Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 7
ÞJðÐVIUlNN SÍÐA 7 Laugardagur 7. desember 1963 TAPAZT HAFA 100 HERDEILDI Bílniliiríkjáövj'wi*, i,,i «*u iajivivii i ueri.u* *s**»u í nvioiru, r»* ,.».uvi i',,»ii taísi , » uer- stöðvar sinar annars staðar á hnettinum, eins o g þá á Okinawa þar sem myndin er tekin við æfingar í notkun flugskeyta af gerðinni Ník e-HerkuIes. Frá því Atlanzhafsbandalagið var stofnað fyrir hálfum öðrum áratug hefur það lát- laust verið barið inní þjóðirn- ar sem að því standa að þær verði möglunarlaust að upp- fylla hervæðingarkröfur banda- lagsins, því annars komi Rúss- ar einn góðan veðurdag og her- taki þær. Frá öndverðu hafa talsmenn NATÓ haldið því fram að sovétstjórnin bíði þess albúin að senda hersveit- ir sínar til árásar á Vestur- Evrópu hvenær sem færi geí- ist. Og ekki átti hana að skorta getuna. Hershöfðingjar og stjómmálamenn hafa út- málað fyrir þjóðum NATÓ hvílika herskara austrænu á- rásarseggirnir hafi á taktein- um gráa fyrir jámum til að senda vestureftir álfunni jafn- skjótt og hið minnsta sé slak- að á varðstöðunni vestan meg- in markalínunnar. Isíðasta mánuði urðu svo þau óvæntu tíðindi að sá aðili sem sizt hefði mátt vænta gerði allan þennan málflutn- ing herforingja og útbreiðslu- stjóra NATÓ ómerkan. Þar var að verki Rabert McNamara, landvamaráðherra Bandarikj- anna. Hann lét ráðuneyti sitt kttnngera að það væri öðru nær en Sovétríkin hefðu nokkra yfirburði í herafla og vopnabúnaði öðrum en kjam- orkuvopnum. Þvert á móti seg- ir í skýrslu sem send var fréttastofnunum frá því fræga húsi Pentagon í Washington, að A-bandalagsríkin hafi und- ir vopnum fleiri menn sam- tals en Varsjárbandalagið, og það sem mestu máli skipti, NATÓ hafi yfirburði í herafla á mesta hættustaðnum i Mið- Evrópu. Ástæða er til að ítreka að skýnsla bandaríska land- ----------------------,-------< Sömu viðhorf enn í suður- ríkjum USA Rúmri viku eftir morðið á Kennedy forseta kvað hæsti- rétturinn í Vlrginíu upp úr- skurð sem sýnir að viðhorf afturhaldsins í suðurríkjunum eru enn þau sömu. Rctturinn úrskurðaði að hcraðs- og fylk- isstjórnir hefðu lagaheimild til að láta loka opinberum skól- um í því skyni að koma í veg fyrir framkvæmd á fyrirmæl- um Hæstaréttar Bandaríkj- anna um jafnan aðgang allra barna að skólunum. Þessi úrskurður var kveðinn upp með atkvæðum sex dóm- ara gegn einum og verður hon- um nú áfrýjað til hæstaréttar- ins í Washington, en þar til hann hefur fellt sinn dóm gildir úrskurðurinn. Tilefni málsins er það aö fræðslumálastjórnin í Prince Edwardhéraði í fylkinu ákvað fyrir fjórum . órum að hætta fjárveitingum til þeirra skóla þar sem hvítum og þeldökkum börnum væri kennt saman. Af- leiöingin var sú að loka varf öllum opinberum barna- oj/ unglingaskólum. nema hvn' nokkrir gátu haldið áfram fyr ir samskotafé. Sambandsdómstóll fyrirskip- aði fræðslumálastjórninni að opna skólana aftur bæði hvít- um og þeldökkum nemendum. en þeim úrskurði var áfrýjað til hæstaréttar fylkisins, sem BÚ heíur lýst hann ógildan. varnaráduneytisins gerir að- eins samanburð á herafia og gamaldags vopnabúnaði hern- aðarbandaiaganna, kjarnorku- vopn eru ekki tekin með i þess- um reikningi, en ó því sviði hafa talsmenn NATÓ ævin- lega sagzt hafa yfirburði og gera enn. Um þær mundir sem A- bandalagið var stofnað á öndverðu ári 1949 voru Banda- ríkin eina kjarno kuveldið ó hnettinum, og mátti gera ráð fyrir að sú aðstaða vægi upp á móti yfirburðunum sem Sov- étrikin voru sögð hafa í her- mannafjölda. Þrem árum síð- ar var svo komið að Sovétrík- in höfðu náð Bandarikjunum í kjarnorkuvopnataskni, urðu meira að segja á undan þeim að reyna fyrstu vetnissprengj- una. Enda þótt Bandaríkin hefðu að sjálfsögðu meiri birgð- ir hinna nýju vopna til um- ráða, mótti segja að það væri bita munur en ekki fjár, því veldur eyðingarmáttur þessara drópstækja. Þegar svona var komið ályktaði ráð NATÓ að við svo búið mætti ekki leng- ur standa, nú yrðu bandalags- ríkin að láta hendur standa fram úr ermum og koma sér upp liðsafla landhers sem fær væri um að standast herskara Rússa ef í odda skærist. Var hátíðlega samþykkt og fast- mælum bundið að ríki NATó skyldu koma sér upp 96 her- deildum. Lýst var yfir að þetta væri algert lágmark. sem marka mætti af því að óyggj- andi vissa væri fyrír að Sov- vétríkin hefðu til umráða hvorki meira né minna en 175 fullskipaðar og alvopnaðar her- deildir. Af hervæðingaráætlun NATÓ er það skemmst að segja að einungis eitt atriði hennar var framkvæmt út í yztu æs- ar, hervæðing Vestiir-Þýzka- lands. Þar eru nú undir vopn- um 11 herdeildir, og ew Vest- ur-Þjóðverjar þar með orðnir mesta landherveldi í Vestu*- Evrópu. Áætluninni um her- deildirnar 90 var hinsvegar breytt tveim árum eftir að hún var gerð í það horf að lótið skyldi nægja að 30 full- skipaðar og alvopnaðar her- deildir undir yfirstjórn NATÓ væru til taks í Vestur-Þýzka- landi. Þetta áform hefur aldrei verið framkvæmt til fulls. Mestur hefur herafli NATÓ í Mið-Evrópu orðið 25 heideild- ir skömmu eftir að Berlínar- múrinn var reistur og nú eru þær 23, þar af aðeins sex bandarískar herdeildir fullbún- ar til bardaga fyrirvaralaust. Sanntrúaðir NATÓ-sinnar hafa þessu miklar áhyggjur, enda ekki lengra síðan en 1961 að kunngert var á einum róðs- fundi bandalagsins að her- stjóm Varsjárbandalagsins réði yfir 160 fullbúnum herdeild- um. Rétt ár er liðið síðan Mc- Namara lýsti því yfir á fundi NATÓ-ráðsins í Ottawa að skyndileg breyting væri orðin á styrkleikahlutföllum milli landherja hernaðarbanda- laganna tveggja sem standa hvort andspænis öðru í Evr- ópu. Bandaríski landvarnaráð- herrann kvað nýjustu skýrelur sýna að herafli NATÓ búinn gaimaldags vopnum viæri öfl- ugri en samsvarandi lið Var- sjárbandalagsins. Ekki nefnd hann þá ákveðnar tölur, en þær komu í skýrslunni sem hann lét ráðuneyti sitt birta í síðasta mánuði. Þar segir að Sovétríkin hafi undir vopnum 60 fullbúnar herdeildir. Reikn- að er út að herir NATÓ séu samanlagt nckkru fjölmennari en Varsjárbandalagsins