Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 5
imtudaffur 24. október 1963 ÞI6ÐVIUINN SlÐA g ★ 1 Evrópubikarkeppni landsliða sigraði Ungverja- land Austur-Þýzkaland um síðustu helgi með 2:1. Leik- urinn íór fram í Bcrlín. Ung- verjar unnu fyrri hálfleik — 1:0. Síðari leikur landanna verður í Búdapcst 3. nóv. •Jb Sovézki sundmaðurinn Georgi Prokopenko hefur sett nýtt Evrópumet í 100 m. bringusundi — 1.09,2 mín. Metið var sett á alþjóðlegu sundmóti í Bukarest. Gamía metið var 1.09.6 mín., sett af Rússanum Mikael Fara- fonov í ágústmánuði sl. Svíinn Lars Haglund sigraði Norðurlandamethaf- ann í kringlukasti. Pentti Repo frá Finnlandi í síðustu keppni þeirra. Haglund kast- aði 55.47 m. en Repo 54,95 m. Þriðjii varð Carol Lindross mcð 52,41 m. Kúluvaxpið vann Yrjölö með 17,79 m. -^i Það hefur vakið talsverða athygli, að ítalska knatt- spyrnuliðið Milan (Evrópu- bikarhafinn) sigraði bras- ilíska liðið F.C. Santos með yfirburðum í keppni í Mílanó í síðustu viku. Urslitin urðu Lasso Haglund 4:2. Þetta var leikur í hcims- meistarakeppnii knattspymu- liða, en þar er keppt um titilinn „bezta knattspymu- félag heims“. Síðari leikur Milan og Santos verður í Rio de Janeiro 14. nóvember. Tekjur aí Ieiknum £ Mílanó urðu 9 milljónir króna. Á- horfendur voru 70.000. Trap- attoni (Miilan) skoraði fyrsta markið þegar á 4. mínútu, og félagi hans, Amarildo, bætti við á 15. mín. Pelé skoraði fyrir Santos á 2. min. síðari hálfleiks. Italir bættu tveimur mörkum við, en Pelé tókst að skora annað mark Santos áður en yfir lauk. utan úr heimi MEXIC0 CITY - 0LYMPÍULEIKA Markaðstorg í Mexico City — OL-borginni 1968. Alþjóða-olympíunefndin ákvað á fundi sínum í Baden Baden fyrir skömmu, að sum- ar-olympíuleikarnir 1968 skuli haldnir í Mexico City. Fjórar borgir háðu harða og óprúttna baráttu til að fá að halda leikana. Sagt er að gjafir, áfengisveizlur og fagrar stúlkur hafi verið meðal vopna í þeirri bar- áttu. Mexico Citi fékk 30 atkvæði ■'egar olympíunefndin greiddi 'tkvæði um það hvar leikarnir kyldu haldnir. Detroit í 'andaríkjunum fékk 14 at- væði, Lyon á Frakklandi fékk 12 og Buenos Aires (Argen- tínu) fékk 2 atkvæði. Ákvörðun um það hvar vetr- ar-olympíuleikarnir 1968 verði haldnir. verður sennilega tek- in í Insbruck í janúar n. k. B0RG 1968 Hörð keppni Á fundinum í Baden Baden háðu fulltrúar ofangreindra borga ákafa keppni um hylli nefndarmanna, og herma frá- sagnir að sú viðureign haíi ekki farið í alla staði fram í olympíuanda. Um 60 milljónum króna mun hafa verið varið í veizlur fyr- ir fulltrúana. Þessi kokkteil- partí, allskonar áróður og gjaf- ir til fu'Htrúanna höfðu einn tilgang. Lyon hélt dýrlegusbu veizluna með dýrindis krásum, kampavínsflóði, íburðarmiklum kabarettsýningum og fögrum stúlkum. Þá minnast menn þess, að Mexco Citi bauð allri olympíunefndinni heim í fyrra í sambandi við heimsmeistara- keppnina í fimmtarþraut. Var þá í engu sparað að gera nefnd- armönnum dvölina sem dýrleg- asta og að tryggja atkvæði þeirra. Stöðugt verða sterkari þær fullyrðingar, að nefndar- menn taki afstöðu í þessu máli fyrst og fremst með tilliti til þess, hvaða borg býðum þeim þægilegasta og ódýrasta dvöl meðan á leikjunum stendur. Þeir hugsi minna um