Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 1. október 1963 ÞiðÐVIUINN SlÐA g Úrslitaleikur í 2. deild Þróttur vann Breiðablik— 9:0 og fer upp í 1. deild Þá eru úrslitin orðin kunn í 2. deild, Þróttur gjörsigraði Breiðablik er liðin mættust til úrslita á Njarðvíkurvellinum á laugardaginn og varð markatala Þróttar öllu hærri en almennt var búizt við. Eftir gangi leiksins var sig- ur Þróttar verðskuldaður og hefði getað orðið eran stærri. A. m. k. 5 stangarskot áttu Þróttararnir, og annað eins af opnum færum sem fóru forgörðum. Breiðablik átti sárafá tækifæri og ógnaði mjög sjaldan marki Þróttar, sem komst eiginlega aldrei í neina hættu leikinn á enda. Þróttarar ákveðnari Strax í upphafi leiksins tóku Þróttararnir leikinn í sín ar hendur með ákveðnum leik, og var ekki um neina eftir- gjöf að ræða leikkm á enda. Minnti leikur Þróttar á leiki liðsins í vor, en þá var baráttuhugur í liðinu og gekk þeim þá oft mjög vel. En eftir Reykjavikurmótið féll liðið í nokkurs konar dvala sem það er nú fyrst að vakna af. Öðru sinni Þróttur hefur áður sigrað í 2. deild og var það 1958. Ekki var þó vera þeirra löng í 1, deild því að ári liðnu féllu þeir niður. Hve lengi Þróttur verður í 1. deild að þessu sinni er undir þeim sjálfum komið, því aðeins æfing og aftur æfing getur komið þeim að liði í því efni. Mörkin 1:0. 7. mínúta. Axel lék á bakvörðinn og brunaði áleið- is að markinu sendi síðan knöttinn út til Hauks sem spyrnti þrumuskoti af stuttu færi. 3:0. 21. mín. Jens skorar af 15 metra færi með fallegu skoti í stöng og inn. 4:0. 36. mín. Axel skorár af 25 m færi í horn marksins með föstu sko.ti. 5:0. 38. mín. Jens leikur á 2 varnarmenn sendir síðan knöttinn til Ómars, sem skor- ar óverjandi af stuttu færi. 6:0. 48. mín Ómar fékk sendingu fram miðjuna og<§> spyrnti framhjá markv. sem kom út á móti. 7:0. 66. mín. Vítaspyrna, strangur dómur. Þorvarður skoraði laust í horn marksins. 8:0. 71. mín. Jens skoraði eftir góðan samleik Þróttara. 9:0. 74 mín. Bakv. Breiða- bliks varði með höndum. Víta- spyrna og Axel skoraði óverj- andi. llill Eins og áður segir þá átti lið Þróttar góðan leik og eng- inn leikmanna þeirra lét sitt eftir liggja að gera sigurinn sem glæsilegastan. Breiða- bliksmenn náðu sér hins vegar lítt á strik og áttu fremur slæman dag. Markvörðurinn Ragnar Magnússon, var bezt- ur í liði þeirra. Einar Hjartar- son dæmdi þennan prúða leik yfirleitt vel. • Að leik loknum afhenti Jón Magnússon Þrótturunum bikar og verðlaunapeninga til minja. Iaið Þróttar, sem sigraði í 2. deild. Frá vinstri. Eysteinn Guðmundsson fyrirliði, Ómar Magnússon, Ólafur Brynjólfsson, Jón Björgvinsson, Eyjólfur Magnússon, Guttormur Ölafsson, Helgi Árnason, Axel Axelsson, Haukur Þorvaldsson, Jens Karlsson, Þorvarður Björnsson og þjálfarinn Siimon Gab or. Bíkarkeppnin. KR — ÍBK 3 :2 KEFL VIKINGAR ÓGNUÐU ÍSLANDSMEISTURUM KR Þessi leikur Keílavík- ur og KR hafði á sér öll einkenni „Bikar"- keppninnar: Hraða bar- áttu, kraft og hörku og spenning fram á síðustu mínútu. Völlurinn var slæmur til knattspymuleiks, blautur og háll. Rign- ingarhraglandi og kals- aveður var á en það dró ekkert úr spennunni, og áhorfendur voru undra- margir í þessu leiða veðri. Fyrir leikinn var það haft fyrir satt, ' að Keflvíkingarnir myndu selja sig dýrt, og það stóð fullkomlega. Þeir voru heldur óheppnir að fá á sig mark, heldur ódýrt, á 3. mín. Gunnar Felixson, sem nú lék í stöðu hægri útherja, sendi að því er