Þjóðviljinn - 20.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.10.1963, Blaðsíða 6
SlÐA MÖDVILJINN Göng undir Ermarsund ■ Það eru g-amalkunn sannindi flestum Eng- lendingum, að siglingin yfir Ermarsund getur orðið óþægileg. Þrátt fyrir þetta eru einstaka ferðamenn svo bjartsýnir að borða undirstöðu- máltíð áður en lagt er af stað. Þeir fullvissa hvorir aðra um það, að það sé heimskra manna háttur að leggja upp í langferð á fastandi maga, og það er ekki fyrr en hvítir klettarnir við Dov- er taka að fjarlægjast, sem efasemdimar taka að gera vart við sig. Og þar sem sízt skyldi — í ma^iiium. Furðulegt Kynslóð eftir kynslóð af Englendingum hefur liðið Tantaloskvalir á þessari leið. Það er furðulegt, að hvað sem á dynur skuli þeir jafnan neita að taka til greina ein- földustu lausn þessara mála, nefnilega að grafa göng undir sundið. Hversvegna hefur það dreg- izt svo lengi, að göngin væru grafin? Þrátt fyrir allt var upp á þeim stungið 1802. Napóleon ræddi þá málið við Oharles Fox, eitt sinn er hlé varð á Napóleonsstyrjöldun- um. Svo hugmyndin er ekki ný af nálinni. Frakkar hafa ekkert haft við hugmyndina að athuga. 1875 tók franska þingið til umræðu verð farmiða á leið- inni og hvort vera skyldi ann- að farrými eða aðeins fyrsta. Af enskra hálfu hefur málið hinsvegar nær eingöngu mætt tómlæti. Virgo intacta Hvernig má slikt vera? Ef til vill getur einkennileg at- hugasemd frá Randolph Churehill gefið um það nokkra bendingu. Hann sagði í ræðu, er rætt var um göng undir Ermarsund: Enskur orðstir hefur hingað til verið því háð- ur, að eylandið hefur verið, ef svo mætti segja, virgo intacta (ósnortin mær). Þá veit maður það. Aldrei hefur leikið á því neinn tiltakanlegur vafi, að vel væri fært að gera göngin. Stuðlar að því hve stundið er mjótt, og eins hitt, að jarð- lagið er talið einkar heppi- legt. Þegar á öldina leið jókst áhugi manna á málinu, og 1870 var svo komið, að félög störfuðu hæði í Englandi og Frakkiandi að þessu mark- miði. Franska félagið hafði meira að segja Rotschill-ætt- ina að bakhjarli, og virtist því málinu borgið fjárhagslega. Kampavínslæknir Helztur áhugamaður Eng- lendinga um þessi mál var Sir Edward Watkins, formaður í South-Estem Railway Comp- any. Hann hóf mikla áróðurs- herferð fyrir því, að göngin væru grafin, og þingmönnum og öðrum framámönnum þjóð- félagsins var hátíðlega og í sí- fellu boðið að suðurströndinni í einkalest; þar var dælt í þá kampavini, og þeim sýndur allskonar útbúnaður er nota skyldi við verkið. En jafnframt þessu tók andstaðan í Englandi að vaxa. Viktoría drottning, sem áður hafði veríð málinu hlynnt, snerist gegn því, og hið á- hrifamikla blað Times hóf langa og hatrama andspymu- herferð. Gladstone hélt þram- andi ræður um þá guðlegu forsjón, sem hefði skilið Eng- ! i ■ Fréttir utan úr heimi af stórkostlegum náttúruhamförum og ægilegu manntjóni og eigna- tjóni þeim samfara hafa sett svip sinn á síðustu vikur. Og þessar fréttir hafa minnt menn á landskjálftana miklu hinn 26. júlí í sumar, er borgin Skoplje í Júgóslavíu var að heita má lögð í rústir og hundruð manna fórust. ■ Júgóslavneska tímaritið „Review(í sem