Þjóðviljinn - 01.10.1963, Síða 6
g SlÐA
ÞlðÐVILIINN
Þriðjudagur 1. október 1963
Þing Sósíaiistíska alþýðufiokksins danska í vændum
Verulegur ágreiningur um
framtíðarstefnu flokksins
Eftir fáeina daga hefst í Odense þing Sósialistiska alþýðuflokks-
ins danska. Má gera ráð fyrir að ýmislegt sögulegt gerist á þingi
þessu, þar sem talsverður ágreiningur er nú uppi meðal for-
ystumanna flokksins. Fyrir skömmu birti Kaupmannahafnarblað-
ið Information viðtal við Kai Moltke, einn kunnasta þingmann
flokksins. og deilir hann þar harkalega á uppkast það að stefnu-
skrá sem fjallað verður um á flokksþinginu.
í viðtalinu ræðir Moltke
einkum um stefnu Sósialistíska
alþýðuflokksins í verkalýðsmál-
um. Hann heldur því fram að
með stefnuskráruppkastinu sem
sent var út 5. september ætli
hægri armur flokksins að gera
tilraun til að breyta stefnu
floklcsins.
Moltke segir að sig hafi furð-
að á því að forystumenn flokks-
ins hafi í blaðaviðtölum lýst
aðstöðu sinni til ýmissa veiga-
mikilia mála sem væntanlegt
þing eigi að fjalla um í sam-
einingu. Kveðst hann efast um
að slíkar aðferðir séu heppileg-
ar, en þó sé hann reiðubúinn
til að svara í sömu mynt.
Tækni og siðferði
Kai Moltke minnir því næst
á stefnuskráryfirlýsingu flokks-
ins frá því í júní 1959. en þar
eru meðal annars settar fram
kröfur um rétt manna til at-
vinnu, samningsrétt verkalýðs-
félaganna og athafnafrelsi, þar
á meðal verkfallsréttinn. 1 þeim
kafla stefnuskráruppkastsins
sem fjallar um verklýðsmál og
nefnist „Verklýðshreyfing,
stéttarbarátta og lýðræði” séu
þessi atriði ekki einu sinni
nefnd á nafn. Moltke vitnar í
kafla þennan þar sem segir að
tækni og siðfræði eigi að hald-
ast i hendur og almenningur
en ekki fámennur forréttinda-
hópur eigi að ráða tækniþró-
uninni.
-----------------------------
fsrael mótmælir
negraofsóknum
Ríkisstjórnin í Israel hcfur
kallað heim Sendiherra sinn
í Suður-Afríku í mótmælaskyni
við kynþáttaofsóknir Verwoerd-
stjórnarinnar. Málsvari ísra-
elsku stjórnarinnar hefur skýrt
frá því að Israelsmenn hyggist
ekki hafa sendiherra í Suður-
Afríku meðan núverandi vald-
hafar fara með stjórn Iandsins.
Blaðið Jerusalem Post sem er
í nánum tengslum við rík-
isstjómina segir meðal annars
af þessu tilefni að Israel&menn
geti ekki lengur „þolað kyn-
þáttastefnu suður-afrísku stjóm-
arinnar, ekki sízt vegna þess
að Gyðingar hafi í áratugi fund-
ið fyrir þjáningum kynþátta-
misréttisins á þessari öld.”
Kosningar og
dómur Helvítis
Einn þeirra atkvæðaseðia sem
ógildir voru taldir í nýafstöðn-
um sveiíarstjórnarkosningum
í Noregi var þannig úr garði
ger að krossað var við lista
Vcrkamannaflokksins en kross-
inum fylgdii áletrunin ,,Matteus
23,33.” Engin önnur merki voru
á seðlinum og var ekki hróflaö
við lista þeim sem krossað var
við.
Seðill þessi vakti nokkra at- '
hygli meðal kj örstjóm armann a
í Fáberg, en hann kom fram
þar í sveit. Er þeir komu heirr
flettu þeir upp á ritningar-
greininni sem vitnað var í,
Matteus 23,33, og gat að líta
eftirfarandi: Þér nöðrur, þér
yrmlingar, hvemig ætlið þér
að forðast dóm Helvítás?
„Yfirborðsraus"
Moltke segir að kafli þessi sé
mestmegnis óskiljanlegt yfir-
borðsraus og geti þingmenn
flokksins sem starfa eági eftir
stefnuskránni túlkað hann að
vild sinni. Kveðst hann nauðug-
ur myndi flytja vcrkamönnum
í kjördæmi sínu slíkan boð-
skap. — Hvað er tæknileg sið-
fræði? Siðfræðireglur fram-
ieiddar af rafeindaheilum?
Hvaða tilgang hefur þetta raus
annan cn rugla fólk í ríminu?
Moltke vitnar ennfremur í
þann hluta uppkastsins sem
fjal'Iar um kjaramál. Þar segir
meðal annars að allir samn-
ingar og svonefndar „heildar-
lausnir” verði að byggjast á út-
reikningum og eigi hagfræðing-
ar verkalýðshreyfingarinnar að
líta yfir gögn þau sem útreikn-
ingamir eru byggöir á.
Kúvending
— Er Sósíalistíski alþýðu-
flokkurinn að verað flokkur
borgaral. tæknistjómarsinna?
spyr Kai Moltke. Segir hann, að
með þessu sé fallizt á núver-
andiástand í kjaramáium, með-
al annars kennisetninguna um
„hæfilega upphæð launahækk-
ana”, sem hin einstöku laun-
þegasamtök eigi síðan að bít-
ast um. 1 þokkabótsésamnings-
réttur verklýðshreyfingarinn-
ar, athafnafrelsi hennar og
verkfallsréttur látinn lönd og
leið. Sé ætlunin að kúvenda
þannig án þess að upplýsa
flokksmenn um málið hvað þá
veita þeim tækifæri til þess
að ræða það.
Samstarf við krata?
Kai Moltke segir að uppkast-
ið sé ekki lagt fram fyrr en
aðeins einn mánuður sé til
flokksþings og ætlunin sé að
afgreiða málið í fflýti. Seg-
ir hann, að þessar aðfarir bendi
ásamt fleiru \til þess að verið
sé að gera tilraun til að fá um-
boð til að taka þátt í væntan-
legum „heildarlausnum”. Með
þessu sé verið að flýja frá þeim
stefnumálum sem Sósíalistiski j
alþýðuflokkurinn var grund- i
vallaður á og að þeir sem
gangast fyrir þeim flótta geri
það ti'l þess að geta síðar tekið
upp sömu stefnu í verklýðs-
málum og sósíaldemókratar ef
þeim býður svo við að horfa.
1 lok viðtalsins scgir Kai
Moltke að hann hafi gcngið í
Sósíalistiska alþýðuflokkiinn og
verið kjörinn á þing sem sósíal-
isti. Hann sc það enn og muni
ekki taka þátt í flóttanum frá
stefnunni. — Ef þessi meining
arlausi bræðingur verður fram-
kvæmdur og samþykktur sem
starfsskrá handa þingmönnum
Sósíalistiiska alþýðuflokksins —
þá gerist þaö án mín. Ég er
ekki orðinn tæknistjórnarsinni.
Rekinn úr embætti
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem ágreiningur milli Kai
Moltke annarsvegar og Axels
Larsens og Mogens Lange og
þeirra fylgismanna hins vegar
verður lýðum ljós. Kai Möltke
hefur verið fulltrúi flokks sins
í sendinefnd Dana hjá Samein-
uðu þjóðunum. Fyrir tæpum
tveim vikum gerðist það svo
að þingfflokkurinn vék Moltke
úr stöðu þessari og kaus annan
mann tiil starfans. Þetta vakti
að vonum furöu margra og fyr-
ir fáeinum dögum birti eftir-
maður Moltkes, Herluf Ras-
mussen, yfirlýsingu þar sem
segir að Moltke hafi verið vik-
ið úr stöðunni sökum þess að
hann hafi vanrækt starfið í
þingflokknum og nefndinnL
í fangabúðum
Daginn eftir birti Moltkesvo
yfirlýsing þar sem hann vísar
hinni grófgerðu ásökun á bug.
