Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 12
Breyta þarf skipulagi iðnfræðslu Þing Iðnnemasambands íslands gerði rækilega á- lyktun um iðnfræðslumál og er þar lögð áherzla á nauðsyn þess að ger- breyta þurfi skipulagi iðnfræðslunnar, þannig að hægt verði að útskrifa mun betur menntaða iðn- aðarmenn en nú er gert. Er þar lögð áherzla á að námið fari að miklu leyti fram í verknámsskólum. Ályktunin sem tekur bæði til breytinga sem gera þyrfti nú þegar ogtil framtíðarskipulags iðn- fræðslunnar, er birt í heild á 2. síðu. Haf narbót í Neskaupstað í sumar hefur verið unnið að miklum hafn- arframkvæmdum í Nes- kaupstað. Hófust þær í lok maí sl. og var þeim lokið um miðjan þennan mánuð. Geng'u fram- kvæmdijpaar mjög vel. Var í sumar unnið að fyrsta áfanga í gerð bátakvíar sem á að verða lokuð í framtíðinni. Þjóðviljanum hefur bor- izí eftirfarandi frétta- fréf frá fréttaritara sín- um í Neskaupstað um hafnargerðina. Rekið var niður stálþil, 214 m að lengd og myndar þrjá við- legufcanta, að vestanverðu 64 m langan, að sunnanverðu 70 m langan og að austan verðu 80 m langan. Ætlunin er að dýpka við vestur- og austurkantana þar sem enn er naegilegt dýpi en þvi verki er enn ekki lokið og verður ekki gert á þessu ári. Dýpi við suðurkantinn er um 7 metrar á stórstraumsfjöru. Fyrirhuguð er að ofaná upp- fyjlinguna komi steisteypt þekja en það verður ekki gert á þessu ári. Flatarmál uppfyllingarinnar Rætt um Hval- fjörð á mið- vikudag Sú misritun varð í blaðinu i gær, að sagt var að umraeðum í sameinuðu þingi væri frestað til næsta þriðjudags, en átti að vera miðvikudags, enda er mið- vikudagur reglulegur samkomu- dagur sameinaðs þings. ENGLAND VANN HEIMSLIÐIÐ 2:1 Landslið Englands sigraði urvalslið beztu knattspymu- manna heims á 100 ára af- mæliskappleik enska knatt- spyrnusambandsins í Lond- on í gær. Úrslitin urðu 2:1, og voru öll mörkin skoruð í síðari hálfleik. Jimmy Greaves bezti maður á vellinum. Sigur Englendinga var ótví- ræður og yfirburðir þeirra meiri en markatalan gefur til kynna, og má ekki hvað sízt þakka það markverðinum Jasín, að heims- liðið fékk ekki verri wtreið. Þegar á fyrstu mínútum virt- ust Englendingar ætla að taka forystuna. Hinn sókndjarfi Jimmy Greaves spyrnti hörku- skoti af stuttu færi, en Jasín var vel staðsettur og varði. Á 15. mínútu kom hörkuskot frá Greaves, en .,svarta pardurs- dýrið“ sveif í láréttri stöðu í markinu og gómaði knöttinn. Bohby Smith og George East- ham áttu einnig þrumuskot á markið, en Jasín varði. Lauk þannig fyrri hálfleik án þess að mark yrði skorað. Heimsliðið var fremur tætingslegt og ógn- aði Englendingum aldrei veru- lega. Síðari hálfleikur Síðari hálfleikur hófst með ógnandi tækifæri Englendinga, en Euzaguirre frá Chile, sem hafði tekið stöðu bakvarðar í stað Djalma Santos (Brasiliu), bjargaði á línu. Á 8. mínútu lá knötturinn í fyrsta sinn i neti heimsliðsins eftir skot frá Greaves. Markið var þó dæmt ógilt, þar sem Greaves hafði unnið til aukaspymu vegna brots um leið og hann spymti. Á 21. mín. hálfleiksins skoraði hægri útherji Englendinga, Terry Paine. eftir sendingu frá Greaves. Eftir þetta gerði heimsliðið góða sóknarhríð að Englending- um. Uwe Seeler (Þýzkal.) og einnig Puskas og di Stefano áttu góð tækifæri til markskorunar, en mistókst. Á 27. mín. jafnaði hægri innherji heimsliðsins, Denis Law frá Skotlandi, eftir góðan stuðning frá Puskas og Seeler. Þar með var merkið gefið til nýrra átaka af hálfu Englend- inga, enda espuðust þeir nú um allan helming. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Greaves svo sigurmark gestgjafanna, en Greaves var greinilega sjnallasti maður á vellinum. Langbeztu menn heimsliðsins vom Jasín markvörður og vara- maður hans Soskic frá Júgóslav- íu. sem báðir gerðu hreinustu kraftaverk milli markstanganna. Frammi á vellinum voru þeir Framhald á >. síöu. er um 7000 ferm. Uppfyllingar- efninu var öllu ekið að á bílum en það var 35 þúsund teningsm. Það er athyglisvert við fram- kvæmd verksins að uppfyllingar- efninu var að mestu ekið út í sjóinn áður en stálþylið var rek- ið niður og var því hægt að nota það sem vinnupalla undir hinar stórvirku vélar. Með því sparaðist að byggja vinnupaEa. Reyndist þetta í alia staði vel framkvæmanlegt og tókst allt mjög vel, enda er jarðvegurinn mjög grýttur. Að staðaldri unnu við verkíð um átján menn, mest aðkomu- menn, og verkstjóri var Sverrir Bjömsson úr Kópavogi. Verk- fræðingur var frá byrjun Þór Aðalsteinsson en síðar Aðal- steinn Júlíusson vitamálastjóri. Heildarkostnaður við verkið mun nema um 9 millj. króna og er það nokkru lægra en upp- haflega var reiknað með. Með þessari hafnaruppfjdlingu batna mjög mikið öll afgreiðslu- skilyrði við skip og báta hér í Neskaupstað en hafnarskilyrðin eru ekki fullkomlega góð fyrr en komin er lokuð bátakví. Við hér vonum að þess verði ekki langt að bíða, því mikill áhugi ríkir fyrír Því að áfram verði haldið á þessari leið. Það er heldur ekki óeðlilegt að hugsa sér að svo geti orðið því að hlutur Neskaupstaðar í þjóð- arframleiðslunni hefur farið vaxandi nú síðustu ár og er þeg- ar orðinn aflldrjúgur. — R. S. . Hér sést eftir stálþilinu og í uppfyllinguna á bak við það. '(Ljósm. Sverrir Björnsson.) Afmælishátíðin er á sunnudag ■ Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær verður aldarfjórðung’saímæli Sósíalistaflokkisins haldið hátíðlegt með samkomu að Hótel Borg næstkom- andi sunnudagskvöld 27. október, en þann dag <pru rétt 25 ár liðin síðan stofnþingi Sósíalista- flbkksins lauk. ■ Á samkomunni flytur Sverrir Kristjánsson ræðu, flutt verður samfelld dagskrá úr sögu Sósí- alistaflokksins, einnig verður einsöngur og sitt- hvað fleira til skemmtunar og að lokum dans. ■ Aðgöngumiðar munu verða til sölu næstu daga. Undirbúningsnefndin. Vá fyrir dyrum Mývetninga MÝVATNSSVEIT 23/10.— Stjórn Laxárvirkjunarinnar hefur nú sett fram þá kröfu eða ósk að hækka beri yfirborð vatns í Mý- vatni yfir vetrarmánuðina. Ef gengið verður að þessu er vá fyrir dyrum hjá öllum búendum. sem eiga land að vatninu. Starri. Þarft fyrirtæki á bílaöld MOSFELLSSVEIT 23/10. — Ný- tízkuleg benzinstöð er nú að rísa af grunni í mlðri sveitinm við þjóðveginn. Er það Halldór Lárusson, sem veitir þessu fyr- irtæki forstöðu. Er þetta þarft fyrirtæki á bíiaöld. — R. J. Úthéraðsvegur endurlagður EIÐUM 22/10. — Unnið var í sumar og haust að endurlagningu Uthéraðsvegar, sem ligggur um Eiða- og Hjalta&taðaþinghá og síðan til Borgarfjarðar. Ekið var í alllangan kafla og æði spölur lagður. Var áður búið að ýta upp vegarstæðinu, sem liggur nú æði hátt og festir þannig síður snjó á vetrum. Þessari vegar- rfnnu er nú nýhætt. Er nu kom- inn breiður og traustur