Þjóðviljinn - 20.11.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.11.1963, Blaðsíða 2
Ritstjðri og böfundar bókarinnar. 2 SlÐA „Aflamenn við- töl við skipstjóra Skemmtileg bók kemur í bókaverzlanir næstu daga á vegum Heimskringlu og heitir hún „Aflamenn“. Jórias Árnason, rithöfundur hefur séð um þessa útgáfu. Eft- Irtaldir rithöfundar hafa skráð vlðtöl við aflaskipstjóra og fóru jafnframt með þeim á miðin í sumar eina sjóferð, þar sem haegt var að koma því við. Indriði G. Þorsteinsson ræðir við Jónas Sigurðsson, hvalveiði- skipstjóra og skólastjóra Sjó- mannaskólans. Jökull Jakobsson ræðir við Guðjón Hlugason, skipstjóra, sem hefur kennt fiskveiðar i Indlandi og Pakistan á vegum FAO og uppgötvað áður óþekkt fiskimið, sem reynast gjöful í þessum löridum. Bjöm Bjarman ræðir við Garðar Finnsson, skipstjóra á Höfrungi II. frá Akranesi og er það miðað við síldveiðar. Asi í Bæ ræðir við Binna I Gröf. Hann er hið þjóðfræga uppáhald Jónasar frá Hriflti. Stefán Jónsson tekur svo fyr- ir álaveiðar og Pétur Hoffmann og reyndist þetta fyrsti vfs*r að heilli bók. 48 myndasíður eru i bókinni. Bretland skerst í leikinn Forseti ísland heldur áfram að leggja undir sig heiminn. Röðin er komin að Bretlandi, en eins og menn muna hef- ur forsetinn þegar orðað það að næst hafi hann í hyggju að fara til Irlands. Og sem betur fer er ríkjum veraldar sífellt að fjölga, þannig að forsetinn ætti ekki að komast í þrot í ferðaáætlunum sín- um næsta kastið. Hirðfréttamaður forsetans. Emil Bjömsson, greinir frá því að hvarvetna í Englandi sé tekið ágætlega á móti þjóðhöfðingja vorum, varaut- anríkisráðherrann hafi heils- að upp á hann á einum staðnum. forsætisráðherrann á öðrum staðnum, og auk þess hafi fólkið horft á hann þeg- ar hann ók um götumar. f gær fékk forsetinn svo að borða hjá Elísabetu drottn- ingu, og hafa þau væntanlega rakið saman ættir sínar. en eins og kunnugt er sannaði Morgunblaðið fyrir nokkmm árum að Elísabet Georgsdóttir væri raunar komin af Auðni skökli Bjarnarsyni. Trú- iega héfur iafnframt verið gengið frá því að Islendingar fengju gest frá Bretlandi engu ómerkari, til að mynda hinn virðulega lávarð, ljós- myndarann. mág drottningar- innar. Nema að málið verði leyst á þann einfalda hátt að einhver af togaraskipstjórum þeim sem sífellt eru að heim- sækja okkur hvort eð er, verði útnefndur staðgengill drottningarinnar. Hemámsblöðin hafa birt fagrar greinar í tilefni af ferðalagi forsetans og leggja á það megináherzlu hvað það sé tiginmanslegt og drengi- legt af Bretum að erfa ekki við okkur þann yfirgang og dólgshátt að flæma togarana af grunnmiðunum umhverfis landið. Vísir seilist einna lengst i þeim skrifum, en hann birti um það heila for- ustugrein í fyrradag hvað brezki flotinn væri sérstak- lega hjartfólginn íslending- um. Og síðan kom þessi ó- gleymanlega setning: „Und- anfarin 14 ár hefur Island átt vamarsamstarf við Bretland innan vamarsamtaka vest- rænna þjóða. Atianzhafs- bandalagsins. og nýtur þar beirra sameiginlegu réttinda að Bretland skerst þegar í f stað í leikinn. ef á landið verður ráðizt.” Eins og kunn- uet er hefur aðeins eitt riki ráðizt á Island. — Áustri. ÞIÓÐVILIINN Miðvikudagur 20. nóvember 1963 „Skáida "— sérstæð afmæiisdagahék Kötíuffos Framhald af 12. siðu. minnt menn á, að við ýmsu má fara að búast frá hinni gömlu flagðkonu í Mýrdalsjökli. Vegna hættunnar á miklu hlaupi, sem yrði sexmilega í byrjun gossiins, hafa menn því velt mjög fyrir sér, hvemig mætti stað- festa það að gos væri að byrja, og hvemig viðvörunarkerfi yrði komið upp. M.a. hafa verið sett- ir upp jarðskjálftamælar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjar- klaustri, en þótt þeir séu góðir til síns brúks, er hætt við, að þeir myndu ekki gera