Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. október 1963 HðÐVILIINN SlOA g Álit íþróttafræðings LEYNDARDÓMUR FRAM- FARANNA í ÍÞRÓTTUM Það þarf enga sérstaka meðfædda hæfileika Sfcil þess að vinna frábær afrek í íþróttum, segir fyrrv. Evrópumethafi í stangarstökki, Nikolaj Ozolin frá Sovétríkjunum, nýlega í tímaritsgrein. Ozolin er nú þjálfari og kennari við íþrótta- háskóla. Við erum vanir að nefna þá íþróttamenn „snillinga” sem ná afburðaárangri í iþróttum. Satt er það. að menn eru misjafn- lega fljótir að ná góðum á- rangri, og upplag manna ræð- ur þar miklu um. En það er ekkert mælitæki til, sem getur örugglega skorið úr þvi hvaða unglingar eru efni í afreks- menn o« hverjir ekki. Valeri Brumel var ekki álitinn sér- lega efnilegur. þegar hann nóf keppni 15 ára gamall. Lykillinn Vilji til æfinga, iðni og þraut- segja er lykillinn að fram- föiunum og leyndardómi af- rekanna. Kerfisb. æfing styrk- ir heilsuna Qg eflir kraftinn til hreyfinga og átaka. Þetta er grundvöllurinn, og þannig get- ur íþróttafólkið fundið sma heppilegustu íþróttagrein og byggt síðan upp séræfingar. Iþróttafólkið verður að læra tækni íþróttar sinnar, og það ættu allir að geta. En það er ekki nóg að læra tæknina ut- anað í smáatriðum. Beztu í- þróttamennimir eru gáfumenn, sem læra ekki aðeins utan að. Þeir hugsa málið líka mikið og skilja hvernig æfingatæknin er upp byggð, og hvers vegna er þörf á að túeinka sér hana. Allt hvílir þannig á íþrótta- mönnunum sjálfum. En æfingin verður að vera sú rétta. Áður fyrr voru æfingamar langt frá því að vera hnitmiðaðar. Æf- ingar voru bara endurteknar þrotlaust í hverri grein, án þess að hugsa um tæknilegt uppbyggingarkerfi. Nú er æfingakerfið orðið margþætt í öllum íþróttagrein- um. Fjölhæfni Juri Vlasov, heimsmeistari og heimsmethafi í lyftingum, hefði tæpast hnekkt heimsmeti Paul Andersons, ef hann hefði að- eins seft sig með lyftingatækin. Vlasov stundar mikið víða- vangshlaup, sund, fimleika og er mjög góður körfuknattleiks- og blakleikmaður. Hann er einnig mjög snjall fimleika- maður og æfir mikið lyftingar. Þannig er augljós staðreynd, að menn ná ekki langt með einhliða þjálfun. Beztu afrekin og metin falla í hlut þeirra í- þróttamanna sem hafa alhliða þjálfun og þar af leiðandi fjöl- hæfni. Afreksmenn verða að æfa reglubundið og stunda Valeri Brumel þótti ekki sérlega efnilegur er hann hóf keppni 15 ára gamall. Nú er hann bezti hástökkvari licims, og hefur af alþjóðlegum íþróttafréttamönnum verið kjörinn „bezti íþrótta- maður heims“ síðustu þrjú ár. Á myndinni sézt Brumel taka við verðlaunum sem BBC veitti bezta íþróttamanni ársins 1961. „Keppni úr fjarlægð" NÚPSSKÓLINN SIGRAÐI í KEPPNI HERAÐSSKOLA Árið 1962 gáfu Samvinnutryggingar mjög fagran verð- launagrip til héraðsskólanna, til þess að keppa um sín á milli í fjarlægð í nokkrum greinum frjálsra íþrótta. Nefnist keppnin: „Keppni í fjarlægð". Útbreiðslunefnd Frjálsíþrótta- sambands íslands sér um keppnina. Hér fara á eftir úr- slit keppninnar sem fram fór á skólaárinu 1962—1963. Sýn- ir niðurstaðann, að Héraðs- skólinn á Núpi í Vestur-ísa- fjarðarsýslu hefur unnið keppnina það skólaár. Skóla- árið 1961—1962 vann