Þjóðviljinn - 11.10.1963, Page 12
Myndimar sem hér fylgja voru teknar inn við Grensásveg í fyrradag en þar er nú unnið
að miklum byggingaframkvæmdum á vegum Sölunefndar vamarliðseigna. Á þama að rísa
stórt verzlunar- og lagerhús og er þegar búið að steypa hluta af granninum. Fyrir nokkr-
um dögum var svo hafizt handa um að grafa fyrir hiraim hlutanum af grunninum og er
unnið að því með stórvirkum vélum. í hominu á hinum fyrirhugaða grunni stendur þó enn
íbúðarhús sem Reykjavíkurborg er eigandi að og var í fyrradag búið að grafa frá húsinu al-
gerlega á tvo vegu og varla fært heim að því fyrir svaði og vinnuvélum er sífellt vora á
ferð yfir stíginn heim að húsinu.
Það íurðulega við þessar
framkvæmdir er það að enn
er búið í húsinu þótt búið sé
að grafa undan því að hálfu
leyti. Þarna býr sem sé
fjölskylda með fimm böm og
náði fréttamaður frá Þjóð-
viljanum sem snöggvast tali
af húsfreyjunni í fyrradag.
Sagði hún að fjölskyldan
væri enn ehkt búin að fá
hús til þess að flytja í, og
yrðu þau því að haíast við
í húsinu sem hangir á gmnn-
barminum, þótt bömin séu
vitanlega í stórhættn, bæði
vegna þess að grunnnrinn er
algerlega opinn og óvarinn
þannig að þau geta fallið nið-
ur í hann og eins ganga ýt-
umar með uppmoksturinn
þvert yfir húshlaðið rétt við
tröppumar. Vora tvö ung
börn þar úti að leik er frétta-
maðurinn kom, enda sagði
konan að það væri ógerlegt
að halda bömunum alltaf
inni, þótt þau væm f sífelldri
lífshættu úti við.
Það mun hafa átt að vera
búið að rífa hús þetta fyrir
Iöngu en á því hefur staðið
að fjölskyldan hefur hvergi
fengið inni. Nú mun þó Ioks
vera búið að útvega húsnæði
handa henni en það er bara
ekki Iaust ennþá svo að að
þvf er lítið gagn. Er vissu-
lega algcrlega óverjandi að
Síldarverð hækkar nokkuð
Hér sést yfir grunninn. Næst á myndinni er si hluti hans sem nú er verið að grafa en fjær
sést sá hluti hans sem búið er að steypa í og standa járnin þar óvarin upp úr steypunni. Svona
er barnalcikvöllurinn á þessum slóðum! — [(LjSsm. Þjóðv. A.K.).
Forsætisráðherra í forseta-
stóli á þingsetningarfundi
Ólafur Thors forsætisráðherra, aldursforseti í hópi alþingis-
manna, stjómaði þingsetningarfundi í gær. Gerðist þar ekkert
annað en að forseti íslands lýsti því yfir að Alþingi væri sett
og skipað var í kjördeildir, sem rannsökuðu kjörbréf allra þing-
manna í gær og skila munu álitum á þingfundi síðdegis í dag.
Þingsetningin í gær var með
sama sniði og jafnan áður og
hófst að lokinni guðsþjónustu í
Dómkirkjunni, þar sem séra
Óskar J. Þorláksson prédikaði.
Er þingmenn höfðu gengið úr
kirkju í þinghúsið las forseti
Islands, hr. Ásgeir Ásgeirsson,
upp forsetabréf frá 16. fyrra
mánaðar um samkomudag Al-
þingis, bauð síðan nýkjörna al-
þingismenn og ríkisstjórn vel-
'komna til starfa og ámaði Al-
Próffyrirlestur
Ölafur Pálmason, stud mag.
flytur fyrirlestur við meistara-
próf í íslenzkum fræðum laugar-
daginn 12. október. Efni fyrir-
lestursins er.
„Fyrsta málfræðiritgerðin í
Snorra Eddu“.
Fyrirlesturinn verður fluttur í
I. kennslustofu Háskólans og
hefst kl. 2.15 e.h.
öllum er heimill aðgangur.
þingi allra heilla í komandi
störfum. Bað forseti þingmenn
minnast fósturjarðarinnar en
forsætisráðherra mælti fyrir fer-
földu húrrahrópi.
Aldursforseti, Ólafur Thors,
forsætisráðherra, tók nú við
fundarstjóm, en hann mun
3tjórna fundum sameinaðs þings
þar til þingforseti hefur verið
kjörinn. Sem ritarar voru til-
nefndir Ólafur Björnsson og
Skúli Guðmundsson, en síðan
skipað í kjördeildir til rann-
sóknar á kjörbréfum allra þing-
manna. Fundi var síðan frestað
til kl. 1,30 síðdegis í dag,
Allir nema 2 komnir til þings
Við þingsetninguna í gær vom
allir hinna 60 nýkjörnu alþing-
ismanna mættir, 24 þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, 19 Fram-
sóknarmenn, 7 þingmenn Al-
þýðubandalagsins og 8 Alþýðu-
flokksmenn. Ókomnir til þings
voru 2 þingmenn Alþýðuhanda-
lagsins, þeir Bjöm Jónsson og
Hannibal Valdimarsson. Aðeins
þrír þingmanna haf ekki áður
setið á Alþingi, þeir, Ragnar
Arnalds, sem jafnframt er
yngsti þingmaðurinn, Matthías
Bjamason og Sverrir Júlííusson.
