Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.12.1963, Blaðsíða 10
 |0 SÍDA HÖÐVILIINN Sunnudagur 29. desember 1963 — Ekki ennþá, sagði veitinga- maðurinn hugsi. — En það er svo sem ekki að vita nema það verði. Ég hef heyrt á tal dökku piltanna á barnum á kvöldin, og þeir vildu áreiðanlega margir setjast hér að eftir stríðið. Curtis majór reis á fætur. — Jæja, ég þakka yður kærlega fyrir að þér skrifuðuð hershöfð- ingjanum. Við mátum það mik- ils. Segið mér, hvar get ég náð í ungfrú Trefusis núna? Veitingamaðurinn leit á úrið sitt. — Þér getið náð í hana í búðinni ef þér haskið yður, sagði hann. — Nýlenduvöruverzlun Robertsons ofar í götunni. Vinstra megin. Hann lokar eft- ir fimm mínútur, en þér náið í hana ef þér farið núna. Liðsforinginn sagði: — Hvort teljið þér heppilegra, að ég hitti hana þar eða heima hjá sér? Herra Probisher sagði: — Ef þér hittið hana heima, þá þurfið þér að eiga í höggi við móð- urina. — Ég sfcil, sagði Curtis majór. — Ég fer í búðina. Jæja. kærar þakkir, herra Frobisher. Hann fór út á götuna, bað bílstjórann að bíða eftir sér og gekk í áttina að búðinni. Hon- um fannst hann vera kominn í hálfgerðar ógöngur. Jafnvel í Portland, þar sem hann hafði alizt upp, hefði engin hvít stúlka farið út með svörtum manni; hjónaband hefði verið ó- hugsandi. I þessu þorpi gegndi allt öðru máli. Kynþáttavanda- mál hafði sjálfsagt aldrei verið fyrir hendi og allir múrar höfðu fallið. þegar þessi stóri hópur þeldökkra Bandarík.iamanna kom á staðinn. Samkvæmt skoð- un veitingamannsins þætti eng- um mikið þótt svartir menn og hvítar stúlkur gengju í hjóna- band, og stúlkurnar myndu ekki hrapa í áliti fyrir það. Og að sumu leyti virtust þorpsbúar hrifnir af blökkumönnunum. Hann fór inn í verzlun Ro- bertson og vissi með sjálfum sér að hann þurfti að tala gætilega. Hlutverk hans var að fá hjá stúlkunni rétta frásögn af því sem gerzt hafði, sem hann gæti sett í skýrslu sína til dóms- málafulltrúans; honum yrði ekki mikið ágengt ef hann léti í ljós andúð á viðbrögðum þorpsbúa. Það var líka annað sem hann hafði áhyggjur af. Hann þurfti að yfirheyra kornunga stúlku, góða stúlku að allra áliti, um mjög viðkvæmt mál. Hann vissi 45 HárqreíSslm BÍrgreiiisla oe snyrtistofa STEINU ne OODfl Laugaveql 18 III. h. flyUa) SÍMT 2461Ö. P B R M A Garðsenda 11 SfMI 33968. Hárip-eiðslu- 02 snyrtistofa, Dðmnr! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargöto 10. Vonarstrætis- megln. — SfMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTORBÆJAR (Maria Guðmnndsdóttir) Lau&avegi 13 — SfMl I465i — Nuddstofa á sama stað. — bókstaflega ekkert um enskar stúlkur; hann hafði naumast talað við eina einustu á ævinni. Að minnsta kosti hafði hann aldrei talað við enska sveita- stúlku; hann hafði enga hug- mynd um hvernig hún myndi bregðast við spurningum hans. Hann kyeið því að hann kynni að koma illu til leiðar með fá- fræði sinni og klaufaskap, fá ekki hið sanna uppúr henni. Samt sem áður yrði hann að reyna að gera sitt "bezta. Hann fór inn í búðina. Þar voru mestmegnis seldar ný- lenduvörur, en í einu horninu var eins konar póststofa, afgirt með vírneti. Við afgreiðsluborðið stóð miðaldra kona og tvær stúlkur, allar klæddar hálfþvæld- um hvítum sloppum að afgreiða þrjá viðskiptavini. Bakvið vír- netið sat miðaldra maður. Liðsforinginn gekk að