v.irtist meinlausan knðtt fyrir markið en það var eins og vörn Keflavíkur átt- aði sig ekki á þessu, knöttur- inn fór til Ellerts, sem var þar frír, og skoraði óverjandi. Barizt hart Ekki virtist þetta draga mátt úr Keflvíkingum, þeir börðust af miklum krafti, og slíkt hið sama gerðu KR-ingar. Var hraði mikill í leiknum, miðað við „færi" og veður, barizt um hvern knött, og brugðið til samleiks við og við. og svo „kýlinga" inn á milli. A. 13. mínútu er dærnd aukaspyrna á KR sem Sigurður Alberts- son tekur mjög vel og sendir til Jóns Jóhannssonar, sem tekst að losa sig við KR-ing- ana og skora: 1:1. Aðeins 2 mínútum síðar fá Keflvíkingar aftur auka- spyrnu á vítateigslínu til hægri við markið. Sigurður spyrnir í áttina að marki, og virðist sem varnarmaður beygi sig undir knöttinn í stað þess að skalla Þetta virtist trufla Heimi í markinu og fór knött- urinn yfir höfuð hans inn í horn marksins fjær! 2:1. Jókst nú spenningurinn um allan helming. Var nú barizt af miklum móði og skiptust liðin á um sókn og vörn. Samt tókst hvorugum að skapa sér veru- leg tækifæri, þótt hart væri sótt og hart barizt í návígi, ef því var að skipta. Rétt fyrir leikhlé á Sigurþór gott skot á mark Keflvíkinga, en hinn ungi efnilegi mark- maður varði vel. Þannig lauk Framhald á 2. síðu. Fyrsti ósigur Sovétmanna Þau tíðindi gerðust um helgina að Bretland vann Sovétríkin í landskeppni i frjálsum íþróttum f Volga- grad með 168 stigum gegn 161. Þetta er fyrsti lands- liðsósigur Sovétmanna í samanlögðwm greinum karla og kvenna. Þá fór fram Iandskeppni í frjálsum íþróttum milli Finna og Vestur-Þjóðverja í Bremen. Þjóðverjar unnu með 131:81. Nánar verður greint frá árangri á íþróttasíðunni á morgun. Skúli Hákonarson skorar. Bak við hann sést Þórður Þórðarson. Björgvin, markm. Vals liggur í vellinum, en lengst til lncgri e* Arni Njálsson (Ljósm. Bj. Bj.) Bikarkeppnin. ÍA — Valur 6 : 1 SKAGAMENN LEKU SER AÐ DAUFU LIDI VALS Það leit ekki úr fyrir að Valsliðið áttaði sig á því að það væri úr keppninni ef það tap- aði, slík deyfð var yfir liðinu í heild. Og þótt tæknilegur munur lið- anna væri ekki eins mikill og mörkin benda til, bá munaði mestu um bað að Akurnesing- ar bbrðust og unnu. Akurnesingar voru við- bragðsfljótari og sprettharð- ari og unnu þar af leiðandi flest einvígin. Það voru þvi Skagamenn sem höfðu frum- kvæðið allan tímann með yfir- burðum sínum í hraða, vilja og vinnu. Akranes náði engum sér- stökum leik þótt þeim tækist að vinna með þessum mun. Það kemur raunar á daginn að hinir eldri voru kjarninn í þessu liði, og er þar átt við þá Þórð Þórðarson, Ríkarð Jónsson og Svein Teitsson. Helgi Daníelsson átti nú ör- uggan leik. Að vísu reyndi ekki mikið á hann að þessu sinni, til þess voru skot Vals- manna of veik. Gegndi furðu hvað skotin voru lin og laus við alla karlmennsku. Sannar það aðeins og undirstrikar hinn slappa og áhrifalitla leik Vals. Eins og Valsliðið lék að þessu sinni, verður að draga þá ályktun að liðið sé alls ekki í þjálfun, og er ekki til afsökun fyrir því. Vörnin, sem í vor var aðalstyrkur liðsins, var sundu'rlaus og skorti það skipulag sem til þarf að mæta sækinni framlínu, eins og Akranesframlínan var. Fyrir utan Björgvin í markinu, sem bjargaði því sem bjargað varð nema ef til vill í eitt skiptið, var Þor- steinn Friðþjófsson sá eini, sem barðist og sýndi einn bezta leik sinn í sumar. Fram- línan fékk leikinn aldrei veru- lega til að fljóta frá manni til manns, og