Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.10.1963, Blaðsíða 10
20 bíba —--------—r ............. .----------------------- ÞJÚÐVILJINN Laugardagur 26. október .1963 andi stúllku, sem horíði niður íyrir sig og sítt hárið féll nið- ur á berar axlimar. Hann rétti Morgan myndina aftur. — Þú ert svei mér hepp- inn fugl, sagði hann. — Hún er stórglæsileg. Pilturinn var ániægður. Hann tók við myndinni og virti hana sjálfur fyrir sér. — Já, finnst þér ekki? sagði hann. — í rauninni er hún fallegri en l»tta —1 myndin er ekki nógu góð. Allir eru vitlausir í henni. Hann hikaði og sagði síðan: — Auðvitað var hún gift áður. Tumer var hissa: *— Er það satt? Stúlkan sýnist svo ung. Morgan kinkaði kolli — Hún var gift afskaplega góðum vini mínum, Jack Stratton. Hann fórst yfir Frakklandi í fyrra. Joyce var voðalega slegin yfir því, auðvitað — það var hræði- legt íyrir hana, stelpugTeyið. Hún var ekki nema tuttugu ára og hafði verið óttalega óheppin í ýmsu. Jack var fínn vinur minn og við vissum að hann hefði óskað þess að ég liti til með henni, svo að við giftum okkur eftir tvo mánuði, áður en ég fór til Egyptalands. Tumer kapteinn hugsaði með sér að það væri notalegt þegar skylda gagnvart vini hefði slíkt I för með sér. — Svo að þú ert seinni maðurinn hennar, sagði hann. — Ja héma. Pilturinn virtist dálitið ringl- aður. — Tja, ef satt skal segja, þá var hún gift eiiiu sinni áð- ur, sagði hann. — Ég er eigin- lega þriðji maðurinn hennar. Fyrst var hún gift náunga í 73. herfylkinu, sem féll í Frakk- Hárgreiðslan Hárgrelðsla og snyrtlstofa STEINtJ og DÖDO Laugavegi 18 III. h. flyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SfMI 33968. Hárgrelðslu- og snyrtlstofa. Dömnr! Hárgreiðsla við allra hæfl TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis. megln. — SlMI 14662. HARGREIÐSLCSTOFA ADSTTJRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegl 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — landi 1940. Hún hefur verið ægilega óheppin. Það er alltaf bezta fólkiB sem er óheppnast, er ekki svo? Hvers vegna skyldi það vera? Hann hafði áhyggjur af pakka með smygbramingi sem hann hafði falið í Hudsan-vélinni. — Það eru raufar fyrir fall- hlífablys uppi í loftinu aftast, sagði hann. — Ég stakk honum þangað. En nú er hann auðvit- að horfinn. Einhver sveitapía 11 er búin að fá hann. Það eru Ijótu vandræðin. — Hvað var í hqnum? — Ilmvatn sem ég fékk í Algier. nokkrir varalitir og púð- ur, fjögur pör af sofckum og silkiefni. Hann hikaði og sagði svo: — Maður verður að vera riddaralegur við svona stúlkur eins og Joyce, skilurðu. Ég á við að hún er vön fallegum hlut'Um, og henni finnst hræði- legt að geta ekki fengið þá. Ég á við að hún getur litið svo glæsilega út og hún verður að fá þetta til þess. Hann braut heil- ann stundarkom og sagði svo: —• Ég vildi óska að ég hefði ekki sagt henni að ég ætlaði að færa henni dálítið. Nú hef ég ekkert handa henni. — Þú færir henni sjálfan þig heilan á húfi. Það er þó allt- af nokkuð. — Já. En hana langaði svo í Coty ilmvatn. Turner komst að því að þau höfðu aðeins búið saman í hálf- an mánuð á Piccadilly hótelinu áður en hann var sendur til Norður-Afríku. Eftir það höfðu þau aðeins stöku sinnum sézt um helgar. — Hún er alltaf að vinna. skilurðu. Vinna hennar var fólgin í því að leika hlut- verk þjónustustúlkunnar í ..Brostu, mín kæra“ á Grafton leikhúsinu. Hún sagði þrjár setn- ingar, brosti og fór inn í svefn- herbergið. Morgan flugforingi skrifaði henni bréf á hverjum degi, löng bréf rituð með blýanti og óþjálf- aðri rithönd. en hann virtist aldrei fá svar. Hann talaði einu sinni um það. — Auðvitað er ekkert að eða neitt svoleiðis, sagði hann, — en henni