Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 4
4 BÍÐA MÖÐVIUINN Miðvikudagur 23. október 1963 Ctgeíaudi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Hitstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línuri. Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Viðreisnaröngþ veiti Ijað Heíur löngum við brunnið að stjómarblöð kenndu stjómarandst'æðingum um sitt hvað af því sem aflaga fer í þjóðlífinu. Blöð ríkisstjórn- ar Sjálfsfæðisflokksins og Alþýðuflokksins, eink- um þó Morgunblaðið, hafa farið svo út í öfgar með þess konar afsakanir undan'farið, að það er örðið skoplegt og ólíklegt að nokkur taki áróður- inn alvarlega. Morgunblaðið birtir skrif dag eftir dag þar sem því er haldið blákalt fram að það sé ekki stjórnars'tefnan, er fengið hefur að reyna sig heilt kjöríímabil, sem valdi óðadýrtíðinni, heldur allt aðrir aðilar! Einn daginn er það vinstri stjórnin sáluga, sem við völd var fyrir hálfum ára- tug í ein ’tvö ár, eða þá að það er stjómarandstað- an, Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn, sem öllu eiga að hafa ráðið um þróun þessara mála undanfarin ár, enda þótt Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn ha'fi raunar setið í rfkisstjórn! Og svo hinn daginn eru það verka- lýðsfélög landsins, sem eiga sök á öllu sem aflaga hefur farið hjá þessum stjórnarherrum og við- reisnarstjórn þeirra. Ijess konar málflufning er ekki h’ægt að bjóða neinum manni sem hugsar um þjóðfélagsmál. Að vinstri stjórnin og stjórnmálaflokkar stjórnar- andstöðunnar hafi ráðið þróuninni í þessum málum er auðvitað eintómt bull. Og hitt er marg- hrakið að verkalýðshreyfingin hafi með kaup- hækkunum valdið óðadýrtíðinni. Kaupið hefur ekki hækkað nema um nokkurn hluta þeirra verðhækkana sem orðið hafa frá því Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðisfokkurinn tóku við stjórninni, og jafnan eftir á, verkalýðsfélögin hafa háð varn- arbaráttu gegn braskráðstöfunum ríkisstjórnar- Ínnar og einkabrasksins, sem unnið hafa saman sem einn maður. Oíkisstjórn Sjálfstæðis’flokksins og Alþýðuflokks- ins á sökina á óðadýrtíðinni sem nú þjakar alþýðu manna og færir gróðabröskurum þjóðar- innar ofsagróða. Ríkisstjórninni gagna ekki nein- ar barnalegar afsakanir, hún kemst ekki upp með það að reyna að skjóta eigin sök á annarra herð- ar. Sekt hennar og þeirrar tilraunar með íslenzkt þjóðfélag sem henni þóknaðist að kalla „viðreisn" er uppVís og öllum ljós. Hún hefur skapað alveg óvenjulegt ástand sem m.a. hefur gerf kaup verka- manna næsta lítils virði. Það er athyglisvert, að þó verkalýðshreyfingin mæti nú þessu óvenjulega ástandi með kröfum sem nema um 40% launa- hækkun heyrist engin rödd, sem segir að þar sé krafizt of mikils eða ósanngjamlega. Ríkisstjórn- in hefur leikið kaupmátt launanna svo grátt, að menn skilja almennt og viðurkenna að hér er sízt of í lagt. Stjórnarflokkarnir mörðu meirihluta alþingis í kosningunum í sumar á fölskum forsendum og taumlausum blekkingaráróðri. Andspænis sívax- andi öngþveiti og ráðleysisfumi ríkissfjómarinn- ar væri ekki óeðlilegt að hin vesæla ríkisstjórn Ólafs Thors segði af sér, þing yrði rofið og kjós- endum leyft að velja sér þingmenn með þá mynd fyrir augum em nú blasir við