Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.09.1963, Blaðsíða 10
2Q SÍÐA andi á hann. — Af bví að bað er ekki rétt, bað er allt og sumt. — Finnst bér bú hafa for- dóma? — Gagnvart svertingjunum? — Já. — Néi, _ auðvitað ekki. Það veiztu. Tom. bað er ekki bað sem bú heldur, eða hvað? — En bú trúir bví að bað sé rangt að þeir gangi í sömu skóla og við? — Auðvitað. Það gerir bú h'ka! Hann gat efeki ásakað hana fyrir að segja betta: hún vissi ekki annað um skoðanir hans en það sem hún hafði lesið í leiður- um hans. Og þar hafði aldrei komið annað fram en löghlýðni og andstaða við samskólagöngu. — Hvað finnst þér að hefði étt að gera? spurði hann. — 1 staðinn fyrir þetta? — Já. Ég á við það, að þér fannst þetta ekki mjög réttlát+ áður, var það? — Nei. En — jæja, þeir hefðu getað aflað fjár til að bæta skól- ana. Hún þagnaði. — Og heim- ilin og vinnuskilyrðin. — Og þá hefði allt verið í lagi? — Tom. ég veit ekki hvað þú ert að fara, það er alveg satt. Þetta er bara það sem öllum finnst, er það ekki? Hann neyddi sjálfan sig til að tala. — Þú hefur ekki ennþá sagt mér hvers vegna þú álítur það rangt að svartir og hvítir gangi saman í skóla. Þú sagðir að það væri skelfilegt, en ég v'eit ekki ennþá hvers vegna. Rut þagði. — Þú hefur ekki fordóma. en þú vilt ekki að þeir gangi í sama skóla og Ella. Hefurðu einhverja ástæðu! — Auðvitað hef ég ástæðu! — Vina mín; ég er ekki að deila við þig. Við verðum að fá þetta á hreint, annars er tilgangs- laust að ræða það. Jæja — hver er ástæðan? — Ég — Hún fitlaði við vasa- klút. — Hamingjan góða. Tom, þú veizt það eins vel og ég. Það verður til dæmis samneyti .. — Og þú ert andvíg því. — Samneyti? Nú — Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINTJ og DÖDO Laugavegi 18 III. h. (lyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra bæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SÍMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — Hann vonaði að hún spyrði ekki hvemig honum þætti að dóttir hans giftist svertingja. — Er þér alvara? Ertu í raun- inni að spyrja mig hvort ég sé því andvíg? — Já. — Já, það er ég sannarlega, sagði hún einbeitt. Svo bætti hún við: — Mér finnst að þú ættir að segja eitthvað núna. Það var sárt að heyra það sem hann hafði í rauninni vitað; en hann kveið fyrir því sem í vænd- um var. Ég er raggeit! Hann hafði aðeins grunað það til þessa og getað dulið það bakvið annir og vinnu .... — Tom, ert þú fylgjandi sam- skólagöngu? Spumingin stakk hann illa. hann þagði stundarkom. Svo heyrði hann sjálfan sig segja: — Já. Hann fór að segja henni allt af létta, hægt og hikandi eins og hann væri að skrifa. Hvemig hann hefði verið alinn upp eins og flestir í Suðurríkjunum. hefði talið aðskilnað sjájfsagðan hlut á sama hátt og náttúruöflin og móðurást og hvemig hann hefði hitt Paul Strauss í menntaskóla og farið að hugsa um þetta mál fyrir tilstilli vinar síns — Páll var gyðingur, sagði hann. — Frá Milwaukee. Hann þekkti kynþáttamisrétti og hataði það. — Okkar misrétti er tiltölu- lega meinlaust, sagði hann stund- um. — En sturidum er það mein- lausa sárast. Þú ert farinn að halda að þú sért frjáls og jafn- ingi allra, en allt í einu segir starfsmaður á gistihúsi við þig að það séu engin herbergi Jaus, og þú veizt að það er ekki satt, og þá verður þér ljóst að þig hef- ur aðeins verið að dreyma. Þú ert ekki frjáls. Við töluðum ekki mikið um það. en ég fór að hugleiða þetta allt saman. Ég hafði alltaf haldið, skilurðu, að svertingjunum liði prýðilega. Allt í einu var ég ekki svo viss um það. Þú hittir aldrei Pál, var það? Rut hristi höfuðið. — Hann féll í stríðinu. Ein- hver fleygði í hann hand- sprengju — í