Segist hann að vísu hafa átt
við vanheilsu að striða að und-
anfömu og af þeim sökum
ekki getað mætt á öllum fund-
um þingflokksins. Hafi hann
hvað eftir annað boðizt til að
leggja fram læknisvottorð. Seg-
ir hann að þingflokkurinn viti
gjörla um vanheilsu þessa og
orsakir hennar, en hann hafi
orðið fyrir varanlegu hedlsu-
tjóni er hann var í haldi í
fangabúðum nazista á stríðsár-
unum.
Atvinnuleysi
Eins og kunnugt er hrjáir gífurlegt atvinnuleysi bandariskan
verkalýð. I borg eins og Pittsburg í Pensylvaníu er tíundi hvcr
verkamaður án atvinnu. Myndiin sýnir atvinnuleysingja þar í
borg sem komnir eru til þess að sækja um styrk.
Nýlega Komu saman fulltrúar frá þjóðfrelsissam tökum þeirra landa í Afríku sem enn hafa ekkl
öðlazt sjálfstæði, úti fyrir bandaríska sendiráðinu í Kaíró. Afhentu þeir sendiherranum skjal þar
sem þeir lýsa yfir samstöðu sinni með bandarískum negrum í baráttu þeirra fyrir jafnrétti á við
hvita mcnn.
Stuðningur við negra í USA
De Sade fyrir rétti í Kaupmannahöfn
Falsgreifinn eyddi tveimur
milljónum í leigubifreiðir
A miðvikudaginn var hófust
í Kaupmannahöfn rcttarhöld í
máli falsgreifans fræga Jörg-
cns de Sade og „bróður” hans
Erik de gade. Húsfyllir var í
réttarsalnum þvi marga langar
til að líta augum þessa tignar-
menn.
I þetta sinn var ,,markgreif-
inn” ekki sveipaður í skikkj-
una sína rauðu, enda hefur
hún verið seld á uppboði. Hins-
vcgar skartaði hann sem fyrr
með sitt prúða skegg og hafði
á sér höfðiingjasnið í alla staði.
Fals og f járdráttur.
Jörgen de Sade er ákærður
fyrir að hafa falsað skjöl og
dregið sér ólöglega um fimm
og hálfa milljón króna frá fyr-
irtækinu Ringsted og Co. Erik
er sakaður um að hafa not-
fært sér um eina og hálfa
milljón króna af þessu fé og
fjarlægt ýmsa muni frá sam-
eiginlegu heimili þeirra
„bræðra” eftir að svikin kom-
ust upp. Jörgen viðurkenndi
sök sína en „bróðir’- hans neit-
aði.
Kcypti nafnið.
Jörgen sem áður bar ætt-
amafnið Smith. skýrði réttinum
frá því er hann keypti sérnafn-
ið Sade og tók að nota nafn-
bótina markgreifi. Hann réði
sig síðan sem bókara hjá fyrir-
tækiniu Ringsted og Co. Er hann
var spurður að því hvernig
honum hefði teikizt að svíkja
út féð svaraði hann:
— Þetta er mjög einfalt Mað-
ur tekur blað og bréEhaus fyr-
irtækisins og skrifar á það bréf
til bankans, er fyrirtækið sikipt-
ir við. Svo stimplar maður bréf-
ið með stimpli fyrirtækisins
og falsar á það undirskrift for-
stjórans. 1 bréfinu biður mað-
ur bankann um að yfirfæra
upphæð af reikningi fyrirtæk-
isins á reikning manns sjálfs
í öðrum banka.
Svarbréf.
Þrem dögum eftir að bank-
anum barst slíkt bréf sendi hann
svarbréf þar sem skýrt var frá
þvi að farið hefði verið eftir
fyrirmælunum. Sade tókst allt-
af að fjarlægja slík bréf áður
en þau komust í hendur yfir-
manna hans. Þegar að áramóta-
uppgjöri kom bókfærði hann
feng sinn sem „ýmsan kostn-
að”.
