Þjóðviljinn - 20.11.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.11.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. nóvember ,1963 ÞlðÐVILIlNN SlÐA 7 þjóðhöfðingjavald í Lúxemborg allt til ársins 1890, er Adolf, hertogi af Nassau-Weilbourg var krýndur stórhertogi þar í landi. Gegndi Adolf því emb- ætti til dauðadags 1905, er við tók sonur hans Vilhjálmur fjórði. 1912 komst svo elzta dóttir Vilhjáfans, María Aðal- heiður, til ríkisforráða og 7 árum síðar systir hennar Karlotta, sem enn er æðsti þjóðhöfðingi þessa litla ríkis — og ber ekki á öðra en hún njóti mikilla vinsælda þegna sinna, og almenna virðingu hlaut hún vegna einarðrar af- stöðu sinnar þegar þýzku naz- istarnir hemámu Lúxemborg í maímánuði 1940. Lúxemborgskan Hver sem til Lúxemborgar kemur gæti í fyrstu haldið að hann væri stíginn á franska grund. Hvarvetna blasir fransk- an við, á götuskiltum, auglýs- ingaspjöldum, í búðargluggum, og hvar sem inn er komið, á opinberum stöðum, í verzlun- um eða þjónustufyrirtækjum, er ferðalangurinn ávarpaður fyrst á frönsku. En þó að franskan sé svona ráðandi, ekki hvað sízt með yngri kynslóðinni, er sagan ekki þar með öll sögð, því að Lúxemborgarar tala allir eða a.m.k. langflestir 2—3 tungu- mál. Þeirra móðurmál er lúx- emborgskan, sem er á að hlýða ekki óáþekk hollenzku — QS er kokhljóðið þó ekki eins á- berandi. Á hernámsárunum til- kynntu Þjóðverjar að Lúxem- borgarar væru þýzkrar þjóðar og kvöddu vopnfæra karlmehn á þeirri forsendu í her Þriðja ríkisins. En þá gerði móður- mál þeirra innfæddu nokkurt strik í þýzka reikninginru Þjóðverjar skildu ekki Lúxem- borgarann, svo frábrugðið er málið þýzku. Börnin læra að tala á lúx- Framhald á 8. síðu. Lúxemborg í 1000 ár Upphaf sögu Lúxemborgar er rakið til pálmasunnudags 12. aprfl. 963 er Sigfreður greifi af Ardenna-héraði náði á sitt vald kastala nokkrum skammt frá Lúxemborgarkletti, sem inn- faeddir kalla Boek, en þama voru þá fjölfarnar krossgötur, tveir af aðalvegunum, sem Rómverjar hinir fomu höfðu lagt, lágu þar um. Kastali þessi var nefndur Lucilinburhuc eða .Juitla virki“, en síðar hlaut þorpið eða borgin sem brátt myndaðist þama nafnið Lúx- emborg. Og það er í dag í senn nafn stórhertogadæmis- ins alls og höfuðborgar þess (ritað Luxembourg á máli hinna innfæddu). Sjálfstæði-undir- okun—sjálfstæði Ekki skal saga Lúxemborgar rakin hér; hún fléttast mjög inn í sögu flestra ríkja Vestur- og Mið-Evrópu á miðöldum, blómaskeiði þessa smáríkis. Margir af þýzku keisurunum . á- miðöldumi konungar í Bæ- heimi og Ungverjalandi, drotth- ingar Frakklands og Englands og fleira tiginborið fólk rakti ættir sínar til Lúxemborgar- greifa. Víðlendast var riki Lúxemborgara á stjómarárum Veneslás fyrsta. náði því þá að verða fimm sinnum stærra en ríkið er í dag. Á 15. öld hefst svo margra alda tímabil erlendrar stjóm- ar á málefnum Lúxemborgara. Hertoginn af Búrgúndalandi náði hertogadæminu þar á sitt vald 1443, síðan náðu Spánverjar yfirráðum lands- ins (1555—1684) og svo Frakk- ar (1684—1679). Þá varð Lúx- emborg