Þjóðviljinn - 16.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.11.1963, Blaðsíða 12
GLÆSILEG 4ra HERBERGJA ÍBÚD ER AÐALVINNINGUR 1 HÞ 1963 Happdrætti Þjóðviljans 1963 er að jhlaupa af stokkunum þessa dagana og verða miðar sendir áskrifendum og vel- unnurum blaðsins næstu daga til sölu. Er það von for- ráðamanna happdrættisins og blaðsins að þeir bergðist vel við þótt enn einu sinni sé til þeirra leitað um stuðning við blaðið. Styrktarmannakerfi Þjóð- viljans sem komið hefur ver- ið á hefur gefið góða raun en þó er það eitt ekki nægj- anlegt til þess að tryggja út- komu blaðsins í framtíðinni því að við mikla fjá^hagsörð- ugleika er að etja og miklar greiðslur sem inna þarf af höndum næstu vikur og mán- uði vegna þess stórfellda kostnaðar sem undanfarið hefur verið lagt í í sam- bandi við endumýjun á véla- kosti prentsmiðjunnar og breytingar á húsnæðinu að Skólavörðustíg 19, auk mik- ils reksturskostnaðar blaðs- Jns. Hins vegar hefur alþýðu landsins sjaldan eða aldrei legið meira á að eiga öflugt málgagn en nú í þeirri bar- áttu sem framundan er fyrir bættum kjörum verkalýðsins og sjálfstæðri tilveru þjóðar- innar. Sameinumst þess vegna öll um að tryggja útkomu blaðsins okkar með því að gera árangurinVi af happ- drættinu sem glæsilegastan. Happdrætti það sem nú er efnt til er skyndihappdrætti og verður dregið 23. desem- ber n.k. Hefur aldrei verið frestað drætti í Happdrætti Þjóðviljans og svo mun held- ur ekki verða gert nú. Aldrei hafa vinningar i Happdrætti Þjóðviljans verið glæsilegri en nú. Aðalvinn- ingurinn er fjögurra her- bergja íbúð, tilbúin undir tréverk, og er hún metin á hálfa milljón króna. íbúðin er á 1. hæð i parhúsi að Holtsgötu 41 og er hún 107 ferm. að flatarmáli, 4 her- bergi, eldfaús og bað auk geymslu í kjallara og sam- eiginlegs þvottafaúss. Verður íbúðin afhent fokheld með harðviðar útihurð og svala- hurð og tvöföldu belgísku gleri í gluggum. Er þetta vissulega stórglæsilegur vinn- ingur. Auk aðalvinningsins eru 10. smærri vinningar, allir mjög verðmætir, en þeir eru: Sófasett frá Húsgagnaverzlun Austurbæjar kr. 14.000,00 Ferð með Gullfossi fyrir tvo til Kaupmannahafnar og heim aftur kr. 17.000,00 Málverk eftir Þwvald Skúla- son kr. 8.000,00 Simson skellinaðra kr. 9.000,00 Hringferð með Esju fyrir tvo kr. 8.000,00 Flugferð með Loftleiðum til Kaupmannahafnar og heim aftur kr. 8.000,00 Flugferð með Lo/tleiðum til London og heim aftur kr. 7.000,00 Vegghúsgögn frá Axel Eyj- ólfssyni kr. 5.000,00 Fjögurra manna tjald frá Borgarfelli kr. 4.000,00 Ljósmyndavél, Moskva kr. 2.000,00 Samtals nemur verðmæti vinninganna því kr. 582 þús- und. Verð hvers miða hefur hins vegar verið ákveðið kr. 100,00. Afgreiðsla happdrættisins verður að Týsgötu 3 — sími 17514 — og verður hún op- in kl. 9—18 alla virka daga en afgreiðslutími um helgar verður síðar auglýstur í blað- inu. Er áríðandi að menn bregði fljótt við um sölumið- anna því tíminn er stuttur, aðeins röskur