Héraðs- skólinn á Reykjum í Vestur- Húnavatnssýslu keppnina. Stúlkur, yngri flokkur Ilástökk með atrennu: Núpsskóli 1,22 m Reykjaskóli 1,20 m Eið^iskóli 1,17 m B?zti árangur: Kristlaug Páls- dóttir, Reykjaskóla 1,32 m. Langstökk án atrennu: Núpsskóli 2,23 m Reykjaskóli 2,03 m Eiðaskóli 1,98 m ^eztj árangur: Rannveig Páls- dóttir, Núpi 2,38 m. Stúlkur, eldri flokkur Hástökk með atrennu: Eiðaskóli 1,17 m Reykjaskóli 1,19 m Núpsskóli 1,17 m Bezti árangur í hástökki: Guð- ný Kristjánsdótir, Eiðum 1,25 m, Mana Jaok, Reykjaskóla 1,25 og Steinunn Sigurðardótt- ir, Reykjaskóla 1,25. Langstökk án atrennu: Núpsskóli 2,20 m Reykjaskóli 2,11 m Eiðaskóli 2,06 m Bezti árangur: Alda Benedikts- dóttir, Núpi 2,31 m. Piltar, yngri flokkur Hástökk með atrennu: Eiðaskóli 1,41 m Reykjaskóli 1,45 m Núpsskóli 1,45 m Bezti árangur: Gunnar Gisla- son, Reykjaskóla 1,62 m. Langstökk án atrennu: Núpsskóli 2,63 m Eiðaskóli 2,45 m Reykjaskóli 2,44 m Bezti árangur: Sigurður Jóns- son, Núpi 2,82 m. Þristökk án atrennu-. Núpsskóli 7,75 m Eiðaskóli 7,54 m Reykjaskóli 7,19 m Bezti árangur: Pétur Emils- son, Núpi 8,40 m. Piltar, eldri flokkur Hástökk með atrennu: Reykjaskóli 1,56 m Núpsskóli 1,52 m Eiðaskóli 1,50 m Bezti árangur: Ingim. Ingi- mundarson, Reykjaskóla 1,67 metra. Langstökk án atrennu: NúpsSkóli 2,83 m Eiðaskóli 2,73 m Reykjaskóli 2,71 m Bezti árangur: Gissur Tryggva- son, Eiðum 3,03 m. Þrístökk án atrennu: Eiðaskóli 8,20 m Núpsskóli 8,08 m Reykjaskóli 8,00 m Bezti árangur: Karl Stefánsson Eiðum 8,95 m. Úrslit í stigum Héraðsskólinn á Núpi hefur unnið stigakeppnina í öllum flokkum. Samanlögð stig fyrir alla flokka hafa fallið þannig: Núpsskóli 26 st. Reykjaskóli 16% st. Eiðaskóli 15% st. Körfuknattleikur Reykjavíkurúrvalið vann spennandi leik PJOTR BOLOTNIKOV heimsmeistari í 10 kílómetra hlaupi þótti ekki beysinn bógur sem unglingur. Með eljusamri og tæknilegri þjálfun komst hann á tindinn, fjölbreyttar æfingar, þeir verða að fara í nákvæma læknisskoð- un tvisvar á ári a.m.k. Upp á tindinn Hversu langan tíma tekur að skapa verulega góðan ár- angur með þrotlausri æfingu? Það er talsvert langur tími. Rannsóknarstofnunin fyrir lík- amsrækt í Mosjcvu hefur reikn- að út, að það taki íþróttamenn að meðaltali 4,7 ár að ná meist- arastigi í íþróttum, miðað við byrjun æfinga. Konur þurfa hinsvegar 4 ár. Þetta er auð- vitað ekki auðveld leið, — í- þróttafólkið verður að leggja talsvert að sér. Iþróttafólkið verður að undirbúa sig mjög vel líkamlega (bæði almennt og séræfingar), tæknilega, S:ug- myndalega og andlega. Það verður að stæla viljann og til- einka sér keppnishagkvæmni. Æfingarmátann hverju sinni verður ætíð að miða við þjálf- unarástand fþróttamannsins á hverjum tíma, — aldur, íþrótta. grein o.s. frv. Byrjendur eru t.d. látnir leggja aðaláherzlu á almenna likamsþjálfun og og tækni, meistarar fá líkam- lega og „taktíska” sérþjálfun. Úrvalslið körfuknatt- leiksmanna, er Körfu- knattleiksráð Reykja- víkur valdi, vann sigrur yfir úrvalsliði frá Keflavíkurflugvelli í spennandi keppni á Há- logalandi í fyrrakvöld — 71:62. Þessi leikur Reykjavíkurúr- valsins, sem skoða á sem til- raunalandslið, spáir góðu um körfuknattl. í