Þjóðviljinn - 04.12.1963, Side 2
2 StoA --------- „n, ir-n- ~ —— V .r ... rT - -n, r, . - FH®VIJ,nNN
Miðvikudagur 4. desember 1963
Tillögur ríkisstjórnar-
innar ásamt greinargerð
f gærkvöld barst Þjóðvirjanum eftirfarandí fréttatil-
kynning frá ríkisstjóminni:
Á fundi með fulltrúum vinnuveitenda og viðræðunefnd
verkalýðsfélaganna í dag var þeim afhent meðfylgjandí
greinargerð og tillögur ríkisstjómarinnar um lausn
k j aradeilunnar:
f tillögum þessom er byggt á
þremur meginforsendum, sem
ríkisstjómin telur óhjákvaemi-
legt, að verði undirstaða vænt-
anlegra samninga.
í fyrsta lagi verði svo um
hnúta búið, að hinir lægstlaun-
uðu fái verulega kjarabót og
stefnt verði að því að vinna upp
það, sem þeir hafa dregizt aftur
úr öðrum Iaunþegum á undan-
förnum árum.
f öðru lagi verði launahækk*
unum þannig í hóf stillt, að
ekki leiði til breytingar á gengi
krónunnar.
f þriðja lagi verði samning-
amir ekki til skemmri tíma en
til haustsins 1965, þ.e.a.s. til
svo langs tíma, að jafnvægi í
verðlagsmálum geti skapazt og
útflutningsframleiðslan fái tæki-
færi til þess að tryggja hag
sinn, svo að hún geti borið þá
kauphækkun, sem nú verður,
án þess að dragi úr framleiðslu
og nauðsynlegri uppbyggingu og
endurbótum. Ríkisstjórnin tel-
ur ennfremur mikilvægt, að
samningstímabilið verði notað
til þess að undirbúa heildar-
samninga um kaup og kjör, er
nái til sem flestra þjóðfélags-
Kærufrestur er
þrír dagar
Biskupaskrifstofan biður þess
getið að gefnu tilefni, að f
lögum um prestkosningar er
svo fyrir mælt, að þriggja daga
kænufrestur skuli líða frá kjör-
degi og þar til talning at-
kvæða fer fram. Það er af
þessum orsökum sem talning
atkvæða í nýafstöðnum prest-
kosningum f Reykjavík getur
ekki farið fram fyrr en á
fimmtudag.
(Frá biskupsskrifstofunni)
stétta. Verði í jþeim samning-
um lögð áherzla á aukna hag-
ræðingu og breytingu á vimru-
fyrirkomulagi og töxtum, er leitt
geti til styttri vinnutíma. Vill
ríkisstjórnin af sinni hálfu
stuðla að því, að tekm verði
upp hagkvæmari vinmrbrögð, og
jafnframt veita aðstoð srna við
tæknilegan undirbúning heildar-
kjarasamninga.
Út frá þessirm meginforsend-
um, leggur ríkisstjómin fram
eftirfarandi tillögur um' samn-
ingsgmndvöll milli launþega og
atvinnurekenda og aðgerðir rík-
isvaldsins í því skyni að til-
gangi samninganna verði náð.
1) Samið verði rnn kaup-
hækkanir, er verði þrenns kon-
ar: a)8% hækkun til allra hinna
lægst launuðu, svo sem almennra
verkamanna, verkakvenna, iðju-
verkafólks og hins lægra laun-
aða verzlunarfólks. b) 4%
bækkun til iðnaðarmanna og
hliðstæðra starfshópa. c) Nokkr-
ir hærri taxtar verkamanna,
sem næst liggja töxtum iðnað-
armanna hækki um hlutfall, er
liggi milli 4% og 8%.
Ofangreindar kauphækkanir
verði takmarkaðar við hækkun
dagvinnukaups og hliðstæðs
viku- og mánaðarkaups, en nái
hvorki til yfirvinnu, nætur- og
helgidagavinnu né ákvæðis- og
uppmælingartaxta.
