer Tító til New York á allsherjarþing SiÞ, en mun þaðan fara í óopinbera heimsókn til Washington og eiga viðræður við Kennedy forseta. kenna stofnun hins nýja sam- bandsríkis, Lögreglan lét árásina á sendi- ráð Indónesíu sig litlu skipta lengi vel og tvístraði ekki múgn- um fyrr en hann hafði brotið allt og bramlað í húsinu og kveikt í þvi. Eldurinn var þó fljótt slökktur. Ófriðlegt var enn í dag við sendiráð Breta í Djakarta, er fjölmenn lögregla var þó á verði. Sendiherra Breta í Djakarta er Andrew Gilchrist, sem var sendi- herra á Islandi í september 1958. þegar tólf milna landhélgin gekk í gildi. Bifreiðoleigan HJÓL Skýrsla Dennings lávarðar Macmillan á milli steins og sieggju Hefnt fyrir uppþotið í Djakarta Kveikt / sendiráði Indénesíu í Maiaja ALLT Á SAMA STAÐ Gerum ónothœfa hlufi sem nýja með METCO málmfyllingu METCO-málmfyll- ingln er þekktasta málmfylliaðferðin á amerískum markaði. Höfum málmfyllt yfir 500 sveifarása. Látið vana fag- menn því annast verkið. Höfum á að skipa fag- lærðum mönnum í málmfyllingu. ' Við höfum 3 óra reynslu í málm- fyllingu: Sveifarása, Kvistása og hverskonar öxla EGILL VILHJÁLMSSON HF. Laugavegi 118. — Sími 22240. Kynþáttaofsóknirnar í Bandaríkjunum Loftið er enn lævi blandið í Birmingham eftir moriin þar BIRMINGHAM, Alabama 17/9 -— Loft er lævi blandið í Birmingham' í Alabama eftir ódæðisverkin sem framin voru þar á sunnudaginn, þegar sex blökkubörn voru myrt þar, fjórar stúlkur í sprengingu, en tveir drengir skotn- ir til bana. Ekki hafa þó orðið meiri róstur þar, enda hafa blökkumenn sýnt einstaka stillingu, eiv hætt er við að upp úr kunni að sjóða hvenær sem er. Mi-kil gremja er í blökku- mönnuxn í borginni í garð sam- bandsstjómarinnar í Washin-gton fyrir að hún hefur þverskallazt við beiðni þeirra um að sent verði lið úr sambandshemum til að halda uppi lögum og reglu í borginni í stað þeirra sveita úr fylkishernum, sem hinn al- raemdi svertingjahatari Wallace fylkisstjóri hefur sent túi borg- arinnar. Alls að vænta Einn helzti leiðtogi blökku- manna. séra Shuttlesworth, sagði í dag að ekki hefðu verið ráð- gerðar neinar mótmælaðagerðir af hálfu þeirra, en alls væri að vænta, ef ótvíræð boð bær- ust frá Washington um að sveit- ir úr sambandshemum yrðu ekki sendar til borgarinnar. Kröfuganga til Montgomcry Yfir 1.200 blökkumenn sam- þykktu á fundi í Birmingham í gsér að efna til mótmælagöngu til höfuðborgar Alabamafylkis, Montgomery, en ekki var afráð- ið hvenær gangan yrði farin. Fundurinn var haldinn í kirkju í borginni og meðal ræðu- manna var séra Martin Lutber King, sem enn hvatti kynbræð- ur sína og systur að láta ekki egna sig til óhæfuverka eegn bvítum mönnum. Umsátursástand Vopnaðir flokkar úr fylkishem- um stóðu hvarvetna á verði í borginni 1 nótt og i dag og seg- ir fréttaritari AFP að engu sé líkara en að umsátursástand riki í borginni. 16 ára morðingjar Sambandslögreglan FBI leitar nú að mönnum þeim sem komu fyrir dýnamitsprengjunum í kirkj- unni á sunnudaginn, en virðist enn vera jafn nær. Hins vegar voru tveir hvítir ungþngar. báðir sextán ára handteknir í Birming- ham í gær, sakaðir um morðið á blökkudrengnum Virgil Ware, sem skotinn var til bana á sunnu- dagskvöld. Hann var þrettán ára. Piltarnir hafa játað að hafa skot- ið á Ware, en segjast ekki hafa ætlað að ráða honum bana. Byggingarsamvinnufélag bamakennara tiikynnir: Eigendaskipti eru fyrirhuguð aö þriggja her- bergja íbúð að Hjarðarhaga. Forkaupsréttaróskir félagsmanna berist skrifstofu félagsins, Hjarðar- haga 26 fyrir næstu helgi. STEINDÓR GUDMUNDSSON. Sími 16871.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.