viðvart í tíma, einkum vegna þeirrar stöðugu gæzlu, sem til þess þyrfti. Myndi því ekki veita af frekari varúðarráðstöfunum. Ég hef því látið mér til hug- ar koma, að útvarpstæki með loftneti, sem beint væri ná- kvæmlega að Kötlu, gæti gef- ið aðvörun um leið og elding- ar byrjuðu þar. Eins og kunn- ugt er. hafa eldingar fylgt gos- inu í Vestmannaeyjum, og það svo, að suma daga hefur heyrzt illa í útvarpi í Eyjum. EnnfTem- ur hef ég það eftir Guðmundi Ástráðssyni, loftskeytamanni, að Vatnajökulsgosið 1934 hafi truflað mjög loftskeytamóttöku, og á svipaðan hátt og eldingar gera. Sennilega eru eldingar tiðar í Kötlugosum, og kemur það fram í hinni ágsetu skýrslu, sem Gísli Sveinsson, sýslumaður, gerði um gosið 1918. Bezt væri þó, ef annað samskonar tæki væri sett upp í annarri átt frá Kötlu, t.d. á Kirkjubæjar- klaustri. Hvenær sem bæði mælitækin gæfu samskonar merki hefði að öllum líkindum orðið elding á Kötlusvæðinu, og væri þá ástæða að flýta sér að aðgæta 'jarðskjálftamælana og gera aðrar varúðarráðstafanir. 1 bókaverzlanir er komin sér- stæð bók á vegum Bláfellsút- gáfunnar og ber heitið „Skálda“. Er þetta ný afmælisdagabók. Af mikilli þolinmæði hefur Jóhannes úr Kötlum sett þessa bók saman. Höfundar bókarinn- þar eru jafnmargir dögum árs- ins og á hver um sig stef síns afmælisdags. Þessi samansöfnun gekk eins og í sögu fyrsta kast- ið. Til dæmis er stórskáld á hverjum degi í október og lop- ann af ágúst og september. En eftir því sem á leið verkið þyngdist róðurinn og reyndist miklum erfiðleikum bundið að fylla töluna. Bændur eru fjölmennastir í þessari bók og telja 57. Þá eru þama 50 kennarar, 16 ritstjórar, 26 guðfræðingar 15 verkamenn og 8 læknar. Konur eru 46 í þessari bók. A hlaupársdag var skálds gersamlega vant og hlaut sætið Fiðlu Bjöm, sem er einskonar þjóðsagnarpersóna. Það þrengdi svið bókarinnar, að heimildir um fæðingardaga ná ekki að neinu ráði nema yf- ir rúma öld. Elzti höfundurinn er þó Sturla Þórðarson frá Hvammi í Dölum og yngsti höfundurinn Þóra Elfa, prentari. I dag er miðvikudagurinn 20. nóvember og ætli einhver eigi ekki afmæli í dag. Eyjólfur á Dröngum er fæddur þennan dag árið 1868 og yrkir svo í Skáldu: „Sem ungur sveinn með afli og dug þú upp þig manna skalt, þvi æskan hefur þrótt og þor og þrek sem vinnur allt.“ 1 gær átti Látra — Björg af- mæli og er fædd árið 1716. Hún yrkir svo í Skáldu: „Get ég að ég sé grýlan bama af guðunum sköpt í mannalíki. Á mig starir unginn þama eins og tröll á himnaríki. Líklega hafa íslendingar ein þjóða þá sérstöðu að geta sett saman svona bók og er henni ætlað að liggja frammi tiltæk hverjum sem að garði ber að skrifa nafn sitt og fæðingarár. Bókin er í rauðu flaueli með silfurskildi framan á og geta eigendur bókarinnar snúið sér til Halldórs Kristinssonar, letur- grafara, Amtmannsstíg 2, en hann hefur heitið útgefendum því að grafa fangamark eigenda á bókina með dags fyrirvara og fyrir sanngjamt verð. Aftast í bókinni er höfunda- skrá með fæðingadögum þeirra og starfsheitum. Klapparstíg 26. TECTYL er ryðvöm PimisiH LAUGAVEGI 16 SIMI191U TIL SÖLD: 2ja herb. íbúð 80 ferm. á jarðhæð við Safamýri full- búin undir tréverk. lán kr. 150 þúsund til 5 ára. 2ja herb. íbúðir á jarðhæð við Lyngbrekku, fullbúnar undir tréverk, máilning hafin. 3ja herb. risíbúð í Kópa- vogi, góð kjör. 3ja herb. hæð í timburhúsi við Grettisgötu, laus nú þegar. 3ja herb. kjallaraíbúð við Hverfisgötu sér inngangur, sér hitaveita, laus filjótlega. 4 ra herb. hæð við Ás- vallagötu, laus 14. maí n.k. 4ra herb. kjallaraíbúð í Garðahreppi. sér hiti, sér inngangur, verð kr. 300 þús. útb. kr. 175 þús. Timburhús 5 herb. íbúð við Suðurlandsbraut, útb. 150 þús. 80 ferm. jarðhæð við Kárs- nesbraut, fokheld, verð kr. 175 þús. útborgun kr. 75 þúsund. 