Þjóðviljinn - 29.11.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.11.1963, Blaðsíða 6
0 StÐ* MÓÐVILJINN Föstudagur 29. nóvember 1963 UM VINÁTTU MANNA Borin fr.iáls heitir ný bók frá Heimskringlu. Höfundur hennar er ensk kona, Joy Ad- amson að nafni, en hún bjó I mörg ár í norðurhéruðum Kenya ásamt manni sínum sem er veiðimálastjóri í þeim sýslum. Árið 1956 tók hún í fóstur þrjá móðurlausa Ijónsunga — tvo þeirra hlaut hún fljótlega að lóu frá sér í dýragarð, en hinum þriðja Ófremdarástand í samgöngumálum NESKAUPSTAÐ 25/11. — Vetur gekk hér í garð fyrir hólfum mánuði með frosti og nokkurri fannkomu. Hefur síðan snjóað lftilsháttar öðru hvoru. en þess á milli heiðríkja og stillur. Með snjónum hafa glæðst vonir Norð- firómga um að hægt verðl að Kvikmynd um eldgosið Kvikmyndafélagið Geysir seaidi starfsfólk sitt á vett- vang þegar gosiö varð við Vestmannaeyjar á dögunum — 3ja manna hóp undlr stjóm Þorgeirs Þorgeirsson- sonar. Tóku þeir þremenning- ar myndir af gosinu. annars vegar til sýninga í sjónvarpi og var það efni strax sent utan og hefur nú verið sýnt í 59 sjónvarpsstöðvum viðs vegar um heim, Þá voru einnig teknar myndir á lit- filmu og Cinema-Scope og fór Þorgeir utan á þriðju- inn i fyrri viku til að vinna úr því efni hjá Nordisk Films Teknik í Kaupmannahöfn og eru fullgerð hljómsett eintök væntanleg heim nú um eða upp úr miðri viku og verður myndin þá þegar tekin til sýnjnga sem aukamynd í Austurþæjarbíói en um sýn- ingarrétt utan Reykjavikur er enn ósamið. Þessi stutta skyndiútgáfa af gosmynd fé- lagsins mun vera fyrsta is- lenzka breiðtjaldsmyndin, sem sýnd er, en félagið hefur nú í smiðum íslandsmynd í Jt- um og Cinema-Scope, sem Reynir Oddsson stjómar og hélt hann til Stokkhólms í fyrri viku þeirra erinda að klippa þá mynd og ganga frá henni til sýninga. halda hér Skiðalandsmót á næstu páskum. en sú skemmtan gekk þeim úr greipum síðastliðinn vetur sökum snjóleysis- Langt er þó enn til páska og hætt við að veðurguðinn eigi effir að skipta oft um skap á þeim tíma. Þótt börn og skíðaunnendur fagni snjónum, getur fólk hér almennt ekiki glaðst yfir vetrar- ríkinu eins og nú er háttað samgöngumálum Norðfirðinga, þar eð segja má, að þeir séu einangraðir á landi og í lofti og sjóleiðin ein opin. Vegurinn yfir Oddskarð tepptist 12. nóv- ember og stöðvað'st þá áætlun- arbíll frá Egilsstöðum sunnan til í skarðinu. og með honum póst- ur og annar varningur. Þama stóö svo bíllinn. þar sem hann var kominn, í 10 daga og var engin tilraun gerð af hálfu Vega- gerðar ríkisins til að greiða götu hans allan þann tíma, þótt lítið bætti á snjó. Barst enginn póstur í bæinn þessa daga, og voru fyrstu dagblöðin. sem Norð- firðingar sáu, eftir að verk- faili prentara lauk. orðin aUt að 10 daga gömul. 1 þeim sáum við fynstu myndir af eldgosi því, sem Sunnlendingar hafa haft til augnayndis frá þvi það hófst. Þetta ófremdarástand í sam- göngumálum okkar á landi væri hinsvegar auðleyst í lofti, en þar hefur stirðbusaháttur og skiln- ingsleysi Flugfélags Islands stað- ið fyrir allri úrbót. Hefur Flug- félagið skáflogið nýja flugvöll- inn hér í fjarðarbotninum frá því í vor og alveg „gleymt” Norðfirði í vetraráætlun sinni. Málgagn 6Ósíalista, Austurland, gerir samgönguerfiðleikana að umtalsefni í síðasta tölublaði, og er þar þoðað, að reynt verði að semja við aðra en Ff um áætlunarflug hingað, og er það von manna, að slíkir samningar takist sem allra fyrst. Varðandi samgöngur á landi má geta þess. að Fjórðungsþing Austfirðinga, sem haldið var í október s. 1. gerði að tiHögu sinni, að grafin verðl 1000 m. Framhald á 2. síðu. Skólabörn í Dallas: , ViB erum frjálsl' DALLAS 27/11 Prestur nokkur í Dallas hefur skýrt frá