Þjóðviljinn - 24.10.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA
WÖÐVILJINN
VIDTAL VID
HOME LÁVARD
AF ERLENDUM
VETTVANG
1 enska blaðinu Observer
birtist 16. september 1962 við-
tal, sem blaðamaður bess,
Kenneth Harris að nafni. átti
við Home lávarð, sem þá var
ntanrikisráðherra Bretlands.
Sökum þess að Home lávarður
er nú orðinn brezkur forsæt-
isráðherra, virðist nokkur á-
stæða til að taka upp hluta
viðtalsins í dálka þessa.
Harris: Hvers vegna fáizt þér
eiginlega við stjómmál?
Home: O, ég geri ráð fyrir,
að þvi valdi margs konar á-
stæður. þegar að er gætt. I
ætt minni rennur blóð stjóm-
málamanna, í fyrsta lagi,
Lambton-blóðið. Ég er afkom-
andi Durhams þess, sem tók
saman Durhamskýrsluna (þ. e.
um sjálfstæði Kanada).
Harris: Svipar skoðunum yð-
ar á nýlendumálum til skoð-
ana hans?
Home: Ég held, að þær sáu
skoðanir hans. lagaðar að sam-
timanum. Þegar hann tók að
fcynna sér vandamál Kanada
— eða Kanadanna — leit
hann svo á að í sögu þess tæki
sjálfstæði við af nýlenduskeiðí
þess og sama sjálfstæði af
sjálfstæði þess. Þannig lít ég
í stórum dráttum á vandamál-
in varðandi afstöðu okkar
gagnvart nýlendunum og sam-
veldunum nú. Það var stór-
kostleg sýn og framsýni að
líta þau þeim augum um hans
daga. Nú er það einungis heil-
brigð skynsemi.
Harris: Ég kom yður af spor-
inu. Þér voruð að minnast á
ástæður þess, að þér fóruð að
fást við stjómmál.
Home: Já, og ég tók þar til,
að ég væri afkomandi Lamb-
tonanna. Og þá er ég af Grey-
ættinni. Móðir föður míns var
dóttir Grey þess, sem stóð að
umbótunum á kosningalögun-
um. Og það virtist lítið til-
hlökkunarefni að halda kyrru
fyrir heima og lifa af eignum
og líta eftir jörðum sínum.
Vegur þeirra væri raunar
meiri. ef ég hefði ekki hleypt
heimadraganum, — og einnig
ef til vill að yðar dómi stefnu
okkar í utanríkismálum. Og þá
virtist það ekki vera sæmandi,
þótt nú kunni að vera öðru
máli að gegna.
Og þá var kjördæmi rétt við
þröskuldinn, Lanark. Til sigurs
í kjördæminu var nauðsynleg-
ur stuðningur álitlegs hluta
námamannanna. svo að þar
urðu ávallt hörð átök. Þar varð
teflt á tvær hættur. Mér fannst
að ég yrði að reyna mig. Ég
tók sæti í neðri málstofunni,
þegar ég var 28 ára gamall.
Það var 1931.
Harris: Létuð þér að yður
kveða í neðri málstofunni fyr-
ir strið?
Home: Virkur, en þögull,
þingfulltrúi var ég í ýmsum
ráðuneytum. Ég hafði mikinn
áhuga á málum Skotlands að
sjálfsögðu, á landbúnaði og
staðsetningu iðnaðar og á því
að hindra tilflutning fólks suð-
ur á bóginn. En eins og allir
aðrir lét ég mér mjög umhug-
að um utanríkismál. einkum
frá 1937 til 1939. Ég var þing-
fulltrúi Chamberlains. Ég fór
með honum til Munchen.
Harris: Kallið þér yður
Chamberlain-sinna?
Home: Ég mundi líkki kalla
mig Chamberlain-sinna, sökum
þess að það hljómar fremur ó-
Ijóst. Ef þér eigið við, hvort
ég hafi í meginatriðum verið
samþykkur stefnu Chamber-
lains, þá svara ég játandi. Ég
var vissulega samþykkur grein-
ingu hans á vandamálinu, sem
við stóðum andspænis. og meg-
instefnumiðum hans. Ef þetta
er það, sem nefnj: er friðþæg-
ing, þá var ég friðþægingar-
maður.