eitt öflugasta virki heims og var löngum kallað Vilborg Dagbjartsdóttir: Jakov Flíer leikur sónötu í b-moll eftir Chopin Hvítar rósir vefjast um svartan múr í tunglskini lækur rennur Tvö fiðrildi milli rósanna flögra Blakandi vængjum hrapar annað í angist straumurinn flytur það burt Blár tunglgeisli fellur á stakt fiðrildi a ros Skýfaxi þreytir flugið í suðaustur yfir Selvogsbanka. fólk mænir út um glugga fflugvélarinnar í leit að undri dagsins. Við erum á leið til gosstöðvanna suðvestur af Geirfuglaskeri. Það er þægi- legt að ferðast á öldum lofts- ins, og mann ber hratt yfir, líkt og þegar fugl flýgur. Fyrir fáum mínútum vorum við yfir Þorlákshöfn, þar sem hið nýja sjávarþorp rís upp úr auðninni við sævi- barða strönd. Hér er gullinu skipað á land á vetrarvertíð hvert ár, í stærri stíl en víð- ast annarsstaðar. Rísandi hafnarmannvirki, iðjuver og mannabústaðir, sem Ægir konungur réttír dugandi fólki, sem þorir að leita á hans fund og eiga við hann glímu. Allt þetta höfum við að baki, en myndin frá þessari gömlu verstöð er ennþá fersk í huga, þó komið sé langt suðaustur yfir Selvogsgrunn á fund við undur dagsins, hið mikla gos. Vestmannaeyjar blasa við i austri — norðaustri tígulegar ásýndum. Hæg austan gola gárar haffflötinn svo það sindrar frá hinum lágvöxnu földum vindgárunnar. Allt í einu og óvaasnt tekur LAND RIS UR SÆ Skýfaxi sveig á fluginu og við oss blasir hið miMa und- ur dagsins, gosstöðvarnar sraðvestur af Geirfuglaskeri. Hér var áður rúmlega 120 JÓHANN J. E. KÚLD: metra dýpi. og ég minnist þess í huganum, að einmitt á þessum stað var ég með að draga úr sjó seiluð þorska- net á vertíðinni árið 1930. Nú blasár þama við okkur ein stórfenglegasta sjón sem mannsaugað fær litið. Gufu- bólstrar þeytast upp frá haf- fletinum með ógnvekjandi krafti án afláts og stíga upp í mörg þúsund metra hæð. Gufan þeytir með sér brunn- um vikri hátt í loft, sem síð- an féllur niður á haftfflötinn og myndar hrannir á sjón- um. Skýfaxi myndar sveig að nýju og nálgast nú gosið enn meir. Inni í gufumekk- inum blrtist eyja sem hefur risið þama úr sæ, mitt f hinum miklu hamförum nátt- úrunnar. Eyjan virðist vera orðin ca. hálfur kilómetri á lengd og ekkl undir 40—50 metrum á hæð þar sem hana ber hæst. Byggingameistarinn sem þama er að verki er stórvirkur í meira lagi. þar sem hann kastar bráðinni hraunleðjunni upp úr iðrum jarðar, og hleður við eyjuna í sífellu. Við sjáum dökk flykki inni í hinum hvíta mekki, þau koma upp úr gígnum og ryðja sér braut til sjávar án uppihalds. Kraft- ur og kynngi þess uppruna- lega skapandi máttar, er skóp himinn og jörð, eru hér aS verki, og gagnvart þessurp hamförum móður jarðar stendur maðurinn í senn undrandi og ráðþrota. Þetta er ægifögur sjón sem menn immu aldrei glejrma er séð hafa. Lognaldan gáruð fellur að austurströnd eyjarinnar og kyssir mjúkum kossi heitt berglð, hún er að bjóða þenn- an útvörð Islands velkominn. Eins og við værum alls ó- vitancti fyrirfram um það sem þama er að gerast, srvo erurn við einnlg óvitandt um. hvort