Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.09.1963, Blaðsíða 6
? V g SfOA rjTSrö'irafiÍ'S'WH Pim*ntudaigur 26. september 1963 Krrkfugrið rofin í landi guðhræðslunnar Vopnað lögregluiið umkringdi kirkju sem blökkubörn höfðu leitað hælis i SELMA, Alabama 25/9 — Vopnaðar sveitir lögreglu og annarra hvítra manna umkringdu í gær kirkju eina í Selma í Alabama sem blökkubörn höfðu leitað hæls í, ruddnst inn í ki-rkjuna og höfðu börnin á brott með sér og settu þau í fangelsi. Það er ekki liðin nema rúm vika síðan dýnamitsprengingín varð í kirkju blökkumanna í Birmingham í Alabama, en í þeirri sprengingu létu fjórar blökkustúlkur á aldr- inum 11—14 ára Hfið. munu ekki dæmi áður í nokkru landi sem telst til krist- ins dóms að kirkjur séu brotnar upp af einkennisklæddum vörðum laga og réttar til að hafa hendur í hári barna sem brotið hafa það eitt af sér að fara fram á> að stjómarskrá lands þeirra sé virt, eins og gerðist í Alabama í fyrrdag. Þeir menn sem það geröu eru þjónar þess ríkis sem svo mjög flíkari®; guðsótta sinum að hann er auglýstur á hverjum peningi. En þótt guð sé lofaður á hverjum dollara, er hætt við að hann sé fremur að finna í hjörtum þeirra barna sem hið mikla dollaraveldi hefur útskúfað en hjá þjónum þess og yfirboðurum þeirra. Það er engin tilviljun að svertingjahatarar í Bandaríkj- unum skuli ráðast á kirkjur. Prestar blökkumanna I suðurríkj- nnum hafa haft forystu um mannréttindakröfur þcirra, og einn þeirra er séra Fred Shuttlesworth í Birmingham I Alabama sem sést hér á myndinni fylgja tveimur blökkudrengjum í skóla. Það var í kirkju hans sem dýnamitsprengingin varð fyrir rúmri viku. Síðdegis í gær fóru hópar blökkumanna og 1 þeim all- mikill fjöldi bama og unglinga um götur bæjarins til að mót- mæla kynþáttamisréttinu. Lög- reglan réðst á þá með kylfur á lofti og flúðu þömin þá und- an henni og leituðu haelis kirkjunni. Skeyti til Kennedys Lögreglumenimir og fjöl- mennur hópur hvítra manna héldu á eftir bömunum og slógu hring um kirkjuna. Foringi blökkumanna í bæn- um> Bayrd Rustin> sendi þá Kennedy forseta og bróður hans, Robert dómsmálaráð- herra, skeyti og bað þá um að skerast í leikinn til að koma í veg fyrir að bömin yrðu beitt ofbeldi. Hann sagði í skeytinu að 50 fylkishermenn og mörg hundruð aðrir vopn- aðir hvítir menn hefðu sleg- ið hring um kirkjuna. Ralmögnuð gaddavírsgirðing Síðar ruddist lögreglan inn i 170 fyrir rétt LONDON 25/9 — Lögreglan í Bretlandi mun kalla 170 manns fyrir rétt til að bera vitni í málum sem höfðuð hafa ver- ið gegn þeim þrettán körlum og konum sem hafa verið handtekin og sökuð um hlut- deild í lestarráninu mikla. Yfirheyrslur og vitnaleiðslur hefjast á morgun í Aylesbury og munu standa a.m.k. í viku. Bandarískur veðurfræðingur: Veðrið mun fara kólnandi næsta áratuginn eða svo Veðurfræóingur dr.. Murray Michell, sem starfar við veðurstofu Bandaríkjanna, segir að nú sé farið aö gæta í Bandaríkjunum, á Bretlandseyjum og í stórum hluta Evrópu áhrifa kuldaskeiðs sem hófst um allan heim fyrir tuttugu árum og búast megi við að þetta kuldaskeið muni standa a.m.k. í einn áratug enn Dr. Mitchell segir að þetta sé ein skýringin á hinu óvenju svala og rigningarsama sumri á Bretlandseyjum. mestum hluta Frakklands. Spánar og Portúgals og í löndunum við Norðursjó. Það hefur einnig verið venju fremur kalt í sumar víða í Bandaríkjunum, hvarvetna nema í miðfylkjun- um