mánuður. Rétt er og að geta þess að um faelgar verður íbúðin að Holtsgötu 41 til sýnis fyr- ir almenning og verða þá faappdrættismiðar seldir á staðnum. Nýi Djúpbáturinn er nú á heimleið SL miðvikudag fór nýi djúp- báturinn Fagranes frá Bergen og mun skipið fara beint til Isa- fjarðar. og væntanlega komið þangað á sunnudag. Skipið er byggt í Ankerlökken Verit A7S í Florö í Noregj og var samningur um smíði skips- ins undrirritaður 12. október 1962 af Matthíasi Bjamasjmi framkvæmdastjóra f.h. h/f Djúp- báturinn og Magne Winsents disponent í Bergen f.h. Anker- lökken Verit A/S í Florö. Skipið var afhent 7. nóvember í Florö og flutti R. Gundersen disponent Ankerlökken Verft A'/S ræðu við það tækifæri og óskaði hinum nýju eigendum til hamingju með skipið og kvaðst vona að heill fylgdi skipi og skipshöfn í ferðum þess. Af- henti hann síðan Matthíasi Bjamasyni skipið f.h. h'/í Djúp- báturinn. Matthías flutti því næst ræðu og þakkaði skápa- smíðastöðinni fyrir góða sam- vinnu og kvaðst vona að þetta fagra og vel búna skip reynd- ist vél og mætti þjóna því hlut- verki, sem það á að gegna á þann hátt að allir mættu vel við una. M7s Fagranes er 149 brúttó rúmlestSr að stærð með 500 h.a. Lister Blackstone aðalvél og 62 h.a. ljósavél og búið öllum fullkomnustu öryggis- og sigl- ingatækjum. Halldór Gunnars- son skipstjóri siglir skipinu frá Noregi, en Ásberg Kristjánsson, sem verið hefur skipstjóri á gamla Fagranesinu tekur við þvi er heim kemur. Verzlunarsamningur gerður við Búiguríu Hinn 29. október 1963 var í Genf undirritaður verzlunar- samningur milli Islands og Al- þýðulýðveldisins Búlgariu. Er þetta fyrsti verzlunarsamningur- ínn, sem ísland gerir við Búlg- Af hálfu Islands undirritaði dr. Oddur Guðjónsson, viðskipta- ráðunautur ríkisstjómarinnar, samninginn, en af hálfu Búlg- aríu hr. P. Stefanov, forstjóri í utanríkisráðuneytinu í Sofía. „Lso&skáldii" heldur píanótónleika Það fór vel á með prófessor Flíer og Röngvaldi Sigurjónssyni er þeir hittust. Persónuleg kynn* af Bernstein, bandarískir og sovézkir áheyrendur og kostir og lestir margra hljómsveita, ear þeir höfðu kynnzt, var það sem fyrst bar á góma. Hér kveðjast þeir eftir stutt kjmni á heimili sendiherra Sovétríkjanna f Reykjavík sl. fimmtudag. — (Ljósm. Valdimar Kjartansson). Enn einn Breti í íandhelgi á morgun Einn hinn ágætasti píanóleikari Ráðstjórnarríkjanna, prófessor Jakov Flíer, er kominn hingað til íslands á heimleið úr tónleikaferð um Bandaríkin og ætlar að halda hér eina tónleika, í Háskólabíói annað kvöld kl. 21. Blaðamenn voru kynntir fyrir Flíer 1 fyrradag á heimili sendiherra Ráðstjómarríkjanna í Reykjavík. Réttarfaöld hófust í sakadómi ísafjarðar síðdegis í gær í máli skipstjórans á brezka togaran- um James Barrie, sem varð- skip stóð að meintum ólögleg- um botnvörpuveiðum undan Vestfjörðum í fyrrinótt. Þegar togaramenn urðu varðskipsins ▼arir hjuggu þeir togvírana í sundur og reyndu að komast undan, en varðskipið