hið nýja land sekkur aítur í sæ bráðlega, eða stendur þarna áfram í hafinu og heldur vörð um landhelgi okkar. Flugvélin hnitar hringa marga umhverfis eyjuna og alltaf birtast okkur nýjar myndir í gosmekkinum, sí- breytiiegar í sinni óviðjafn- anlegu tign. Það eru sýniu lega komnar gryrmingar út frá hinni nýju eyju, eða svo virtist mér vera að sunnan- verðu við hana. Þegar fflugvélin sneri heim á leið blasti við augum lítið gufugos nokkur hundruð metrum suðvestur af eyjunni; hvort það hverfur aftur fljótt, eða færist í aukana. það veit enginn þegar þetta er ritað. lölenzka þjóðin hefur upp- lifað miklar hörmungar af völdum éldgosa á umliðnum öldum, og því skulum við öll biðja um og vona að svo verði éfcki að þessu sinni. En aðalhættan í sambandi við þetta sjávargos er sú, ef sjór félli niður í þá jarðsprungu sem þama hefur myndazt, því að slíkt gæti orsakað mikla sprengingu og valdið flóðbylgju. Hamingjan gefi að ekkert slíkt komi fyrir nú, en eyj- an verði þama þess í stað, um aldur og ævi sem út- vörður Islands. IUXEMB0URG ■ Á lítt byggðu svæði nálægt miðhluta Lúx- emborgar er okkur ís- lenzku blaðamönnun- um bent á vinnustað, sérkennilega nýbygg- ingu, ekki hátt hús en allmikið um sig. Gluggar eru þar lítt áberandi en veggfletirnir, sem sjást frá götunni, eins og saman settir úr tíglum, litimir dempaðir. Virð- isí þetta við fyrstu sýn harla sérstæð og fögur bygging. ■ Okkur er sagt' að þetta sé Þjóðleikhús þeirra Lúxemborgara og hafi samkvæmt áætlun þegar átt að vera búið að opna það, en nú sé gert ráð fyrir að úr húsvígslunni verði ekki fyrr en í næsta mánuði. Við, ísendingarnir, hugsum með okkur: Nú, já. Það er þá víðar en á íslandi sem framkvæmda- og byggingaráætlanir stand- ast ekki! Bílstjórinn okkar er gamansamur ná- ungi og segir hátt og snjallt í hátalarann, að vonir standi til að leikhúsbyggingin verði full- gerð á 2000 ára afmæli Lúxemborgar! Hann nefnir þessa íEölu í gamni vegna þess að á árinu hefur þess verið minnzt á margvíslegan hátt í Lúxemborg að 1000 ár eru liðin síðan kastala- borgin varð tiL Djúp g'il skera borgarhlutana í Lúxenjborg sunilur en voldugar brýr tengja þá aftur saman. Hér sést ein af þessum brúm í höíuðborginni, sú sem kennd er við Adolf stórhertoga. Til hægri er hluti af hinum forna virkisvegg sem umlauk kastalaborgina frægu á miðöldum. „Gíbraltar norðursins“. Spán- verjar náðu landinu aftur (1697—1714), síðan Austur- ríkismenn (1714—1795) og þá Frakkar enn og héldu því til loka veldis Napoleons mikla árið 1814. Þó að Lúxemborg lyti er- lendum yfirráðum um aldarað- ir hélzt sjálfstæður þjóðar- metnaður ibúa landsins óskert- ur og þeir litu jafnan á sig sem þjóð óháða þeirri sem hverju sinni fór með landsyf- irráðin. Og um og eftir miðja nítjándu öld fer Lúxemborg að öðlast æ meiri stjómarfars- lega sjálfsstjóm. Árið 1839 lýstu helztu Evrópuveldin yfir fullveldi ríkisins og 28 árum síðar er samið um ævarandi hlutleysi þess í stórveldaátök- um. Hollandskonungar fóru með

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.