Þjóðviljinn - 02.10.1963, Síða 8
3 SlÐA
ÞJÓÐVILIINN
Miöv’ikudagur 2. olftóbor 1963
REYNSLA HINS FROMA
FINNANDA
Eigi alls fyrir löngu fann
Bandaríkjamaðurinn Dougias
Johnson 240 þúsund dollara á
götu í Los Angeles. Hann skil-
aði upphæðinni til eigandans,
eins og hverjum frómum finn-
anda bar. En reynsla hans
varð sú, að flestir mundu telja
að slíkt hefði varla getað skeð
nema í Ameríku. Mörgum
myndi vaíalaust þykja fróðlegt
að vita hver viðbrögð Evrópu-
búa hefðu orðið, ef þessi fund-
ur hefði átt sér stað.
Eftir þennan peningafund
átti Johnsonsfjölskyldan ónæð-
issama daga. Skammarbréfum
rignai yfir manninn fyrir
bjánaskap og skepnuskap.
Hvad hafði hann þá til saka
unnið?
Aðeins gert einfalda skyldu
sína, að skila eign sem hann
átti ekki,
Bréí írá Kennedy íor-
seta
Svo langt gengu smánaryrð-
in. að Kennedy forseti sá á-
stæðu til að senda Douglas
Johnson svohljóðandi bréf:
„Vegna hins óbifanlega heið-
arleika yðar, að skila aftur
hinni fundnu fjárhæð — 240
þús. doll. — til réttra eigenda,
vil ég með bréfi þessu votta
yður persónulega virðingu
mín£K Með athygli las ég frétt-
ina um fund þennan. Verknað-
ur þeirra, sem heitt hafa yfir
yður og fjölskyldu yð-
ar margskonar vandræði,
Verk yðar er eftirbreytnisverð
fyrirmynd, er verðskuldar al-
menna athygli, því að styrkur
okkar liggur í viljanum til að
vinna af djörfung og dreng-
6kap.“
Bróðir forsetans, Robert
Kennedy dómsmálaráðherra,
skrifar Douglas Johnson eftir-
farandi.
„Ég vil aðeins geta þess,
að þér völduð réttu leiðina, er
þér skiluðuð eigandanum hinu
fundna fé. Hefðuð þér ekki
gert það, mundi samvizkan
vissulega hafa kvalið yður.
Með afhendingu fjármunanna
hafið þér orðið fyrirmynd í
ráðvendni, sem flestir sam-
Iandar yðar hafa virt yður
fyrir."
Hvað er þarna?
Hvað hafði gerzt er olli þess-
um lofsamlegu ummælum
hinna ábyrgustu Bandaríkja-
manna?
Douglas Johnson býr með
fjölskyldu sinni f borginni Los
Angeles í Kalifomíu.
Morgun einn var negrafjöl-
skyldan snemma á fótum og
frú Johnson, 38 ára gömul,
undirbjó morgunverðinn fyrir
mann sinn og þrjá syni sína.
Maður hennar rakaði sig áður
en hann fór að leita sér að
vinnu, sem hann átti von í hjá
byggingarfyrirtæki og var
flutningur á ýmsu rusli þaðan.
En kaupið var ekki hátt við
slíka vinnu, eins og nærri má
geta. Þegar drengimir voru
farnir í skólann stakk Douglas
upp á því við konu sína. að
hún kæmi með sér á vinnu-
staðinn. — „Það veit á gott“,
sagði hann. — Svo varð þó
ekki. vinnuveitandinn fannst
hvorki heima né á vinnustað.
Þau urðu því að halda heim á
leið aftur vonsvikin. Á heim-
leiðinni sá konan gráan hlut
liggja á götunni og hélt bað
vera múrsteinsmola, svo hún
sagði: „Láttu þetta vera.“
Johnson stöðvaði samt bíiinn
og tók hlutinn upp, sem var
teningslagaður smáböggull, og
kastaði honum án frekari at-
hugunar bak við sig í bílnum.
Milljónaríjórðungur í
dollurum
„Ekkert skil ég enn í því,
hversvegna ég fór að taka upp
þennan böggul, það er þó ekki
venja mín“, sagði hann. „Ég er
ekki vanur að gá að hvað
liggur á götunni".
