Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 2
2 SfÐA FTðÐTOTHW Laugardagur ?. desember 1963 Gengu á land Framhald af 1. síðu. Förinni var heitið á gosstöðv- amar og þótti þó sumum undar- legt í fyxstu, þar sem gosið lá niðri um þessar mundir. 1 humátt á eftir þeim hélt annar lítill bátur undir stjóm Ása í Bæ og var hann með leið- angur frá kvikmyndafélaginu Geysi og ætluðu þeir að kvik- mynda nýju eyjuna. Nú gefum við Ása í Bæ orðið: i,Við erum staddir klukkan hálf edtt hjá nýju eyjunni og sjáum þá Frakkana allt í einu taka stefnu til lands og lentu þeir norðaustan megin á nýju eynni í vari við brimið. Þeir stukku upp á svartan bakkann og skömmu síðar blakti franski þjóðfáninn við stöng á eynni. Nokkru síðar blakti annar fáni með hvitum stöfum á rauðum grunni með nafninu Paris Match. I fimmtíu metra fjarlægð frá eynni tókum við nú að kvik- mynda þessa frönsku innrás á íslenzkt land innan landhelgi. Einnig voru ljósmyndavélar i gangi frá okkar hlið. Sömu sögu var að segja frá Frökkunum, sem skutu á móti og beindu ljósmyndavélunum eins og óðir menn í allar áttir. Við héldum brott frá eynni og bölvuðum náttúrlega Frökkun- um í sand og ösku af þjóðrækn- isástæðum og ákölluðum ís- lenzka landvætti á vettvang. Við höfðum keyrt fimm mínút- ur frá eynni, þegar Island svar- aði innrásarmönnunum. Hófst nú gosið af fullum krafti á eynni með þessa þrjá Ijósmyndara spígsporandi á landi og skil ég ekki ennþá, hvemig þeir flugu um borð i bátinn sinn og komust burtu við illan leik frá eynni í öruggan sjó. Þeir komu hér inn til Eyja um fjögur leytið í dag og fengu heldur kuldalegar móttökur frá eyjaskeggjum eftir verk unnið í anda útþenslustefnu de Gaulle." Niðurstöðu- tölurnar voru 545,2millj. Slæmar prentvillur siædd- ust inn í frétt á íorsíðu blaðsins í gær um 1- um- ræðu frumvarps að fjár- hagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1964. 1 inngangi fréttarinnar átti þetta að standa: ★ Heildartekjur borgar- sjóðs eru áætlaðar 545.2 milljónir króna eða 132.7 milljón kr. hærrj en á f járhagsáætlnn yfirstand- andi árs. Aætluð heUdar- ntgjöld ern einnig 545.2 milljónir kr.t en það er 137.7 mfllj. kr4 ankning. ★ Miðað við síðnsta fjár- hagsáætlun Reyk javíkur- borgar nemur hækkun heildarteknaima rúmlega 32 af hundraði, en út- gjaldahækkunin nær 34%. Auglýsing og klaufaveíkifaraldurs um varúðarráðstafanir vegna gin- f nálægum löndum. Vegna þess að gin- og klaufaveiki hefur orðið vart i ná- lægum löndum, vill landbúnaðarráðuneytið vekja athygli yfirvalda og almennings á því, að stranglega _ber að fylgja reglum laga nr. 11/1928, um vamir gegn því, að gin- og klaufaveiki berist til landsins. 1 þessu sambandi skal séretaklega tekið fram eftirfarandi: 1. Engar undanþágur verða veittar um irmflutning spen- dýra og fugla, svo og þeirra vara, sem um ræðir i 2. gr. laganna, t.d. hálmur, notaðir pokar, fiður, buretar o. s. frv. 2. Alveg er bannaður innflutningur á hráum og lítt sölt- uðum sláturafurðum, hverju nafni sem nefnast, þar með taldir alifuglar. Brot á lögum nr. 11 1928 og auglýsinga, sem settar eru samkvæmt þeim, varða sektum. Landbúnaðarráðuneytið, 5. desember 1963. Ingólfur Jónseon /GnnnL E. Briem. Samband íslcnzkra stúdcnta erlcndis: Fögur híbýlaprýði — riéflegt verð Sölusýning á endurprentunum heimskunnra lietaverka verður opnuð í