Þjóðviljinn - 01.10.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 01.10.1963, Side 1
Þriðjudagur 1. oktáber 1963 — 28. árgangur — 210. tölublað. Fjárdráttarmál á Keflavíkurflugvelli GJALDKERIFRÍHAFNARINNAR DRO SÉR STÓRFÉ Þannig leit Selhagti í Blesugróf út þegar slökkvUiðið yfirgaf staðinn eftir meira en þriggja tíma árangurslaust starf. (Ljósm. ti. Hjv.) .................. S> ** Komizt hefur upp um stórfellt fjarsvika- mál gjaldkera fríhafnarinnar á Keflavíkur- flugvelli og mun fjárheeð su sem hann hefur dregið sér ranglega nema hundruðum þus- unda króna. Er mál þeita í athugun hjá ríkis- endurskoðanda, Einari Bjarnasyni, en mun á næstunni verða sent domstolunum til með- ferðar. Þjóviljinn átti í gær stutt sam- tai við Einar Bjarnason rík- isendurskoðanda og innti hann frétta af málinu. Vildi hann litl- ar upplýsingar gefa á þessu stigi málsins aðrar en þær að gjald- keri fríhafnarinnar. Jörundur Þorsteinsson, hefði gerzt sekur um að draga sér stórfé, hundr- 930nemar íMRivetur MENNTASKÓLINN í Reykjavík verður settur á Sal klukkan tvö í dag og eru nemendur beðnir að mæta. SAMKVÆMT UPPLÝSINGUM frá frú Guðrúnu Helgadótt- ur, ritara rektors, verða nemendur MR í kringum 930 að tölu á vetri komanda eða um 80 fleiri en i fyrra. í þriðja bekk verða nú 323 en voru x fyrra 280. Kennt verð- ur í sama húsnæði og s.I. vetur þ. e. { gamla skólahús- inu og Þrúðvangi við Laufás- veg. FASTAKENNARAR skólans eru flestir þeir sömu. Bjarni Guðnason prófessor, hverfur þó frá skólanum og Frlðrika Gestsdóttir og Eiríkur Hreinn Finnbogason hafa ársleyfi. Guðmundur Arn- laugsson er í Bandaríkjun- um en tekur aftur við kennslu eftir jól. Engar nýjar fréttír af ávísanamálinu Rannsókn mun haldið áfram fyrir sakadómi Reykjavíkur í máli Sigurbjarnar Eiríkssonar veitingamanns, sem játað hefur á sig hin stórfclldustu ávísana- svik. Ekki tókst Þjóðviljanum í gær að afla upplýsinga um það sem fram hefur komið við máls- rannsóknina umfram það sem þegar hefur verið getiö hér í blaðinu. Smáir og hold- grannir dilkar Skagaströnd 3079 — Slátrun pruðfjár hófst 18. september hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og mun ljúka 12.—15. október n.k. Dilk- arnir virðast smáir og hold- grannir. — FG. Ibúðarhús í Blesugróf brann til kaldra kola Aðfaranótt mánudags brann húsið Selhagi í Blesugróf, en þar bjuggu hjónin Pétur Hraunfjörð verkamaður og kona hans Helga Tryggvadótfir með átta börnum sínum á aldrinum fjögurra til átján ára. Eldurinn kom upp um kl. 2 og er álitið að kviknað hafi í útfrá olíukyndingu. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið alélda, fjölskyldan naumlega sloppin út úr eld- inum en hafði nær engu tekizt að bjarga af eignum sínum og ekki gefizt tími til að klæða öll börnin. Engan sakaði þó utan hvað elzti sonuri-nn, Kristján, brenndist lítillega. Slökkviliðið átti mjög erfitt um vik. Enginn brunahani finnst í þessari byggð, sem risið hefur í óþökk guðs og valda- manna. Vatn varð því að sækja langan veg en kom fyrir efcki. Hús og innbú var lágt vátryggt Og verkfærasafn Péturs, laus- lega metið á 20—30 þús. krón- ur var óvátryggt. Baldur Bjarnason verkamað- ur í Laufási og Ásta kona hans hafa til bráðabirgða skotið skjólshúsi yfir þessa bágstöddu nágranna sína og þar voru börnin en foreldrarnir „í bæn- um“. Á 12 síðu er viðtal við Pétur Hraunfjörð. Jörundi //. hleypt af stokkunum Skipasmíðastöðin 1 Selby