af viðreisnar- stjórnarfari Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. — s. FRUMVARP TIL SKIPULAGS- LAGA LAGT FYRIR ALÞINGI Ríkisstjómin hefur lagt fyrir Alþingi frum- varp til skipulagslaga. Er það í aðalaíriðum sam- hljóða frumvarpi því, sem skipulagsnefnd ríkis- ins samdi og lagt var fyrir Alþingi 1961—1962. Ýmsar breytingar hafa þó verið gerðar á frum- varpinu. ÞINGSJA ÞJÓÐVILJANS Fyrsti kafli laganna fjallar um stjórn sMpulagsmála og eru aðalákvæði íhans þessi: Félagsmálaráðuneytið fer með stjórn skipulagsmála samkvæmt lögum þessum. Ráðuneytinu til aðstoðar eru skipulagsstjórn ríMsins og skipulagsstjóri. 1 sMpu- lagsstjóm riMsins eiga sæti 5 menn: Húsameistari rikis- ins, vegamálastjóri, vita- og hafnarmálastjóri, svo og tveir menn skipaðir af ráðherra til fjögurra ára eftir almennar sveitarstjórnarkosningar, ann. ar eftir tilnefningu Sambands íslenzkra sveitafélaga, en hinn án tilnefningar. Varamenn hinna tveggja síðasttöldu skulu skipaðir á sama hátt. Nefndin kýs sér sjálf for- mann, varaformann og ritara til fjögurra ára í senn. Verkefni skipulagsstjórnar er að ganga frá skipulagsupp- dráttum, er berast til stað- festingar, eiga frumkvæði að skipulagningu og endurskipu- lagningu, þar sem hún telur þess þörf, vera opinberum að- ilum til ráðuneytis um allt, sem sMpulagsmál varðar, og fara að öðru leyti með stjóm skipulagsmála eftir því, sem segir í lögum þessum. Ef á- greiningur verður milli aðila, sem fara með stjórn skipu- lagismála samkvæmt lögum þessum, sker ráðherra úr, nema öðruvísi sé sérstaMega á- kveðið. Ráðherra skipar skipulags- stjóra að fengnum tillögum skipulagsstjómar. Hann fer í umboði ráðuneytisins og skipulagsstjórnar með fram- kvæmdir í skipulagsmálum eftir því, sem lög þessi á- kveða. Skipulagsstjóri sér um mæl- ingar, gerð skipulagsupp- drátta, svo og endurskoðun eldri uppdrátta. Hann getur þó leyft, að slíkar mælingar Deiidafundir i fyrradag Fundir voru í báum deildum Alþingis í fyrrada-g. Á dagskrá efri deildar voru tvö mál 1) bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga, vísað til annarar umræðu og fjárhagsnefndar og 2) frumvarp til laga um sölu ríkisjarðarinn- ar Litlagerðis í Grýtastaða- hreppi. vísað til annarar um- ræðu og landbúnaðamefndar. í neðri deild voru þrjú mál á dagskrá. Bjami Benedikts- son dómsmálaráðherra hafði framsögu á frumvarpi til laga um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra og var því vísað til annarar umræðu og heil- brigðis- og félagsmálanefndar. Gísli Guðmundsson hélt langa framsögu með lagafrumvarpi sex Framsóknarmanna um ráð- stafanir til að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins, og var því vísað til annarar umræðu og fjárhagsnefndar. Loks var frumvarpi til laga úm ríkisborgararétt vísað til annarrar umræðu og allsherj- arnefndar. <S>- og gerð skipulagsuppdrátta séu falin sérmenntuðum mönn- um, er starfi í samráði við hann. Hann ákveður í samráði við skipulagsstjóm að hvaða skipulagsverkefnum skal unn- ið hverju sinni. SMpulagsstjóri hefur um- sjón með því, að hvarvetna sé farið eftir gildandi skipulagi. Hann skal fylgjast með störf- um bygginganefnda. Skipu- lagsstjóri skal sitja fundi sMpulagsstjómar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Honum