og þeim nyrztu, en mun- urinn á meðalhita hefur þó ekki verið nándar nærri jafn- mikill og í Evrópu. „HIta-“ og ,,kuldaskeið“ Hinn bandaríski veðurfræð- ingur segir að svo virðist sem um heim allan skiptist á „hita- skeið" og „kuldaskeið“. Tíma- bilið 1880—1940 hafi þannig verið hlýindakafli, en upp úr því hafi veður farið kólnandi viða í heiminum. Sú veður- farsbreyting sé fyrst nú að gera vart við sig í Evrópu og Bandaríkjunum. Lítill munur á meðalhita Hann bendir á að breytingar á meðalhita hafi ekki orðið miklar, en jafnvel örlitlar breytingar geti haft verulega þýðingu. „Þótt meðalhitastig eins árs lækki aðeins um brot úr einu prósenti, munu á því ári mælast mun fleiri kulda- kaflar en að jafnaði". Ekki stöðugur kuldi Það þurfa ekki að vera stöö- ugir kuldar á hinum svonefndu „kuldaskeiðum". Það er ekkert því til fyrirstöðu að mildur vetur komi eftir kalt sumar, eða að wæsta sumar verði mjög hlýtt, en þegar til lengd- ar lætur, kólnar í veðri og fólfc sem héldur því fram að vetumir séu harðari og lengri nú en áður og sumrin ekki jafn góð, hefur oftast á réttu að standa, segir dr. MitchelL A.m.k. f árafug enn Hann vill ekkert fullyrða um hve lengi núverandi „kulda- skeið" muni standa, nema að menn megi búast við því að það vari við enn í einn ára- tug að minnsta kosti. „Ég vil ekki kveða fastar að orði", segir hann og tekur fram að hann viti enga skýringu á þess- um veðurfarsbreytingum. Engin ísöld í vændum „Við veðurfræðingar höfum fyrir satt að fátt sé sjaldgæf- ara en „normalt" veður. Skil- yrðin í gufuhvolfinu eru óstöð- ug og það er margt sem áhrif hefur á veðurfarið — breytt- ir hafstraumar, eldgos, breyt- ingar á geislun sólarinnar, breytingar á kolefnishlutfalli gufuhvolfsins vegna vaxandi Framhald á 9. síðu. kirkjuna, hafði bömin á brott með sér og handtók einnig prestinn. Fréttaritari Reuters hefur eftir einum foringja blökku- manna í bænum að lögreglan hefði komið fyrir rafmagnaðri gaddavirsgirðingu umhverfis kirkjuna til að koma í veg fyrir að aðstandendur bam- anna kasmu þeim til hjálpar. Eini blökkustúdentinn rekinn Eina blökkustúdentinum við háskólann í Oxford í Missi- sippi var í gær vísað úr skól- anum, en hann var handtek- inn í fyrradag fyrir að hafa skammbyssu í fórum sínum í leyfisleysi. Stúdentinn, Steve McDowell, var eini svertinginn í skólan- um eftir að James Meredith lauk námi sínu við hann í síð- asta mánuði, en Meredith var fyrsti maðurinn af svertingja- stofni sem fékk aðgang að skólanum. Það var í fyrrahaust og kom af stað slíkum óeirð- um að tveir menn biðu bana. Hótað lífláti McDowell hefur verið hótað lífláti hvað eftir annað ef hann segði sig ekki úr skóla, en mun hins vegar ekki hafa fengið leyfi ti'I að bera á 6ér vopn f vamarskyni. Hann var látinn laus í gær gegn trygg- ingu en verður kvaddur fyrir rétt í dag. Hámarksviðurlög við „afbroti" hans er 100 doll- ara sekt og þriggja mánaða fangelsi. Bandaríkin hafna boði um tollalækkun Viðskiptastríði milli USA og EBE verður ekki forðað BRUSSEL 25/9 — Nú þykir sýnt að tæplega verði forð- að viðskiptastríði milli Bandarikjanna og aðíldarríkja Efnahagsbandalagsins á bandarískum kjúklingum sem er undirrótin og í gær varð Ijóst að litlar sem engar líkur eru á því, að sú deiia verði jöfnuð. Ráðherranefnd bandalagsins samþykkti í gær að bjóða Bandaríkjunum lækkun á kjúMingatoillinum, jafnvel þótt hún vissi mætavel, að