Þjóðviljinn - 15.11.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.11.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA ÞJÖÐVIUINN Fðstudagur 15. nóvember 1963 ,Profumohneykslið" í Washington Öldungadeildarmaður hélt fastlaunaðar vændiskonur Enn er mikið rætt og ritað í Bandaríkjunum um hið svonefnda „Profumohneyksli“ í Washington, sem tengt er nafni Roberts Bakers, skjólstæðings L. B. Johnsons varaforseta, sem var ritari öldungadeildarinnar, þar til hann sagði lausu því starfi í síðasta mánuði Alls konar sögur eru á sveimi. Eina þeirra sagði einn af þingmönn- um fulltrúadeildarinnar í þingræðu: Hann fullyrti að tvær vændiskonur hefðu verið á föstum launum hjá einum öldungardeildarmannanna, en ríkið greiðir all- an kostnað sem fylgir starfi þeirra. Þingmaðurinn sem Ijóstraði þessu upp heitir Tom Steed og hann gerði það í umræðum um tillögu sem miðar að því að auka aöhald með fjárgreiðsl- um úr nfldssjóði til þingmanna fs fuiltrúadeildarinnar. Samkv. tiflllögunni eiga þeir þannig ekki að fá greidd burðargjöld einka- bréfa sinna. Tillagan er komíin frá öld- ungadeildinni og Steed þing- manni þótti þetta slettireku- skapur af hennar hálfu og ó- þörf smámunasemi, einkum eftir að hann kornst að þvi, hve örlátur ríkissjóður er við öld- ungadeildarmenn. Aðspurður kvaðst Steed ekki vilja nefna nafn þess öldunga- deildarmanns sem tekið hafði fé úr rfkissjóði til að greiða tveim vændiskonum föst laun. Hexmildina fyrir sögunni kvaðst hann hafa frá stúikun- um sjálfum. Þær hefðu sagt sér nafn þingmannsins og í hverju starf þðirra í hans þágu væri fólgið. Málshöfðun Vestur-þýzki liðþjálfinn Rolf Rometsch sem sendur var frá Bandaríkjunum að tiilhlutan bandarísku sambandsJögregl- unnar FBI eftir að hún hafði komizt að því að kona hans, Ellen, var i helzti miklu vin- fengi við bandarfeka valda- menn, hefur í hyggju að höfða mál gegn FBI fyrir að hafa skaðað mannorð hans að ó- sekju. Hann segir að vestur- þýzkia landvarnaráðuneytið hafi útvegað sér duglegan lög- mann til að reka málið. SkUnaðurinn Rometsch liðþjálfi sam starf- aði við afgreiðslu á vopna- eendingum frá Bandaríkjunum til V estu r-Þýzkalands neitar því að hann hafi skilið við konu sína vegna framferðis hennar þar vestra. — Ég hafði faríð fram á skUnað mörgum vikum áður en yfirboðari minn í Washington sagði mér frá framhjáhaldi konu minnar. Það lágu allt aðrar ástæður til skilnaðarins. Kosningabaráttan Rometsch segir að hamn og kona hans hafi orðið fyrir barðinu á kosningabaráttunni sem þegar sé hafin í Banda- ríkjunum, enda þótt enn sé ár til kosninga. — Rebúblikan- ar neyta sérhvers færfe til að ná sér niðri á Kennedy íor- seta og það er ástæðan fyrir því, að kona mín var sökuð um að hafa verið í ótilhlýði- legum tengslum við Baker, einkavin Lyndons B. Johnson varaforseta. Varaforsetinn Þótt fótur kunni að vera fyr- ir þessari skýringu Rormetsch liðþjálfa er þó rétt að benda á að Repúblilkanar hafa ekki haft sig sérstaklega í frammi í þessu máli. Það eru stofnamir undir stjórn Demókrata, sem hafi' hafa rannsókn á atferli Baker og vinkvenna hans. Þannig hef ur sjálft dómsmálaráðuneyt: Roberts Kensedy fyrirskipað rannsókn máJsins. Enda þótt ekkert bendi til þess að Johnson