er heimilt með sama hætti að sitja fundi bygging- arnefnda. Nú telur skipulagsstjóri, að byggingarleyfi brjóti í bága við samþykkt eða fyrirhugað skipulag, og getur hann þá leitað úrskurðar ráðherra um, hvort það skuli fellt úr gildi. Ef skipulagsstjóri notar heim- ild þessa, er óheimilt að hefja eða halda áfram framkvæmd- um samkvæmt nefndu bygg- ingarleyfi, unz úrskurður ráð- herra liggur fyrir, en leita skal ráðherra áður lunsagnar skipulagsstjómar. 1 öðrum kafla er fjallað um skipulagsskyldu og eftirlit með framkvæmd hennar, en gert er ráð fyrir að skipulágs- uppdræti skuli gera að öllum kaupstöðum, kauptúnum og þorpum, þar sem búa 100 £bú- ar eða fleiri. Á skipulags- skyldu svæði skulu allar byggingar og önnur mann- virki gerð í samræmi við gild- andi skipulagsuppdrátt. Aðrir kaflar laganna fjalla um mælingar skipulagsskyldra staða, gerð skipulagsupp- drátta, framlengingu skipu- lagstillagna, samþykkt þeirra og staðfestingu, framkvæmd skipulags eldri hverfa, for- kaupsrétt, eignarnám og skaðabætur, lóðaskrá og loks em refsiákvæði. Fimmtugur í dag Snorri Jónsson járnsmiður ■í Kærri Snorri! Flokkur þinn, Sósíalistaflokk- urinn sendir þér beztu kveðj- ur sínar, heillaóskir og þgkkir á fimmtugsafmælinu. 1 meira en tvo áratugi hefur þú staðið í fylMngarbrjósti í frelsisbaráttu íslenzks verka- lýðs og sýnt það f félagi þínu, Félagi jámiðnaðarmanna í Reykjavík. með formennsku þinni mest allt þetta tímabil, hvemig sameina skuli, og stjóma trúu og tryggu baráttu- félagi verkalýðsstéttar. Hvað eftir annað hefur félag þitt brotið ísinn fyrir aðra í harð- vítugum, löngum vinnu-deil- um, og í verkinu hef- ur þér tekizt að fylkja öllum jámiðnaðarmönnum án tillits til stjómmálaskoðana undir stéttabaráttumerki þess, — og leiða það ætíð til sigurs. Það var ekki að undra þó Alþýðusamband Islands eftir þessa reynslu af viturlegri stjóm þinni. kysi þig fyrst og fremst sem framkvæmdastjóra sinn hin síðustu ár og fæli þér þannig eitt ábyrgðarmesta forystuhlutverk í íslenzkri verklýðshreyfingu. Flokkur þinn þakkar þér allt það starf sem þú hefur unnið í verklýðshreyfingunni jafnt í flokknum sem í verk- lýðsfélögunum. Hann er stolt- ur af að hafa átt þig 25 ára meðal stofnenda sinna sem full- trúa á stofnþingi hans fyrir rétt- 'Jm 25 árum og haft þig í mið- stjóm sinni um tvo áratugi og í framkvæmdanefnd hans síð- ustu árin. Þú hefur ásamt bín- um ágætu samstarfsmönnum úr verkalýðsfélögunum verið honum tryggingin fyrir þvf að hann breytti viturlega í bar- áttu verkalýðsins, brygðist honum aldrei og mæti afl og aðstöðu rétt, er til omstu skyldi leggja og berjast til sig- urs. Vér flokksfélagamir sendum bér og Agnesi konu þinni, sem borið hefur svo ágætlega með bér allt erfiði baráttunnar. og fiölskyidu binni allri okkar beztu framtfðaróskir: að við ’negum nióta bín og forustn binnar í íslenzkri verklvðs- breyfingu unz sígurinn endan- 1 er unninn. T.ifðu ve1 og iengi. Rfnar Otr-nfrsson, Kæri vihur! I tiléfni þessara tímamóta ævi þinnar langar mig til að biðja Þjóðviljann fyrir ofur- litla afmæliskveðju til þín, Ég veit að þér er ekki að skapi að farið sé að ekrifa um þig lofgrein, þess vegna ætla ég að hlífa þér við sliku frá