Listamanmaskálanum í dag, laugardag 7. desember, kl. 2 e.h. og verður opin næstu daga frá kl. 12—22. Aðgangrur ókeypis. Ath.: Myndirnar verða seldar bæði i römmum og án. Aðeins fá emtök af hverri mynd. S. 1. S. E. Kaffisala og jóla- bazar Hringsins Á morgun, sunnudag, verður hinn árlegi jólabazar og kaffi- sala KvenféL Hringsins. Caz- arinn verður í húsi Almennra trygginga við Austurvöll og kaffisalan á Hótel Borg. Sala hefst á báðum stöðunum kl. 2 e.h. Að þessu sinni verður efnt til leikíangahappdrættis í sam- bandi við bazarinn og verða happdrættismiðar seldir á Borg- inni og kosta 10.00 kr. Ef heppn- in er með. verður hægt að fá bíla og önnur góð leikföng. ■i,, - íf v . KíHk4 m Wi **■■■ * ■ >: x-. • • ■ Bertolt Brtcht Brecht í Stjörnubió í dag kl. 1,30 verður sýnd í Stjömubíói á vegum Þýv.k-ís- lenzka menningarfélagsins kvik- myndin Mutter Courage. Kvikmyndin er gerð eftir samnefndu leikriti Bertholds Brechts, en það hefur jafnan verið talið með merkustu verk- um þessa ágæta byltingarmanns leikhússins. Sýningar á því urðu einhver mesti sigur hins heims- fræga leikhúss Breóhts, Berlin- er Ensemble, en leikarar það- an fara einmitt með aðalhlut- verk í myndinni. Aðalhlutverk- ið, Önnu Fierling, umferðasölu- konu sem þrammar um með söluvaming sinn eftir blóðug- um vegum þrjátíuárastríðsins, leikur einhver ágætasta skap- gerðarleikkona Þýzkalands, Hel- ene Weigel, eiginkona leik- skáldsins. Sýning slíkrar myndar er mik- ill viðburður. Jélablaðið Framhald af 12. síðu. Dýrafirði, „Báturinn og hafið“ er heiti greinar eftir færeyska listamanninn Janus Kamban og fylgja henni dúkskurðarmyndir eftir hann. „Erum við einir“ er fyrirsögn greinar um mögulegt Ilíf á öðrum hnöttum. Þá @r grein um jólatréð, tákn frjósemi og ljósa, uppskriftir sem handhæg- ar eru húsmæðrum þegar til jólabakstursins kemur. Enn má nefna nokkrar smærri greinar og dægradvalir, svo og teikn- ingar eftir Kjartan Guðjónsson og Ólaf Daviðsson, auk þeirra sem áður var getið. Á forsíðu jólablaðsins er falleg mynd af Goðafossi eftir Ara Kárason ljósmyndara Þjóðviljans. Auglýsið / Þjóðviljunum Að venju er mjög vandað til allra muna sem verða á boð- stólum og eru flestir þeirra unnir af kanunum sjátlfum, að undanteknum leikföngum og einkarskemmtilegu borðskrauti. Meðlimár Hringsins hófu und- irbúning bazarsins í september og hafa að jafnaði 15 til 20 karrur komið saman tvö kvöld í viku síðan og látið þessu góða málefni starfsbrafta sína í té. Að sjálfsögðu er undirbúningur- inn sem og annað starf Hrings- ins sjálfboðavirma og hefur sér- staklega vel tekizt, að búa þetta úr garði. Er auðséð að þama hafa ráðið rikjum hugkvæmni. smekfcvísi og vandvirkni. For- rnaður fjáröflunamefndar er frú Sigriður Jónsdóttir. Allur ágóði rennur til Bamaspitalasjóðs Hringisins. Að lofcum má geta þess að 25. jam. n.k. á KvennféL Hring- urinm sextugsafmæli. Andorru Framhaád af 12. siðu. og brenn uvargamir“ og ekká sízt „Andorra“. 1 öllum verkum Max Frisch ríkir eitt aðal-tema: ébyTgð hvere einstaks manns gagnvart öðrum mönnum. 