vetur. Það verð- ur að teljast vel af sér vikið að sigra jafn sterkt lið og þama var á ferðinni. Leikurinn var jafn og spenn- andi allan tímann, og barizt Októberhefti ÍSÍ er komið íþróttasíðunni hefur borizt októberhefti íþróttablaðsins, sem ISI gefur út. 1 blaðinu eru greinar um keppni unglingalandsliðsins í körfuknattleik á Evrópumóti unglinga fyrir skemmstu. og um keppni FH-stúlkna í Nor- egi í sumar. Bogi Þorsteinsson og Hallsteinn Hinriksson rita þessar greinar. var látlaust allan tímann. f fyrri hálfl. höfðu Vallarmenn held- ur betur, og unnu hann með 40 : 35. Reykjavíkurúrvalinu tókst að ná jafntefli á 49:49 í síðari hálfleik, og síðan að komast fram úr og breikka bil- ið upp í 59:50. Þessa yfirburði réðu Vallarmenn ekki við þrátt fyrir ýtrustu viðleitni. Þorsteinn Hallgrímsson var stoð og stytta íslenzka liðsins, eins og oft áður, og hann skor- aði 22 stig í leiknum. Þeir Birg- ir Birgis og Agnar Friðriksson áttu einnig allgóðan leik, og skoraði Birgir 15 stig, en Agn- ar 12. Reykvískir körfuknattleiks- menn virðast í óvenjugóðri þjálfun á þessum tíma árs, en keppnistímabilið hefst innan fárra daga með Reykjavíkur- mótinu. íþróttablaðs á markaðinn Þá er grein um hina fræknu sundkonu Hrafnhildi Guð- mundsdóttur. Ennfremur er útópísk grein sem nefnist „Hlaup aldarinnar", og grein um 4-2-4-kerfið í knattspymn. Benedikt Jakobsson skrifar um Leiðbeinendanámskeið og fræðslustarf. og Þorsteinn Ein- arsson greinina „Drengskapur í leik“. Nýtízkuleg tímataka Ársþjálfun Æfingar verður að stunda allt árið og mörg ár í röð. Þetta er nauðsynlegt ef lík- amlegt og andlegt þrek á að aukast, vöðvarnir að styrkjast og þolið að vaxa. Hlé á æfing- um, t.d. í mánuð, er til hindr- unar, tefur þróunina og þýðir raunar skref aftur á bak. Hin tæknilega íþróttakunn- átta förlast ekki með árunum, en fullum líkamsstyrk getur í- þróttamaður ekki haldið alla æfina, og þess vegna er keppn- istímabil hans takmarkaður hluti æfinnar. Líkamsstyrkur og íþróttatækni eru einskonar „síamstvíburar”, og ef annar þeirra bilar, þá er hinn hindr- aður líka. Framhald á 2. síðu. .Heimsliðið' og Júgóslaf- ar nœsta ór í ráði er að „heimsliðið" í knattspyrnu, eða e.t.v. Evrópu- liðið, keppi við landslið Júgó- slavíu í knattspyrnu í Belgrad í aprílmánuði næsta árs. Allar tekjur af leiknum eiga að renna til þeirra sem illa urðu úti í jarðskjálftabænum Skop- lje í Júgóslavíu. Frumkvöðullinn að þessum leik er þjálfari „heimsliðsins“ sem lék gegn Englendingum s.l. miðvikud., Fernando Riera. Júgóslavnesk blöð eru þegar farin að bollaleggja um skipan liða í þessum leik. 1 Þeir sem lásu greinina um tímatöku í spretthlaupum hér á síð- unni í gær, fá þessa mynd til nánari skýringar. Hún sýnir hlaupa- garpa koma í mark þar sem notuð eru hin nákvæmu sjálfvirku tímatökutæki. 1 markinu er svokallaður Ijósfrumuútbúnaður. Ljósgeisla er beint þvert yfir markið, og um leið og hann er rofinn af skugga hlauaranna, sem í mark koma, stöðvast skeið- klukkurnar sem fóru af stað um leið og púðursprcngingin varð í rásbyssu ræsisins. Þessi tímataka er áreiðanleg og nákvæm, en hefur ekki ennþá verið í spretthlaupum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.