Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 8
g SÍDA ÞIÓÐVILJINN Laugardagur .7. desember 1963 Ritstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR Alí Abou og gömlu skórnir huns skónum inn um glugga. Það var einn gluggi opinn á bak- hlið hússins, og þar kastaði hann skónum inn. — Hann getur greitt mér fundarlaun- in næst þegar ég hitti hann. sagði sjómaðurinn og labbaði í burtu. Skórnir lentu á hillunhi. þar sem Alí Abou geymd; allar dýru ilmvatnsflöski’” ar sínar. Allar flösku- brotnuðu mélinu smærra aUt ilmvatnið fór þar til - nýtis. — Ó, ó, veinaði Alí Abou þegar hann kom heim um kvöldið og sá hvernig farið hafði. — Þessir ótætis skór, þeir valda mér hverju ó- happinu á fsetur öðru. Ég verð að losna við þá. Það var komið svarta myrkúr, en Alí tók sér þó skóflu i hönd og fór út í garð til þess að grafa djúpa holp, þar ætlaði hann að láta skóna ofan í, og moka svo yfir. Hann byrjaði að grafa af miklum áhuga, út við vegginn, sem sneri að garði ftágrannans. Nágrannarnir heyrðu til hans Qg fóru að forvitnast um hvað væri á seyði. Þeg- ar þeir komu auga á Alí Abou, sögðu þeir: — Bíddu hægur, kunningi, við erum búnir að kpmast að fyrir- ætlun þinni. Þú ætlar að grafa göng undir garðsvegg- inn, og síðan ætlarðu að laumast einhverja nóttina og stela frá okkur. Komdu strax með okkur til dómarans. — Svo þú ert ekki hættur að stela, hrópaði dómarinn, og gaf ekki Alí tækifæri til að segja eitt einasta orð. — Fyrst stelurðu skónum mín- um og nú ætlarðu að fæna nágranna þína. Þú ferð beina leið í fangelsið, og sleppur ekki þaðan fyrr en þú hefur borgað þúsund krónur. Vesalings Alí Abou reyndi að koma með skýringar, en enginn hlustaði á hann. Og hver mundi svo sem hafa trúað þvi að nokkur maður færi út i garð í kolsvarta Rigningardagur Það er gaman í stórrigningu þegar regnið bylur á rúðunum. Slettist, skvettist, og verður að hlæjandi polli á gangstéttinni. Já, það er gaman í ærlegri stórrigningu. En smáúði er eins og önugur dagur, sem veit ekki hvað hann á af sér að gera. Rigning, sem er þó engin rigning og ekki heldur sólskin, dagur sem hvorki hlær né grætur. Dagur, sem barmar sér og hylur sólina likt og óþekkur krakki, sem hefur allt á homum sér. En það er gaman i ærlegri stórrigningu. (Úr ensku)'. myrkri, til þess að grafa nið- ur gamla skó? Alí Abpu grét þegar hann greiddi sektina. — Ég verð að losna við skóna, sagði hann við sjálfan sig, og velti því fyrir sér fram og aftur, hvaða ráð hann ætti að nota til þess. — Nú veit ég hvað ég geri, sagði hann loksins, eftir langa umhugsun. — Ég fleygi þeim í skólpræsið, þá er eng- in hætta á að þeir komi aftur. En ekki tókst betur til í þetta sinn. Þegar ræsið var hreinsað fundust skórnir, þeir voru hreinsaðir vel og vandlega og siðan sendir heim til Alí Abou, því ailir þekktu skóna. Þetta voru nú meiri ó- happaskórnir. Þarna voru þeir komnir heim til Alí enn einu sinni. Hann lét þá liggja úti í garði og hirti ekki um þá. Þá vildi svo til einn dag- inn að ókunnugur hundur gekk þarna hjá. Honum hlýt- ur að hafa litizt vel á skóna, því hann tók annan þeirra í skoltinn og fór að leika sér að honum. Hversvegna í ó- sköpunum þurfti hundkján- inn að fara að klifra upp á garðsvegginn með skóinn, bara til að missa hann strax niður? Það hafði þær slæmu aíleiðingar