Þjóðviljinn - 16.11.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.11.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 16. nóvember 1963 — 28. árgangur — 243. tölublað. NÝTTEYLAND RISIÐ ÚR SÆ Meira var um sprengingar í stróknum í gær ¦ Á ellefta íímanum í gærkvöld hafði Þjóð- viljinn samband við varðskipið Albert og náði tali af þeim dr. Unnsteini Stefánssyni haffræð- ingi og Þorleifi Einarssyni jarðfræðingi...... — Við erum búnir að .gera mælingar á ellefu stöðum og næst goseynni í um hálfr- ar mílu fjarlægð — og tæp- lega þó, sagði Unnsteinn. Það er ekki hægt að merkja neina teljandi hitabreytingu í sjónum. Við ætlum að mæla fjórar sneiðar til allra átta frá eynni, næst í um hálfr- ar mílu fjarlægð og fjærst í tólf mílna fjarlægð. Þessu 4 umferðar- s/ys á 7 klst. í gær urðu fjögur umferð- arslys í Reykjavík og virð- ist ekkert lát á þeirri ógn- aröld sem umferðaröngþveiti borgarinnar veldur. Uni eitt leytið í gær varð maður á reiðhjóli fyrir bifreið á mótum Miklubrautar og Grensásvegar og slasaðist all mikið. Hann var fluttur af slysavarðstofu á sjúkrahús. Um sex leytið í gær varð sex ára telpa fyrir bifreið á Gunnarsbraut en meiðsli henn- ar ekki talin alvarleg. Rúmlega sjö var kona að fara úr bifreið á móts við Eskihlíð 10 en varð Framhald á 2. síðu yerður lokið. um. hádegi á morgun (laugardag) í síð- ásta lagi. Unnsteinn sagði að líðan sín og skipverja væri með ágætum, en þegar spurt var eftir jarðfræð- ingnunum gaf hann okkur samband við Þorleif Einars- son. — Við jarðfræðingar erum orðnir hálf lerkaðir, sagði Þorleifur, og Albert á leið til Eyja. Við erum svo háð- ir landinu, sjáðu til. Gosið hefur verið mjög svipað í dag en strókurinn dálítið lægri vegna vinds- ins. Eyjan stækkar ffa'fnt og þétt og er norð-vestur barm- ur hennar tíu metrar. — Sprengingar hafa verið meiri í dag en í gær og eld- ar á báðum endum eyjar- innar. Eldingar hafa og ver- ið í stróknum í dag í fyrsta sinn og stafa af rafhleðslu í honum. Þetta er algengt í gosum en að eldinganna verður hér fyrst vart í dag stendur ef til vill í sam- bandi við það að nú er gos- ið ofansjávar, sagði Þorleif- ur að lokum. ¦ Nýtt eyland reis úr sæ f gærmorgun á gos- stöðvunum suðvestur af Geirfuglaskeri og er þar með syðsta eyland fslands. Þetta nýja eyland er tvöhundruð metrar á lengd og ris hæsi tíu metra frá sjávarmáli. Þorleifur Einarsson, jarðfræð- ingur uppgötvaði þessa nýju eyju kl. 9 í gærmorgun, en hann er uni borð í varðskipinu Albert. Var varðskipið þá að lóna 500 metra frá gosstöðvunum. Á þessuim slóðuni er sjávardýpi 120 metrar og er þetta nýja eyland til marks um þann feikna kraft, sem fylgir þessum náttúruhamförum. í gærdag Engin flugvél var fáanleg í gœrdag til jökulflugs Samkvæmt upplýsingum Jóns Eyþórssonar veðurfræðings tókst ekki að fá flugvél í gær til þess að fljúga rannsóknarflug yfir Brú- arjökul þar eð allar flugvélar voru uppteknar f sambandi við flug til gosstöðvanna við Vestmannaeyjar en reynt verður að fljúga yfir jökulinn strax og vél fæst og veður leyfir. héldu svo þessar hamfarir á- fram og var gosfóturinn um 400 metrar á hæð, cn vikur, aska og hagl þéyttust 300 m. í Ioft upp. Gufumökkurinn hélzt í gærdag frá 6 til 7 kilómetra hæð að sjá frá Reykjavík. Þá mátti greina glóandl hraun á gígbörmunum og gjallflóðið streymdi upp úr gígnum .og grjótflug stóð í allar áttir. Eft- ir myrkur í gær mátti svo greina ferlegar eldsúlwr úr landi og náðu þær þúsund feta hæð. Myndir frá fundinum í gær í fundarsal Alþýðusambandsins að Laugavegi 18: Guðjón Sigurðsson, Sverrir Hermannsson. — Hannibal Valdimarsson, Snorri Jónsson, Eðvarð Sigurðsson, Guðmundur H. Garðarsson og Björn Jónsson. — (L.jósm. Þjóðv. A. K.). Fundur um sam- starf launþega í samningum ¦ Fundur var haldinn í fundarsal Alþýðu- sambandsins að Laugavegi 18 síðdegis í gær, af fulltrúum hópa verkalýðsfélaga sem nú eiga í samningum. ¦ Mættir voru fulltrúar 'frá landsne'fnd verka- mannafélaganna, frá félögum málmiðnaðarmanna og skipasmiða, frá félögum byggingariðnaðar- manna, frá bókagerðarmönnum (prenturum og bókbindurum), frá Landssambandi ísl'. verzlunar- manna og frá Iðju í Reykjavík. ¦ Veirkefni fundarins var að ræða skipulags- form fyrir sams'tarf félaganna sem nú eiga í samningum við atvinnurekendur. ¦ Fundinum lauk ekki í gær og var fresíað til sunnudags. Helmingihærra verðíyrir saltfískinn íNoregien hér ÁLASUNDI 14/11 — Verðið á saltfi^ki fer síhækkandi vegna þess hve mikill skortur er á fiski til verkunar Saltað- ur þorskur sem kom til Álasunds í gær frá mið- um við ísland seldist á 3,26 norskar krónur kíló- ið (tæpar 20 ísl. kr.) og bátur sem kom með 80 lestir fékk fyrir aflann 280.000 krónur (1,7 millj. íslenzkar krónur.). Mikill eftirspurn er hvar- vetna eftir verkuðum saltfiski og skortir mjög á að hægt sé að fullnægjá henni og er þetta ástæðan til þess að saltfiskverðið hefur hækkað svo mikið. Verðið sem non^ir sjó- menn fá fyrir salfiskinn er um það bil helmingi hærra en greitt er fyrir hann á Is- landi. Verðið var í sumar hjá Sölusambandinu 13 krón- ur fyrir 1. flókks pakkaðan stórfiskj en 11,90 fyrir 2. fl. Frá þessu verði dregst þó um 10 prösent fyrir kostnaði! útflutningsgialdi og umboðs- launum. Eitthvað smávegis mun verðið hafa hækkað síð- anj en rétt er að hafa í huga að norska verðið er miðað við óflokkaðan fisk upp úr skipi, en fyrir slíkan fisk hefur ver- . ið greitt mun lægra verð hér. 1 annarri frétt frá Ala- sundli segir að afli norsku skipanna sem veiða í ealt og frystingiu við Vesitur-Græn- land hafi verið lélegar undan- farið og skorti þá aJla tals- vert á fullfermi. Sé ekki bú- izt við mörgum þeirra heim fyrr en undir JSL V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.