Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 6
ÞIODVILIINN Fimmtudagnir 24. október 1963 g SÍÐA Spiegelmálið enn á ferðinni Erhards í á fyrsta Ríkisstjórn hluta strax Aðeins fáeinum tímum eftir að Ludwig Erhard tók við stjórnar- taumum i Vestur-Þýzkalandi klofnaði ríkisstjórn hans við at- kvæðagreiðslu í þinginu, og Erhard Ienti í minnihluta. Ástæðan var, að Iitli ríkisstjórnarflokkurinn, Frjálsir demókratar, greiddu atkvæði með sósíaldemókrötum. og gegn flokki kristilegra. Þessi óvenjulegi atburður gerðist, er greidd voru atkvæði um þá tillögu Kristilega demó- krataflokksins að svipta einn af þingmörmum sósíaldemó- krata þinghelgi. Maður þessi heitir Gerhard Jahn og er á- kærður um að hafa veitt viku- ritinu Der Spiegel ýmsar upp- lýsingar og lánað því skýrslur, sem áttu að vera trúnaðarmál, en Jahn á sæti í vamarmála- nefnd sambandsþingsins. Það kom öllum á óvart. að Frjálsir demókratar studdu sósíaldemókrata, sem börðust ákaft gegn því að Jahn yrði sviptur þinghelgi. Þetta er stórhneyksli, hrópaði einn af formælendum Kristilegra demó- krata, er úrslit atkvæðagreiðsl- unnar urðu kunn. Litlar breytlngar á stjórninni Erhard birti ráðherralista sinn fyrir nokkrum dögum. og kom í ljós, að litlar breytingar höfðu verið gerðar. Erich Mende, foringi Frjálsra demó- krata, er nú settur yfir „al- þýzk“ málefni auk þess sem hann er varakanslari. Kurt Sc'hmúoker tekur við embætti Erhards sem efnahagsmála- ráðherra. Samtímis þessum breytingum er Hans Globke látinn fjúka úr embætti ráðuneytisstjóra, en hann hefur eins og kunn- ugt er verið afhjúpaður sem náinn samstarfsmaður Hitlers á sínum tíma. Vesturþýzka stjómin þráaðist lengi við að hreyfa við honum, þrátt fyrir mikla gagnrýni víða að úr heiminum, en nú hefur hún gefizt upp á að halda hlifi- skildi sínum yfir þessum hátt- setta, gamla nazista. Ráðherramir fá að reykja! A fyrsta ráðuneytisfundinum sem Erhard stýrir, var gamalli erfðavenju Adenauerstímans kastað fyrir borð — meðlimir Adenauer: Astæðan til þess, að ég, maður á bezía aldri, eftirlæt kanslaraembættið ungllng eins og þér, Erhard, er sú, að ég geri ráð fyrir að taka við af þér, þegar þú nærð aldurstakmarkinu. John Steinbeck hyllir ásta- lífið í nútímabókmenntum! en kallar Nóbelsver&launin grafskriff Hinn helmsfrægi rithöfund- nr. John Steinbeck, var stadd- ur í Helsingfors fyrir nokkr- um dögum á Ieið til Moskvu. Hann ræddi þar nokkra stund við blaðamenn og sagði. aö Bandaríkjamaðurinn Carl Sand- burg eða enska ljóðskáldið Ró- bert Graves ættu helzt skilið að fá bókmenntaverðlaun Nó- bels í ár. En hvað Sandburg snertir, sagði Steinbeck, er tæplega þess að vænta. að eld- ingunni Ijósti niður á sama staðinn tvisvar í röð! Eins og kunnugt er hlaut Steinbeck sjálfur bókmennta- verðlaun Nóbels á seinasta ári. Hann lét þau orð falla um verðlaunin, að rithöfundum væri varla gerður mikill greið' með því að veita þeim slíkan heiður. Verðlaunin eru miklu frekar eins konar dauðadómur eða grafskrift sagði Steinbeck. Og hann bætti þvi við, að sjálfur hefði hann aldrei tekið við verðlaununum, ef hann hefði ekki talið sig nógu sterk an á svellinu til að