Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur I. desernber 1963 ÞIÓÐVItJINN SÍÐA 3 Fundin sek um meinsæri Keeler var dæmd í 9 mánaía fangelsi LONDON 6/12. — Ungfrú Ohristine Keeler, fyrirsætan og !áttúðardrós*n, sem víðfræg varð af vinfengi sínu við Profumo ráðherra, var í dag dæmd í niu mánaða fangelsi af dómstól i Löndon fyrir meinsæri. Dórnúrinn virtist ekki fá mjög á hana. Hún hlýddi á hann nið- urlút, "en gekk síðan út úr rétt- arsalnum án þess að mæla orð af vörum. Vinkona hennar, Paula Hamil- ton-Marshall, var dæmd í sex rnánaða fangelsi, en ráðskona þeirra, írú Oliver Brooker, slapp við reísingu. í>ær höfðu allar þrjár játað sig sekar um meinsæri, en þær höfðu verið ákærðar fyrir að hafa borið ljúgvitni í máli gegn Jamaicamanninum Lucky Gord- c>n, sem þær sökuðu um að hafa beitt ungfrú Keeler ofbeldi. Fyrir framburð þeirra þá var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi, en mál hans tekið upp aftur og hann sýknaður, þeg- ar hið sanna í málinu kom ljós. Að ósk Johnson forseta Viðræður aftur um menningarsamstarf | Nýjung í sænskri réttarsögu Prófessorar deila um stíl Helanaers MOSKVU 6/12 — Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti hefur gefið bandaríska sendiráðinu í Moskvu fyrirmæli um að hefja liráðlega viðræður við sovét- stjórnina um nýjan samning Lyndon B. John- son þakkar Íslendingum • I gær. barsL Þjóðviljanum eft- irfarandi frétt frá ambassador Bandarikjanna á Islandi, James K. Penfield; ' „Forseti Bandaríkjanna. Lynd- on B. Johnson, hefur falið mér að votta ríkisstjóm fslands og íslenzku þjóðinni alúðar þakkir hans og allrar amerísku þjóðar- innar fyrir hjartnæma hluttekn- ingu og samúðarkveðjur vegna íráfalls John F. Kennedy for- seta. Ameríkumönnum var sérstök virðing sýnd, og var þeim mikið gleðiefni. er Alþingi Islendinga heiðraði minningu hins látna forseta, félög og félagssamtök létu í ljós sérstaka hluttekningu, svo og samúðin, sem lýsti sér samstundis hjá þúsundum ein- stakra Islendinga víðsvegar á fs- landi. Johnson forseti sagði: „Það hefur verið okkur léttir í harmi okkar og missi að vita, að millj- ónir manna á heimilum sínum og á götum borga og bæja um víða veröld hafa í hjarta sér fundið svo mjög til með okkur á sorgarstundu. Þessi vitneskja hefur styrkt þá ákvörðun okkar sem Ameríkumanna og heims- borgara að veita stuðning mál- stað friðarins og frelsis frá skorti, málstaðurinn, sem John Fitzgerald Kennedy helgaði líf sitt. f samúð yðar finnum við hvatningu til aukinna dáða í á- framhaldandi baráttu að stefnu- marki Kennedys forseta." milli rikjanna nm menningar- sarastarf. Þessar viðræður áttu að réttu lagi að hefjast í síðasta mánuði, en Kennedy forseti ákvað að fresta þeim, eftir að prófessor Barghoom var handtekinn íSov- étríkjunum. sakaður um njósnir. Bandaríski sendiherrann í Moskvu, Foy Kohler, sem opn- aði þar í dag sýningu á banda- rískri svartlist, sagði að John- son hefði gefið sendiráðinu fyr- irmæli um að taka aftur upp viðræður rétt eftir að hann varð forseti að Kennedy látnum. Kohler sagði að minningu Kennedys væri sómi sýndur með því að treysta menningarsam- vinnu landanna. Búizt er við að viðræðumar muni hefjast upp úr áramótunum. Formaður bandarísku flug- málastjómarinnar, Halaby. kem- ur til Moskvu í næstu