vírbúr- inu. — Herra Robertson? sagði hann. Maðurinn leit upp. — Það er ég. — Ég er að leita að ungri stúlku ungfrú Trefusis. sagði majórinn lágt. — Er hún hér? Maðurinn kinkaði kolli. — Það er hún sem er þarna við endann, sagði hann í lágum hljóðum. Majórinn sneri sér við og sá mjög laglega, dökkhærða stúlku við hitt borðið. Hann sagði: — Ég hefði þurft að tala við hana út af þessum vandræðum sem hún lenti í. Get ég gert það hér? — Já, ef þér viljið, sagði mað- urinn. — Ég ætla að fara að loka. Það verður orðið rólegt hér eftir nokkrar mínútur. ef þér viljið bíða. Majórinn beið; herra Robert- son kom fram úr vírbúri sínu og lokaði götudyrunum. Við- skiptavinirnir tíndust út; hann sá að kaupmaðurinn fór til konu sinnar og sagði eitthvað við hana í hálfum hljóöum; þau lifcu á hann og síðan á stúlkuna. Hann gekk að borðinu og sagði við hana: — Ungfrú Trefusis? Mætti ég tala við yður nokkur orð? Hún sagði hræðslulega: — Við mig? — Já, sagði hann. — Þér vitið sjálfsagt í hvaða sambandi. Ég var sendur hingað frá Aðal- stöðvunum út af þessu máli yð- ar. Mig langar til að fá hjá yð- ur upplýsingar. Hún sagði: — Ég sagði liðs- foringja allt saman daginn eftir, þegar hann kom. Ég kæri mig ekkert um að tala meira um þetta. — Ég veit það, sagði hann. — Mig langar ekki til að valda yður óþægindum, ungfrú Trefus- is. En þessi þeldökki piltur er illa staddur. Hann getur fengið fimm ára fangelsi fyrir svona á- kæru. Jæja. það er ekkert við því að segja, ef hann hefur gert það sem hann er sakaður um, en við viljum ganga úr skugga um að enginn vafi leiki á neinu. Það er langur tími að sitja fimm ár í fangelsi, ef um einhvern misskilning hefur verið að ræða. Hún þagði. — Við viljum aðeins gera það sem rétt er, sagði hann. — Við viljum koma í veg fyrir að ann- að eins og þetta geti komið fyr- ir, þannig að þið stúlkurnar getið gengið óhultar um göt- urnar á kvöldin. En við verðum að vera sanngjarnir við alla, sanngjarnir við yður og sann- gjarnir við hann. Mig langar til að spyrja yður fáeinna spurn- inga. Viljið þér svara þeim? Hún sagði: — Allt í lagi. Hann brosti til hennar. — Hvað hafið þér unnið hér lengi, ungfrú Trefusis? Hún leit á hann undrandi. — Hér? Ég byrjaði hér fyrir þremur árum, þegar ég var búin í skólanum. — Hafið þér alltaf átt heima í Trenarth? Hún hristi höfuðið. — Við áttum fyrst heima í Wade- bridge; pabbi vinnur við járn- brautirnar. Hann var svo send- ur hingað þegar ég var sjö ára. Curtis majór kinkaði kolli. Hann kannaðist við Wade- bridge, annan smábæ í Corn- wall, ekki miklu stærri en Trenarth. — Fyrir svona tíu ár- um? — Já einmitt. Hann leit á litlu pakkana sem hún hafði verið að útbúa úr smjöri og osti. — Eru þetta dagskammtarnir? spurði hann. — Eruð þér alltaf að vega þetta? Hún starði á hann. — Nei, vikuskammtar. Við vegum ekki dagskammta. Hún tók upp einn pakkann. — Þetta er smjör til vikunnar. Hamingjan góða, sagði hann. — Það sýnist ekki mikið. — Það er ekki mikið, svaraði hún. — Tvær únsur. — Er þetta ekki leiðigjarnt? spurði hann. — Að vera alltaf að vega þessa litlu pakka. — Ég veit ekki, sagði hún. — Eitthvað verður maður að gera. Hann hallaði sér upp að borð- inu; hún var orðin ögn frjáls- legri. — Koma margir hermenn hingað. spurði hann. — Banda- rískir á ég við? Hún sagði: — Ekki mjög margir — fáeinir. Ég held við