hefur smíðað 20 skip fyrir ísland síðustu hálfa öld. Það var Coehrane, sem var formaður nefndar þeirrar er samdi um smíði þrjátíu skipa fyrir Island árið 1949. Nú hef- ur skipasmíðastöðin, nýverið hleypt af stoikkunum Jörundi II. Guðmundur Jörundsson er eigandi skipsins, sem er sjö- unda skipið, sem hrint er á flot í Selby á þessu ári. Kona Guðmundar skírði skipið. Myndin er tekin er Jörundi II. er hleypt af stokkunum. Andstæðingar Ben Bella í uppreisnarhug Gromikó, Rusk og Home á fundum íNew York Sjá síðu 0 uð þúsunda. Hann kvaðst hins vegar ekki geta sagt um hve mikil upphæðin væri nákvæm- lega eða á hve löngum tíma fjárdrátturinn hefði átt sér stað og með hverjum hætti. Rann- sókninni væri ekki lokið hjá ríkis.endurskoðuninni en það myndi verða á næstunni og yrði málið þá sent dómstólunum til meðferðar. Sem kunnugt er fer fram í frí- höfninni sala á ýmiskonar varn- ingi til flugfarþega, svo sem á- fengi, fóþaki, ilmvötnum, mynda- véium og fleiru slíku og fara allar greiðslur fram í erlendum gjaldeyri og tekur gjaldkerinn við gjaldeyrinum til skipta í íslenzka mynt. Ragnheiður Jónsdóttir Kvenfélag sósíalista Fyrsti fundur vetrarins verður í Tjamargötu 20 i kvöld, þriðjudaginn 1. okt- óber, kl. 20.30. Fundarefni: I. Friðarmálin: a) Frásögn af kvennaráð- stefnu Eystrasaltsvikunnar í Rostock á sl. sumri: Ragnheiður Jónsdóttir. b) Heimsþing kvenna f Moskvu i júnímánuði sl. Helga Rafnsdóttir. Frjálsar umræður um friðarmálin. II. Félagsmál. Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti. Mætið stxmdvíslega. Stjórnin. Helga Rafnsdóttir Aðalfundur ÆFR á fimmtudaginn Aðalfundur Æskulýðsfylking- arinnar í Reykjavík verður haldinn næst komandi fimmtu- dagskvöld í Tjarnargötu 20 og hefst hann kl. 9 e.h. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. 4600-4700 nemar / gagnfræðaskólum / Reykjavík í vetur Gagnfræðaskólar Reykjavíkur verða settir í dag. Nem- endur á skólaskyldualdri eru nú alls 4600—4700. Skortur a hæfum kennurum er svipaður og verið hefur og mun fjöldi réttindalausra manna m. a. námsmenn, ráðinn að skólunum. Og svo eru það húsnæðisvandræðin. Fjölgun nemenda á gagn- fræðastiginu hér í Reykjavík frá því í fyrra er furðu lítil eða innan við tvö hundruð, sam- kvæmt upplýsingum s,em blaðið fébk hjá Ragnari Georgssyni fulltrúa á Fræðslumálaskrifstof- unni; kemur þetta sér einkar vel fyrir ábirga aðila, þar eð seint miðar að bæta úr húsnæðisvand- ræðum Reykjavfkurskólanna. Eins og fyrr verða allir Rvík- urskólamir, nema Hagaskóli, al- gjörlega eða að einhverju leyti tvísetnir. Hagaskólj stækkar nú um tólf stofur og verður einset- inn og auk þess verður lands- prófið einsetið. Það er til húsa í gamla iðnskólanum. En verst er ástandið á svæð- inu milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar annars vegar og Grensárvegar og Kringlumýrar- brautar hins vegar. Álftamýrar- skóli verður ekki tilbúinn fyrr en 1. ágúst 1964 (samkvæmt samningi við verktaka) og verða öll skólaskyld börn úr þessum hverfum að ganga í Austurbæj- arskólann á Skólavörðuholti. Sjö og átta ára börnum verður bó ekið úr og í skóla en eldri ár- gangar fá ókeypis strætisvagna- miða, að því er Ragnar Georgs- son tjáði blaðinu. Ástæðan til þess, að svo rúmt er orðið í Austurbaejarskólanum er sú að íbúum á svæðinu frá Tjörn og austur á Snorrabraut hefur fækkað að mun hin síðdri ár.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.