5 herb. glæsileg endaiíbúð við Bólstaðahlíð, fiullbúin undir tréverk. Glæsileg hæð við Hjálm- holt. 130 fermetra, fok- held með hálfium kjallara og bflskúr. allt sér. Seljendur athugið, höfum kaupendur með miklar út- borganir að öllum teg- undum fasteigna. Ríkið byggi íbúðir Minningarsjéður um Maríu Jónsdóttur 1 nóvember sL var stofnaður minningarsjóður um Mariu Jóns- dóttur flugfreyju er fórst í flug- slysinu við Ósló í apríl sl. Stofnendur sjóðsins eru foreldr- ar Maríu. hjónin Sigurlaug Guð- mundsdóttir og Jón Vigfússon, Hringbraut 47. Var sjóðurinn stofnaður á afmælisdegi Maríu. Stofinfé sjóðsins er 10 þús. kr en auk þess hefur Flugfreyju- félag Islands þegar lagt fram kr. 5000 í sjóðinn. 1 reglugerð um sjóðinn segir að tekjum af honum skuli varið til styrtotar filiugfreyjum og böm- um þeirra ef óhöpp bera að höndum. Hefiur stjóm Flug- freyjufélags lslands ráðstöfun- arrétt yfir sjóðnum. Minningarkort sjóðsins eru til sölu í verzlununum Óculus, Austurstræti 7, ValhöIL, Lauga- vegi 25, Hvammi, Njálsgötu65 og María Jónsdóttir. Lýsingu Hverfisgötu 64, enn- fremur hjá Maríu Ólafsdóttur, Dvergasteini, Reyðarfirði. Framhald af 1. síðu. svarar kostnaðarverðl og aldrei hærra en fyrir 8% af verði íbúð- anna. Rákisstjómin skal bjóða út byggingu þessara húsa og ekki fiærni en 100 íbúðir í einu í Reykjavík og etoki færri en 24 annars staðar á landinu. Er þetta átovæði að sjálfisögðu sett til þess að hægt sé að knýja fram sem ódýrasta smíði. 200 mlllj. lán. Frumvarpið gerir ráð fyrir heómlld til handa ríkisstjóm- inni til að taka lán, allt að tvö hundruð miHjónum króna. en auk þess að semja við einstaka sjóði um framlag til RÍíkra bygg- inga og að shkir sjóðir eignist það húsnæði er svarar framlagi þeirra og fái af því þær vaxta- tetojur sem ríkið annars hllytL Ekki framtíðarlausn. Eins og segir í greinargerð með frumvarpi þessu, eiga til- lögur sem í því felast ekkert skylt við framtíðarlausn á hús- næðismálum, heldur er því ætl- að að ráða bót á því neyðar- ástandi sem nú ríkir í þessum málum og öllum er kunnugt. Framtfðaríausn þyrfti að vera byggð á félagsJegu átaki aL mennings, er ríkið aðsitoðaði með því að veita lán, er nemi 75 — 90% byggingarkostnaðar, til 60 — 80 ára og með 2 — 4% vðxt- um. Þyrfti þá að vera tryggt stöðugt gildi krómunnar og út- rýma yrði öllu braski með í- búðir. Er í greinargerðinni skýrt frá því að þingElokkur Afiþýðu- bandalagsins muni bera fram til- lögur í þessa átt síðar og alveg óháðar þessu frumvarpi. Sendisveinn óskast strax ^ Mál og menning Sími 22973 Nuuðunguruppboð Neðsta hæð húseignarlnnar Helgustaða í Garðahreppi, þinglesin eign Guðvarðs Sigurðssonar, verður eftir kröfu Rannveigar Þorsteinsdóttir hrl. og fl. seld á opinberu upp- boði, sem fram fer á eigninni sjálfri föstudaginn 22. nóv- ember kl. 14. Uppboð þetta var auglýst í 63., 65. og 70 tölublaði Lög- blrtlingablaðsins. Sýslumaðurinn f Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nuuðunguruppboð Húseignin Vallargata 18 í Sandgeröi, þinglesin eign Mar- grétar Pálsdóttur, verður eftir kröfu Hauks Jónssonar, þrl%f-- . seld á oþinberu uppboði, sem fer fram á eigninni sjálfrl, föstudaginn 22. nóvember kl. 16. Uppboð þetta var auglýst í 91., 93. og 94. tölublaði Lög- ingablaðsins. t;' Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nauðunguruppboð Húseignin Goðatún 12 í Garðahreppi, eágn Bergþórs Sig- urðssonar verður eftir kröfu Áma Grétars Finnssonar hdl., Þorvalds Lúðvíkssonar, hrl. og innheimtumanns, ríkissjóðs, séld á oplnberu uppboði, sem fer fmm á eiigninni sjálfri, fösbudaginn 22. nóvember ki. 13.30. Uppboð þefcta var auglýst í 91., 93. og 94. tolublaði Lögbirt- birtíngablaðsins. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.