Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 12
írx^JMSBffijS 16. janúar n.k. verður dreg- ið í Happdrætti Þjóðviljans 1963 um 11 glæsilega vinn- inga. Aðalvinningurinn er fjögurra herbergja íbúð að Holtsgötu 41 tilbúin undir tréverk og málningu með harðviðar útihurð og svala- hurð og tvöföldu gleri í gluggum. Er þessi eini vinn- ingur að verðmæti 500 þús. krónur. Þá eru 10 ágætir aukavinn- ingar að verðmæti samtals 82 þús. kr. Eru það sófasett frá Húsgagnaverzlun Austur- bæjar, ferð með Gullfossi fyrir 2 til Kaupmannahafnar. málverk eftir Þorvald Skúla- son, Simson-skellinaðra, hringferð umhverfis landið með Esju tyrír tvo. flugferð með Loftleiðum til Kaup- mannahafnar, flugferð með loftleiðum tdl London, vegg- húsgögn frá Axel Eyólfssyni, fjögurra manna tjald frá Borgarfelli og ljósmyndavél. Eru þetta allt verðmætir og eigulegir vinningar. 16. janúar verður einnig dregið um söluverðlaun, er þrír menn úr þrem sölu- hæstu deildum eða kjördæm- um hljóta. Eru það saumavél, flugferð til Kaupmannahafn- ar og ferðaviðtæki. Sunnudagur 29. desember 1963 28. árgangur 269. tölublað Okur veitingahúsa á annan joladag í þessu húsi er íbúðin, sem er aðalvinn inffur í Happdrætti Þjóðviljans. 1 dag verður skrifstofan að Týsgötu 3 lokuð en á morg- un. mánudag, verður hún op- in eins og venjulega kl. 9—12 og 1—7. Eftir áramótahléið hefst svo lokaspretturinn í happdrættinu og má þá eng- inn liggja á liði sínu, því að það er mjög áríðandi fyrir fjárhag blaðsins og framtíð þess að happdrættið beri sem ríkulegastan ávöxt. Nú um áramótin þarf blaðið' að inna af hendi miklar greiðslur vegna framkvæmda sem ráðizt hefur verið í að und- anfðrnu blaðinu til eflingar og er því áríðandi að allir sem það geta geri sem fyrst skil fyrir seldum miðum. Það munar um hvern pening sem inn kemur því að margt smátt gerir eitt stórt. Sam- einumst öll um að tryggja af- komu blaðsins okkar, þvi sjaldan hefur íslenzkri al- þýðu riðið á meira að eiga öflugt málgagn en nú þegar „viðreisn" og verðbólga ríður húsum. Enn eitt banatiiræði við Islending í Tulsa — uaras Hefndarráð- stöfun eða hvað? Þjóðviljinn hafði tal af Har- aldi Björnssyni, leikara, í gær og staðfesti hann við blaðið, að Þjóðleikhúsið hefði svipt hann frumsýningarmiðum á Hamlet og sennilega í framtíðinni, en hann hefur notið þess sem heið- ursvotts fyrir unnin t jrf í þágu leiklistarinnar. Haraldur sat í Þjóðleikhúsráði um árabil og var skólastjóri Þjóðleikhúss- skólans Qg einn af mestu lista- mönnum þjóðarinnar á sviði leiklistar. Þetta er heldur smáskitleg framkoma. Lestraisalui stúdenta Á s.l. sumri festi Háskólinn kaup á húseigninni Aragötu 9 í Reykjavík. Húsið hefur nú verið í notkun í þágu háskóla- stúdenta, og er þar lestrarrými fyri= 3? stúdenta. Með þessu er bætt noOtkuð úr brýnni þörf á lestrarsölum fyrir stúdenta. Daginn, sem lestrarsalirnir voru teknir í notkun, barst myndarleg og mikilsmetin gjöf bóka í lögfræði og hagfræði frá Ragnari Jónssyni hæstaréttar- lögmanni, forstjóra Hlaðbúðar. I FYRRAÐAG kom upp eld- ur í forstofu framan við íbúðar- herbergi að Fálkagötu 27. Ás- geir Magnússon skýrsluhöfundur, bjó í herberginu. 