Þjóðviljinn - 29.11.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.11.1963, Blaðsíða 7
MðÐVILJINN Fðstudagur 29. nóvember 1963 Óvenjuleg skákkeppni Einn maður á skákborðinu hefur ver‘ð drcpinn og er borinn burt á börum. Þessi mynd var tekin meðan stóð á óvenjulegri skákkcppni á D ynamo-leikvanginum í Sukhumi í Sovétríkjunum á síðastliðnu sumri. Tafimennirnir voru flestir beztu fimleikamenn borgarinnar. cn teflendur voru ekki af lakara taginu' Vasilí Smislof og Paul Kcres. Vernda þarf frá eyðingu fugla og jurtir íslands Á fundi Hins íslenzka náttúrufræðafélags á mánudags- kvöld flutti TJlfar Þóröarson læknir erindi um náttúru- vemd og hvatti sterklega til þess að betur væri að þeim málum staðið af hálfu stjórnarvalda og almennings. Varð Úlfari sérstaklega tíðrætt um hættuna sem væri á útrýmingu íslenzka arnarins og að aðrar fuglategundir væru að hverfa af landinu. í umræðum benti Eyþór Einarsson grasafræðingur á nauðsyn þess að friða sjaldgæfar íslenzkar jurtir, og benti á að um tíundi hluti þeirra jurtategunda sem í Finnlandi vaxa sé alfriðaður. I eríndi sínu ræddi Olfar nátt- úruvemd almennt, bæði bá vemd sem gerð væri til nytja og þá sem gerð væri ttt að vemda dýralíf og gróður og fagra staði mönnum til ynd- Isauka í nútið og um alla fram- tfð. Lagði hann áherzlu á hve rnifclu fátæklegra landið yrði ef fuglategundir yrðu flæmdar á brott og óbætanlegt tjón yrði þeim eytt með öllu eins og geirfuglinum. Sýndi hann fund- armönnum útbreiðslukort um amarhreiður á landinu, allt frá 1890 með ttu ára bili. og kom skýrt fram að , á þessum 73 árum hefur eroinum fækkað stórlega. svo að nú eru ekki eftir nema fáein hreiður á Kynningarritinu lcelandic Review vel tekið eriendis Ot er komið annað hefti ársfjórðungsritsins ICELAND REVIEW, en þetta er sem kunnugt er fyrsta tfmaritið, sem hér er gefið út á ensku til kynningar á íslenzkum at- vinnuvegum, útflutningsaf- urðum, þjóðlífi og menningu. Hingað tiil hefur verið brýn þörf fyrir slíkt kynningarrit tii dreifingar erlendis og hlaut fyrsta heftið mjög góðar við- tökur. Því er dreift erlendis bæði af opinberum aðilum. fyrirtæ-kjum og einstaklingum Umsagnir um ICELAND REVIEW birtust i mörgum er- lendum blöðum bæði vestap hafs og austan og hefur út- komu ritsins verið fagnað mjög af þeim, sem áhuga hafa á íslenzkum málefnum og vilja fylgjast með bróuninni hér á landi. TrTrT * mt) REVIEW er prentað á góðan pappir. mjög mjmdskreytt og vandað hvað útlit og frágang snertir. Ann- að eintakið er að nokkru leyti helgað heimsókn forseta Is- lands tU Bretlands og var dreift þar vtra á meðan heim- sóknin stóð. Grein er um for- setahjónin, sendiherra Islands í London, Henrik Sv. Björos- son, og helztu fulltrúa okkar í Englandi. Þá er greín um efnahagsmál, sauðfjárrækt, ís- lenzka hestinn. Þá er fjallað um nokkra þætti sjávarút- vegstns. greinar um útflutn- ingsafurðir okkar og ieiðbein- ingar fyrir útlendinga sem hug hafa á að heimsækja landið. Rjtstjórar eru þeir Haraldur J. Hamar og Heimir Hannes- son. Gísli B. Bjömsson hefur séð um útlitið. en ritið er prentað í Setbergi. Vesturlándi, og liggur við al- gerri eyðingu hans. Nefndii ræðumaður dæmi er- lendis frá tU að sanna að aðr- ar menningarþjóðir leggja mik- ið á sig til þess að vemda dýrategundir, ekki sizt fugla- tegundir, og hafa friðlýst stór landsvæði og falið sérstökum nefndum og stofnunum eftirlit með því. Taldi Olfar friðun Eldeyjar til fyrirmyndar enda væri súlubyggðin þar orðin víð- fræg og súlan tekin að nema land einntg á öðrum stöðum. En miklu meira þyrfti að gera, ný dýraverndunarlög og betri framkv. laganna, og að geng- ið væri að því að friðlýsa eyj- ar og skaga, tjamir og vötn undir ströngu eftirHti, ennfrem- ur