Harris: Hvað vakti eiginlega
fyrir honum?
Home: Ég held, að hafa
verði það hugfast, að Chamber-
-------------------------------$
Stofnfundurinn
Framhald af 7. síðu.
kosningaloforðum o. fl. Þá
drap hann á skilyrðin, sem fyr-
ir hendi væru fyrir því, hvort
hinn sameinað; flokkur gæti átt
nokkra samvinnu við stjórn-
ina eða ekki. — Þá sagði ræðu-
maður, að þýðingarmesta dag-
skrármálið á næstunni væri, að
gera fagsamband verkalýðs-
flokkanna óháð pólitískum
flokkum, en hliðstæðan aðila
við vinstri fflokkana í upp-
byggingu lýðræðissamtaka
alþýðunnar. Kúgunarlögin, sem
ættu að skapa núverandi sam-
bandsstjórn einræðisvald, yrði
að gera að máttlausu pappírs-
gagni. Bændum yrði einnig að
hjálpa til að ná í eigin hend-
ur stjóm hagsmunasamtaka
sinna. Þá gerði ræðumaður
rækilega grein fyrir fasisma-
hættunni.
Næstur tók til máls Sigfús
Sigurhjartarson og lagði út af
einkunnarorðum sameiningar-
manna úr Alþýðuflokknum:
Sameining alþýðunnar — lýð-
ræði — sósíalismi. Benti hann
á, hver nauðsyn væri til, að
alþýðan væri sameinuð í ein-
um verklýðssamtökum, einum
nsytendasamtökum, að allir ís-
lenzkir sósíalistar væru sam-
einaðir í einum flokki cg að
samvinna tækist með öllum
unnendum lýðræðis og menn-
ingar. Því næst skýrði hann
frá þeirri baráttu, sem nú væri
háð gegn lýðræðinu og minnti
á, hvemig þeirri baráttu væri
beint gegn sósíalismanum.
„Baráttan fyrir vemdun hins
stjómmálalega lýðræðis, fyrir
sigri lýðræðisins tnnan verk-
lýðshreyfingarinnar og fyrir
lýðræði í atvinnumálum, er edtt
af megin-viðfangsefnum hins
nýja fflokks", sagði hann. Þá
fór hann nokkrum orðum um
takmark flokksins, uppbygg-
ingu sósíalismans á Islandi.
og hét að lokum á menn að
duga sem drengir góðir í þeirri
baráttu, sem filokkurinn ætti
fyrir höndum.
Þá voru lesnar ámaðaróskir,
er þinginu höfðu borizt, Þær
voru frá: Miðstjóm sænska
Kommúnistafflokksins, Aksel
Larsen formanni danska Komm-
únistaflokksins, danska skáld-
inu Martin Andersen Nexö
og Halldóri Kiljan Laxness,
sem dvelur í París. Var þess-
um kveðjum tekið með miklum
fögnuði.
Að fundarlokum var leikinn
Intemationale, og tók þing-
heimur undir með söng.
lain. eins og svo margir aðrir,
töldu kommúnismann vera
meginhættuna, þegar til lengd-
ar léti. Hann hataði Hitler og
þýzka fasismann, en honum
sýndist sem Evrópu yfirleitt og
Bretlandi sénstaklega stafaði
jafnvel enn meiri hætta af
kommúnismanum. Hitler var
illmenni, en í bráð varð — og
bar — að ganga til samninga
við hann, og upp frá því yrði
hemill á honum hafður. Hann
áttaði sig ekki á því. fyrr en
um seinan va^, að maðurinn
var brjálaður og stefndi á
styrjöld. — Engu að síður er
ég enn þeirrar skoðunar, að
Chamberlain hefði getað leitt
stefnu sína til farsælla lykta.
Einu marka sinna. því að
skilja ítalíu frá öxulveldunum,
náði hann hérumbil. Mussolini
gekk þá fyrst í lið með Hitler,
er Frakkland féll og honum
varð um megn freistingin að
vera sigurvegarans megin.
Enginn okkar sá fyrir fall
Frakklands. Chamberlain hélt,
að hann gæti stíað Mussolini
frá Hitler. Og ef honum hefði
tekizt það, hefðu Miðjarðar-
hafið, Norður-Afríka. Egypta-
land og flutninjialeiðir heims-
veldisins verið úr hættu. Það
var skynsamleg stefna.