Furstaætt.
1 yfirheyrslunum skýrði Erik
að hann hefði trúað að Jörgen
væri raunverulegur aðalsmaður
og peningamir væru vel fengn-
ir. Sagði hann að „markgreif-
inn“ hefði sagt, að nokkur hluti
þeirra væri kominn frá fursta-
ætt í Rússlandi sem viðriðin
hefði verið morðið á Raspútín.
Sakbomingarnir voru yfir-
heyrðir um kynferðissamband
sitt og fór sú yfirheyrsla fram
fyrir lokuðum dyrum. Síðan
voru yfirheyrð tvö vitni, for-
stjóri og endurskoöandi fyrir-
tækisins. Ber þeim saman um
að eftirlitinu með fjárreiðum
fyrirtækisins hafi verið mjög
ábótavant.
Tvær milljónir í bíla.
Lögreglan hefur reynt að
grennslast fyrir um það, hvað
hafi orðiö af öUum peningun-
um. en sú eftirgrennslan hef-
ur gengið brösulega. Við yfir-
heyrslumar var minni mark-
greifans viðvíkjandi þessu at-
riði heldur bágborið. Hann
keypti á sínum tima ein-
býlishús, greiddi um 300.000
krónur út í hönd og síðan
nokkrar afborganir. Viðhafnar-
mikil húsgögn og silfurimuni
keypti hann fyrir um tvær
mi-lljónir. 200 þúsund fóru í
ferðalög til annarra landa. Síð-
ast enn ekki sízt telur hann
sig hafa eytt tveimur mil'ljón-
um í leigubíla. Gert er ráð fyrir
að afgangurinn hafi farið í
veizlur þær sem ,,markgreif-
inn” hélt, en hann var veitull
mjög við gesti sína. Meðal ann-
ars lét hann sækja þá í leigu-
bílum sem af því tilefni voru
búnir hinum bláa fána fals-
greifans.
Rétturinn frá guði.
Jörgen de Sade hóf fjár-
svik sín snemma á árinu 1960
og lét alls 116 sinnum færa
upphæðir af reikningi fyrir-
tækisins yfir á sinn eiginn.
Sviikin komust ekki upp fyrr
en 7. febrúar í ár, þegar banka-
stjómina tók að gruna ýmis-
legt um tilfærslur bessar og
gerði ráðamönnum fyrirtækis-
ins viðvart. „Markgreifinn” var
þá handtekinn og játaði þegar.
☆ ☆ ☆
Þegar Jörgen var handtekinn
sagði hann við lögregluþjóninn
að hann væri sannarlega mark-
greifi. Hann héldi að vísu ekki
að blátt blóð rynni í æðum
sér, en honum fyndist hann vera
fínni, betri og meiri en aðrir
menn. Rétturinn til að breyta
eins og hann gerði væri kom-
inn frá guði, að hans áliti.
Uppþot vegna
leiksýningar
Síðastliðinn þriðjudag var
hinn umdeildi sjónleikur „Stað-
gengillinn” frumsýndur I Basel
í Sviss. A annað þúsund manns
safnaðist saman úti fyrir Ieik-
húsinu og lenti fólkið í nokkr-
um ryskingum við lögregluna.
Eins og kunnugt er fjallar
leikrit þetta um Píus páfa XII.
og afskiptaleysi hans af Gyð-
ingaofsóknum Nazista. Pápistar
sem söfnuðust saman úti fyrir
leikhúsinu í Basel lentu í á-
tökum við menn sem báru
spjöld sem á var letrað „Frelsi
handa listinni”. Lögreglan
handtók 15 menn.
Meðan á leiksýningunni stóð
heyrðist einstaka hæðnishróp
og baul, en þegar tjaldið féll
fögnuðu áhorfendur ákaflega.
Leikritið var fyrst sýnt í Vest-
ur-Berlín og nú hefur það einn-
ig verið tekið til sýningar i
I.onr’on.
á