náði þeim fljótlega og færði togarann til hafnar. Sósíalistar Deildafundir n.k. mánudags- kvöld. Fontnannafundur í dag kl. 6 síðdegis. Sósíalistafélag Reykjavíkur. Prófessor Flíer er fæddur ná- lægt Moskvu árið 1915 og hefur átt heima í þeirri borg frá tíu ára aldri. Hann lauk námi við Tónlistarháskólann í Moskvu 1933 með miklum heiðri og næstu ár á eftir hlaut hann hverja viðurkenninguna af ann- arri sem framúrskarandi lista- maður. Má þar til dæmis nefna 1. verðlaun á keppni píanóleik- ara Ráðstjómarríkjanna 1935, 1. verðlaun á alþjóðlegri keppni píanóleikara í Vín 1936 (þar varð Gílels annar) og fyrstu verðlaun á alþjóðlegri keppni í Briissels 1938. Það sama ár varð hann prófessor við Tónlistarhá- skólann í Moskvu og af nem- endum hans má nefna þá Vlas- enko, Ajrapetjan og Shatskí. í tíu ár eða frá því 1950—’60 gat prófessor Flíer ekki leikið á píanó vegna handarmeins; á píanó þó kennslu allan þenn- an tíma. En síðastliðin þrjú ár hefur hann haldið fjölda tón- leika og farið víða um heim, til Japans meðal annars og víða um Asíu og til Evrópu. Héðan kemur hann sem fyrr segir frá Bandaríkjunum þar sem hann hélt tónleika í New York, Bost- on. Chicago og fjölmörgum öðr- um stöðum en áður hafði hann verið á sovézkri tónlistarhátíð í London og einnig haldið tónleika í París. A blaðamannafundinum lét prófessor Flíer þess getið að hann hlakkaði til að komast heim til sonar síns og nemenda sinna en hann lagði mikla á- herzlu á það hlutverk tónlistar- manna í Ráðstjómarrxkjunum er þeir teldu höfuðskyldu sína: að miðla yngri mönnum af kunn- Framhald á 2. síðu. ariu. Samningur þessi byggist á grundvelli hinna almennu reglna um beztu-kjara ákvæði að því er snertir verzlun og siglingar. Allar greiðslur vegna viðskipta landanna fara fram í frjálsum gjaldeyri (U. S. dollurum eða annarri frjálsri mynt). Engir vörulistar fylgja samningunum og engin skuldbinding er um, að jöfnuður skuli vera í viðskipt- um landanna. Bamaleikurinn „Dýrin í Hálsa- skógi“ hefur nú verið sýndur 47 sinnum í Þjóðleikhúshiu við met aðsókn. Nú eru aðeins eft- ir tvær sýmingar á leifcnum fyr- ir jól og verður sú næsta kl. 3 á morgun, sunnudag. Aðetas einn bamaleifcur hefur verið sýndur oftar í Þjóðleikhúsinu, en það var ..Kardemommubærinn“, er sýndur var þar fyrir þremur árum. Samntagur þessl gi'ldir til eins árs og framlengist sjálfkrafa sé honum ekki sagt upp með 3ja mánaða fyrirvara. (Frá utanríkisráðuneytinu). i--------------------------- Leikarakvöldvak- an á mánudag Á mánudagskvöldið verður kvöldvaka Félags íslenzkra leik- ara tvítekin í Þjóð'leikhúsinu. kl. 8 og kl. 11. Mikil aðsókn hefur verið að kvöldvöku leikara í Þjóðleikhús- inu, húsfylli i öll þrjú skiptin og undirtektir áheyrenda og á- horienda með afbrigðum góðar. Skemmtiatriðin eru 16 talsins. en öll lögin sem leifcta eru og sungin eru eftir Jón Múla Ama- son. Neðtmsjávargosið við Japan fyrir áratug

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.