og í Mið-Evrópu hafi Vestuiveldin yfirburði bæði í mannafla og vopnabúnaði. Samkvæmt skýrslum NATÓ frá 1961 ann- ars vegar og þessari nýju skýrslu bandaríska landvama- ráðuneytisins hinsvegar hafa því 100 sovézkar herdeildir gufað upp á tæpum tveim ár- um. Hvernig má slikt undur ske? Engum getor til hugar komið að svona gífurleg breyt- ing hafi orðið á herafla Sov- étríkjanna á þessum stutta tíma. Orsaka misræmisins hlýtur að vera að leita í breyttu mati bandarískra stjórnarvalda á því hvað hent- ugt sé að telja þegnum sín- um og bandamönnum trú um. Háa talan frá 1961 er arfur frá þeim tíma þegar forustu- menn Vesturveldanna trúðu enn að valdstefnan myndi bera árangur. með nógu öfl- ugri heræfingu gætu þeir þjarmað svo að Sovétríkjunum að unnt yrði að setja þeim kosti. Meðan þessi stefna rikti var lagt ofurkapp á að sann- færa fólk í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu um hættuna sem af Sovétríkjunum stafaði, svo að það möglaði síður við byrðunum sem hervæðingunni fylgdu. 1 raun og veru leið valdstefnan undir lok á stjóm- arárum Eisenhowers í Was- hington, cn honum tókst aldi-ei. ekki einu sinni eftir að dauð- inn losaði hann við fremsta talsmann hennar, Dulles ut- anríkisráðherra, að manna sig upp í að gera hin breyttu aðist um heim allan og bezt kom í ljós við morð hans fyrir hálfum mánuði stafaði ekki af öðru fremur en að í þessu efni hafði hann kjark til að við- urkenna orðinn hlut þótt það bakaði honum pólitíska erfið- leika, bæði heimafyrir og með- al bandamanna sinna. Breytt mat McNajnara á hernaðarmætti hugsanlegs andstæðings stafar ekki af því að sovétstjórnin hafi sent tæpa tvo þriðju hermanna sinna heim á síðustu tveim árum, heldur af því að stefna Banda- ríkjastjórnar í utanríkis- og hermálum hefur tekið breyt- ingum. Rökin um gífurlegan herafla Rússa eiga ekki leng- ur við. Bandaríkjastjóm er smátt og smótt að fækka her- liði sínu og herstoðvum í Evrópu. Eldflaugastöðvar á It- alíu, í Tyrklandi og á Bret- landi hafa veriá lagðar nið- ur. Flugsveitum á Bretlandi, Spáni og í Þýzkalandi er fækkað. Byrjað er að kalla heim sveitir úr landhernum sem dvalið hafa í Þýzkalandi og meiri fækkun í liði þar mun á eftir fara. Eisenhower leggur til að herafli Banda- ríkjanna í Mið-Evrópu verði minnkaður úr fimm hei'deild- um í eina. Fækkun banda- rísks herliðs í Evrópu er þáttur í þeirri stefnu að leit- ast við að draga smátt og smátt úr kalda stríðinu með gagnkvæmum tilslökunum og ... Við þessa stefnubreytingu set- ur hroll að þeim beggja vegna Atlanzhafs sem lagt hafa trúnað á áróður NATÓ, og það reyna aðrir að nota sér, Stjórnir Vestur-Þýzkalands og Frakklands og sterk öfl í Bandaríkjunum eru af eigin- hagsmunaástæðum andvíg því að úr viðsjám dragi í Evrópu. Þessir aðilar vitna í gamlar NATÓ-samþykktir og álitsgerð- ir, og nýja skýrslan frá banda- ríska landvamaráðuneytinu um herstyrk hernaðarbandalaganna tveggja er svar til þeirra. Um leið sýnir hún, hve mikið er leggjandi upp úr þeim svo- kölluðu herfræðilegu upplýs- ingum sem óbreyttum borgur- um er sagt að ríkisstjómir bandalagsrikjanna byggi á- kvarðanir sínar á. Það kemur ó daginn að stefnuákvarðanir eru teknar fyrst og herfræði- legur grundvöllur þeirra búinn til eftiró. Þetta er ekki ófróð- legt fyrir okkur íslendinga, einmitt þegar því er haldið fram að við vei'ðum að beygja okkur fyrir ..sérfræði" NATÓ og lóta bandalagið hafa sjáif- daami um hernaðarframkvæmd- ir í Hvalfirði. M.T.