Banda- ríkjastjóm myndi hafna því boði sem algerlega óviðunandi. Sendiherra Bandarfkjanna hjá EBE, Tuthill, hafði þegar á mánudag skýrt fultrúum bandalagsins frá því, að stjóm hans teldi lækkunina allt of litla og þvi myndi slíku boði verða umsvifalaust hafnað. Engu að síður samþykkti ráð- herranefndin að gera Banda- ríkjunum það boð að kjúkl- ingatölilurinn skyldi lækka sem svarar 114 aurum íslenzkum á kíló, þó með þeim fyrirvara að sú lækkun skyldi aðeins gilda takmarkaðan tíma. Bandaríkjastjóm forviða Þegar í gærkvöld gat Tuthill sendherra skýrt EBE frá því að stjóm hans hefði hafnað^ boðinu. Jafnframt létu banda- riskir sendimenn í Ijós undrun sína yfir samþykkt ráðherra- nefndarinnar. Þeim þótti sér- staMega furðulegt að nefndin skyldi ekkert hafa fjallað um tillögu bandarfsku stjómarinnar að skjóta deilunni um kjúkl ingatollinn undir gerðardóm í Alþjóðlega tolla. og viðskipta- nefndinni (GATT). um viðskiptum EBE og Sov- étríkjanna. Ráðherranefndin samþykkti nefnilega í gær einnig að senda sovétstjóm- inni þá orðsendingu að Efna- hagsbandalagið sé fúst til að fallast á tollalækkanir á ýms- um sovézkum vamingi. m.a. á vodka, kavíar og niðursoðn- um krabba. 1 ¥¥¥¥¥¥¥ ¥¥¥¥¥¥¥ Hugmynd að nýjum bandariskum verzlunarfána. Gagnráðstafanir USA Eftir þessi málalok í Brassel þykir nær víst að innan skamms, sennilega þegar í byrjun næsta mánaðar, muni Bandaríkjastjórn gera alvöru úr hótunum sínum um gagn- ráðstafanir, þ.e. veralegar töMahækkanir á ýmsum vam- ingi frá löndunum í EBE. önn- ur ríki, sem selja þær vörur, sem um ræðir. til Bandaríkj- anna, munu einnig verða fyrir barðinu á þeim tollahækkun- um, en munu fá þær bættar með ýmsu móti, er sagt. Bætt viðskipti við Sovétríkin Samtímis því að þetta við- skiptastríð við Bandaríkin er i uppsiglingu era horfur á bæt|- Flýr vegna njósna eða sálarstríðs? KALSRUE 24/9. Ríkissaksókn- arinn í Karlsrue í Vestur— Þýzkalandi skýrði í dag frá bví að komið hefði upp grunur um njósnir eftir að einn starfsmaður leynilögreglunnar hvarf. Maður sá er liggur undir grun heitir Hans Paetsch og hefur Uann veríð horfinn í viku. Lögfræðingur einn í Hamborg. Josef Augstein, hefur tilkynnt að hann sé fulltrúi Paetsch. Seg- ir Augstein að skjólstæðingur sinn fari huldu höfði en hafi ekki flúið austur fyrir jámtjald. Paetsch á í sálarstríði vegna á- sakana á hendur vestur-þýzkra leyniþjónustumanna um að þeir legðu stund á símahleranir og opnuðu einkabréf manna. sagði lögfræðingurinn. Mál bessi hafa verið ofarlega á baugi í Vestur-Þýzkalandi id undanförnu og hefur innanríkis- ráðherrann, Hermann Höcherl, sætt harðri gagnrýni. Leynib.ión- ustan á að sögn að vemda stjórnarskrána og þykir mönn- um að vonum hart að starfs- menn hennar iðki að staðaldri stjórnarskrárbrot. svo sem síma- hleramir, því hefur Höcherl svar- að til, að ekki sé unnt að ætlazt til þess að leyniþjónustumann- imir „þvælist um allan daginn með stjómarskrána undir hend- inni“. Mikla athygli vakti sjónvarps- dagskrá ein sem flutt var í gær- kvöld. Var þar haldið fram að símakerfið í þinghúsinu í Bonn hafi verið hlerað um árabil. Þingflokkur Kristilegra demó- krata hefur krafizt bess að upp- lýsingar sjónvarpsmannanna verði rannsakaðar nánar. Aden- auer kanslari og Erhard. vænt- anlegur eftirmaður hans. v'oru viðstaddir fund þingflokksins, en tóku ekki þátt í umræðunum. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.