Á leiðinni tók frúin böggui-
inn og leit á merkimiðann,
sem við hann hékk. „Veiztu
hvað þú hefur fundið"? hróp-
aði hún. “Á miðanum stend-
ur 240.000 dollarar."
„Það er ómögulegt", sagði
Dough f hæðnistón, „heldurðu
að slík upphæð komist fyrir í
svo litlum böggli?"
En .. samt var innihaldið
næstum V< millj. dollarar.
Hjónin héldu áfram heim og
Helena var enn svo hyggin að
segja: „Þú skalt aka varlega,
því að ef eitthvað kæmi fynr
og þessi fjárhæð fyndist hjá
okkur mundum við áreiðan-
lega lenda í einhverjum vand-
ræðum“. En þá vissu þau ekki
að þetta var mesta fjárhæð
sem eigendumir, Brinks In-
corporated höfðu nokkru sinni
tapað. Böggullinn hafði dottið
úr brynvarðri bifreið, er beir
notuðu til flutnings á pening-
um. Ennþá mikilvægara var
þó, að þetta voru venjulegir
10 og 100 dollara seðlar. sem
hver ófrómur finnandi mundi
auðveldlega geta notað til
hverskonar þarfa sinna.
John F. Kennedy
Edgar Hoover
Þau aðvara lög-
regluna
„Konan mín sagði, að ég
hefði titrað eins og hrísla, er
ég ók áfram“. sagði Dough.
Hann opnaði ekki böggulinn.
Þegar heim var komið buðu
þau vini sínum, Taylor. fyrr-
verandi lögregluþjóni, heim til
sín, báðu hann að vera vott að
afhendingu peninganna. „Kall-
ið ekki á lögregluna“, sagði
hann, „því hún mun koma
með öskrandi lúðra svo að ná-
grannamir halda að þið hafið
framið eitthvart afbrot". Hann
ráðlagði að síma til leynilög-
reglunnar. Þannig atvikaðist,
að leynilögreglumenn komu
fljótt. Þeir sögðu: „Venjulega
geyma menn verðmæta fundna
hluti lengi heima hjá sér til
þess að reyna að ipína út sem
hæst fundarlaun. Ykkar við-
brögð eru einstæð og verð-
skulda þökk og hamingjuósk,
vegna þess heiðarleika sem
þau bera vott um“.
Almenningsálitið
Enginn vissi nokkuð um pen-
ingafundinn og þegar lögreglu-
mennimir fóru sátu þau Hel-
ena og maður hennar hálf-
ringluð hvort á móti öðru. en
þau voru ánægð yfir því að nú
mundi allt vera í bezta lagi.
Sjmir þeirra, 16, 13 og 11 ára,
höfðu enn ekkert frétt um
þetta. En þegar blaðamenn,
ljósmyndarar, útvarpsmenn og
sjónvarpsmenn komu, var frið-
urinn búinn. Þetta látlausa
fólk vissi varla sitt rjúkandi
ráð af hávaðanum og öllum
gauraganginum í kringum
þetta allt.
Eftir þetta fóru bréfin að
berast til þeirra, eins og
skæðadrífa. Voru þau full af
óbóta skömmum fyrir þann
bjánaskap að hafa skilað pen-
ingunum.
Douglas Johnson sagði <
sjónvarpið: — Hversvegna
skilarðu einhverjum hlut?
Auðvitað vegna þess að hann
er ekki eign þín! Þegar John-
son er spurður hvort hann
hafi ekki fundið hjá sér löng-
un að halda peningunum.
segir hann: Hversvegna? Ég er
enginn þjófur! Hefði ég hald-
ið peningunum mundi ég aldr-
ei framar geta litið í augu
bama minna!
Hvaða fundarlaunum áttuð
þér von á? var ein spurning-
•1». — Ég get ekki séð að þess-
ir menn — sem peningunum
týndu — hafi verið skuldugir
mér um neitt. Ég gerði pðeins
það, sem hverjum manni bar
að gera.
Upphaf vandræðanna
Eigendur dollaranna gáfu
hinum fróma finnanda 10 pús-
und dollara. Hann varð þjóð-
hetja. Hann fékk vinsamleg
bréf frá Edgar Hoover og
fleiri háttsettum mönnum. og
eftir amerískum venjum rigndi
lofinu yfir Johnson-fjölskyld-
una.