vegar frá Breiðagerði til Eiða. Það eru sjö kflámetrar af tutfcugu lrfló- metrum, sem brýn þörf er á að leggja upp á nýtt. — Á. H. Nýr prestur í Ólafsvíkurprestakalli HELLISSANDI 23/10. — Prests- kosning fór hér fram síðastliö- inn sunnudag fyrir Ólafsvikur- prestakall, sem hét áður Nesþing. Prestur var kjörinn Hreinn Hjartarson og verður búsettur í Ólafsvik. Hreinn er fæddur og uppalinn á Hellissandi og eru forefldrar hans sæmdarhjónin Hjörfcur Jónsson, hreppsstjóri á Munaðarhóli og frú Jóhanna Vigfúsdóttir. Hjörtur er látirrn fyrir nokkrum árum. Kosninga- þátttakan var góð. Hefur kennt í 41 vetur Mosfellssveit 23/10 — Langt er komið að fullgera Varmáskól- ann, sem hreppurinn hefur haft í smíðum. Er þetta tveggja hasða bygging með kjallara. Átta skólastofur eru nú komnar í notkun og rúmar hver stofa '5 til 30 nemendur. 1 vetur verður 141 bam í skólanum, en 70 ung- lingar í miðskólanum. 1 kjallara nýja skólans er smíðastofa og geymsla. Þá er fyrirhugað að hafa þar eldhús, heilslugæzlustöð og herbergi fyr- ir tómstundaiðju. Kennt verður líka í gamla bamaskólanum að Brúarlandi. Nemendur eru úr þremur hreppum. Það eru Mos- fells- Kjalamess- og Kjósar- hreppi og verður rekin heima- vist fyrir þessi böm í Hlaðgerö- arkoti í Mosfellsdal, en þar er mæðraheimili Mæðrastyrks- nefndar. Þar naut frú Jóhönnu Guðmundsdóttur við með góða fyrirgreiðslu. Lárus Halldórsson er skólastjóri við báða skólana og hefur hann nú kennt í 41 ár samfleytt. — R.J. Afli línubáta að glæðast Neskaupstað. — Afli hefur glæðzt mikið hjá smærri bátun- um sem héðan róa með línu. Frystihúsin eiga þó í erfiðleik- um með að vinna aflann því að mikið vinnuafl er nú bundið við síldina. Ms. Hafþór hefur verið á útileguveiðum með Iínn og fiskað ágætlega, hann hefur cinnig tekið við fiski af minni bátunum sem frystihúsin hafa ekki getað unnið. Hann sigldi á crlcndan markað í síðustu viku með fullfermi. — R.S. Hefur kennt í 25 ár Eiðum 22/10 — Síðustu nem- endur komu hingað í Eiðaskóla um helgina. Voru það fjörutíu nemendur í fyrsta bekk. Alls verða hundrað og þrjátíu nem- endur í skólanum í vetur. Bekk- ir verða fjórir, en sex bekkjar- deildir. Fastakennarar verða sex þar af þrír nýir kennarar. Þá verða tveir stundakennarar 1 skólanum. Eru það sóknarpresc- urinn og stöðvarstjórinn. Þórar- Lengi getur Hafnarfirði 23/10 — Þriggja manna fjölskylda hér i bænum vill flytja héðan til Reykjavík- ur vegna atvinnu mannsins og hefur heimilisfaðiirinn undan- famar vikur verið að líta í kringum sig þar eftir húsnæói. Hann hafði spurnir af einhleyp- um manni, sem dó drottni sín- um einn daginn og fór þegar á vcttvang sama dag og hafði uppi inn Þórarinsson skólastjóri hef- ur nú fengizt við kennslu í 25 ár. í haust var borað eftir neyzlu- vatni á Eiðum. Er ný vatnsveita i bígerð. Kannski verður hún tekin í notkun í haust. Fyrsta áfanga skólahússins nýja er nú lokið. Eftir er að byggja eina álmu með kennarastofum og samkomusal. /ont versnað á umsjónarmanni ibúðarinnar. En íbúðin var þegar leigð. Mað- urinn bað mikillega afsökunar á þessari framhleypni sinni að koma svona sama dag og íbúð- arcigandi hafði skilið við. Það telst nú ekki mikið. sagði umsjónarmaðurinn. Hvað þá um alla hina. sem komu hér í stríð- um straumum. þegar blessaður maðurinn lá banaleguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.