þvi sízt til að fá hressilegan endi — skot sem „púður" var í. Hans Guð- mundssyni mistókst margt í stöðu sinni sem miðherji og stjórnandi línunnar. Hreyfan- leiki var mjög lítill og er það aðalorsök þess að samleikur- inn gekk alltaf mjög treglega. Þórður og Skúli Ágústsson voru aðaldriffjaðrir framlínu Akraness, og framlínan í heild fékk mjög góða aðstoð frá þeim Sveini Teitssyni og Jóni Leós, sem barðist oft mjög skemmtilega, og réðu þeir fé- lagar mestu á miðju vallarins. Gangur leiksins Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt þar sem háðir skiptust á um að sælcja og verja. Það er ekki fyrr en á 15. og 18. mín- útu sem Skagamenn ógna marki Vals, og var sem mark lægi í loftinu, og á 20. mín- útu sendi Þórður knöttinn til Skúla, sem viðstöðulaust sendir hann fyrir til Ingvars sem skallar örugglega í mark- ið. Litlu siðar á Hans nokkuð gott skot að marki Akraness en Helgi varði auðveldlega. Tveim mínútum síðar fær Skagamaður knöttinn rétt við miðlínu, og greinilega í rang- stöðu, en línvörður sá það<?> ekki á línu við Björn. Áhlaup- ið heldur áfram og endar með mjög góðu skoti frá Skúla sem hafnaði í neti Vals. Á 31. mín. er Bergsteinn kominn innfyrir og nær að „vippa" knettinum yfir Helga, en knötturinn fór framhjá mannlausu markinu. Þriðja markið skorar svo Þórður, og hann bætir því fjórða við 3 mín. fyrir hálf- leik með skalla, en það hefði Björgvin átt að verja. Á síðustu mín. er Ingvar fyrir opnu marki, en skaut hátt yfir. Endaði hálfleikur- inn því með 4:0 fyrir Akra- nes. 1 síðarí hálfleik veittu Vals- menn heldur meiri mót- spyrnu, en allt var það lint og þróttlítið. Á 17. mín Ieikur Þórður á Áwia Njálsson og kemst innfyrir, og skýtur, en skotið lendir í markmanni, og hrýtur þaðan til Ingvars sem kominn var fram og sendir knöttinn í mannlaust markið. Um og uppúr miðjum hálf- leiknum sækja Valsmenn og er Hans í góðu færi en skotið var lélegt, og rétt á eftir á Bergsveinn góðan skalla á markið en Helgi ver vel. Á 30. mín. er Bergsteinn kominn einn innfyrir, en skotið lendir í stöng og þaðan út á völlinn aftur! Aðeins þrem mínútum síð- ar leikur Skúli á Árna Njáls- son, og kemst innfyrir, skaut í stöngina fjær en þaðan fór knötturinn í markið. Rétt á eftir er Steingrímur fyrir opnu marki, en það er naum- ast að skotið dragi í markið! Fimm mínútum fyrir leiks- lok tekst Hans að komast upp að endamörkum og senda knöttinn fyrir til Steingríms sem skallar í markið, og þannig lauk leiknum 6:1 sem er of mikill munur eftir gangi leiksins, en lið sem alltaf er á eftir getur ekki búizt við miklum á'rangri. Með sigri þessum tryggði Akranes sér að lenda í úrslit- um bikarkeppninnar í ár. Ekki er hægt að epá neinu um frammistöðu liðsins við KR um næstu helgi, til þess var mótstaða Vals of veik. Dómari var Baldur Þórðar- son og dæmdi vel. Frímann. KnaHspyrna í HafnarfirSi Haustmót Hafnarfjarðar 1 knattspyrnu var háð um síð- ustu helgi, og áttust þar við Hafnarfjarðarfélögin FH og Haukar í öllum flokkum. FH sigraði í þrem flokkum, Haukar í einum, en jafntefli varð í einum. Hafa leikar þann- ig snúist við frá þvi á vormót- inu, en þá sigruðu Haukar i öllum flokkum nema einum. tjrslit á haustmótinu urðu þessi: Meistarfl.: FH — Haukar 2:1. 2. ffl.: FH — Haukar 4:3. 3.H. Haukar — FH 1:0. 4. fl.: FH — Haukar 5:1. 5 fJL.; FH — Hauk- ar 0:0. Keppt verður til úrslita f 5. Hokki á m.;s..-'. . ... .... Tr~nnt I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.