2) Ríkisstjórnin er reiðubúin
í sambandi við slika samninga
að beita sér fyrir breytingu á
útsvarsstigum, sem hefði í för
með sér lækkun útsvara fjöl-
skyldumanna með lágar tekjur,
en á móti hækki útsvör hátekju-
fólks og að nokkru einhleypinga.
Þessar bre.ytingar útsvarsstiga
mundu jafngilda a.m.k. 4%
kauphækkun til vísitölufjöl-
skyldu, en fyrir fjölskyldu með
tvö börn og 80 þús. kr. tekjur
mundi breytingin samsvara a.
m.k. 5% kauphækkun.
3) Mikilsvert er, að kaup-
hækkun verði svo í hóf stillt,
að hún leiði til eem mirmstrar
hækkunar á landhninaðarvöru-
verði og kormið verði í veg fyrir
almerma hækkrm á launum op-
inberra starfsmanna.
4) Ríkisstjómin xnun beita
sér fyrir ráðstöfurrtrm, svo sem
með breytingum útfhitnings-
gjalda og vaxta af afurðalánum,
til þess að auðvelda útílutnmgs-
framleáðslunni að taka á sig of-
angreindar kauphækkanir.
5) Nokkrar verðhækkanir eru
óhjákvæmilegar af eftirtöldum
ástæðum-: a) verð landbúnaðar-
afurða og verð á ýmsum vörum
og þjónustu hlýtur að hækka
nokkuð, ef samið er um þær
kauphækkanir, sem getíð er hér
að framan. b) aðgerðir til hags-
bóta fyrir útflutningsfraTnleiðsl-
unn, svo að hún getd tekið
á sig kauphækkanir, munu á-
samt annarri nauðsynlegri tekju-
öflun í ríkissjóð hafa í för með
sér verðhækkanir. c) esrm eru ó-
framkomnar nokkrar verðhækk-
anir vegna fyrri kauphækkana
d) erlendar verðhækkanir, sem
vitað er um, en enn hafa ekki
haft áhrif á verðlag hér á landi.
6) Ríkisstjómin er reiðubúin
til viðræðna við launþega og at-
vinnurekendur um breytingar á
þeim lagaákvæðum, er banna
verðtryggingu kaupgjalds. Telur
hún hugsanlegt að taka upp tak-
markaða verðtryggingu fáist sú
heildarlausn kjaramála, sem að
ofan hefur verið rakin. Forsenda
þess er þó, að engin launabreyt-
ing vegna verðtryggingar launa
eigi sér stað, fyrr en eftir að
fram eru komnar þær óumflýj-
anlegu verðhækkanir, sem að
framan er lýst. Ennfremur telur
ríkisstjómin nauðsynlegt, að sá
fyrirvari verði á slíku samkomu-
lagi. að verðhækkanir, sem stafa
af liækkun á fob-verði innfluttra
vara leiði ekki til hækkunar
kaupgjalds.“________________
Sjálfkjör ð í
Sjómannafélagi
Hafnarfjarðar
25. fyrra mánaðar rann út
frestur til þess að skila fram-
boðslistum við stjómarkjör í
Sjómannafélagi Hafnarfjarðar.
Aðeins einn listi kom fram og
verður hann því sjálfkjörinn.
Listinn er þannig skipaður:
Formaður: Kristján Jónsson,
varaformaður: Sigurður Péfcurs-
son, ritari; Ólafur Brandsson,
gjaldkeri: Jónas Sigurðsson.
varagjaldkeri: Óskar Vigfússon.
varamenn i stjórn: Ingimar
Kristjánsson og Jóhann Guð-
mundsson.
Nokkrar breytingar verða nú
á stjórninni. Þannig tekur Krist-
ján Jónsson nú á ný við for-
mennsku i félaginu og einnig
er gjaldkerinn nýr í stjórninni.