veita slík- um heiðri viðtöku. — Ég er stöðugt að vinna sagði Steinbeck. Ég er ekki á nægður með tvær seinustu lin umar á minnisvarðanum mm um! Steinbeck fékkst ekkert ti að ræða um nútímabókmennti í Sovétríkjunum og sagðis ekki þekkja nógu vel til þeirr; Hins vegar ræddi hann tölu vert um vandamál svertinc' í Bandaríkjunum og sagði. r í Suðurríkjunum væri ekk* 1 aðeins um uppreisn að ræða Þetta væri bylting. Steinbeck var spurður um álit sitt á bókmenntum og sið- ferðilegri ritskoðun, og sagðis* hann vera mjög hrifinn af kynlífi og ástafarslýsingum f nútímabókmenntum. — Hann John Steinbeck bætti því við, að ritskoðun gæti aðeins skapað óþarflega mikinn áhuga almennings á fölskum verðmætum og léleg- um bókmenntum. minni- degi! rikisstjómarinnar fengu að reykja, meðan á umræðum stóð! 1 öll þau fjórtán ár. sem Konrad Adenauer var kanslari Sambandslýðveldisins, voru það óskrifuð lög, að ekki mætti reykja á ráðuneytisfundum. Adenauer reykir aldrei sjálfur. Á hinn bóginn er arftakinn, Ludwig Erhard mikill vindla- maður. og nú eru loksir.s komnir öskubakkar á borð rikisstjórnarinnar. Þar er líka klukka, sem Adenauer hefur gefið ríkisstjóminni. AKCHIE SHEPP Rœft vi& djassleikarann ARCHIE SHEPP Með lögregluna á hælunum eftir heimsmót í Helsinki Hinn kunni bandaríski jassleikari Archie Shepp hefur átt viðtal við danska blaðið Information. Þar kemur meðal annars fram, að eftir að Shepp fór á heimsmót æskunnar í Helsinki sum- arið 1962 má hann varla um frjálst höfuð strjúka í Bandaríkjunum, en leyniþjónustan FBI er alls staðar á hælunum á honum. heim gerði lögreglan hvað eftir annað húsleit hjá mér. Við þetta bættist, að i vor ritaði hann grein í New York Post og kvartaði yfir, að svert- ingjar og innflytjendur frá Puerto Rica fengju alltof lé- lega kennslu og slæma aðbúð af hálfu skólayfirvaldanna í New York. — Nei, ég held ekki að ég muni alltaf leika djass. segir Archie Shepp við blaðamann- inn. Það er alltof erfitt líf. Engin önnur list reynir jafn mikið á listamanninn. Á engu öðru sviði listanna er þess krafizt að maður sé stöðugt að framleiða eitthvað nýtt, klukku- stundum saman og kvöld eftir kvöld. Hugsaðu þér bara, hvað það er í rauninni ótrúlegt, að tónlistarmaður eins og John Coltrane skuli geta framleitt eitthvað, sem þykir vel gert og skemmtilegt, á hverju einasta kvöldi eða þó ekki væri nema fimm kvöld af hverjum tíu. Maður er algjörlega útkeyrð- ur. bæði líkamlega og tilfinn- ingalega, þegar maður er bú- inn að leika heilt kvöld. Og það eru ekki margir djassleik- arar í Bandaríkjunum, sem geta leyft sér að pústa ofur- lítið — þeir eru yfirleitt ekki fastráðnir. Archie Shepp er 26 ára gam- all saxófónleikari frá New York og leikur þessa stundina i Montmartre djasshúsinu. Enda þótt hann sé einn af frægari tenórsaxófónistum yngri kynslóðarinnar, hefur hann alltaf átt í erfiðleikum^ með atvinnu sína og oft verið atvinnulaus langtímum saman. — Þegar ég var unglingur og heyrði tónlist Charlie Barkers í fyrsta sinn, fór ég að reyna að herma eftir hon- um, en faðir minn sagði við mig: Það er ágætt að dunda við þetta í tómstundum sínum, en enginn getur