Þjóðviljinn - 31.10.1963, Blaðsíða 10
|0 SlÐA
ÞIÓÐVILIINN
Fimmtudagur 31. október 1963
NEVIL SHUTE
SKAK-
BORÐIÐ
ar Schultz útaf komu blökku-
mannaima hingað á barinnu Ég
leit htngað inn til að segja þér
hvers vegna það verður að
binda endi á það, svo að þú
skiljir viðhorf okkar.
Herra Frobisher sagði: —
Jæja?
McCulloch ofursti sagði: — Já.
Ég verð að stjóma aðgerðum á
þessum slóðum og nota til þess
hersveitimar sem þeir hafa af-
hent mér. Þeir hafa afhent mér
sveitir hvítra og svartra her-
manna. Ég hað ekki um það. en
þannig er það nú einu sinni.
Jæja, þegar maður fær svona
blandaðan hóp, þá er vissara að
hafa góða gát á öllu, herra
Frobisher, annars verður allt
komið í háaloft áður en maður
veit af.
Herra Frobisher sagði: —
Jæja?
Ofurstinn sagði: — Maður
verður að vara sig á þessum
niggurum. En þið eruð ókunnug
því í þessu landi. Þið byrjið á
því að koma fram við þá eins og
þeir væru hvítir, áður en varir
eru þeir famir að halda að þeir
séu jafngóðir og hvítir menn og
fara að segja ykkur fyrir verk-
um. Þá er allt í voða. Það er að-
eins ein leið útúr þessum ógöng-
um, sem sé sú sem við notum
heima og í hernum yfirleitt. Sér-
stakir skemmtistaðir fyrir hvíta
og svarta. Ef þeim er haldið að-
greindum. þá verða engin vand-
ræði. Ef niggaramir fá stað útaf
fyrir sig og halda sig þar. Þann-
ig vil ég hafa það hér.
Herra Frobisher sagði: —
Jæja?
HárareíSslcirs
Hárgreiðslu og
snyrtistofa STEINT7 og DÖDO
Laugavegi 18 HI. h. (lyftai
SfMT 24616.
P E R M A Garðsenda 21.
SfMI 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dömur! Hárgreiðsla við
allra hæfl
TJARNARSTOFAN.
Tjamargðtu 10. Vonarstrætis-
megin. — SfMI 14662.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR
(Maria Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13 — SÍMI 14656
*— Nuddstofa á sama stað. —
— Einmitt. Frá næstkomandi
fimmtudegi eiga niggaramir að
nota veitingastofuna á brautar-
stöðinni. Þeir koma ekki hingað
eftir næsta miðvikudagskvöld.
Herra Frobisher sagði: — Mér
var að detta i hug, hvort ekki
væri hægt að koma því þannig
fyrir að hvítu piltamir ykkar
notuðu hliðarsalinn á kvöldin
og þeir svörtu kæmu áfram á
almenna barinn eins og þeir eru
vanir?
15
Hann gekk á undan og sýndi
þeim hliðarsalinn. Það var lítið
herbergi, fremur skuggalegt með
nokkrum áletrunum á veggjun-
um. Liðsforingjunum leizt ekki
á það? — Það er ekki hægt að
láta piltana nota svona holu,
sagði Schultz. Herra Frobisher
líkaði miður að heyra hliðarsal-
inn sinn kallaðan holu, en hann
sagði ekki neitt.
— Þetta kemur ekki til greina,
sagði ofurstinn. — Þeir yrðu að
nota sama ganginn og sömu úti-
dymar. Nei, frá og með fimmtu-
deginum fara niggaramir í veit-
ingasalinn á stöðinni.
— Hvemig ætlið þið að hindra
þá í að koma hingað? spurði
Frobisher.
Ofurstinn sagði: — Ég geri
mér vonir um samvinnu þina,
herra Frobisher. Ef ekki, þá
verð ég að meina blökkumönn-
unum að koma inn á þetta
svæði og setja lögreglu á vörð
í götunni fyrir utan.
Hann fór burtu og herra Fro-
bisher var órólegur og gramur.
Þetta kvöld kom Lorimer serg-
ent, stórvaxni svertinginn sem
gert hafði við strokjámið fyrir
dóttur gestgjafans, og sótti Bess-
ie. Þetta var orðinn vani hjá
þeim einu sinni eða tvisvar í
viku og eftir gönguna kom hann
inn og drakk te með þeim i
setustofunni og loks léku þau
örvaleik á bamum.
Fyrir utan veitingahúsið
mættu þau herlögregluþjóni.