gefið er út mánaðarlega á ensku birti í októbermán- uði eftirfarandi svipmyndir frá landsskjálftaborginni. I SVIPMYNDIR ÚR SK0PUE-B0RG landskjálftadaginn i sumar Ottinn Lengi eftir að ósköpin gengu yfir nagaði ótti við nýja landskjálfta íbúa Skoplje-borgar. Dag nokkum sat hópur manna við borð í framstæðu kaffihúsi og lét óspart í Ijós ánægju sína yfir því að nú gætu þeir aftur pantað sitt- hvað á veitingaborðið. Og þar sem mennimir sátu þama, drukku úr bollum sínum og sögðu hverjir öðr- um hvað á daga þeirra hafði drifið, reis einn maðurinn allt í einu á fætur og hrað- aði sér að útgöngudyranum. Allir sem við borðið sátu stóðu þegar upp og flýttu sér á eftir manninum. Svo mikill var asinn á mönnun- um að lá við stympingum í dyranum. Jarðskjálfti ? Nei. Maðurinn sem fyrst stóð á fætur hafði komið auga á kunningja sinn utan við gluggann og flýtti sér út, þvi að hann vildi gjarnan hitta hann. Seinna kom hann inn i veitingastofuna aftur. Það gerðu hinir ekki. Kannski skömmuðust þeir sín. En þeir einir vita sem reynt hafa hvemig hræðsla við jarðskjálfta lýsir sér. Spurningin Heil kynslóð hefur nú vax- ið upp í stöðugum ótta við yfirvofandi kjamorkustyrj- öld. Þetta gæti verið formáli þeirrar klausu sem hér fer á eftir: Dögum saman var unnið að björgun manna úr húsa- rústunum í Skoplje. Margir þeirra sem grafizt höfðu undir rústum Hótels Make- dóníu voru ferðamenn, þar af stór hópur útlendinga. Á þriðja degi björgunar- starfsins tókst björgunar- mönnunum að komast að jarðhæð hótelsins. þar sem vínstúkan hafði verið. Radd- ir heyrðust innan úr rústun- um, og þegar tveir útlend- ingar voru dregnir upp spurðu þeir fyrst þessarar spurningar: — Hvorir sigr- uðu, Ameríkumenn eða Rúss- ar? Dýrin blandið garg ástralsks ^ sléttudýrs, síðan lét gamli | Saint Bemhardshundurinn í k sér heyra og svo hvert dýrið " af öðru þar til tugir dýra ■ öskruðu í einum kór, hvert J með sínu nefni. Og Ijónið I tók að lemja höfðinu við k búrvegginn, apamir stukku um eins og óðir væru og b stóri þunglamalegi flóðhest- J urinn gerði tilraun til að ■ stökkva yfir háifs aunars k metra hátt grindverk. Þessi læti héldust þar t" land- skjálftinn skók jörðina. Meðan á þessu gekk sváfu ^ ibúar Skoblje-borgar vært, k grunlausir um þá hættu sem J yfir vofði. fyrirboði hinna miklu tíðinda gerði ^ einnig vart við sig hjá 17 k ára gamalli stúlku, sem bjó hjá foreldrum sínum í forn- g fálegri þriggja hæða bygg- J ingu í Skoblje. Herbergi B stúlkunnar var á þriðju hæð, L en íbúð fjölskyldunnar að í öðru leyti á hæðinni þar und- ■ ir. Um klukkan ellefu að ^ kvöldi fimmtudaginn 25. júlí B var stúlkan allt í einu gripin miklum ótta við að sofa ein I í herbergi sínu, en þar hafði k hún sofið allt frá 10 ára Fyrirboðinn Einkennilegur Sunmidagur 20. október 1963 land frá meginlandinu, og út- málaði auk þess hver freisting væri búin saMausum, óspillt- um Englendingum, er kæmust í nánari snertingu við siðspillt meginlandið. Grandvarir Englendingar minntust Parísarkommúnunn- ar, og skelfingarhrollur fór um þá alla. Blaðið Sunday Times (sem enn þann dag í dag er and- snúið málinu), benti á það, að „silfurblátt sundið“ vemdaði