Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.12.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. desember 1963 ÞlðÐVILIINN SlÐA g ★ Hinn frægi skozki knatt- spymumaður Denis Law, sem keppir með enska liðinu Manchester United. hefur verið dæmdur í 28 daga keppnibann. Honum var vísað af velli í keppni við Aston Villa 16. nóv. s.l. vegna þess að hann spark- aði í móther.ia. Keppnibannið hefur þær afleiðingar að Law fær ekki að keppa með Manc- hester United í annarri umferð Evrópubikarkeþpninnar fyrir bikarsigurvegara. Ennfremur útilokast hann frá þremur leikjum í ensku deildarkeppn- inni og 3 umferð ensku bikar- Veppninnar 4. janúar. Flugrmálastjórnin hefur fest kaup á tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Beechraft Twin Bon- anza og kom vélin hingað til landsins í fyrrinótt frá Banda- rikjunum. Var það bandarískur flugmaður er flaug vélinni hing- að. Flugvél þessa hyggst Flug- máLastjórnin nota m. a. til eft- irlitsferða með radíóvitum, við- gerðarferða og ratsjórprófana úti á landi en áður var not/uð til þessara ferða eins hreyfils flug- vél sem Flugsýn kaupir nú af Flugmálastjórninni. Sigurjón Einarsson flugmaður og flugumferðarstjóri mun taka próf á þessa nýju vél og fljúga henni. Flugvélin er búin ísvam- artækjum og flughraði hennar er 260 km á klukkustund. NÝJAR BÆKUR FRÁ SETBERGI MERKIR ÍSLENDINGAR Út er komið nýtt bindi af öndvegisritinu „Merkir íslending:ar“. í þessu verki eru ævisögrur: Forlagið Setberg gefur út tutt- I ugu og þrjár bækur í ár og er það metuppskera. Þó skal þess getið að sextán þcirra eru barna- og unglingabækur. Bækur þessar eru af ýmsum toga spunnar. 1 straumkastinu heitir viðtalsbók eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson, þar sem eru Vilhjálmur S. Vilhjálmsson samantekin viðtöl við 33 sjómenn og útvegsmenn sem höfundur hefur skrifað á langri blaða- mannsæfi. Jón Helgason ritstjóri lætur frá sér bók um Tyrkja- ránið 1627. sem segir frá sjálfu rániriu og svo afdrifum her- leiddra Islendinga í Alsír. Bók þessa hefur Halldór Pétursson myndskreytt. 1 bókinni Skuldaskil sem Þor- steinn frá Hamri hefur tekið saman eru átján frásagnir — svipmyndir úr lífsstríði Jslenzkr- ar þjóðar á tímum hungurs og hjátrúar, og koma þar einkum við sögu kynlegir kvistir sem eiga i höggi við harðdræg yfir- völd, eigin bresti, fjandann 6jálfan. Myndir eru eftir Kagn- ar Lár. Þorsteinn Ó. Thorarensen blaðamaður hefur ritað þrjú- hundiuð blaðsíðna bók, Æfisögu de Gaulle, og er þetta þriðja bók í flokki æfisagna merkra manna — áður eru út komnar æfisögur Alberts Schweitzers og Abrahams Lincoln. Dulheimar nefnist þjóðsagnakver sem Einar Guðmundsson kennari hefur tek- ið saman og er þetta áttunda bókin frá hans hendi. Afreks- menn nefnir Jónas Þorbergsson bók sem fjallar um æfi og af- rek Kristjáns ríka í Stóradal og sonarsonar hans Jónasar Sveins- sonar frá Bandagerði, og koma þar einnig mjög við sögu dul- iæn fyrirbæri eins og vænta mátti. Ein íslenzk skáldsaga er með- al útgáfubóka Setbergs. hún heitir Morgunroði eftir Ragnar Þorsteinsson, en hann hefur áð- ur skrifað söguna Ormur í hjarta. Þessi saga gerist á Suð- urlandi, á hafi úti og í Frakk- landi. Af unglingabókum Setbergs má einkum nefna bók um Frið- bjóf Nansen þann ágæta vís- j inda- og mannvin. Forstjóri Setbergs, Ambjöm Kristinsson, ræddi og bókaútgáfu almennt auk þess sem hann kynnti höfunda og bækur á biaðamannafundi, Hann kvað bókaútgáfu á Islandi hafa stað- ið nokkurnveginn í st.að sn'ð- astliðin tíu ár hvað bókafjölda snertir — og komið út um 530 titlar á ári, þar af um 360 eig- inlegar bækur. Hann kvað þetta nokkuð athyglisverða staðreynd einkum ef þess væri gætt að erlendis hefði bókaútgáfa yfir- leitt aukizt um 50 prósent á sama tíma. Honum fannst sú þróun mjög ánægjuleg að út- gefendur tækju yfirleitt íslenzkar bækur fram yfir þýddar. Að- spurður um það. hvers konar bækur forlagi hans hefði gefizt bezt til útgáfu, sagði hann að Fjölfræðifeókin, alfræðibók fyr- ir unglinga sem út kom fyrir nokikrum árum hefði selzt í 7000 eintökum. Brands biskups Jónssonar Lofts ríka Guttormssonar Benedikts Jónssonar Gröndals Daða Níelssonar fróða Jakobs Guðmundssonar prests Magnúsar Stephensens landshöfðingja Finns Jónssonar prófessors Þorsteins skálds Erlingssonar Hermanns Jónassonar frá Þingeyrum Guðmundar Bjömssonar Iandlæknis Jóns Aðils sagnfræðings og Benedikts Sveinssonar forseta Alþingis. Þessi bók er kjörgripur, sem ætti að vera iil á sérhverju bókelsku heimili. BÖKFELLSOTGÁFAN. Reykjatlalur, Mosfellssveit Sumardvalarheimili Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra HÆTTIÐ ■ Vinningar verða að þessu sinni tvær litlar 3ja herb. fokheldar íbúðir að verðmæti kr. 225 þúsund hvor, auk þess 10 aukavinningar, frjálst vöruval fyrir kr. 10 þúsund hver. Miðar eru eldir í innheimtu Landssímans. Landssímahúsinu, í Hafnarfirði í Bóka- verzlun Olivers Steins, á Akureyri og í Keflavík í afgreiðslusal símstöðvanna. Þeir Reykvíkingar, sem vilja fá miða sína heimsenda hringi í síma 10775 eða 12523. Símnotendur eiga réti á að kaupa sín númer til 10. desember. Dregið á Þorláksmessu, hver vill ekki slíkan jólaglaðning? Drætti ekki frestað, og hringt verður í vinningsnúmer á Þorláksmessu. ÁGÓÐI AF HAPPDRÆTTINU FER TIL FRAMKVÆDA I REYKJADAL Flugmálastjórnin kaupir nýja flugvél

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.