Ó. ir, hins vegar fer ekki milli mála að þú nýtur mikils trauste samtíðarmanna þinna, því annars hefðirðu ekki enzt svo lengi í félagsstörfum. Mig undrar mest hvað þú endist til að eyða öllum frítíma þín- um og meiru til, ártugl eftir áratug í vanþakklát störf að félagsmólum. Eina skýringin sem ég kem auga á er sú að þú hlýtur að eiga góða og skilningsrika konu. Innilega tú hamingju. Sovétrikin þá selt 101 lest af gulli á markaðnum í London, en samanlagt mun gullsala Sovétríkjanna frá því í haust nema 325 lestum og verðmæti 366 milljónum dollara. Gullið mun vera selt til að afla gjald- eyris að greiða með kornkaup S vc' hafs. v'ðhorf Ivðurn lióe. Virðiopin Það hefur nú loks verið viðurkennt að enginn fótur sé fyrir fuUyrðingum um yfirburði Sov- ctrikjanna og liamlamanna lieirra í herafla og vopnabúnaði öðrum en kjarnorkuvopnum. Sov- ctríkin hafa á undanfömum árum hvað eftir annað fækkað i her sínum og einnig flutt heim herlið úr öðrum Iöndum. — Myndin er tckin þegar síðustu sovézku hermcnnirnir huríu burt úr Norður-Kóreu 1949, en bandariskur her er enn í suðurhluta landsina. Guðmundur Halldórsson trésmiður 60 ára Mér finnst alltaf orka tví- mælis hvort rétt sé að óska fólki til hamingju með ald- urinn. En af því að þú ert enn svo ungur, finnst mér viðeigandi að senda þér smá kveðju á merkum tímamótum. Þegar ég kom í Trésmiða- íélagið 1949 varstu þar for- maður, og hafðir verið frá 1947 og varst til 1950. Að þú hættir ári eftir að kom í félagið gæti bent til þess að ég ætti þar einhvem hlut að máli, en svo var þó ekki. Síðan hef ég séð í bófoum félagsins að þú vai-st ritari þess 1935 og 1842—1946, en samkvæmt ó- útkomnu ágripi af sögu fé- lagsins er áratuginn milli 1940—’50 tímabil endurvakn- ingar í félagsmálum tré- s,m iðastétta rin nar. En ekki léztu hér staðar numið heldur gerðist formaður Meistarafé- lagsins við stofnun þess 1954 og ert nú forseti Landssam- bands iðnaðanmanna. Auk þessa sem nú er upp talið. ’eit ég að þú get.ur gegnt iölda annarra trúnaðarstarfa ■rir trósmiði og aðra iðnað- menn. Ég ætla alveg að láta vera t reyna að telja þér trú um, t þú sért þjóðfélaginu ómiss- 'di frekar en aðrir ódauðleg- Jón Snorri. Sovétríkin selja gull LONDON 6/12 — Nær þvi á hverjum degi undanfarið hafa Sovétríkin selt gull á hinum alþjóðlega gullmarkaði í Lon- don. Síðustu dagana hafa þau selt þar að áliti sérfræðinga um 25 lestir af gulli fyrir sam- anlagt 28,1 milljón dollara, eða sem næst 1,2 milljarða isl. kr. Undanfama tvo mánuði hafa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.