Barnabækur
Iðunnar
Foi'lagið Iðunn gefur út fimm
bama- og unglingabækur fyrir
þessi jól.
Þar fer Enid Blyton, sem lík-
lega hefur fengið fleiri bækur
eftir sig íslenzkaðar en nokkur
höfundur annar — að þessu sinni
koma út tvær bækur þessa höf-
undar. Fimm komast í hann
krappann og Dularfullu bréfin.
Þá kemur út fjórða bókin um
Óla Alexander, Óli Alexander á
ílugi. Ennfremur æfintýrasaga
handa 7—11 ára bomum, Fjár-
sjóðurinn í Árbakkakastala eftir
írskan höfund, Ellis Dillon og ís-
lenzk handa litlum börnum
eftir Ingibjörgu Jónsdóttur og
heitir MúsabÖm í geimflugi.
Allar bækumar eru mynd-
ekreyttar.
Emil
gegn Gylfa
Ríkisstjórnin hefur á und-
anförnum árum átt í nokkr-
um erfiðleikum með að selja
ýmsar fiskafurðir, einkanlega
saltaða og frysta sild. Ekki
stafa erfiðleikamir þó af því
að markaði skorti, því öll ár-
in hefði verið hægt að selja
aukaiega mjög mikið magn
af unninni síld í Austurevr-
ópuríkjum. En salan hefur
strandað á hinni „frjálsu"
viðreisnarstefnu; heildsalam-
ir hafa ekki fengizt til _að
kaupa varning af þeim þjóð-
um sem vilia taka við þess-
um framleiðsluvörum okkar.
í sumar var reiknað út að
fyrir 5000 tonn af freðsíld.
sem hægt hefði verið að
selja í Austurþýzkalandi,
hefðu fengizt um 66 miljón-
ir króna. En Austurþjóðverj-
ar gátu ekki keypt síldina
vegna þess að íslenzk stjóm-
arvöld fengust ekki til að
kaupa nægar vörur á móti.
Því fór sildin i staðinn í
gúanó en þar með lækkaði
útflutningsverðmætið niður í
20 miljónir króna. Þannig
var 46 miljónum króna kast-
að á glæ sem herkostnaði í
hinu frjálsa viðskiptastríði
heildsalanna gegn sjávarút-
veginum. Ef Austurþjóðverj-
um hefði verið falið að smíða
fyrir okkur 6 fiskiskip, 220
— 230 tonna, he*ði austur-
þýzkur kostnaður við þá
smíði numið 31,2 miljónum
króna. í þessu eina dæmi
hefur viðreisnarstefnan þann-
ig haft af okkur sex mynd-
arleg fiskiskip og miklu
meira þó. Það er sannarlega
ekki að undra þótt hinir
frjálsu heildsalar láti mál-
gögn sín lýsa því endalaust
hversu hagkvæm viðreisnin
hafi orðið á viðskiptasviðinu.
Þetta litla dæmi er þeim
mun merkilegra, sem það
var rakið af Emil Jónssyni
sjávarútvegsmálaráðherra á
aðalfundi LÍÚ. Hann var að
iýsa afleiðingunum af stefnu
flokksbróður síns, Gylfa b-
Gíslasonar viðskiplamálaráð-
herra. — Austri.
Flugíélagið kaupir
aðra Cloudmastervél
PJONUSTAN
LAUGAVEGI 18 SIMJ 19\ 13
Mill dajidaf lugflota Flugfélags
fslands bætist á næstmmi nýr
farkostur, Cloudmasterflngvél,
sem félagið hefir fest kaup á.
Hin nýja flugvél er af *önru
gerð og ..Skýfaxi*, w*»i Ria»<
félagið keypti fyrir tveim árum.
Báðar eru flugvéilaimar keyptar
af norræna flugfélagimi S, A. S.