því, að hópur skólabarna bæði í Dallas og höfuðborg Tex- as, Austin, hafi fagnað ákaft fróttinni um morð forset- ans. Ung kennslukona í Dallas hefur sömu sögu að segja og hefur hún lýst viðbrögðum barnanna, sem hún kennir. Kennslukonan heitir Johanna Morgan, er 22 ára gömul og kennir ensku við gagnfræða- skóla í Dallas. Hún gegir, að sum bamanna i bekknum, sem hún kennir hafi látið í ijós á- kafan fögnuð, þegar fréttin um andlát forsetans barst í skól- ann. Hafi fréttin verið lesin upp í hátalarkerfi skólans, rétt áður en hringja átti út í frí- mínútum, og hafi hún mátt hafa sig alla við að halda börnunum í skefjum — nokkur þeirra hafi hrópað: „Við erum frjáls!“ Það var negri, sem skaut negravininn! Lawrence Gray, sem á böm í gagnfræðaskóla í Dallas, skýrði frá því, að samskonar atburðlr hafi gerzt í öðrum gagnfræðaskólum borgarinnar. Sonur Grays hafi orðið fyrir að- kasti bekkjarfélaga sinna fyrir að faðir hans hafi stutt forset- ann. Strákarnir hrópuðu til hans allan daginn: „Það var negri, sem skaut forsetann þinn, þennan negravin!" RÁNDÝRS OG hélt hún eftir. Þessi unga ljón- ynja, sem gefið var nafnið Elsa, ólst síðan upp meðal manna.og spannst af því upp- eldi fróðleg og heillandi saga sem sett er fram í ofangreindri bók. Höfundur greinir frá mörg- um sérkennilegum vandamál- um tengdum því að ala upp rándýr meðal manna án þess að nokkrum þvingunum sé beitt Einnig segir margt frá friðsamlegri sambúð þeirra Adamsonhjóna og Elsu á við- burðaríkum ferðalögum um eftirlitssvæði veiðimálastjór- ans. Þannig líða fram tímar, þar til ljóst verður að það er báð- um aðilum j hag að Elsu verði skilað aftur til hinnar villtu náttúru. En það er ekki auð- velt viðureignar — Elsa get- ur að vísu slegizt í hóp villtra Ijóna um skamma stund, en hún kann ekki að bjarga sér sjálf, hlýtur alltaf að leita aft- ur til fósturforeldra sinna. Og þau verða að taka að sér það sem vanrækt hafði verið í uppeldi Elsu og hún hefði ann- ars lært af sínum náttúrulegu foreldrum: að veiða dýr sér til matar. Oft er mjög tvísýnt um það, hvernig fara muni, en að lok- um tekst að gera Elsu óháða fósturforeldrum sínum, hún hefur fundið sér maka, eign- ast afkvæmi En þrátt fyrir nýja lifnaðarhætti heldur Elsa trúnaði við Adamsonhjónin —* kemur þeim meira að segja í kunningskap við kettlinga sína. Það er því ekki undarlegt að frægð Elsu hefur borizt víða með bókum og kvikmynd- um — og bók fósturmóður hennar hefur hlotið miklar vinsældir. íslenzku þýðing- una hefur Gísli Ólafsson gert. Bókin er glæsileg að öllum frágangi, prýdd fjölda mynda og eru sumar þeirra litprent- aðar. Sigla á erlendan markað Neskaupstað 26/11 — Tveir bát- ar hafa stundað útileguróðra héðan og fiskað í sig fyrir ?r- lendan markað. Það eru Stefán Ben. og Hafþór og hafa þeir aflað sæmilega undanfarið. Sæfaxi og Þráinn ætla að stunda landróðra á næstunni og fara í fyrsta róður á morgun. Þeir munu líka sigla með afl- ann á erlendan markað. — R. S. Eftirsótt hús til sölu Vestmannaeyjum 26/11 — Ár- sæll Sveinsson, útgerðarmaður, auglýsir í dag skreiðargeymslu sína við Vestmannabraut til sölu og þykja það tíðindi hér í bænum. Þetta er gamalt kvikmynda- hús vel staðsett í miðjum bæn- um og hafa margir aðilar reynt að fá húsið keypt undanfarin ár og hefja þar aftur kvik- myndasýningar, en Ársæll þrá- azt við fram að þessu. Aðeins eitt kvikmyndahús er í bænum. Hús Ársæls mun vera falt fyr- ir eina og hálfa milljón króna. Ársæll hefur í hyggju að flytja skreiðarverkun sína í að- gerðarhús sitt og byggja þar viðbótarbyggingu. — Páll. Sími 17-500 Nokkur útburðarhveríi losna um mánaðar- mótin. — Afgreiðsla Þjóðviljans. HAPPDRÆTTI WÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.