varafcffseii hafi að nokkrn Jesdi riðinn margháttað svindilbrask, mútugjafir og vændismiðlun Bakers vinar hans. fer ekki hjá því að mál þetta bitni á honum. Orðrómur hefur gengið um það vestra að undanfömu að Kennedy forseti hafi í hyggju að útvega sér annað varafor- setaefni í kosningum næsta ár. Ráðunautar Kennedys eru sagðir hafa komizt að þeirri niðurstöðu að framboð forset- ans myndi verða mun sterkara, ef hann hefði við hlið sér mann frá Kalifomíu, þar sem örfá atkvæði réðu baggamun- inn haustið 1960. Áhrifavald Johnsons í Suðurríkjunum hafi dvínað mjög og vafasamt hvort Kennedy yrði nokkur stoð í honum, enda bendi flest til þess að Suðurríkin mörg muni hvort sem er snúast á sveif með Repúblikönum næsta ár. Sam frændi þvær hendur sínar Bidstrup teiknaði. Eiginkona Philbys komin til Moskvu Frú Elcanor Phllby, eigin- kona brezka blaðamannsins og fyrrverandi fulltrúa í brezka utanríkisráðuneytinu, Harolds Philby, sem hvarf í byrjun ársins frá Beirut í Líbanon. en skaut upp kollinum í Moskvu. er nú einnig komin þangað austnr. Hvarf Philbys var mjög dul- arfullt, en í sumar var staðfest Frú Nhu farin LOS ANGELES 14/11 — Frú Nhu, „drekakvendið" svo- nefnda, hélt í dag af stað frá Bandaríkjunum með þotu frá SAS og er ferðinni heitið til Rómar með viðkomu í Kaup- mannahöfn. Þrjú böm hennar eru komin þangað frá Suður- Vietnam, en elzta dóttir henn- ar hefur verið með henni í Bandarikjunum. Við brottför- ina líkti frú Nhu aðstoð Banda- ríkjanna við stjóm Ngo-ættar- innar við hina þrjátíu silfur- F>eninga. Henni hafði boðizt landvist í Bandaríkjunum, en þvl boði hafnaði hún með fyr- irlitningu. í London að hann hefði verið „þriðji maðurinn" í máli þeirra Guy Burgess og Donalds Mac- lean, brezku stjómarerindrek- anna, sem fyrir rúmum áratug flúðu til Sovétríkjanna. Phil- by sem hafði verið starfsmaður þeirra i brezku utanríkisþjón- ustunni hafði þá verið grunað- ur um að hafa varað þá félaga við því. að brezka gagnnjósna- þjónustan væri á hælum þeirra. Hann varð að láta af starfi sínu í utanríkisþjónust- unni, en fékk þó nokkru síðar sérstök meðmæli brezkra stjómarvalda, þegar hann gerðist fréttaritari hinna á- hrifamiklu blaða ,,Financial Times" og „Observers“ í lönd- unum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Ekkert svar fékkst við ítrekuðum fyrirspumum um hvemig á þeim meðmælum hefði staðið. Frú Eleanor sem áður var gift einum fréttaritara „New York Times“, Sam Pope Brew- er, kynntist Philby í Beirut og varð þriðja kona hans. Þau bjuggu saman í Beirut þar til Philby hvarf þann 23. janúar s.l. Því er haldið fram í Washington að Bandaríkin nafi ekki átt minnsta þátt í stjórnarbyltingunni í Suður-Vietnam. Nú veitir ekki af að skrúbba vel á sér hendumar, en maður er því svo sem vanur. Eiðsvarnar lýsingar fórnarlamba ógurlegar pyndingar W i fangelsum S-Afríku Lögregla Verwoerds í Suður-Afríku færir sig upp á skaftið og hafa nú borizt til Evrópu eiðsvamar lýsing- ar á þeim ógurlegu pyndingum sem hún beitir fanga sína. Lýsingar þessar eru komnar frá þremur þeirra ellefu sem um daginn voru leiddir fyrir rétt í Pretoria, sakaðir um samsæri og skemmdarverk, og voru þegar handteknir aftur, þegar dómarinn vísaði máli þeirra frá. til brezka