velferð þess íþróttafólks sem á að taka þátt í erfiðri keppni leikanna. Erfitt fyrir langhlaupara Mexico City liggur í 2.265 metra hæð yfir sjávarmáli, eða í ailmiklu meiri hæð en hæsti tindur á Islandi. Aðstaða til keppni er því mjög annarleg vegna hins þunna lofts í þess- arri mifclu hæð. Lífeðlisfræðingar haía rann- sakað þetta atriði. Þeir segja að í spretthlaupum sé það tví- mælalaust kostur að hlaupa í lítilli loftmótstöðu í svona mik- illi hæð. Sama gildir um lang- stökk og þrístökk. 1 hástökki og standarstöggi hefur loftmót- staðan engin teljandi áhrif. Löng hlaup eru hinsvegar miklu erfiðara að hlaupa í mikilli hæð. Hlaupararnir verða miklu fyrr þreyttir, vegna þess að sýrumyndunin í hlóðinu verður allltof mikil. Reynzlan sýnir líka að góður árangur er mjög sjaldgæfur í langhlaupum á hálendi. Minnka má þessi slæmu áhrif með því, að láta íþróttamenn- ina æfa á hásléttunni í a.mt. þrjár vikur fyrir keppni. Mexíkanar haía einnig boð- izt til að starfrækja æfinga- búðir í þrjár vikur fyrir leik- ana, en með því að nota sér það, lenda íþróttamennimir í gildru. Alþjóða-olympíunefnd- in hefur nefnilega ákveðið að sá íþróttamaður, sem dvelji fjarri vinnustað sínum í meira en sex vikur, skuli teljast at- vinnumaður. Olympíuleikamir standa í þrjár vifcur, og það þýðir að Norður-Evrópumenn, a.m.k., verða að eyða tveim mánuðum i leikana, ef þeir eiga að nota sér æfingabúð- irnar. Aðstæðurnar í hásléttuborg- inni Mexico City snerta ekki aðeins frjálsíþróttamenn, heldur einnig. knattspyrnumenn, hjól- reiðamenn og jafnvel sundfólk. Dæmin sanna Árið 1955 voru Ameríkuleik- amir svonefndu haldnir í Mexico City. Þá setti Banda- ríkjamaðurinn Lou Jones heimsmet í 400 m. hlaupi — 45,4 sek., og da Silva frá Bras- ilíu setti heimsmet í þrístökki — 16,56 m. Lou Jones var gjör- samlega örmagna er hann kom í mark. Hann hné í ómegin og rankaði eklki við sér fyrr en eftir eina klukkustund. Urslitin í hlaupum á þessu móti, sýna vel áhrifin af að- stæðum til keppni í þessari hæð: 100 m. 10,3, 200 m. 20,7, 400 m. 45,4, 800 m. 1.49,7, 1500 m. 3.53,2, 5000 m. 15.30,6, 10000 m. 32.42,6, maraþonhlaup 2.59,09,2, 110 m. grindahlaup 14,3, 400 m. grindahlaup 51,5 og 3000 m. hindrunarhlaup 9.46,8. Þetta sýnir að góður árang- ur næst í spretthlaupum en lélegur í langhlaupunum — og því lengri sem hlaupin eru þeim mun lélegri er árangur- inn. Það er algengt að lang- hlauparar bíða tjón á hedlsu sinni í keppni í þessarri hæð. Alþj óða^olympíunef ndin hef- ur samþykkt að Norður- og Suður-Kóreu skuli báðum heim- ilt að senda lið til knattspymu- keppni olympíuleikanna í Tok- íó að ári. Heimildin um tvö lið frá Kóreu stingur í stúf við fyrirmæilin um að frá Þýzka- landi skuli aðeins koma eitt Hð. Þýzku ríkin tvö koma sér saman um að landslið beggja landana skyldu keppa sín á milli um réttinn til að keppa fyrir hönd Þýzkalands alls. Austunþjóðverjar unnu þá keppni, sem kunnugt er. Á fesSMM*. / PlHæffi’ÍfliíElSSÉSlHÍy , I 1 ÍBÍBHKBHBEIBHBRBl é BBHHGiHEiBHiBSHBk 'ieisiisisiiiassígr' / JKHBKflHHKH l bbbih«sbeíi 'seisara-saBSS Verjið bör^i y^ar gegn /stormi og jfegni. - ifarnaregníötin bjóða 'yður í I sefnn, /þægiyega/ ílík í fal-/ legum ^iti/lm ojg öru^gt ^kjól í ölíurr'j I