ítalíu minnir* mig. Tætti hann sundur. Að minnsta kosti — Páll! Höfðu nokkum tíma ver- ið nánari vinir? Tom hugsaði sem snöggvast um óendanleg samtöl þeirra, ráðagerðimar um að starfa saman við sama dag- blað; og hann sá fyrir sér jtór- leitt, hlýlegt andlitið á Pá!i Strauss. — 1 Caxton var svo auðvelt að gleyma þessu. Svertingjamir héldu sig í Hlíðinni, maður sá þá aldrei. Við birtum einstaka eftir- mæli, stöku sinnum frétt um rán eða áflog; að öðru leyti var eins og þeir væru ekki til. Engar kvartanir bárust. Og ég var svo önnum kafinn við blaðið, að ég hugsaði víst ekkert um hvað var að gerast annars staðar. Þegar hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn. þá var ég eins og allir hin- ir. Ég trúði því ekki að neitt gæti orðið úr þessu. Rut sagði: — En þú skrifaðir ÞlðÐVILIZNN - Miðvikudagur 18. september 1963 að þetta væri slæm hugmynd. Ég man eftir gremunum þinum. Þú sagðir — — Það sem þú varst að segja Ég veit það. Tom þreifaði ofaní vasa sinn, tók upp tóman sígar- ettupakka og hnuðlaði honum saman. — Eins og allir aðrir hélt ég að þetta væru mistök. — Og ég trúði honum ekki, sagði Rut allt í einu. — Hvað þá? — Honum Jim. Ég skrapp yf- ir til Maríu og hann var heima og sagði • mér þetta. En ég trúði honum ekki. Ég sagði að hann hlyti að hafa misskilið þig. Hann sagði .. Tom vissi hvað hann hafði sagt; hann mundi greinilega eft- ir samtali þeirra Jims Wolve kvöldið áður. Hann hafði skropp- ið þangað — hvers vegna? Til þess að komast frá Rut. til að komast undan þeirri ábyrgð að sækja afa í krána — gamli drjól- inn gæti tekið leigubíl! — Og þeir höfðu hlustað á gamla upp- töku á ,,Beale Street Blues“, og svo hafði Tom allt í einu sagt: — Þú safnar plötunum þeirra, en þú myndir ekki leyfa þeim að gista í húsi þínu, er það? Og Jim hafði hnyklað brýmar og sagt með hægð: — Nei. mynd- ir þú geta það? Og svo höfðu umræðumar byrjað. — .... í fyrsta lagi er þetta vesæl samkunda þama í hæsta- rétti, Tom. Það þarf ekki annað en líta á feril þeirra. Einn þeirra var mei^a að segja einu sinni í Klaninu. Stjómmálamenn, það er allt og sumt; ekki einn einasti þeirra starfi sínu vaxinn. Sjáðu til dæmis. — Hættu þessu andartak. Þótt þú sért lögfræðingur og segir að þeir séu ekki starfi sínu vaxnir, þá er ekki þar með sagt að það sé rétt. Og hvaða máli skiptir það í rauninni? Ef lögregluþjónn stöðvar þjóf og tekur hann fast- an, skiptir það þá einhverju máli hve mörg ár hann hefur verið í þjónustunni eða hver fer- iH hans er eða hvað hann étur á morgnana? Hann tók þjófinn fastan — það er það sem skiptir máli, er ekki svo? Jim Wolfe hafði starað á hann. — Tom. ætlarðu að segja að þér finnist úrskurðurinn réttur? Áttu við það? — Rökfræðilega séð, kannski. — Jæja, það er hringsnúningur í lagi, það verð ég að segja. Fjandinn hafi það, hver viti bor- inn maður getur séð að þetta er það versta sem gerzt hefur síðan á dögum Roosevelts! Skilurðu: ég hef enga fordóma. Þegar ég sagði að myndi ekki vilja, tja, t.d. Louis Armstrong inn fyrir dyr hjá mér, þá tók ég ýmislegt til greina. Ég á við það, jú, sjáðu: ég hef ekkert persónulega á móti köngulóm. skilurðu? Ég gæti jafnvel haft mætur á þeim og gert mér ljóst að þær væru vin- veittar, skordýraætur, meinlausar og rólyndar, skilurðu? En ég myndi vissulega hugsa mig tvisv- ar um áður en ég ákvæði að taka þær heim sem húsdýr .. að minnsta kosti myndi ég láta Mary og Beth og - tja, þigogRut — og alla nágrannana jafna sig á óttanum fyrst. Kannski er enginn grundvöllur fyrir því, en það er staðreynd, að flest fólk er logandi hrætt við köngulær. Það hatar þær eins og pestina. Jæja, — leyfðu mér að rekja þetta ögn lengra. Þetta er athyglisverð hliðstæða. Þar