að hafa strangara eftirlit með allri veiði. Banna yrði með öllu eitrun á víðavangi. Taka þyrfti útvarp og síðar sjónvarp og skóla í þjónustu náttúru- verndar og efla samtök almenn- ings til verndar náttúru lands- ins. Uppræta þyrfti þann hugs- unarhátt sem lýsti sér í því að menn víluðu ekki fyrir sér að ræna hreiöur, meira að segja hér í bæjarlandinu, í vor hefði t.d. maður noklcur verið búinn að safna sér fullrl fötu af and- areggjum i Vatnsmýrinni. Eyþór Einarsson taldi mikla þörf á auknum áhuga almenn- ings fyrir náttúruverod. Það væri ekki nóg að flestir fuglar væru friðaðir, allt árið eða hluta af ári. almenningur og yfirvöld yrðu að vinna ötullega saman að framkvæmd laganna. Náttúruverodarlögin hefðu ekki enn komið að verulegu gagni. m.a. vegna ónógra fjárframlaga. Og hér á landi væri ekki ein einasta plöntutegund friðuð. i grannlöndum okkar væru hins vegar margar plöntutegundir friðaðar. í Finnlandi t.d. 110 tegundir en það léti nærri að vera tíu af hundraði þeirra plöntutegunda sem í Finnlandi vaxa. Hér gæti komið til greina að friða með lögum upp undir 10% af háplöntunum, og þyrfti að vinda að því bráðan bug. Hann hafii ekki meira en 60-70 tinda aS monta meS „Endurminningar fjall- göngumanns" er nafn á nýútkominni bók sem ísafold liefur gefið út eftir Þórð Guð- iohnsen, fyrrum lækni j Rönno á Borgundarhólmi. Þetta er liðlega 100 blað- síðna bók og hefur að geyma endurminningar frá ferðalög- um höfundar í Noregi, Sviss. Lapplandi og víðar. Aðalkafl- ar bókarinnar eru þrír: f Nor- egi, Suður í löndum og Lapp- landsferðir. Fjölmargar mynd- ir eru f bókinni og allar tekn- ar af Þórði Guðjohnsen. í stuttum formála, sem höfundur ritaði árið 1937, seg- ir m.a.: „Höfundur þessarar litlu ritgerðar er alinn upp i hverfi, þar sem standberg ganga i sjó fram, en fiöll og háar heiðar liggja að baki Taka síðan við óbyggðir os öræfi, allt fram til jökla. Voru hér hin beztu skilyrði fyrir byí, að kynnast klettum og fjöllum. og voru margar stund- ir notaðar til þess, begar öðr- um skyldum var lokið. Get ég þakkað föður minum frjáls- lyndi hans i þá átt. Var hann ávallt á þeirri skoðun, að ekki mætti kúlda stráka i húsum inni. ef þeir ekki ættu að verða skussar, og tók hann við og við þátt i fiallgöngum okkar bræðra. Hin fyrsta fjall- ganga mín var á Húsavíkur- fjall, sem þó aðeins er 417 s>- metrar, og mun ég þá hafa verið 7—8 ára. En er mér óx fiskur um hrygg, notaði ég flest sumarlevfi til ferða 1 fjailalöndum. Það sem ungur nemur, gamall temur. Hefur ást mín á fjöllum og öræfum haldizt óveikluð fram á elli- ár. En ekki hef ég ætíð átt við tindana. Fleiri af ferðum mínum hafa aðeins ’-erið lang- ar göngur í fjaliasveitum og fyrir skörð, og hef ég því ekki meira en 60—70 tinda að monta með “ Jakob Guðjohnsen segir í eftirmála bókarinnar nokkuð frá höfundinum, Þórði Guð- johnsen Segir þar m.a.. „Þórð- ur læknir fæddist i Reykja- vík 5. feþrúar 1867, en flutt- ist með föður sínum norður til Húsavíkur, þar sem hann ólst upn til tvítugsaldurs, Hann stundaði nám við latínuskól- ann i Reykjavík og útskrifað- ist frá honum sem stúdent í júnf 1887. Kandídat i læknis- fræði frá Hafnarháskóla varð hann árið 1896. Eftir fram- haldsnám við spítala i Kaup- mannahöfn og námsför til Berlinar settist hann að sem starfandi læknir í Rönne á Þórður Guðjohnscn. Borgundarhólmi árið 1899 og starfaði harm þar til dauða- dags árið 1937 . . . Þórður læknir var einlægur náttúru- skoðari, og á fjöllum hafði hann miklar mætur. Matter- horn kallaði hann alltaf „horn- ið“. Klifraði hann Matterhorn érið 1911, fyrstur Dana og fslendinga. Ferðaðist hann mikið i Noregi, Alpafjöllum og sérstaklega í Lapplandi í Norður-Svíþjóð, alltaf fót- gangandi . . Á