lifað á slíku. Líklega hafði hann alveg rétt fyrir sér. Það er fyrst nú, eft- ir að ég kom til Evrópu, að ég fæ fasta vinnu lengur en í mánuð. Á hverju ég lifði? Ta, það má guð vita. Marair iiassleikarar halda áfram enda- laust þrátt fyrir allt og reyna að venja sig við lífskjörin, því að þeir elska tónlistina meir en nokkuað. Meðal annars sem Archie Shepp hefur fengizt við er að leika tónlistarmann í hinu kunna leikriti Jack Gelbers The Connection í The Living Theatre í New York. Shepp segist hafa lært mikið þessar þrjár vikur, sem hann var í leikhúsinu. en hann hefur ný- lokið við fimm ára nám í leik- ritagerð og hefur ritað mörg leikrit. Eftir heimsmótið í Helsinki Shepp hefur stundað noklkuð kennslustörf á undanfömum árum til að bæta upp hinar rýru tekjur af tónlistinni, og hefur hann kennt í skóla fyrir lömuð og fötluð böm. 1 sumar var hann rekinn fyrir smá- vægiíega yfirsjón, en aðal- óstæðan var tvímælalaust sú, að hann var grunaður um tor- tryggilegar stjórnmálaskoðanir. Shepp tók þátt í æskulýðs- mótinu í Helsinki sumarið 1962. og segist hann hafa verið hundeltur af leynilögreglunni FBI, eftir að hann kom heim. Ég vissi það, áður en ég fór á mótið, hvaða afleiðingar þessi ferð mundi hafa fyrir mig. en ég var reyndar þá þeg- ar orðinn vonlaus um að fá nokkum tíma að starfa f friði í New York. Eftir að ég kom Kennedy klókur tækifaerissinni Þegar Shepp er spurður, hvað þvf valdi. að hann skuli vera svo miklu pólitískari en margir starfsbræður hans, svarar hann: — Ég hef átt þvi láni að fagna að íá betri menntun en flestir aðrir. Faðir minn var vakandi í stjómmálum og brýndi ævinlega fyrir mér, hve mikilvægt væri, að menn neyttu kosningaréttarins. Þetta var ólíkt flestum öðrum negr- um. og einmitt þetta er einn liðurinn í kerfisbundnum kúg- unaraðferðum. En nú er þetta að breytast. Bandarískir negrar fá ekkert gefins. Kennedy bef- ur engan raunverulegan áhuga — hann er aðeins klókur oe tækifærissinnaður. Hann hefði alveg eins getað hugsað sér að lóta Wallace fylkisstjóra kom- ast upp með hvað sem var. Og þegar Wallace tapaði orast- unni, var það fyrst og fremst heimsku hans sjálfs að þakka, en ekki Kennedy forseta. Kennedy gerir ekki handtak í þessum málum. Honum finnst gaman að vera forseti. Mjolkurverkfall í V-Þýzkalandi — Hættið að drekka, ef þér mögulega .getið! Reynið að láta yður nægja eins lítið magn og mögulegt er! — Þannig hljóða slagorðin í mótmælahreyfingu. sem gerir nú vart við sig um allt Þýzkaland. I fljótu bragði kynnu menn að halda. að bind- indishreyfingin gengi nú ber- serksgang. En það er ekki. Drekkið vín, ef þið viljið, en drekkið ekki mjólk! Upphaf málsins er það, að stjómmálamennimir í Bonn samþykktu að hækka mjólkur- verðið sem nemur 60 ísl. aur- um á lítrann. Og auðvitað fór það eins og oftast óður. að bændumir fengu aðeins lítinn hluta af hækkuninni, en af- gangurinn lenti hjá milliliðun- um, sem nóg höfðu fyrir. Nú rignir mótmælunum gegn nýja mjólkurverðinu úm allt V estur-Þýzkaland. Mótmæla- aldan átti upptök sín við Bodenvatnið syðst í landinu og Framhald á 8. sfðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.