1 stað þess að brjóta rúðu og komast þannig út kaus Ásgeir að vaða eldinn. og brenndist við það illa á andliti, höndum og víðar. Mönnum er enn í f ersku minni er tveir íslenzk- ir piltar voru særðir með skammbyssuskotum í Tulsa í Bandaríkjunum af afbrýðisömum kaup- sýslumanni sem gekk með morðvopn uppá vas- ann eins og alsiða virðist vera þar vestra. í fyrradag var annar þessara pilta, Halldór Gestsson, fluttur aftur á sjúkrahús. Jafnframt hefur spurzt að þriðji íslendingurinn í Tulsa hafi fyrir skömmu verið særður hnífsstungu í veit- ingahúsi þar í borg. Þjóðviljinn hefur haft spurn- ir af því, að einn námsmann- anna í Tulsa hafi nýlega verið særður í andliti með hníf er maður réðst að honum á veit- ingahúsi nokkru. Er þetta sá 3. af piltunum tuttugu, sem verð- ur fyrir alvarlegri líkamsárás á skömmum tíma og hlýtur mönn- um að vera spurn hvort ekki sé nóg komið af svo góðu. Má ekki finna dálítið siðmenntaðri stað til að mennta flugvirkja á eða gera einhverjar ráðstafanir til að verja líf þeirra? Féleysi? Halldór Gestsson, annar pilt- anna sem skotið var á á dögun- um hefur nú aftur verið fluttur á sjúkrahús en hann hafði farið af sjúkrahúsinu fyrir nokkru. Fréttir hafa borizt um það að Halldór hafi neyðst til að yfir- gefa sjúkrahúsið sökum féleys- is en f „Guðs eigin landi" fá menn að deyja drottni sínum geti þeir ekki borgað útí hönd fyrir læknishjálp. Er þetta önn- ur hlið á bandarískri siðmenn- ingu. Þjóðviljanum er ekki kunnugt af hve alvarlegum sök- um Halldór er nú fluttur á sjúkrahús á nýjan leik en hér er vissulega um alvarleg mál að ræða. I gær hafði Þjóðviljinn af því spurnir, ad á annan í jólum hefðu hokkur veitingahús í bæn- um, þeirra á meðal Röðull og Klúbburinn, látið sig hafa það að selja inn á 50 kr. en vana- legt g.jald er kr. 25. Við hringd- um í skrifstofu tollstjóra og fengum þær upplýsingar hjá Bjarna Pálssyni, fulltrúa, að þetta væri rétt hermt og væri málið í rannsókn. Þcssa auka- álagningu kvað fulltrúinn al- gcrlega ólöglega. Nú fýsti okkur að heyra varn- ir veitingahúsaeigenda í málinu, ef einhverjar væru. Fyrst náðum við í eiganda Röðuls, Helgu Marteinsdóttur, alþekkta kaup- konu, sém áður hefur orðið Reykvíkingum dýr 1 rekstri. — Við.gerðum þetta nú fleiri, segir Helga og eitt andartak er eins og brégði fyrir afsökunár- hreim í röddinni. En bissness er bersýnilega bissness á hátíð frelsarans og barnanna, og Helga heldur áfram: Þið vitið nú hvernig þetta er, piltar mínir, þau rúlla öll á hausnum þessi veitingahús og við fáum enga leiðréttingu okkar mála. Hvað öðrum jóladag viðkemur þá á fólkið allt frí þann dag og verður að borga því dopult kaup. hljómsveitin fær 20—30% álag. Ég efast um að við getum haft opið á gamlárskvöld ef við fáum ekki leiðréttingu. Helgu er bent á það, að full- trúi tollstjóra telji hækkunina ólöglega. — Þeir segja það nú alltaf, • svarar Helga. Þar