leiðist að skrifa bréf. Það eru bráðum þrír mánuðir síðan ég fékk bréf frá henni. Hún er nú einu sinni svona gerð. Þegar hún skrifar, þá eru bréfin afskaplega indæl. Hann sýndi Tumer nokkur þvæíd bréf í veski sínu, ósköp fá_ — Ég ber þau á mér hvert sem ég fer og les þau upp aftur og aftur, þangað til ekk- ert er eftir aí þeim. Tumer spurði einu sinni hvort hún ætlaði að koma að heimsækja hann til Penzane, en hann sagði: — Nei, ég býst ekki við því. Hún hefur vinn- una, skilurðu. Hún getur efcki farið frá henni. Mollie hafði farið úr vinnu til að koma í heimsókn til hans, en Tumer sagði: — Nei, það er víst ekki. Phil Morgan fékk ekki oft bréf frá konunni sinni, en kunn- ingjar hans skrifuðu honum stöku sinnum. Tveim dögum áð- ur en hann fór af spítalanum, kom hann áhyggjufullur til að tala við Turner kaptein. — Ég vildi óska að fólk væri ekki að skrifa mér svona lagað, sagT hann. — Auðvitað er það allt í lagi . . . Hann rétti Turner síðu úr bréfi: „ — og við skemmtum okkur konunglega. Við fengum hvergi inni í London, því að það þarf að panta herbergi með margra vikna fyrirvara, svo að við hringdum I Joyce og hún sagði að við gætum komið og gist hjá henni. Hjá henni var náungi sem hét Bristow, úr 602. deild og hann sagðist alveg vera hætt- ur að reyna að fá gistiherbergi í London nú orðið, og hanri svæfi alltaf hjá Joyce, 5 öllu sakleysi auðvitað. Við fengum pylsur og dót í NAAFI, elduðum kvöldmat um eittleytið um riótt- ina og Bristow átti whiiský- flödku og ég ginflösku, svo að við vqrum ssemilega birgir. Við vorum öll að farast næsta dag, en þetta var fínt partý“. Turner kapteinn las þetta; engin svipbrigði sáust á þeim hluta andlitsiris sem óvarinn var. — Þetta er allt í lagi, sagði hann. — Það var mjög vingjam- legt af konunni þinni að taka á móti virium þínum. — Ég veit . . . Pilturinn leit á bréfið. — Það er bara svefn- herbergi og eetustofa, sagði hann loks. — Jæja, það er allt i lagi. Vinir þínir myndu ekki gera neitt sem þér þætti miður og fara svo að skrifa þér um það. — Ég er ekki að hugsa um þá. Hann hikaði. — Það er þessi Bristow. — Hvað um hann? — Jú, hann hefur nóga pen- inga og getur gefið henni hvað sem er — skinn og svoleiðis, sem ég hef engín tök á að kaupa. Hann er afskaplega góð- ur. En . . . Hann hifcaði og bætti svo við : — Aumingja stelpan hefur misst svo marga eiginmenn, að henni finnst hún þurfa að hafa eitthvað í bak- höndinni ef eitthvað skyldi koma fyrir. Ef ég hefði farizt í annarri ferðinni eða seinna, þá held ég að þessi Bristow náungi hefði orðið númer fjög- ur. — Ég skil, sagði Turrier kap- einn hugsi. — Auðvitað er þetta allt i lagi, sagði Morgan. — En hún er bara svo aðlaðandi að allir verða vitlausir í henni. Það er ekki henni að kenna þótt þetta fari svona. — Auðvitað ekki, sagði Turn- er. Tveim dögum síðar var Phil Morgan útskrifaður af spítal- anum. — Ég vildi óska að ég hefði ekki tapað þessum pakka, sagði hann. — Mér finnst óskemmti- legt að koma til London með I ekkert handa henni. Hún fær svo mikið af gjöfum . . s I tunglskinsbjortum garðinum færði kona Tumens sig til í stólnum. — Ja, þetta getur ver- j ið allt í lagi, sagði hún. — Þess- I ar leikkonur lifa allt öðm vísi lífi. — Leikkona, svei, svei, sagð: Tumer. — Hún var hreint eng- in leikkona, fyrr en þeir létu allt kvenfólk skrá sig og hún varð að fara að vinna. Hann sneri sér að henni. — Manstu ekki, að við fórum að sjá „Brostu, mín kæra“. Þjónuistu- stúlkan. Hún þnrfti ekki mikið að gera. Mollie samsinnti. — En hún Irene Morton var í svo fallegum náttfötum. Manstu ekki eftir náttfötunum? Þau vom alveg dásamleg. En leikritið var ótta- lega vitlaust. V«ð fómm svo og borðuðum hjá Frascati. Manstu það