Harris: Hvað fannst yður um
Múnchen—samningagerðina. —
þegar til kom?
Home: Ég var henni hlynnt-
ur. Um þær mundir var ég
enn þeirrar skoðunar, að Hitl-
er kynni að vera óbrjálaður og
kynni að vera forðað frá því
að hefja styrjöld, og ég hélt,
að vinna yrði tóm til að koma
vitinu fyrir hann. Ég hélt það
vera beztu lausnina. sem völ
væri á. eins og almennings-
álitið og hugur manna var hér-
lendis um þær mundir. Ógem-
ingur hefði verið að koma landi
þessu út í styrjöld 1939, ef
landsmönnum hefði ekki fund-
izt, að gert hefði verið hvað
eina og meira en það, til að
afstýra styrjöld 1938. Brezka
almenningsálitið er þannig.
Ég held þó, að við höfum
lært af reynslunni. Hugsanleg-
um árásaraðila yrði nú ekki
leyft að verða hálfdrættingur,
áður en ástæða þætti til að
kippa í taumana.
Harris: Hvað varð um yður.
þegar Chamberlain féll?
Home: Ég gekk þá ekki heill
til skógar, gekk með berkla.
Ég var frá störfum í tvö ár.
Ég var í gipsi og gat var’a
hreyft mig. Satt að segja gat
ég aðeins hreyft handleggina.
I fyrstu hélt ég, að úti væri
um mig. Það gengur krafta-
verki næst, að ég skuli vera
hér með óbilaða starfskrafta.
Home lávarður og forsætisráðherra
á samkomu sem haldin var í tilefni
í haust.
dansar við ,,Ungfrú ihald“
þings brezkra íhaldsmanna
Fimmtudagur 24. október 1963
til vill eiga báðar tíðimar við.
Sókn kommúnista hefur verið
hrundið til baka í austurátt.
En lengi mátti ekki á milli sjá.
Harris: Ég mun aftur vikja
að því innan stundar........
Home: Ég held. að allt keríi
kommúnismans hafi verið og
sé ógnun við okkur. Til er það.
sem nefnt er evrópsk siðmenn-
ing. Ég er þeirrar skoðunar, að
evrópsk siðmenning sé mið-
depill, uppspcetta siðmennmg-
ar heims nútímans. Rússnesk-
ur kommúnismi var og esf í yf-
irlýstri baráttu við hana. Svo
einfalt er málið. Megináhlaup-
inu hefur verið beint frá okkur
að Afríku og Asíu—ef Berlín er
undanskihn — en hættan vofir
enn yfir oss og hagsmunum
vorum er ógnað.
Hafris: Þér eruð sagður vera
trúaður maður, kristinn mað-
ur. Hefur það áhrif á skoðan-
ir yðar?
Home: Já. svo er. Ég efast
um, að ég stæðist prófraun
kristins manns, og hugstæðari
er mér syndin en hin góða,
í sjálfum mér og þjóðfélaginu.
En ég held, að trúarbrögðin
skilji á milli kerfis vors og
þeirra. Kristnir menn trúa á
nokkur óefniskennd verðmæti
og bregða óefniskenndri mæli-
stiku á hegðan sína. Vegna
þessa setja kristin þjóðfélög
hömlur og aga á hvers kyns
gimdar, og af því leiðir um-
burðarlyndi og ró. sem hafa
í för með sér reglu og festu.
Regla er nauðsynleg, — hversu
mikilla umbóta sem þörf er —
vexti og viðgangi þjóðfélags-
ins. Rússarnir eru á öðru máli.
Ég fæ ekki séð, hvemig þjóð-
félög efnishyggju geta verið
stöðug til lengdar. Þau ógna
sjálfum sér og öðrum.
Harris: Létuð þér þessar
skoðanir yðar í ljós, áður fyrr
á ég við?
Home: Ójá, ég flutti allmarg-
ar ræður f þessum anda um
það leyti sem Jalta?ráðstefnan
var haldin. Að sjálfsögðu féll
þá ekki f frjóan jarðveg gagn-
rýni á Rússum. Síðan missti
ég þingsæti mitt í Lanark
1945 og um leið áhe,vrendur
mína.