viku að ræða um vandamál varðandi fyrirhugað áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Hvort tveggja þetta þykir mönnum í Moskvu benda til þess að Johnson forseti ætli að framfylgja þeirri stefnu Kenne- dys að bæta sambúð stórveld- anna. Kekkoncn Finnlandsforseti er kominn til Sovétríkjanna i einka- erindum. Krústjoff forsætisráðherra bauð honum á veiðar með sér fyrir jólin og fóru með þeim í veiðiförina í nágrenni Moskvu þeir Bresnéff forseti og Gromiko utanríkisráðherra, en ótrúlegt þykir annað en stjórnmál hafi borið á góma í þeirri ferð. Úrslit í þrennum aukakosningum Enn tapar brezki í haldsf lokkurin n Metafíi sovétskipa MOSKVU 6/12 — Sovézki fiski- flotinn hefur í ár aflað 42.2 milljón lesta sjávardýra. Þetta er metafli og hinn mikli afli stafar af því að sovézkir fiski- menn nota nýjustu veiðiaðferðir og hafa yfir að ráða hinum full- komnustu tækjum, segir sovézki fiskimálastjórinn. Viktor Kam- entséff. I sovézka fiskiflotanum eru nú 100 stórir togarar sem kallazt geta verksmiðjuskip og stundað geta veiðar hve fjarri heimahöfn sem vera skaL Pravda vill lát á deiluskrifum MOSKVU 6/12 — „Pravda" lagði til í dag að gert yrði hlé á rit- deilum og gagnkvæmum ásökun- um kommúnistaforingjanna, svo að hægt verði í næði að undir- búa ráðstefnu flokkanna. Hana eigi að undirbúa með viðræðum milli flokkanna .,eftir eðlilegum leiðum." LONDON 6/12. — 1 dag voru kunn úrslit í þrénnum auka- kosningum til brezka þingsins og fóru aillar á sömu leið: I- haldsflokkurinn tap>aði fylgi í ölkim kjördæmunum, en Verka- mannaflokkurinn vann á. Ihaldsflokkurinn varð fyrir einna versta áfallinu í St. Mar- ylebone í Landon, sem verið heíur eitt traustasta höfuðvígi flokksins. Þar var nú í fram- boði Quintin Hogg vísindamála- ráðherra. áður Hailsiham lá- varður. Hann hélt að vísu þing- sæti flokksins, en með rniklu minni meirihluta en framibjóð- andi Ihaldsflokksins hlaut í þingkosningunum 1959. Meiri- hlutinn yfir atkvæðamagn fram- bjóðanda Verkamannaflokksins var nú 5.276 atkvæði en var 14.771 árið 1959. Hlutur Hoggs af greiddum atkvæðum minnk- aði um 9,5 prósent. 1 Openshaw i Manohester hélt Verkamannaflokkurinn þing- sæti sínu, en bætti verulega hlutfallstölu sína á kostnað 1- haldsflokksins og minnkaði hlut- ur íhaldsmanna um rúm 10%. 1 Sudbury og Woodbridge- kjördasmi í Austur-Englandi minnkaði meirihluti Ihalds- flakksins úr 9.882 atkvæðum 1959 í 5.589 nú. Þessi úrslit eins og úrslit í öðrum aukakosningum upp á síðkastið benda öll eindregið til þess að Verkamannaflokkurinn muni fá mikinn meirhluta á þingi í næstu almennum þing- kosningum. STOKKHÓLMI 6/12. — í fimm daga hcfur nú Ture Johanni- son, prófessor í norrænum tungumálum við háskólann í Gautaborg, skýrt fyrir réttin- um sem fjallar um mál Heland- ers biskups rannsókn sína á stíl Helanders, cn hann telur sig hafa komizt að raun um að níð- hréfin sem málið reis út af beri öll þau stíleinkenni sem svip setja á rit þau sem Helander liefur gefið út. Verjandi Helanders hefur sér til aðstoðar sérfræðinga sem borið hafa brigður á niðurstöð- ur Johannisons og á morgun mun verjandinn leiða fram í -éttinum prófessor Stig Wikand- -'r, sem er kunnur samanburð- '>-málfræðingur og hefur kom- -t að þeirri niðurstöðu að yarla sé heil brú í rannsókn