ferðum sínum tók Þórð- ur mikiö af ljósmyndum, Þess- ar ljósmyndir notaði hann sem uppistöðu í erindi, er hann flutti á vegum danska ferða- félagsins, en eínnig til þess að myndskreyta ferðasögur þær, sem hann skrifaði eftir hverja ferð. Notaði hann hverja frístund frá læknisstörfum á vetrum til þess að skrifa minningar um ferðir þær, sem hann hafði farið um sumarið. Hann var allgóður teiknari og skrifaði vel. Ferðasögur sín- ar handritaði hann og skýrði með pennateikningum eftir ljósmyndunum, sumar lögðum litum .... Rit þetta er stutt- ur útdráttur og glefsur úr ferð- um hans. Gaf hann Helga Jón- assyni fré Brennu rit þetta, en þeir höfðu hitzt af tilvilj- un í Þjórsárdal og setjð á tali um fjöll og öræfi elna bjarta sumamótt“. Spekin og spurifötin, nýstár- leg bók eftir Einar Pálsson „Spekin og sparifötin“ er nafn á nýrri bók eftir Ein- ar Pálsson. Fjallar höfundur þar um ýmis þau málefni, sem mönnum cru efst í huga nú á tímum. Grunntónn bókarinnar, að sögn höfundar, er sú einkenni- laga tilviljun að fæðast fs- lendingur, ■— og er Einar ó- feiminn við að fara eigin göt- ur í frásögnum sínum. Grimmd þeirrar dýrategundar sem nefnist Homo Sapiens, er honum efst í huga, en þó eru margar fyndnar lýsingar í bókinni, þar sem gys er gert að tilgerðinni og prjálinu i heiminum. Astarsaga, fyrsta bók nýs höfundar Einar Pálsson er löngu kunn- ur fyrir störf sín að leiklistar- málum og sem útvarpsmaður. Hann hefur nú um langt skeið dregið sig í hlé af þeim vett- vangi til að sinna öðrum verk- efnum, sér i lagi sagnfræði, tungumálum og „leitinni að uppruna (slenzkrar menning- ar“. Víða hefur hann leitað gagna, sem varða þessi mál og gert margvíslegar athugan- ir á Eddum íslendinga. 1 bók- inni segir frá ýmsu, sem í hug höfundar hefur komið á ferð- um hans erlendis. Útgáfa bókarinnar „Spekin og sparifötin" er hin vandað- asta Bókin er 216 blaðsiður, skipt í 12 kafla. Spænski lista- maðurinn Baltasar hefur gert fjölmargar myndir, sem prýða bókina, en hún er prentuð £ prentsmiðju Jóns Helgasonar. Útgefandi er Mímir, Hafnar- stræti 15. Námsstyrkur til Hafnar- „Saklausa dúfan" er nafn a nýútkominni skáldsögu, fyrstu bók nýs höfundar, Más Krist- jónssonar, Þetta . er 319 blaðsíðna bók, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, en útgefandi er Bókaútgáfan Fróði. „Saklausa dúfan“ ei saga um ástir i nítján köflum og er bókin þannig kynnt á kápusíðu: „Ævintýraleg ástarsaga is- lenzks sjómanns, sem strýkur erlendis af Panamadalli, þar sem áhöfnin er úrhrak manna úr fimm heimsálfum, og hafn- ar i litlu, ömurlegu þorpi, sem þó getur stært sig af lítilli niðursuðuverksmiðju og rnörp- um léttlyndum stúlkum. 1 knæpunpi Saklausa dúfan msetir hann örlögum sinum i liki fagurrar gleðikonu, sem hann verður ástfanginn af í fullri alvöru Sagan greinir frá samsikiptum þeirra, af- brýði hans, lífinu í þessu Már Krist.iónsson vesæia porpi og skipshöfn- unum, sem koma og fara og leita gleymskunnar í Saklausu dúfunni. Höfundurinn er Reyk- vikingur og þetta er hans fyrsta bók . . . “ háskóla Háskólmn í Kaupmanna- höfn býður ungum fræði- manni frá etnhverjum háskóla á Norðurlöndum til ársdvalar þar við háskólann í Þvi skyni að stunda þar framhaldsnám, svo og að hafa á hendi nokkra kennslu í fræðigrein sinni í samráði við kennarana í þeirri grein. Greiðslan af hendt háskól- ans er samtals d. kr. 19.156,16 fyrir timabilið frá 1. febrúar 1964 til 31. janúar 1965. Umsóknir um styrk þenna skal senda rektor Háskóla Is- lands eigi síðar en mánndag 16. desember. Með umsókn skal senda skýrslu á dönsku um námsferil umsækjanda og um það framhaldsnám og þæi- rannsóknir, sem hann mundl stunda í Kaupmannahöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.