Betsjúana- Þeir sem skýrslur þeirra fengu hafa talið rétt að haida nöfnum þeirra svo og pynd- -----------------------------------3, ingameistaranna svo stöddu. leyndum að Verkfall vélvirkja á Canaveralhöfða Það eru viöa háð verkföll þessa Uagana. Þannig nata iöu vélvirkjar njá Itadio Corporation ol America, sem vinna við geimtilraunastöðina á Canaveralhöfða lagt niður vinnu og hafa hlotizt af því ýtnsjj'- tafir. Konur v-rVfallsmanna láta ekki sitt eftir ligg.ia og á myndínni ein þcirra á veKkfalIsverð-' ,,Til að hressa upp á minnið” Einn þeirra, sem nefndur er B., var handtekinn í Höfða- borg í júraí sl. og fluttrar til Pretoría í ágúst. Honum segist svo frá: — Þegar ég kom þangað var farið með mig iran til S. liðs- foringja. Hann sagðist ekki geta sóað neinum tíma á mig, — það myndi farið með mig og mér gefið heiialost til að hressa upp á minnið. Það var strax farið með mig í annað herbergi, þar sem G. liðþjá'llfi og annar maður sem ég kann ekiki að nefna skipuðu mér að afklæðast. Ég fékk að vera í nærbuxunum. Þeir tóku að lumbra á mér meðan ég var að fara úr fötun- um. Ég gat ekki hreyft kjálk- ana í marga daga á eftir. Þeir settu á mig handjám og neyddu mig til að sitja á hækjum mér. Léreftpoki var settur yfir höfuð mér og átti ég erfitt með að draga andann. Ég fann að eitthvað var vafið um þumal- finguma og llitlifingur vinstri handar. Síðan var mér gefið( raflost. Straumurinn var rofinn ’ið og við, en jafnharðan hleypt á aftur, þegar ég neit- aði að svara. Eftir rafmagnspyndingamar 'du böðlamir áfram að beria | r í sparka í B., og hélt þessu áfram þannig, þar til hann lof- aði að svara spumingunum. GaUdasvipa Fanginn P. hefur svipaða sögu að segja. Hann var tek- j iran hönckim í júní þegar hann I reyndi að komast vemdarsvæðfeins lands: Þegar ég kom til Pretor- ia, var ég leiddur fyrir nokikra menn úr ,,sérsveitum” (,,the special branch”) lögreglunnar. MeðaJ þeirra var herra F. (en hann er nefndur af fleiri föng- um). — Það var bundið fyrir munn mér og sett á mig hálsjám. Þeir byrjuðu að berja mig og sparka. Herra F. sat við skrif- borðið og horfði á. — Þeir reyndu allan tímann að neyða mig til að játa að ég þekkti G. (einn hinna á- kærðu) og herra Saehs (lög- mann'inn Albie Sachs frá Höfð- aborg sem nú er í varöhaldi samkvæmt lögunum sem heim- ila lögreglunni að halda mönnum í 90 daga án þess að leiða þá fyrir rétt). — Ég var hýddur með gadda- svipu og laminn „júdóhöggum” i hnakkann og yfir nýi-un. Ég var aftur settur í jám og þeir hótuðu að drepa mig. Enginn myndi kcmast að afdrifum mínum. Raflost P. var einnig pyndaður með rafmagni á sama hátt og B. — Kvalimar voru svo miklar, að ég óhreinkaði mig og fékk þá leyfi til að nota salemið, en þetta endurtók sig æ ofan í æ. 1 eiðsvarinni skýrslu fang- ans M. eru sömu áhugnanlegu lýsingarnar. & KIPAtlTGtRB KIKISINS ESJA fer austur um land til Seyðis- fjarðar 20. þ. m. Vörumóttaka í dag og árdegis á mcrgun til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðv- arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar. Reyð- aríjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar og Seyðisfjarðar. Farseðlar seldir á þriðjudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.