H. J.
Harris: Hvað höfðuzt þér að,^
meðan þér láguð í gipsi?
Home: Las og ræddi við fólk.
Það var hið eina. sem ég gat
gert. Ég var þess ennþá full-
viss, að kommúnisminn væri
til langframa meginhættan sem
að steðjaði, og ég óttaðist, að
mönnum sæist yfir það, meðan
styrjöldin við Hitler varaði. Ég
vildi koma fólki í skilning um
þetta. ef ég hjaraði af, þess
vegna las ég allt það um
kommúnismann, sem ég komst
höndum yfir.
Af fhaldsmanni að vera varð
ég vel að mér í ritum Marx
og Lenins. Því meira, sem ég
las, því sannfærðari varð ég
um að kommúnisminn væri
raunverulega hætta. sam ógn-
aði Evrópu, og að eftir ósigur
Hitlers stæðum við andspænis
gífurlegum vandamálum, þar
sem væru aukin ítök Rúss-
lands í Evrópu.
Harris Þegar þér talið um þá
ógnun, sem Evrópu stafi af
kommúnismanum........
Home: Stafaði. Jæja, ef til
M jólku rver kf allið
Framhald af 8. síðu
er nú komin f Ruhrhéraðið á
leið sinni norður á bóginn.
Verkamenn og stúdentar neita
að drekka mjólk. Mjólkur-
verkfalli hefur verið lýst yfir
í verksmiðjum og háskólum, og
í mörgum bæjum hafa hús-
mæður skipulagt verkfall.
Mjólkurstyrjöldin er víða
svo mögnuð, að verkamenn
hafa neitað að drekka mjólk.
sem þeir fá gefins hjá atvinnu-
rekendum. Á einum stað hef-
ur verkfallið borið árangur.
en það er í Dortmund. Verðið
hefur verið lækkað og sigur-
vegaramir skála fyrir unnum
sigri hvor í einu glasi af mjólk.
— Neytendumir hefðu sætt
sig við hækkunina, ef hún
hefði komið bændunum að
gagni. segir fulltrúi alþýðu-
sambandsins í Wiesbaden.
Víða hefur mjólkumeyzlan
minnkað um tíu af hundraði.
Samt sem áður er ekki talið
mjög sennilegt, að verkfallið
leiði til verðlækkunar á mjólk
Endirinn verður að öllum b'k-
indum sá. að vesturþýzkir
neytendur verða að kyngja
nýja verðinu með mjólkinni.
begar mesti vindurinn verður
hlaupinn úr verkfallsmönnum.
Staða lögiœrðs fulltrúa
við bæjarfógetaembættið í Keflavík er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfsmanna. Umsóknar-
frestur til 7. nóv. 1963.
BÆJARFÓGETINN I KEFLAVlK.
Lögtaksúrskurður
Hérmeð úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum tryggingagjöld-
um til Tryggingastofnunar rikisins, sem greiðast áttu
í janúar og júní S.I., söluskatti 4. ársfjórðungs 1962,
1. ársfjórðungs 1963 og 2. ársfjórðungs 1963 svo og öll-
um ógreiddum þinggjöldum og tryggingagjöldum ársins
1963, tekjuskatti, eignarskatti, námsbókakjaldi, slysa-
tryggingagjaidi, atvinnuleysistryggingasjóðsiðgjaldi, iðn-
lánasjóðsgjaldi, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, sem
gjaldfallin eru í Kópavogskaupstað. Ennfremur bifreiða-
skatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingagjaldi öku-
manns, en gjöld þessi féllu í gjalddaga 2. janúar sl.,
svo og skipulagsgjaldi af nýbyggingum, skipaskoðunar-
gjaildi, lestagjaldi og vitagjaldi, rafstöðvagjaldi, vélaeft-
irlitsgjaldi svo og ógreiddum iðgjöldum og skráningar-
gjöldum vegna lögskráðra sjómanna, auk dráttarvaxta
og lögtakskostnaðar.
Fer lögtak fiam að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa
úrskurðar án frekari fyrirvara ef ekki verða gerð skil
fyrir þann tíma.
Bæjarfógetinn í Kópavogi, 19. okt. 1963.
SIGURGEIR JÓNSSON.