að skórinn lenti á höfðinu á litlum dreng, sem var að leika sér þarna. Drengurinn grét Ihástöfum, sem von var, því hann meidd- ist talsvert á höfðinu. Lækn- irinn þurfti að koma heim til hans í nokkur skipti til þess að binda um sárið. Auðvitað fór faðir drengsins beina leið til dómarans, og bað hann að dæma í þessu máli. — Alí Abou kastaði skón- um í höfuðið á syni mínum, og munaði litlu að verra hlytist af. Hver á að borga lækninum, sem gerði að sár- inu? — Auðvitað á Alí Abou að borga lækninum, sagði dóm- arinn og var nú mjög reið- ur. — Karlinn gerir allt vit- laust með þessum gömlu skóm sínum, bætti hann við. — Og hann skal ekki aðeins þurfa að borga Iækninum, heldur líka tvöfalda sekt. Vesalings Aií Abou var nú orðinn svo fátækur að hann varð að fá lánaða peninga hjá vini sínum til þess að borga þetta allt saman. Nú var hann ekki lengur Alí Abou hinn ríki, heldur aum- ingja fátæklingurinn hann Alí Abou. Næsta dag, þegar dómar- inn mætti til vinnu sinnar, birtist Alí, dómaranum til mikillar undrunar. Hann gekk beint að dómaraborðinu og fleygði á það gömlum skóm. Áður en dómarinn fékk ráðrúm til að senda hann í burt, sagði Alí Abou á- kveðnum rómi: — f þetta sinn er bað ég, sem kem með kæru. Ég ákæri þessa skó, sem hafa valdið mér hveriu óhappinu á fætur öðru. Ég krefst þess að þú lokir þá inni í fangelsinu og sleppir þeim aldrei út aftur. Alí Abou talaði um skóna sína eins og þeir væru lif- andi fólk, sem ætti að bera ábyrgð á gerðum sínum. Dómarinn leit reiðilega á Alí, var karlinn að draga dár að honum? En það var öðru nær, Alí Abou var rammasta alvara. — Þú lokar skóna inni og sleppir þeim aldrei út, end- urtók hann. Dómarinn gat nú ekki varizt brosi. Skór dæmd- ir í fangelsi, það hafði aldrei komið fyrir áður. — Þessir skór byrjuðu á því að fela sig þegar ég var í baði, og fyrir bragðið tók ég óviljandi yðar skó, herra dómari. Þeir eyðilögðu dýra ilmvatnið mitt, og fallegu flöskurnar, sem ég var nýbú- inn að kaupa dýru verði. Og þeir meiddu litla drenginn hans nágranna míns. Fjórum sinnum er ég búinn að lenda í fangelsi vegna þeirra. Ó. herra dómari, hjálpaðu mér að losna við þá. Nú skildist dómaranum loksins að Ali Abou hafði aldrei brotið lögin á nokk- (Framhald). fór Hrói írá mér, alfarinn. Hann var búinn að finna sér konu, og var nú önnum kaf- inn að búa til hreiður. Ég sakna hans, og í hvert sinn, ;em ég sé kráku bregða fyr- ir, kalla ég: — Hrói. — Hann hefur enn ekki komið aftur, en ég trúi ekki öðru en að hann komi hingað i heim- sókn, einhverntíma, kannski með ungana sína með sér, til þess að sýna mér þá! (Sögulok). HRÓI Ég verð að viðurkenna að einstöku sinnum þreytti Hrói mig. Eins og til dæmis þeg- ar hann tók úrið mitt af borðinu og flaug með það út. Sem betur fór náði ég hon- um áður en hann týndi því. En Hróa þóttu allir gljáandi hlutir mjög fallegir. Og þegar ég sá hann standa niðursokkinn við að spegla sig í gljáhúð á bílhjólinu gat ég ekki annað en hlegið og fyrirgefið honum. Einn góðan veðurdag í vor, HVAÐ KEMUR ÞAÐ MÉR VIÐ? Þrír dagar liðu á þennan hátt. — Hér getum við ekki ver- ið, sögðu þau svo og gengu frá dóti sínu og héldu svo til járnbrautarstöðvarinnar. Þau urðu sjálf að bera tösk- urnar, en lestin fór án þess að nokkur skipti sér af þeim. — Halló, kölluðu þau. — Við