1 engu verka sínna brýnir hann þó samtíð sína jafn miskupnarlaust til þessarar ábyrgðar og í leikritinu Andorra. Og takmark sitt sem rithöfundur hefur hann sjálfur orðað þannig: „Ég teldi að ég hefði fuHkomnað hlutverk mitt, sem lei kritahöfundur, ef mér tækist i einu letkritd, að setja fram spumingu á þann hátt, að áhorfendur gætu upp frá þvi ekki lifað án þess að svara hermi. — hver sínu svari, sem þeir gætu aðeins gefið með lífi sírru. Leikstjóri „Andorra" var Walter Firner, prófessor og leik- stjóri frá Vínarborg. Þýðinguna gerði Þorvarður Helgason. Æf- ingum og hljóðritun fyrir útvarp stjómaði Klemenz Jónsson. Að- alhhrtverk leikritsins Andra leikur Gunnar Eyjólfsson, o® er það annað þeirra tveggja hhrtverka sem hann hlaut fyrir leiklistarverðlaun gagnrýnenda á sL ári. önnur stór hlutverk leika Kristbjðrg Kjeld: Barblin Valur Gíslason kennarann. Guð- björg Þorbjarnardóttir móður- ina, o.fL“ Eyjabátur í landhelgi I íyrradag var komið með togbátinn Gamm VE til Vest- mamnaeyja og var hann tekinn að ólöglegum veiðum við Ing- óifshöfða rétt um miðnætur- leytið aðfaramótt fimmtudags- ins. Kom varðskipið Albert að bátnum í skjóli myrkurs að veiöum innan landhelgislínunn- ar. Skipstjórinn hefur viðuTkennt brot sitt og verður dómur kveð- inn upp á næsJtunni. Vegalögin Framhald af 12 .síðu. lag ríkisins á móti bæjar- og sveitafélögum yrði að vera hærra og tók þar til dæmis Kópavogskaupstað, Selfoss og fleiri kaupstaði sem lægju und- ir mikilli umferð. Sagði Geir að það væri t.d. orðin brýn þörf að beina Suðumesjaumferðinni af Kópavogshálsi og útfyrir sjálf- an kaupstaðdnn til þess að minnka umferð gegnum hann og til að draga úr slysahættunni. Orðabék Framhald af 12. síðu. hvað sem Orðbók Háskólans liði, yrði alltaf að vera til ítarleg íslenzk orðabók með þýðingum á eitthvert norðurlandamál. Viðbætirinn kostar 700 krónur innbundinn. Bókin er að öll- um frágangi sniðin eftir Blönd- al hinum meirL í stjóm íslenzk-danska orða- bókarejóðsins eru nú þeir Alex- ander Jóhannesson, Einar Ól. Sveinsson og Kristinn Ármanns- son. Siminn er 17-500 DMUINN LAOGAVBGJ 18 SIMI 1711? TIL SÖLU 2ja herbergja ibúð við Lyngbrekku fullbúin und- ir tréverk. 3ja herbergja hæð við Efstasund, sér inngang- ur, sér hiti. 3ja herbergja hæð við Hverfisgötu. sér inngang- ur. sér hitaveita, ný standsett og máluð með harðviðarhurðum. ESgn- arlóð, laus strax. 3ja herbergja hæð í timb- urhúsi við Grettisgötu, laus strax. 3j herbergja fokheld jarð- hæð í Kópavogi. góð kjðr. 3ja herbergja kjaHarafbúð við Hverfisgötu, _ sér inn- gangur, sér hiti, laus f janúar. 4ra herbergja nýleg og vönduð hæð við Njörva- sund, sér inngangur, sér hiti, bílskúr, 1. veðrétt- ur laus, laus eftir sam- komulagi. 4ra herbergja nýleg efri hæð í austurborginni, sér inngangur, stórar svalir, laus eftir samkomulagi. Höfum kaupendur með miklar útíborganir að flest- um tegundum fasteigna. VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRON FELAGSFUNDUR verður í Iðnó n.k. sunnudag 81 desember klukkan 4. Fundarefnis Samningamálin. Fjölmennið. Stjomm. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVIKUR heldur félags'fund í Iðnó á morgun, sunnu- dag 8. des. kl. 2 e.h. Fundarefni: Kjaramálin. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. STÓRT SMÁTT Hringið til okkar ef þið getið tekið að ykkur blaðburð í Vesturbænum. Stór og smá hverfi koma til greina. - eftir hentugleikum. Einnig vantar fólk í Kópavogi. Við greiðum kaupið fyrir jól. SÍM AR : 17-500, Reylcjavík 4031 9, Kópavogi.; AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS. r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.