höfum ekki margt sem þá vant- ar. Þeir mega ekki kaupa skömmtunarvöru. Sumir þeirra koma í póststofuna. Hann spurði: — Eru þeir nokkuð ágengir? Hún hnykkti til höfðinu. — Sumir af þeim hvítu eru að reyna að vera fyndnir. Mér finnst þeir ósköp asnalegir. — Láta þeir svörtu aldrei þannig? Hún sagði: Uss, nei. Þeir haía svo afskaplega fágaða fram- komu. Majórinn hló með sjálfum sér og fannst hann eiga sinn hluta af sneiðinni. Upphátt sagði hann: — Segið mér, þér könnuðust aðeins við piltinn sem áreitti yður, var ekki svo? Hún sagði: — Það er varla hægt að segja það. Hann kom stundum hingað að kaupa sígar- ettur. — Afgreidduð þér hann? — Ef ég var við. Ég afgreiddi tóbakið og Maggie sælgætið. Það er auðveldara fyrir okkur að skipta því þannig. — Hvað var hann vanur að kaupa? — Players. — Hve margar? Fimmtíu eða hundrað? — Uss, nei. Við seljum aldrei svo margar í einu. Hann var vanur að kaupa tíu. — Aðeins lítinn tíu stykkja pakka? — Já. — Þær hafa varla enzt hon- um lengi. | — Þær gerðu það ekki. Hann 1 kom hingað næstum á hverjum degi. I — Hvað lengi hafði hann I komið hingað? — Lengi. Alltaf svona þrjár vikur. — Hann hefur ekki sýnt neina áleitni? — Nei. nei — þeir svörtu eru ekki svoleiðis, ég sagði yður það. I Curtis majór sagði: — Datt ! yður nokkurn tíma í hug ung- frú Trefusis, að hann kæmi til að sjá yður? Hún leit niður fyrir sig. — Ég veit ekki. Majórinn sagði: — Verið sanngjörn við hann. Hann er 1 miklum vandræðum útaf þessu. Þótt hann hafi verið hrifinn af yður, ungfrú Trefusis, þá er ekk- ert athugavert við það. Hann þagnaði skyndilega. Hann hafði ætlað að segja, að kettinum leyfist að líta á kónginn, en svo datt honum í hug. að það væri ef til vill ekki viðeigandi <zs»nvart svertingja og hvítri stúlku. Hún sagði lágt: — Jú, það var Hálítið skrýtið hvað hann kom oft. Maiórinn sneri sér að öðru — Farið þér oft í bió? spurði hann. Hún leit upp undrandi. — Já, mér finnst það reglulega gaman. Við höfum lokað síðdegis á laug- ardögum og þá förum við. — Til Penzance? Hún kinkaði kolli. — Það eru tvö kvikmyndahús þar. Empire og Regal. Þeir fá svo afskaplega fínar myndir. — Með hverjum farið þér? Hún sagði: — Með Nellie Hunter eða Jane Penlee. Stund- um fer ég með mömmu. — Eru þessar stúlkur vinkon- ur yðar? — Já. Hann brosti til hennar. — Hafið þér nokkurn tíma far- ið með pilti? Hún hristi höfuðið. — Ekki ein. Hann brosti enn. — Hefur nokkur boðið yður? Hún hló feimnislega. — Ekki ennþá. — Jæja, sagði hánn. — Það er víst nægur tfmi. Svo bætti hann við og var enn brosandi: SKOTT/I Vtí Ef ég ætti tuttugu og fimm kall gæti ég farið í bió í staðinn fyr- ir að hanga hér heima og spila allar þessar plötur sem fara svona í taugarnar á þér. göfldug lauguvegi 26 simi 20 9 70 Jólafundur verður haldinn að Tjarnargötu 20 sunnudaginn 29. desember kl. 20.30. D A G S K R Á : 1. Jólasaga, Guðrún Stephensen les. 2. Jólasiðir í Tékkóslóvakíu, Jarmila Ólafsson. — Leikin tékknesk þjóðlög. 3. Ljóðalestur, Jóhannes úr Kötlum. 4. Samleikur á fiðlu og píanó, Jakob Hallgríms- son og Hallgrímur Jakobsson leika. 5. Sameiginleg kaffidrykkja. Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti. Karlar jafnt sem konur velkomin. Kvenfélag sósíalista. VDNDUÐ FALLEG ODYR Sýutþórjönsson &co Jiafiwstoeti k- Auglýsið i Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.