Verðlagsráð sjávarútvegsins heíur ákveðið verð á fersksíld,
veiddri við Suður- og Vesturland, en verðákvörðunin gildir ein-
ungis til áramóta (frá 1. september), nema verð á síld til heil-
frystingar, sem gildir frá í. september til febrúarloka 1964.
Verð síldar til vinnslu í verksmiðjum verður 0,87 kr. kg. við
skipshlið, 0,90 kr. komið í verksmiðjuiþró. (Var kr. 0,74 kr.) Verð
síldar til frystingar Ihœkkar í 1,84 kr. úr 1,75 kr.
Hér fer á eftir fréttatilkynn-
ing verðlagsráðsins um yerðið
í einstökum atriðum:
„Undanfamar vikur hefur
Verðlagsráð sjávarútvegsins,
síldardeild Suðu'r- og Vestur-
landsvæði, unnið að verðákvörð-
un á fersksíld, veiddri við Suð-
ur- og Vesturland, þ.e. frá
Hornafirði vestur um að Rit.
Samkomulag varð um eftirfar-
andi verð, sem gilda fyrir tíma-
bilið 1. september til 31. des-
ember 1963, að undanskilinni
síld til heilfrystingar, sem gild-
ir tímabilið 1. september ’63 tU
febrúarloka 1964.
Síld til heilfrystingar:
a) Stórsíld (3—6 stk. í kg.)
pr. kg. kr. 1,64.
b) Smásíld (5—10 stk. í Ikg.)
pr. kg. kr. 1,05.
Verðið miðast við það magn,
sem fer til vinnslu. Vinnslu-
stöðvar skulu skila úrgangs-
síld í verksmiðjur seljendum
að kostnaðarlausu, enda fái
seljendur fullt bræðslusíldar-
verð.
Varðandi stærðarflokkun síld-
arinnar skulu eftirfarandi á-
kvæði gUda:
Nýstárlegar til-
raunir að Hesti
rilraunabúið að Hesti í Borgarfirði verður tuttugu ára á
næsta ári. Þar fara stöðugt fram margháttaðar rannsóknir á
sauðfé: fóðurtilraunir, tilraunir með hormóna til að auka frjó-
semi, rannsóknir á erfðum lita o.fl. Frá 1957 hefur Stefán Aðal-
steinsson ráðunautur Búnaðarfélags íslands, staðið þar fyrir
yfirgripsmiklum afkvæmarannsóknum.
Þjóðviljinn fregnaði að nú
stæðu fyrir dyrum nýstárlegar
rannsóknir að Hesti og sneri sér
því til Halldórs Pálssonar bún-
aðarmálastjóra.
Jú, við ætlum að reyna að
rannsaka hvað tapajt á að velja
hrúta til ánna af handahófi en
ekki eftir þeim reglum sem við
Framhald á 2. síðu
Þjóðviljann
vantar unglinga eða roskið
fólk til útburðar i eftirtalin
hverfi:
Grímsstaðaholt I. og II.
Hringbraut
Meðalholt
Laugarás
Bergþómgötu
Heiðargerði
Herskólahverfi.
Þar sem ekki verður vlð kom-
ið að halda afla báta aðskildum
í síldarmóttöku, skal stærðar-
sýnishorn gilda sem grundvöll-
ur fyrir hlutfalli milli stórrar
síldar og millisildar milli báta
innbyrðis.
Greiðsla fyrir móttekna síld
til heilfrystingar skal byggjast
á endanlegri nýtingu.
Síld til flökunar:
I súr, frystingu, salt eða aðr-
ar verkunaraðferðir pr. kg. kr.
1,12.
Verð þetta miðast við innveg-
ið magn, þ.e. síldina upp til
hópa.
Síld, ísvarin til útflutnings í
skip pr. kg. kr. 1,50.
Verð þetta miðast við innveg-
ið magn, þ.e. sildina upp til
hópa.
Sfld til vinnslu í verksmiðjur
pr. kg. kr. 0,87.
Síld til skepuufóðurs pr. kg.
kr. 1,00.
Verðin eru öll miðuð við að
seljandi skili síldinni á flutn-
ingatæki við hlið veiðiskips.
Seljandi skal skila bræðsll*
síld í verksmiðjuþró og greiði
kaupandi kr. 0,03 í flutnings-
gjald frá skipshlið.
Reykjavlík, 8. okt. 1963.
Verðlagsráð sjávarútvegsins
56.500 tunnur
voru saltaðar
í Neskaupstað
Neskaupstað. — Hér var salt-
að samtals í sumar 56.500 tunn-
ur síldar. Skiptist söltunin á
söltunarstöðvar sem hér segir:
Máni hf. 16.500,' Sæsilfur hf.
16.100, Drífa hf. 13.900. As hf.
10.000.
1 frystingu fóru samtals 2800
tunnur.
Þegar eru famar milli 3000 og
4000 tunnur, og í dag er skip að
Framhald á 2. síðu;
Hér sést hvernig buið er að grafa frá húsinu á tvo vegu svo
að það stendur aðeins eftir á stöpli. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
ráðast í það að grafa undan
húsinu meðan enn er búið i
því og engin afsökun þótt
það hafi átt að vera búið að
rífa það. Hér er sýnt of mik-
ið skeytingarleysi um Iíf
barnanna sem þama verða
að hafast við af illri nauðsyn.
HÁSKALEGUR GRUNNUR
VIÐ GRENSÁSVEGINN
j