ætluðum með! Við verðum á fyrsta farrými! — Hvað kemur það mér við? sagði stöðvarstjórinn. En nú urðu þau alveg ráða- laus. — Hvað er þetta? sögðu þau. — Við getum ekki lifað hér í bænum, og getum ekki heldur komizt héðan. Þau settust á töskurnar á miðjum lestarpallinum og skömmuðu alla — stöðvar- stjórann, járnbrautarstjórann, burðarkarlana, Ibúa bæjar- ins, eldri og yngri, börn og gamalmenni. — Þvilíkur skríll, kölluðu þau. — Illþýði, hyski, múgur. húsgangar, þorparar og skít- hælar! Hér sátu þau með fulla vasana af peningum, og þó gátu þau ekki komizt af án hjálpar annarra — gátu ekki fengið brauðbita án þeirra, ekki vatnsdropa að drekka, já, komust ekki einu sinni út úr bænum með lest eða skipi án hjálpar annarra manna. Og þó var þetta fólk í þeirra augum illþýði, skríll, borpar- ar, húsgangar og allt hitt, sem þau kölluðu það! Að síðustu, þegar þau voru búin að ausa úr sér skömm- unum, gátu þau ekki annað gert en að fara gangandi út úr bænum. Þau voru bæði reið og skömmustuleg, þegar þau gengu gegnum bæinn. Fólk kom út í dyr og glugga og horfði á eftir þeim, alveg þar til bau hurfu út um bæjar- hliðið. ■— Það hlær að okkur, sagði frúin. — Hvað kemur það mér við? sagði hr. Jóbbi. — En það kemur þó að minnsta kosti mér við! kall- aði frúin og gaf honum utan- undir, því að nú var þolin- mæði hennar á þrotum. Og áður en menn vissu af, var öll fjölskyldan farin að -kammast, þau börðu hvert ^nnað, þó að bau væru bæði svöng og móðguð. — Lokið hliðinu á eftir þeim, sagði bæjarstjórinn. — Þetta er fjölskylda, sem gott er að vera laus við. Og svo var hliðinu lokað á eftir ríku fjölskyldunni, svo að small í. En þau héldu áfram að deila fyrir utan hliðið, og enginn veit hvort þau hafa sætzt aftur. Þau hafa ekki sézt síðan, og enginn hefur saknað þeirra. (E. S. þýddi). REBBI Refur hafði komizt inn í hænsnagarð og hélt sér þar veizlu. Svo læddist hann út í skóginn aftur í góðu skapi. - — Ég hef góða von um fleiri svona máltíðir, hugsaði refurinn, — því að ég veit, að hænurnar, sem ég drap, eru aðeins fjórði hluti af þeim sem eftir eru. Ef ég get náð þeim öllum, fæ ég alls 15 hænur — Hve margar hænur hafði refurinn tekið, og hve margar voru eftir? Myndir frá Hve gamall ertu? Ef þú vilt fá sönnur á, hve gamall einhver er, gerir þú það sem hér segir: Fyrst biður þú viðkomandi mann að margfalda raðtölu fæðingarmánaðar síns með 2. Síðan bætir hann 5 við þá tölu og margfaldar þá útkomu með 50. Við. þessa nýju tölu leggur hann svo aldur sinn, en dregur svo 365 frá þeirri tölu. Loks leggur hann 115 við. Þá er eftir að vita, hvað þessi lokaútkoma merkir. Fyrsta talan merkir fæðingar mánuðinn, en hin talan eða tölurnar merkja aldur manns- ins. Við skulurp taka dæmi og hugsa okkur, að viðkomandi maður sé 15 ára og sé fædd- ur í ágúst. Þá lítur þetta þannig út: 2X8 = 16 Bæta 5 við = 21 Margfalda með 50 = 1050 Bæta aldri við (15) = 1065 Draga frá 365 = 700 Bæta við 115 = 815 Talan 8 merkir þá mán- uðinn ágúst, en talan 15 merkir aldur mannsins. Reynið þetta á ykkur sjálf- um, eða einhverjum öðrum. lesendum Kæra óskastund. — Ég sendi þér hér cina mynd af nýju eyjunni, Séstey, og ég vona að þú birtir hana fyrir mig. Svo þakka ég þér fyrir lestrarefnið. Vertu sæl. — Hulda M. 4 i L i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.