En í mörgum bréfum kvað
við annan tón, þar sem við-
brögð Johnsons voru talin
meiri bjánaskapur en unnt
væri að lýsa með orðum. Hót-
unarbréf og móðgandi sknf
héldu áfram að berast inn á
heimilið — bréf sem báru vott
um glæpamennsku á hæsta
stigi. í skólanum urðu dreng-
irnir að píslarvottum þessa ó-
hugnanlega hugsunarháttar,
sem magnaður var af kyn-
þáttahatri. Þeir voru með-
höndlaðir eins og stigamenn.
Þeir urðu fyrir ónotum er þeir
leituðu sér atvinnu. voru t.d
spurðir: „Hversvegna fóruð
þið að skila peningunum? Nei,
fyrir ykkur höfum við ekki
vinnu". Sumir sögðu: „Sá sem
kastar frá sér 240 þúsund doll-
urum þarfnast ekki vinnu,
heldur lækningar".
Verst var þó að þola ofsókn-
ir gegn heimilinu. Stundum
var dyrabjöllunni hringt og er
komið var til dyra var sagt:
„Ég ætlaði aðeins að sjá með
eigin augum þessa bjána. sem
hafa hagað sér eins og vit-
firringar“.
Bústaðaskipti
Reiðir einstaklingar, sem
áttu leið framhjá, hrópuðu úr
bíþjm sínum ókvæðisorð að
húsi Johnsons. Nágrannarmr
hættu að líta til þeirra. Sím-
ann urðu þau að taka úr sam-
bandi, gátu ekki lengur hlust-
að á smánaryrðin, er látlaust
klingdu þar.
Douglas varð meira að segja
að kaupa marghleypu og
banna konu sinni að opna
dymar meðan hann var ekki
heima. Loks urðu þau að flytja
í burtu. Elzti sonurinn fór að
heiman, en skildi miða eftir á
borðinu, þar sem hann segist
verða að svipta sig lífi. Hann
kom þó aftur eftir tvo daga og
baðst fyrirgefningar.
Þessar ægilegu ofsóknir gegn
heiðarlegu fólki vöktu nú aft-
ur samúðaröldu. Hundruð
bréfa bárust aftur úr öllum
heimsálfum. Feðgarnir urðu nú
að fresta smíði á bátnum sem
þeir voru með í skýli bak við
húsið; fyrst varð að svara hin-
um mikla fjölda af bréfum
sem bárust að hvaðanæva.
Martröðinni linnir
Smátt og smátt dró úr árás-
um óvinanna, margir endur-
skoðuðu nú afstöðu sína eftir
að Kennedy forseti hafði borið
lof á heiðarleik Johnsons.
Allt gengur nú betur en áð-
ur.
Johnson hefur nú keypt nýj-
an vörubíl og ný húsgögn. Svo
hafa þau hjón getað fest kaup
í húsinu, sem þau búa í. og
martröðin af hinni ofsalegu at-
hygli heimsins dvínar nú smátt
og smátt.
Þegar Douglas er spurður
um hug sinn til hinnar „töp-
uðu“ fjárhæðar, svarar hann:
— Nú á ég fallegt nýtt hús góða
konu og þrjá heilbrigða syni;
hvers frekar ætti ég að óska?
Mér finnst ég vera nógu ríkur.
En hvað er annars verðmætara
en að vera heiðarlegur?
Sem betur fer er ennþá til
margt fólk eins og Johnsons-
fjölskyldan. Annars væri heim-
urí.nn ræningjabæli.
Kristófer Grímsson þýddi úr
esperanto.
Skrá yfir útsvör
fasteignagjöld og aðstöðugjöld fyrir árið 1963, liggur
frammi til sýnis á skrifstofu hreppsins, Þórustíg 3, Ytri-
Njarðvík, og verzluninni Njarðvík, Innri - Njarðvík, frá
1. okt. til 14. okt. 1963, að báðum dögum meðtöldum.
Kærur út af útsvörum og fasteignagjöldum ber að senda
sveitarstjóra, en kærur vegna aðstöðugjalda til skattstjóra
Reykjanesumdæmis eigi síðar en mánudaginn 14. okt.
1963.
Njarðvík, 30 sept. 1963.