ekki? — Já, sttcði herra Turner hugsandi. — Það var ekemmti- legt fcvöld. Hann lelt á hana. — Eiginlega hafði ég meiri áhyggjur af Phil Morgan en hinum tveimur, sagði hann. — Hann var giftur gálu sem stóð öldungis á sama um hann, en auðvitað hefði það getað blessazt. Hann þagði við. — Eiginlega var hreint ekkert við hann, ef þú skilur hvað ég é við, sagði hann. >— Þama var hann, tutt- ugu og tveggja ára gamall og engin hugsun í kollinum á hon- um nema þessi flugvél. Hefði getað verið tíu ára krakki. Lendir í vandræðastandi með því að gíftast svona gálu, og senriilega heldur hann áfram að lenda í vandræðum á vandræði ofan, nerna hann hafi hrapað í flugvél sinni. En sennilega hef- ur hann verið of góður til þess. Hann var góður flugmaður, það var hið eina sem hann gat. Ég veit svei mér ekki hvað hefur orðið um svona náunga. Hann vissi ékki neitt, alls ekki nokk- um skapaðan hlut. Konan hans sagði: — Ja, ég veit ekki. Fólk vitkast oft þeg- ar það eldist og lærir af lífinu. Hvað um svertingjann? — Jú, sagði herra Tumer. —• Hann var síðastur af þeim. Ég var orðinn miklu betri þegar hann kom á fætur. Við vomm bara tveir eftir á stofunni þá, en vörðurinn við dyrnar samt sem áður. Hann þagnaði og sagði síðan: — Það var annars skrýt- ið með þennan náunga, sagði hann. — Hann talaði alls ekki eins og neinn niggari. Hann talaði alveg eins og venjulegur kani og betur en flestir, býst ég við. — En ósköp einfaldur, auð- vitað, sagði húri. — Ég á við, þeir vita víst ekki neitt, er það? Þú hefur víst lítið getað talað við hann. — Ég veit ekki, sagði hann. — Okkur kom ágætlega saman. Hún horfði á hann dálítið hissa. — Var hann þá regluleg- ur negri? — Já, já, hann var ósvikinn negri. Hann var svona súkku- laðibrúnn með svart, hrokkið hár. Hann hefur kannski haft eitthvað hvítt blóð í sér, en ekki miikið. Hann þagnaði. — Og hann var komungur — ekki nema tvítugur. Það er sagt hér, að, hnísan sé eins gáfuð og mannskepn- an. Hvað með það. Jú, — hún getur verið eins gáfuð og við. Þetta er della, Andrésína. Aha, — þama beit eitthvað á. SKOTTA Pabbi minn. Getur Jói fengið lán af væntanlegu eyðslufé mínu. Einhleypur tannlæknir óskar eftir 2 herb. íbúð til leigu. — Tilboð senftist bílaðinu merkt: „TANNLÆKNIR — 200“. Menningartengsl íslands og Róðstjórnarríkianna Kynningarmánuður október — nóvember 1963 Sunnud. 27. október í Stjömubíói kl. 14. A/vörp: Þórbergur Þórðarson, rithöf., og A. Alexandrov, ambassa- dor Sovétríkjanna. Kvikmynd, Bréfið sem ekki var sent. I MlR-salnum kl, 17, opnuð myndlistarsýning O. Verejskís Ókeypis aðgangur, aHir velkomnir. Laugard. 2. nóvember, í Stjömubíói kl. 14 Jón Grímssan: ....Frá Sovétríkjunum. Kvikmynd: Lejla og Medznún. baHO- ettmynd. Aðgangur ókeypis, allir vetkomnir. Fimmtud. 7. nóvember, Þjóðhátíðardagur Sovétríkjanna. Fagnaður í Glaumbæ kl. 20,30. Miðvikud. 13. nóv. Kvöldvaka í Breiðfirðingwfettð M. 20,30 Dr. Hallgrímur Helgason segir frá tónlistarlffi í Sovét- ríkjunum. Ökeypis aðgangur., allir velkamntr. Laugard. 16, nóv., í Stjömubíái fcl. 14. Kvikmynd: Ofhello. Ókeypis aðgangur, allir velkomnir. Sunnudaginn, 17. nóvember i Háskólabíói kl 21. Píanóhljómleikar, prófessor Jakov Filíer. Aðgangseyrir kr. 120.00. Prófessor Fíer kemur hér við á heimleið úr hljómleikaför um Bretland og Bandaríkin og verða þetta einu hljómleikar hans hér. Aðgöngumiðasala hefet á skrifstofu MlR 1. nóvember. M. t. B. Bifreiðaeigendur takið eftir! Tökum að ofckur viðgerðir og endurnýjum allskonar bílamótora, einnig bifreiðaviðgerðir. Fagmenn, vönduð vinna. — Reynið viðskiptin. Bifreiðaviðgerðir Skaftahlíð 42 — Sími 32251. Bifreiðaleigan HJÓL Hverfisgötu 82 Síml 16-370

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.