með er það afgreitt. Vart höfum við látið niður tólið þegar síminn hringir, þar er þá kominn Birgir í Klúbbn- um og hefur Helga haft tal af honum. Birgir hefur uppi öll hin sömu rök og Helga vinkona hans,. og kveður þessa hækkun húsunum lífsnauðsynlega. Veit- ingahúsaeigendur, segir hann, standa í viðræðum við tollstjóra um þessi mál og sé ætlunin að ræða við hann aftur eftir helgi. Ekki virðist Birgir sjá neitt át- hugavert við það að taka for- skot á sæluna og brjóta verð- lagsákvæði í von um væntan- lega hækkun. Væntanlega eru viðhorf þeirra Birgis og Helgu viðhorf þeirra Framhald á 2. síðu. Viðtöl við skipverja á Hugrúnu SKIPIÐ FÉKK Á SIG MJÖG HARÐAN HNÚT ¦ Vélskipið Hugrún frá Hafnarfirði náði höfn í Neskaupstað klukkan hálf tíu í gærmorgun og var þegar tekin í slipp til viðgerðar. ¦ Fréttaritari Þjóðviljans í Neskaupstað hafði tal af skipverjum í gærdag og fer frásögn- hans hér á eftir: Er vélskipið Hugrún IS 7 var á heimleið frá Þýzkalandi til Is- lands að morgni annars jóla- dags og var stödd 150 sjómílur frá Færeyjum, þá var vonzku- veður á þessum slóðum með tíu vindstigum pg slæmu sjólagi. Klukkan átta um morguninn reið harður sjóhnútur að skip- inu, sem hélt þá upp í sjó og vind á hægri ferð. Skipið hófst hátt upp og féll þungt niður og eftir tuttugu mínútur kom i ljós mikill leki á bátnum. Var þá hafizt handa að dæla sjónum úr bátnum og látið reka og var notuð handdæla. Aðal- véladælan er tengd við sving- hjól aflvélarinnar. sem þá var komin í sjó og hélzt reimin þessvegna ekki á svinghjólinu. Stóð þannig í tólf klukkustund- ir. en þá hafði tekizt að dæla það miklum sjó úr skipinu, að véladælan komst í gang. Eftir það var hægt að halda bátnum þurrum án þess að nota hand- dæluna. Síðan var svo látið reka meðan beðið var eftir Goðafossi, sem átti þá eftir sex klukku- stunda siglingu til þeirra. Var nú fylgzt með Goðafossi áleiðis til Vestmannaeyja á hægri ferð eftir að hann kom á vettvang. Véldælan á Hugrúnu þoldi ekki fullan snúningshraða afl- vélarinnar og réði þetta ferð skipanna. Sjór komst hæst í Hugrúnu upp fyrir gólf í vélar- rými. Yfirleitt gekk ferðin að óskum, en tvisvar þurfti að stoppa til þess að lagfæra véla- dæluna og var þá gripið til handdælunnar. Framhald á 2. síðu. / Hamtet'-sýningunni hrkunnarvei tekii A annan í jólum var leikrit Shakespeares „Hamlet" fruni- sýnt f Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Benedikt Árnason, enskur maður, Disley Jones að nafni. gerði leiktjöldin, en aðalhlutverk. ið, Hamlet Danaprins, leikur Gunnar Eyjólfsson. Leikhúsið var þéttsetið A frumsýn. á fimmtudagskvöld og meðal leikhúsgesta voru forseta- j hjónin. Var leiksýningunni for- kunnarvel tekið af áhorfendum; leikstjóri og leikendur kallaðir fram á leiksviðið hvað eftir ' annað í lok sýningarinnar. önnur sýning Þjóðleikhússins á „Hamlet" var í gærkvöld og þriðja sýning verður í kvöld, sunnudag. — Sýningartíminn á ..Ham'et" er hálf fjórða klukku- stund.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.