Endanleg ákvörðun um kaup--
in á hinni nýju Claudmaster-
fkigvél, var tekin eftir víðtæk-
ar aithrjganir á flugvólategund-
um, sem til greina komu. en sem
kunnugt er takmarkast sliikt við
flugvólar sem nota flúgbrautir
í styttra lagl vegna takmarkaðra
brautalengda Reykj avíkurf Lug...
vallar.
Það vonu því aðeins iwær teg-
undir, Viscount skrúfuþotur og
Cloudmasterflugvélar, sem var
um að velja, en vegn® mjög
auikinna flútninga í mfllilanda-
flugi Flugfélags Islands hin síð-
ari ár varð að ráði að velja
Cloudmasterflugvél, vegna þess
hve miklu fleiri farþega hún
getur flutt í hverri ferð.
Árið 1956, er Flugfélag Islands
ákvaö kaupin á Viscountácráru-
þotu»»»n, var farþegafjöldinn
milli landa 15.170, en árið 1962
vorra farþegar I millilandaf.lugi
félagsms 35.893.
Cloudmasterflugvélin sem FI
Iiefir nú keypt verður afhent
félaginu síðar í þessum mán-
ufld og kemur væntanlega til
landsms fyrir jól.
Samnin|p*r um flugvélakaupin
fóru fram í Kaupmannahöfn en
þangað fóru þeir Jfl» N. Pálsson
yfinmaður SkoðunardeAuar, Ás-
geir Samúelsson flugvirki, .Tó-
hann Gíslason deilda—ljóri flug-
deildar og Birgl* Þórhallsson
deildarstjóri millilandaflugdeild-
ar, sem undirritaði Kamningana
fyrir Flugfélag Islands.
4-8% dagkaupshækkun
Framhald af 1. síðu.
Kafloðin fyrirheit
Tilboð ríkisstjómarinnar um
stjómaraðgerðir til að bæta
kjörin eru ákaflega smávægileg.
Tveggja ára samningstímabil á
að nota til „hagræðingar" sem
leitt geti til styttingar á vinnu-
tíma! Gefin eru loðln .yilyrOl
fyrir því að útsvör **>ti lækkað
í sumar, um ca. fyrir vísi-
tölufjölskyldu, en ha-kki jafn-
framt á einhleyoingum! ,,Tak-
mörkuð verðtrygging" er talin
„hugsanleg”; þó má hún ekki
koma til framkvæmda fyrr en
allar þær verðhækkanir sem mi
ern fyrirsjáanlegar hafa dunið
yfir, og erlendar verðhækkanlr
má ekki bæla!
Hækkun á soluskatti
boðuð
En ríkisstjómin b*' tir ekki að-
eins bessi loðnu fyrírhelt. Hún
kveðst munu bæta útflutnings-
framleiðslunni kauphækkanir
með breytingum útflutnings-
gjalda og vaxtalækkunum. en
Engin málshöfðun
vegna víxlamáls
Fyrir nokkru er lokið rann-
sókn í kæmmáli er Ágúst Sig-
urðsson höfðaði á hendur Jó-
hannesi Lárussyni lögfræðingi
vegna víxilviðskipta, en frá efni
kærunnar var á sínum tíma
skýrt hér í blaðinu.
Þjóðviljinn átti í gær tal við
Valdimar Stefánsson, saksókn-
ara ríkisins og spurðist fyrlr
um afgreiðslu málsins. Sagði
saksóknari að við málsrannsókn-
ina hefðu ekki komið fram nein-
ar sannanir í málinu, aðeins
staðhæfing Agústs Sigurðssonar
gegn staðhæfingu Jóhannesar
Lárussonar. Sagðist hann hafa
farið vfir málsskjölin og síðan
tilkynnt rannsóknardómaranum,
Þórði Björnssyni sakadómara, að
ekki yrði krafizt frekari rann-
sóknar í málinu. Sagði hann að
auk þess sem kæran væri ó-
sönnuð eins og áður sagði. þá
væri málið orðið svo gamalt að
sök væri fymd samkvæmt lög-
um, þótt sannazt hefði.