minni hendi, þótt mér kannske finnist að sitthvað mætti nú tína til í slíka grein, en ekki meira um það. Ekki vil ég heldur hrelia þig með því að hafa þessi orð mín í eftirmælastíl, það á sízt við um mann á þínum aldri og í þínu starfi, mann sem stendur í fremstu víglínu harðrar bar- áttu. Það máttu vita að fólkið sem nýtur starfa þinna fyrir heild- arsamtök verkalýðsins kann flest að meta þau og það stend- ur í mikilli þakkarskuld við þig- Bezt þekki ég störf þín í Fé- lagi jámiðnaðarmanna. Við, sem höfum staðið þér nærri þar undanfarin ár, erum að rifja það upp fyrir okkur, hvað þú ert búinn að vera lengi í fararbroddi í félagi okkar og við finnum það út að þú ert búinn að vera formaður fé- lagsins í 17 ár, eða lengur en nokkur annar og í stjóm, fé- lagsins hefurðu verið í 20 ár. Þetta talar sínu máli. Ekki hirði ég um að fara að telja upp öH þau trúnaðar- störf, sem félagið hefur faiið þér þar að auki. Það yrði of löng upptalning, en við vinir þínir og samstarfsmenn í Fé- lagi jámiðnaðarmanna . erani að hlýja okbur við minning- amar um, sumarstarfið við þig á undanförnum árum, um leið og við hugsum allir til þín með beztu afmælisóskum, kær- um þökkum fyrir liðna tím- ann og von um jafnánægju- legt samstarf framvegis, eins og hingað til. Hafsteinn Guðmundsson, jámsmiður. Óbrofin ofmœliskveðja Snorri Jónsson, formaður Fé- iags járniðnaðarmanna í Réykjavík og framkvæmda- stjóri Alþýðusambands íslands er fimmtugur í dag. Já, menn era Ungir nú á dög- um, þegar þeir eru fimmtugir. Það er nú bráðum áratugur, sfðan samstarf okkar hófst á skrifstofum Alþýðusambands- ins. Fyrir því var engan veginn spáð allt of vel af öllum, að tveir skapvargar, eins og við ættum að fara að starfa saman daglega og kljást við erfið vandamál. — Já, mundu þama ekki verða sífelldir árekstrar og óteljandi sprengingar, eða a.m.k. sáfalítið um samstarf f dagíegú erfiði og argaþrasi. Var ekki von, að menn héldu það? En sumt tekst befcur en ætl- að er. Og svo hefur farið uni samstarf okkar. Ég minnist þess nefnilega ekki þegar ég nO lít ýfir áratuginn liðna, að okkur hafi nokkumtíma orðið Undurorða öll þessi ár, þrátt fyrir ólíkar skoðanir okkar á ýmsum málum. Véðurspáin um yfirvofandi þrumur, eldingar og fellibylji, hefur þvl rætzt verr en flestar aðrar veðurspár, og veltur þó á ýmsu með veður og véður- spádóma. Víst er Snortí Jóns- son, jafnvel ekkert síður én ég, skapmaður. En hann kann vél að stilla skap sitt. 1 því er hann mér miklu frerntí, og mun ýmsum með því ekhi þykja ýkjamikið sagt. — Én hvað sem því líður, er þáð staðreynd, að við höfum átt ágætlega skap saman, og okk- ur hefur famazt vél og fallið vel að vinna saman. — Að því leyti mun hvorugur undan öðt'- um kvarta. Ég hef kynnzt Snorra Jóns- syni sem óvenjulega staðföst- um og starfsömum samverka- manni. Hann gengur rór að starfi, tekur öfgalausa afstöðu til mála og vill það eitt hafa, sem hann telur sannast og rétt- ast. — Hann er þéttur á vélli og þéttur í lund, og það sem bezt er: Hann er drengur góð- ur. Snorri Jónsson getur nú, enn á bezta aldri, litið yfir mikið og farsælt starf í félagi stétt- ar sinnar. Þar hefur hann um 20 ára skeið gegnt stjói’nar- Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.