veðrurji. ýÖR j skjóláiki/i á eldri jsei I ' Knalfrtspyrna Hver eru 8 beztu landslið Evrópu? Nú er skammt eft- ir í 8 liða úrslitin í Evrópubikarkeppni landsl. í knattspymu. Nú þegar eru menn farnir að spá í það hvaða lið muni kom- ast í þessi úrslit. Svíar tryggðu sér þátttöku í 8-liða úrslitunum með því að sigra Júgóslava á dögunum. Þeir munu þá mæta Sovét- mönnum eða ítölum. Þeir sov- ézku sigruðu Italina 2:0 f fyrri leiknum en siðari leifc- urinn verður í Róm í nóvem- ber. Hollendingar teljast örugg- ir í keppnina, en þeir eiga að keppa við veifcan andstæðing, Luxemburg, n.k. miðvikudag. Að vísu varð jafntefli — 1:1 I fyrri leiknum. Danir virðast alveg vi®sir um sitt sæti. Þeir eiga eftir leik við Albani í Tirana 3. nóv., en Danir standa vel að vigi því þeir unnu fyrri leik- inn með 4:0. Norður-írland eða Spánn komast í 8 liða úrslitin, en 6- víst er hvor aðilinn það verð- ur. Norður-írlendingar unnu Spánverja í Madrid í fyrri leiknum með 1:0, en sá seinni verður háður i Belfast n.k. miðvikudag. Svipuð óvissa ríkir um það hvort Búlgarir eða Frakkar komast í keppnina. Búlgarir unnu fyrri leikinn í Sofia með 1:0, en sá seinni fer fram í Paris á laugardaginn, Ungverjar virðast nokkuð sigurvissir, en þeir keppa um Þannig lítur hann út ■— bik- arinn, sem keppt er um í Evr- ópubikarkeppni landsliða. réttinn við Austur-Þjóðver'ja. Ungverjar unnu fyrri leikirm í Berlin með 2:1, en sá seinni verður í Búdapest n.k. mið- vikudag. Samkvæmt þessu spá ýmsir frómir menn því að liðin, sem komast í 8 liða keppnina, verði þessi: Svíþjóð, Sovétrík- in, Holland, Danir, Spánn, Frakkland og frland. 8 liða undanúrslitunum á að vera lokið fyrir 15. maí 1964. Fjögurra liða undanúrslitin verða leikin í maímánuði og úrslitin endanlega í júní. Fyrsta körfukeppni vetrarins Stórleikur í kvöld I kvöld verður háður á Hálogalandi íyrsti stór- leikur vetrarins í körfuknattleik. Keppir þar úr- valsliðið, valið af Körfuknattleiksráði Reykjavík- ur, við úrval körfuknattleiksmanna af Keflavíkur- flugvelli. Leikurinn hefst kl. 8.15 í kvöld. Leikur þessi er tilraun til fjáröflunar fyrir samtök körfu- knattleiksmanna í því skyni að safna i ferðasjóð fyrir þátt- töku Islands í Polar Cup-keppn- mni, sem fram fer í Helsinki í marzmánuði n. k. Islenzka landsliðið tók sem kunnugt er þátt í Polar Cupkeppninni á s. 1. vetri og varð í þriðja sæti á eftir Finnum og Svium, en Danir urðu í fjórða sæti. Liðið Liðið, sem Körfuknattleiks- ráðið hefur valið tii keppni i kvöld, er þannig skipað: Þor- steinn Hallgrimsson (IR). Hólm- steinn Sigurðsson (ÍR), Ólafur Torlacíus (KFR), Birgir Birgis (Á), Davið Helgason (Á), Ant- on Bjamason (IR), Agnar Frið- riksson (IR), Gunnar Gunnars- son (KR) og Einar Bollason (KR). Fyrir skömmu fór fram í í- þróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli keppni þessara sömu liða og keppa í kvöld. Leikurinn var mjög jafn og spennandi, og að loknum leiktíma stóðu .leikar jafnir. 1 framlengdum ’eik tókst vallarmönnum að vinna nauman sigur — 64 : 61. Má því búast við engu minni keppni í kvöld er liðin mætast á Hálogalandi. Þess má geta að Reykjavík- urmótið í körfuknattleik mun hefjast innan fárra daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.