Johanni- sons Qg niðurstöðum. Johannison fékk hins vegar í dag stuðning starfsbróður síns, Carls Ivars Stáhle, prófessors við Stokkhólmsháskóla, sem lýsti sig algerlega sammála nið- urstöðum hans. Augljóst væri að fullkomið samræmi væri á milli stílsins á níðbréfunum og á ritverkum Helanders og yrði varla dregin af því önnur álykt- un en að Helander væri höfund- ur bréfanna. Þessar deilur prófessora og málfræðinga og vitnisburður þeirra til að færa sönnur á sök ákærðs eiga sér ekki fordæmi í sænskri réttarsögu og það eru ekki aðeins dómsmennirmr fjór- ir sem fylgjast með þeim af athygli, heldur vekur fátt meiri athygli þessa dagana meðal sænskra málfræðinga og lög- fræðinga. Sykur iækkar aftur í verði LONDON 6/12 — Allveruleg lækkun varð á heimsmarkaðs- verðinu á sykri í dag, eins og það er skráð í London. Fyrir fimm vikum komst sykurverðið upp í 105 sterlingspund lestin (12.60 ísl. kr. kg). Síðan hefur það lækkað nokkuð, en féll í dag um sjö pund, niður í 85 pund lestin (kr. 10.20 kg). Lækk- unin stafar af orðrómi um að ítölum hafi boðizt sykur frá Frakklandi fyrir þetta verð. Makkið í London Framhald af 1. síðu. ríkisstjómum og síðan fjallað um þær á ráðstefnunni þegar hún kemur aftur saman eftir áramótin. Brezka blaðið ,,The Times” gefur í skyn í dag að m.a.s. norsku fulltrúamir hafi kallað þetta athyglisverða tillögu, en fréttaritari NTB fullyrðir þó að þeir hafi ekki látið á neinn hátt í ljós að breyting hafi orðið á afstöðu norsku stjórnarinnar í landhelgismálinu. Bretar hafa undanþágu til veiða inn að sex mílum við norsku ströndina til ársins 1970, en þá verður fisk- veiðilögsagan endanlega færð út í tólf mílur. VANDAMÁL VANTROAR- MANNSINS Svein B. Johansen talar um þetta efni í Aðvent- kirkjunni sunnudaginn 8. des kl. 5 s.d. Blandaður kór. — Ein- söngur. Söngstjóri: Jón Hj. Jónsson. — ALLIR VELKOMNIR. „Veiðifrelsia Hin opinbera tilkyiming sem gefin var út eftir lok viðræðn- anna í London í dag var fáorð. Þar voru nefnd þau ríki sem áttu fulltrúa og sagt að fjallað hefði verið um fisk og eirmig um eftirlit á miðunum. Einkum hafi verið rætt um hvernig koma mætti á sameiginlegum reglum um fiskveiðilögsögu Evrópuríkja og einnig um raunheefar ráð- stafanir til að varðveita físb- stofninn. „Ætluðu að verzla“ 1 ritstjómargrein sem ,,The Times” birti fyrr í vikunni trm ráðstefnuna var m. a. komizt svo að orði: „Gætu Norðmenn og Islending- ar fengið að selja fisk í Frafek- landi og Vestur-Þýzkalandi gegn því að hleypa frönskum og þýzk- um fiskiskipum inn á mið sín. ættu þeir að verzla. Rétta Ieiðin til að rannsaka gotstöðvamar væri að fela þá rannsókn al- þjóðastofnun . . Þetta er ein- mitt þess konar samvinna milli ríkjanna sex og sjö og vina þeirra (Irland, Island og Spánn eiga einnig að vera með) sem gæti bætt fyrir það tjón sem hlauzt af viðræðuslitunum í 1 Brussel”, sagði blaðið. Tökum upp í dag og næstu daga hin heimsþekktu PHILIPS sjónvarpstæki Gæðum PHILIPS-tækja er óþarft að lýsa, þau þekkja allir. Fyrirliggjandi 5 mismunandi tegundir. — Verð frá kr. 11.492,00. — Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Höfum loftnet einnig fyrirliggjandi, og önnumst uppsetningu þeirra. VÉLA & RAFTÆKJA VÍRZLUNIN Bankastræti 10 — Sími 12852.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.