Fylkingítn
Leshringurinn um íslenzka
’ijóðféiagið helduf áfram í
ivöid að TJamargötu 20 og hefst
J. 9,00. —- Rætt verður um
'nenningu og stéttir.
i Ungir Sósíalistar eru hvatt-
I ir til þess að f jölmenna.
þær upphæðir verða vegnar
upp annarstaðar með ..nauðsyn-
legri tekjnfiftun i ríkissjóð".
Það er kunnuss að ríkisstjómin
hyggst mltr. Sessa fjár með
hækkun * Mnrnn almenna sölu-
skatti, mut myndi hækka allt
verðlag I teodinu. Og þá v--'- ð-
hækkun má ekki bæta launþeg-
um, «4«» m, áður er sagt.
„Lautn* rikisstjómarinnar er
birt í heild á 2. síðu blaðsins í
dag.
Forustugrein Þjóðviljans «all-
ar um smánarboð rikisstjómar-
innar.
Aðalfundur
Sósíalísfd
í Kópavogi
Aðalfundur Sósialistafélags
Kópavogs v-rður haldinn
kvöld, miðvik*V«.. að Þinghól.
Dagskrá: Ver/juleg aðalfundar-
st#-<
Happdrætti Þjóðviljans.
IBÚÐIR ÓSKAST
Höfum kaupendur að öll-
um stærðum fbúða með
miklar útborganir.
TIL SÖLU
Akrs-r.es
5 herberrgja góð ibúð við
Skagabraui. tækifærisverð
ef samið «- strax.
Garður í 'iserðum
Timbuí«»ús í Garði, 3ja
herbergja íbuð á tfibum
kjörum. skipti á íbuð 1
Reykj-vfk k«nna til greina.
Mismunur grcieWur ðt.
Selfoss
Steinhús við Engjsveg, —
100 íerm. 3*i l**ssergja
\ íbúð í kjallara, 4ra «*rb.
íbúð k hæð. sér tnaMrang-
ur, sér hitaveita.
Rópavogur
Sex herb. glæsileg efri hæð
140 ferm. við Nýbýlaveg,
allt sér.
Sex herb. hæðir f smíðum
við Hlíðaveg, allt sér.
Sex herb. glæsileg hæð við
Lyngbrekku, allt sér, full-
búin uiKÍir tréverk.
Parhús við Digranesveg á
þrem hæðum, stórt og
vandað.
Múrhúðað timburhús, 3ja
herbergja íbúð. Selst til
flutnings. Gflð lóð getur
fylgt Verð kr. 120 þús.
Útborgun eftir samkomu-
lagi.
Alm.tryggingar
Framhald af 12. síðu.
40 í stað 15%
Loks bar Hannibal fram svo-
hijéðandi tiilögu til breytingar
# ' *unvarpinu: 1. 1 stað 15% á
•wwjmur stöðum í greininni kornl
0>%. 2. Ný málsgrein svohljóð-
andi bætist við greinina: Allar
bótafiáfhæðir samkvæmt 2.
málsgrein skulu teljast grunn-
upphæðir og breytast í eamræmi
við vísitölu framfærslukostnaðar.
Þessl breytingartillaga var svo
fcLVÍ af ölium viðstöddum stjóm-
arþingmönnum.
Málið var að lokum afgreitt
til annarar umræðu og þriðju
og sent efri deild.
Stjómin.
Drengur eðu stúlku
óskast til sendiferða strax.
MÁL 0C MENNING
Laugavegi 18. Sími 22973.
Þökkum inniiega samúð við andlát og útför móður okkar
GUÐRÚNAR PÉTURSDÖTTUR
Sveinn Benediktsson, ölöf Benediktsdóttir.
Pétur Bendíktsson, Guðrún Benediktsdóttir,
Bjami Benediktsson,
ÞORDÍS STEFÁNSDÖTTIR
frá HBskuidsstöðum, Djúpavogi andaðist hinn 2. þessa
mánaðar.
Aðstandendur.