Anderson lautinant hafði sínar
aðferðir til að lítillækka svert-
ingjana og hann hafði orðið öld-
ungis agndofa þegar hann sá
hve margir þeirra gengu um
götumar með enskum stúlkum.
MP-inn sagði: — Má ég sjá
vegabréfið þitt, sergent?
Hann starði á vegabréfið. —
Má ég sjá persónuskilríkið þitt.
Svertinginn spurði: — Til
hvers eiginlega?
— Svo að ég viti að þetta
vegabréf sé gert handa þér. en
ekki einhverjum öðrum niggara,
sagði lögregluþjónninn. —
Svona, fljótur nú.
Til þess að komast að per-
sónumerkinu sem hékk um háls
hans innanklæða, þurfti Loimer
að hneppa frá sér úlpu og jakka.
aflaga bindið sitt hneppa frá
skyrtunni og draga merkið
framundan nærskyrtunni. Og
meðan Bessie beið eftir honum,
þurfti hann að lagfæra fötin sín
aftur.
Eftir tuttugu metra hittu þau
annan herlögreglumann. —
Svona. sergent, sýndu vegabréf
og hundaskírteini. Aftur þurfi
Lorimer að losa um fötin sín á
gangstéttinni.
Um alla götuna voru svartir
hermenn í fylgd með enskum
stúlkum að hátta sig á gangstétt-
inni. meðan stúlkumar stóðu á-
lengdar flissandi eða gramar, og
svertingjamir bjástruðu við föt-
in sín þungbúnir og reiðir. Eftir
fjórðu lotu gáfust Lorimer og
Bessie upp á göngunni, en það
var tilgangur Anderson lautin-
ants, og sneru aftur heim í veit-
ingastofuna. Stúlkan sagði föður
sínum frá öllu saman yfir teinu.
— Hann Jim var svo þolin-
móður að það var ótrúlegt. sagði
hún. — Mér sýndist þeir bara
gera þetta af skömmum sínum.
— Ég býst við að þeim falli
illa að sjá litað fólk í fylgd með
enskum stúlkum, sagði svert-
inginn hljóðlega. — Þeir gerðu
þetta aðeins af því við vorum
með stúlkum.
Herra Frobisher tottaði pípu
sína þögull og hugsi. — Ég veit
ekki, sagði hann að Jokum. —
Þetta er undarlegt háttalag.
Hann hafði miklar áhyggjur
af því hvemig málin voru að
snúast í Trenarth. Hann var ó-
opinber yfirmaður þorpsfélags-
ins; í þorpinu var hrörlegt ráð-
hús, hermannaskýli sem reist
hafði verið í fyrra stríði. en að-
alsamkomustaður og vettvangur
umræðna um þorpsmál, var bar-
inn í Hvíta hirtinum. Herra
Frobisher hafði stjómað þeim
vettvangi árum saman og hafði
því stjómað flestum umræðu-
fundum þorpsbúa um eigin mál-
efni. Honum fannst þvi ósjálf-
rátt sem honum bæri að taka
forustuna í þessu máli sem virt-
ist ætla að verða öllum til ama.
Hann beið átekta til að vita
hvaða leið yrði ðllum hagkvæm-
ust.
Stanislaus Oszwieeki liðþjálfi
sýndi honum það strax sama
kvöldið. Salurinn var fullur af
þungbúnum, grömum svertingj-
um ásamt hvítum hermönnum.
Oszwiecki áleit þetta hentugan
stað og stund til að láta í Ijós
álit sitt á sambandi hvitra
stúlkna og þeldökkra manna.
— Hæ. sagði hann, — Hafið
þið heyrt hvað herlöggan var að
aðhafast í dag á götunni? —
Hann sagði félögum sfnum hárri
röddu hvað gengið hefði fyrir
sig. — Þetta ætti að kenna
þessum ensku gálum að spóka
sig ekki með niggurum, sagði
hann.
Það varð andantaks þögn.
Herra Frobisher rauf hana, þar
sem hann stóð fyrir innan bar-
inn. — Viljið þér gera svo vel
að viðhafa siðlegt orðbragð hér,
sagði hann. — Ef þér getið ekki
tólað eins og maður. þá getið
bér farið héðan út.
Jim Dakers sagði: — Hvers
konar skítastaður er þetta eig-
ínlega? Mér verður bókstaflega
flökurt af því að sjá þessar
ensku gærur dandalast um með
niggurum. bef cóð bau f
keleríi í skúmaskotum — hug»
ið ykkur það, að kela við koJ-
svartan niggara, svei! Han*
sneri sér að herra Frobisher.