sem engin fram- bærileg ástæða er til þess, að fólk hati köngulær, þá úrskurðar hæstiréttur, að verið sé að of- sækja köngulær og þær ofsóknir verði að hætta. í stað þess að senda vísindamenn út um land- ið tíl að tala við fólkið og koma því í skilning um að fordómar þess eigi ekki rétt á sér og gefa því tíma til að átta sig, í stað þess dembir hæstiréttur allt í einu hrúgu af þessum loðnu skepnum niður um hvem ein- asta reykháf! Ef þú stígur á eina einustu, segja þeir, þá verðurðu settur í tugthús! — Þama eru það ekki skordýr sem eiga í hlut, heldur mannleg- ar verur! — Það vill svo til að köngulóin er ekki skordýr. Hún er liðdýr. En hvað um það. Það sem ég, er að segja — og þú hefur sagt það líka — er að það er bamalegt, bamalegt að halda að hægt sé að kippa burt aldagömlum erfða- venjum, aðeins vegna þess að einhver gefur fyrirmæli um það. Hver svo sem ber ábyrgðina á því, þá er það vitað mál að svertingjamir í dag standa hvít- um mönnum tvímælalaust neðar. Hlutfallslega hafa þeir meira af glæpum, sifjaspellum, hjóna- skilnuðum, sjúkdómum, lægra siðgæði, lægri greindarvisitölu Punktum, basta. Heldurðu að þetta breytist allt saman um leið og samskólagöngu er komið á? Heldurðu það? Tom hafði engu svarað. — Svarið er nei. Þvert á móti: þar sem ekki er hægt að ætlast til að þeir nái okkar kjörum und- ir eins, þá verður að lækka kröfumar. Sjáðu hvað gerðist i Washington ef þú ert i einhverj- um vafa. Og það væri þó skásta útkoman. Þá er ekki gert ráð fyrir líklegasta möguleikanum — að ógnaröld komist á; versta ógnaröld sem við höfum þekkt í Suðurríkjunum siðan 1860! Wolfe hafði tottað pípu sína, alvarlegur og gáfulegur á svip. Hann er gáfaður, hafði Tom, hugsað. Og allt í einu v hafði honum orðið ljóst, að þama horfði hann framan í óvininn. — Ég veigra mér jafnvel við að nefna hvaða þýðingu þetta hefur á alþjóðavettvangi, hafði Wolfe haldið áfram. — Komm- únistamir hafa þegar gert nafn Jims Crow eins frægt og nafn Sams frænda. Frægara, sem ég er lifandi. En hvað heldurðu að verði þegar óeirðimar byrja? Ég þori að veðja að þessi strákur úr Símonarhh'ð, þessi Vaughari strákur sem þeir þurftu að reka — ég er viss um að nafn hans fær meira umtal en Marilyn Monroe um allan neim. Ég segi þér satt Tom, bandarískur heiður fer veg allrar veraldar út af þessu. Hvert einasta smáatvik .. það jaðrar við borgarastyrjöld. Á hverjum stað stingur einhver vesalingur á borð við E. Till upp kollinum — Og þegar allur þessi eymdarfarangur springur í loft upp í höndunum á okkur, þá fær hvert einasta mannsbam í heimi að vita það! Þetta er ekki annað en heilbrigð skynsemi. Og þú segir mér — þótt það sé kannski aðeins rökfræðilega séð — að kannski hafi úrskurðurinn verið góð hugmynd! Wolfe hafði tekið útúr sér píp- una og einblínt á Tom. — Jsfeja, hafði hann sagt — Viltu mótmæla einhverju af þessum atriðum? Og Tom átti ekki annars úr- kosta en að svara: — Já. — Gerðu það í öllum bænum, hafði vinur hans sagt með kaldri kurteisi. — Mér er ánægja að því að hlusta. — Ég ætla ekki að hrekja þessar röksemdir þínar lið fyrir lið. Ég reyni þáð ekki einu sinni. Þær eru réttar í ýmsum atriðum. En inntakið í þvi sem þú sagðir. S KOTTA ©Kíng Featnrcs Syndlcate, Ine* 1963. Woríd rights reserrcd._ Ég er enginn bókmenntasnillingur . . . ég set bara eitt orð á eftir öðru og vona að allt sé í lagi þegar á heildina er iitið. NÝTT FRÁ GEFJUN Terylene-Tweedjjakkar í 6 tízkulitum 30% terylene 65% ull 5% mohair GEFJUN IÐUNN Kirkjustræti Það er kominn innbrotsþjóf- ur, — Andrés frændi. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN, húsgagnaverzlun Þórsgötu 1 4 i 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.