England frá alþjóðasinnum og nihilistum. Öspart var vitnað £ Shakespeare því til sönnun- ar, hver voði væri á ferðum, ef England væri þannig hrifið úr einangrun sinni. Þá bentu henfræðingar á aðra hættu, sem Englending- um óx ekki síður í augum. Gerum ráð fyrir því, að Frakkar læðist gegnum göng- in, eina nóttina öllum að ó- vörum! Hvað gat England gert með sextíu þúsund manna fastaher gegn frönsk- um liðsafla, 750 þús. manns? Sú hemaðarlega hætta, sem af göngunum var talin stafa, óx gifurlega í meðföranum. Og eftir langvarandi málþóf og rifrildi gekk andstaðan með sigur af hólmi, og hætt var við göngin í það sinn. Á áranum 1882 til 1950 var málið í einu eða öðra formi lagt fyrir enska þingið hvorki meira né minna en 35 sinn- um. Nú er enska stjómin í þann veg að gefa út hvátbók um ensk-franskar rannsóknir á þessu máli, og þeir, sem telja göngin æskileg, vonast nú til þess að meir en hálfrar annar aldar umræður snúist senn upp í framkvæmdir. Nú er það viðurkennt, að hernaðarhættan af göngunum er horfin, hafi hún nokkum tíma verið fyrir hendi. Áætlaður kostnaður Slík göng mætti gera á fjóram eða fimm árum. Áætl- aður kostnaður er eitthvað í kringum 130 milljónir sterl- ingspunda. Brú yfir sundið myndi hinsvegar kosta um 220 milljónir. Frá því stríði lauk hefur stóraukizt öll umferð urn sundið, hvað snertir far- þega, vörur og vélar, og ferj- ur þær, er yfir sundið ganga, fá vart annað öllu. Meðan beðið er eftir ákvörðun um hvort göngin skuli grafin, hafa stöðvazt allar fram- kvæmdir við samgöngubætur á sundinu. Silfurblátt sundið Enn er ýmislegt á huldu um hin fyrirhuguðu göng. En þó hefur það verið reiknað út, að með þeim sparaðist allmikið fé. Á það bæði við farþega, bíla og þungavörar, sem fara milli meginlands og eyjar. Og ekki verður því með rökum neitað, 'að það er freistandi tilhugsun að geta farið frá London að morgni, komið svo hálfri fimmtu klukkustund síðar til Parísar og hafa sloppið við „silfurblátt sund- ið“ — svo skemmtilegt sem það nú er. (Endursagt úr Daily Worker). Flóðhesturiun í dýragarðin- um í Skoplje varð óður og reyndi að stökkva yfir mann- hæðar hátt grindverkið. Vísindamenn halda því fram að dýrin finni það á sér þegar búast má við jarð- skjálftum. Klukkan eitt aðfaranótt föstudagsins 26. júlí gerðust dýrin í dýragarði Skoplje- borgar allt í einu óeirin og byrjuðu að öskra og láta öll- um illum látum. Fyrst heyrðist ansurvært en kvíða- aldri. Hún varð óróleg og k gekk niður til foreldra sinna J og fór fram á að fá að sofa | M jtS fi iUiiííUi þar niðri þessa nótt. Og það k " gerði hún. Morguninn eftir \ gjöreyðilagðist þriðja hæð | hússins í fyrsta landskjálfta- J kippmun. Má líkltgt telja að B stúlkan væri nú ekki í hópi . lifenda ef hún hefði sofið í f| herbergi sínu eins og venju- k lega þessa örlagaríku nótt. ® \ NEW YORK 18/10 — í gær var fyrsti fundur fulltrúa Portúgals og 9 sjálfstæðra Afríkuríkja. Fundurinn fjallaði um vanda- mál þau, er skapazt hafa vegna yfirráðin Portúgals í Angólu og var hann haldinn í aðalbæki- stöðvum SÞ í New Vork. Fleiri fundir verða haldnir í næstu vikn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.