— Ég get sagt yður að það er
fýla af þessum stað. Niggara-
fýla.
Þrir hvítir bandarískir her-
menn risu á fætur og gengu
þegjandi út.
Herra Frobisher skéllti krukku
niður á barborðið; í þögninni
sem fylgdi á eftir högginu, sagði
hann: — Ef þetta á að ganga
svona til. þá hreinsa ég til hér
inni. Út með ykkur alla — hvíta
og svarta. Út — með hvem ein-
asta bandaríkjahermann, annars
skal ég kalla á herlögregluna.
Út með ykkur aUa!
Oszwiecki liðþjálfi sagði: —
Hvað er þetta maður? Við þurf-
um ekki að fara.
Herra Frobisher gekk fram
fyrir barborðið og gekk út á
götuna. Fyrir framan krána
fann hann tvo bandaríska her-
lögregluþjóna. — Ég er í vand-
ræðum með hermennina ykkar í
veitingastofunni minni, sagði
hann. — Þér verðið að koma
öUum bandarikjamönnum út
þaðan, hvítum sem svörtum.
Annars verða allsherjar slags-
mál eftir andartak.
Lögregluþjónamir sveifluðu
kylfum sínum og gengu inn; eft-
ir andartak voru engir eftir
inni nema fáeinir óbreyttir borg-
arar og Ezekiel gamli Parson
sem sat í eirru homtnu. 1 þögn-
inni sem varð eftir brottför
kananna tísti gamli maðurinn:
— Leiðindahundar þessir hvítu
hermenn. Ég get ekki þolað þá.
Bakvið barinn sat herra Fro-
bisher þungbúinn og þögull og
skrifaði stóra stafi á hvítt
pappaspjald með málningar-
pensli sem hann dýfði í blek.
Skiltið stóð í barglugganum
morguninn eftir. A það var letr-
að:
ÞETTA HÚS ER AÐEINS
OPIÐ ENGLENDINGUM OG
ÞELDÖKKUM BANDARÍKJA-
HERMÖNNUM
Tveir herlögregluþjónar gengu
upp að glugganum og litu á
spjaldið. — HcyrðU; sagði annar.
— Þetta er ekki rétt Ofurstinn
ætlar að gefa út tilkynningu um
að niggaramir noti veitinga-
stalinn á brautarstöðinni. Þessd
staður er fyrir hvíta menn.
Þeir störðu á þetta stundar-
kom og þögðu. — Þetta er víst
misskilningur, sagði hinn. —
Veitingamaðurinn er dálítið
sljór. Sjáðu, hann skrifar — þil-
dökkur — vitlaust.
Þegar McCuUoch frétti af
skiltinu, vissi hann að um eng-
an misskilning var að ræða.
Hann var kominn niður í Hvíta
hjörtinn innan hálftíma; fyrir
utan krána dokaði hann við og
las á spjaldið áður en hann fór
inn. Hann kom að herra Fro-
bisher í dagstofunni sinni, þar
sem hann sat við borðið og
skrifaði pantanir.
— Heyrið mig, herra Frobish-
er, sagði hann. — Ég var að
frétta að hér hefðu orðið ein-
hver vandræði í gærkvöld.
— Já, sagði veitingamaðurinn.
Ofurstinn sagði: — Já. það er
ekki vel gott. Það sannar mitt
mál, við verðum að koma upp
aðgreindum skemmtistöðum. En
bað er eitt í þessu. ég vil að
bvítu piltamir noti þennan stað
eins og við töluðum um í gær.
— Jæja? saeði herra Fro-
bisher. — En það vil ég ekki.
— Heyrið mig, hvað er at-
hugavert við hvftu piltana?
ar betur eða ver. Flýttu þér
að búa þig út.
Því miður fröken, strákur-
inn kcmst ekki í píanótímann
í dag. Hann getur með engu
móti nát vettlingunum af sér.
S KOTTA
Foreldrar mínir þurfa að fara snemma að heiman, þess vegna borða
þau morgunmatinn hér.
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar við Fríhöfnina á Kefla-
víkurflugvelli, staða bókara og staða gjaldkera.
Laun skv. hinum nýju kjarasamningum opinberra
starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu sendar Fríhafnarstjóranum á
Keflavíkurflugvelli fyrir 10. nóv. n.k.
29. október 1963.
FRÍHAFNARSTJÓRINN A
KEFLAVÍKURFLUGVELLI.
Bifreiðaleigan HJÓL
Sendisveinn
óskast strax.
Afgreiðsla Þ/ÖðvHjans
Sími 17 500