SVEITARSTJÓRINN NJARÐVfKURHREPPI
Brfreföaleigan HJÓL
Viðtal
við Mins
Framhaid af 7. síðu.
félagsádeila haldi áfram í
bókum eins og Þrúgum reið-
innar eftir Steinbeck, og t.
d. í bókum Caldwells frá
suðurríkjunum. Sögur verka-
mannahöfundanna upp úr
1930 hafi oft einkennzt af
vissum einstrengingshætti í
efni og meðferð. Segja má
að ekki skorti á ádeilu á
bandarískt ’pjóðfélag og
þjóðlíf í skáldsögum höfunda
eins og Carson MacCullers
og Normans Mailer. En í
bókum margra hinna yngri
höfunda gætir oft vonleysis,
þeir einbeita sér að nei-
kvæðri úrvinnslu ef svo
mætti segja, þeir eru ekki
sósíalistar, þeir virðast ekki
sjá neina framtíðarleið, þeir
gefa enga von. Það er meira
að segja hugsanlegt að þeir
leiði slí'kt vísvitandi hjá sér,
að leita að leiðum frá því
þjóðfélagsástandi sem þeir
eru að deila á, af eins konar
ótta við að þeir hlytu þá að
finna sósíalismann. En þess
er að vænta að lífið og lífs-
baráttan kenni einnig þeim
að enginn þarf að taka svo
neikvæða afstöðu til þjóðfé-
lagsmálanna og að það er
ekki fullnægjandi.
Að síðustu fáein orð um
gestinn sjálfan, sem átti hér
örustutta viðdvöl á heimleið
frá meginlandi Evrópu.
Henry F. Mins er sextugur
að aldri, og hefur verið
menntaskólakennari í enskri
tungu að atvinnu. Hann
fæddist í New York, og hlaut
þar háskólamenntun. Ferð-
azt hefur hann viða um
heim, m. a. dvalizt lang-
dvölum í Frakklandi og
Mexíkó, enda franska og
spánska honum töm líkt og
móðurmál. Og allt frá ungl-
ingsaldri hefur bann verið
haldinn þeim „þægilega veik-
Ieika“ að safna sér tungu-
málum og telur sér nú fært
á 35 málum, þar með talin
flest Evrópumál, þó ekki
baskamál, albanska og lit-
háíska. Hann les Norður-
landamálin, líka finnsku, og
kvaðst enga ástæðu sjá til
þess að hann gæti ekki inn-
an skamms stautað íslenzku,
fyrst hann hafði nú eignazt
stóra íslenzk-rússneska orða-
bók auk þeirrar ísl.-sænsku,
er hann átti áður. Af Asíu-
málum talar hann kínversku
og japönsku, og er nú að
læra arabísku, en vonar af
alhug að það verði síðasta
málið sem hann leggur í, þvi
eiginlega hefur hann svolít-
ið samvizkubit að hafa varið
of miklu af ævinni til tungu-
málanáms!
Við kveðjum bandarfeka
ritstjórann Henry F. Mins
með virðingu og þakklæti,
einn fulltrúa hetjubaráttunn-
ar sem háð er í Bandaríkj-
unum fyrir skoðanafrelsi og
sósíalisma, sannan fulltrúa
hins bezta í bandarískri
menningu og menntun. i-i
S.G.
Frá barnaskólanum
i Kópavogi
Bömin komi í skölana fimmtudaginn 3. október n.k. sem
hér segir:
12 ára deildir kl. 1. e. h.
11 ára deildir kl. 2 e. h.
10 ára deildir kl. 3 e. h.
FRÆÐSLURÁÐ KÓPAVOGS
Gagnfræðaskófínn
í Kópavogi
tekur til starfa fimmtudaginn 3. október. Nemendur mæti
sem hér segir:
4 bekkur. Landsprófsdeild og 2. bekkur ld.,
2 e. h.
Almennur 3. bekkur og 1. bekkur kl. 4 e. h.
KENNARAFUNDUR verður 2. okt. kl. 2 e. h.
SKÓLASTJÓRI.
Kennslan hefst mánudaginn
7. október.
Ballett fyrir byrjendur og
framhaldsnemendur.
Dömuflokkar í plastik.
Innritun í síma 3-21-53
kl. 2—6 daglega.
BALLETSKOL 1 SIGRÍÐAR 1 Armann
1
4