Þjóðviljinn - 03.01.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.01.1964, Blaðsíða 1
HÁLFUR MÁNUÐUR FRÁ SÁTTA- FUNDI í TRÉSMIÐADEILUNNI ★ Gngin breyting hefur orðið á verkfallsmálum trésmið- anna um áramótin, enginn sáttafundur haldinn eða boð- aður, en að því hlýtur nú að draga, þvi síðasti sáttafund- ur í deilunni var haldinn 20. desember. ★ Ekkert fréttnæmt hafði gerzt í framkvæmd verkfalls- ins að því er forystumenn trésmiða sögðu. verkfallsvakt- imar gegna sínu starfi se*n áður og hafa að staðaldri eft- irlit á helztu byggingarsvæð- unum. Verkfallsvaktin er i húsi félagsins að Lauíásvegi 8. BENZÍN HÆKKAR UM 35.7% Myndin er tekin á gamlárskvöld og sést á henni Ijósum prýdd Miklabrantin og bálköstnr borgarinnar á Klambratúni en það mun hafa verið veglegasta áramótabrenna n að vanda. — (kjósm. Þjóðv. A. K14. Lokaspretturinn er hafinn Nú cr aðeins hálfur mánuður eftir þar til dreg- ið verður í Happdrætti Þjóðviljans 1963 en dráttur fer fram 16. þ.m. Þann dag verður einhver lánsamur maður heilli íbúð ríkari og öðmm munu falla í skaut ferðalög innanlands og til útlanda, húsgögn o.fl. eigu- legir vinningar. Loks em svo ótalln þrenn ágæt söluverðlaun sem einnig verður dregið um þann 16. Eru það flugferð til Kaup- mannahafnar. saumavél og ferðaviðtæki. Lokaspretturinn í miða- sölunni er sem sagt hafinn og er áríðandi að menn noti vel þessa fáu daga sem eftir em. í dag er al- mennur skiladagur og verður skrifstofan að Týs- götu 3 opin kl. 9—12 og kl. 1—7. Ættu menn ekki að draga það á langinn að gera skil fyrir seldum miðum. Nú fer að harðna keppn- in i deilda- og kjördæma- samkeppninnl og verður fróðlegt að sjá hver nær fyrst 100% sölumarkinu. 9. deild hefur haft ömgga forustu enn sem komið er en ýmsar aðrar deildir og kjördæmi munu hafa full- an hug á að veita henni harða samkeppni. Við híð- um og sjáum hvað setur. FRIÐSAMLEG ARA- MÓT í REYKJAVÍK Benzínhækkunin, sem gert er ráð fyrir í nýafgreiddum vegalögum frá Alþingi, kom til framkvæmda í gærmorg- un og kostar nú lítri af benzíni kr. 5,70 í stað 4,20 áður. Lögin gerðu þó ekki ráð fyrir meiri hækkun en allt að kr. 1,30 á lítra en 20 aura hækkun er nú leyfð vegna aukins reksturskostnaðar olíufélaganna og aukins söhi- skatts. Er þetta fyrsti vísirinn að því að hleypa eigi ný- fengnmn kjarabótum út í verðlagið. Þrátt fyrir það, að engin Óvenju miklu magni aí „kínverjum" var smygl-^ að til landsins fyrir áramótin og þótí lögreglunni tækist að komast yfir stóran hluta þess fyrir gamlárskvöld bar meira á „kínverja“-sprenging- um en lengi hefur gert. Þrír menn voru fluttir á sjúkrahús, allir slasaðir af völdum sprenginga, og hefur slikt heldur ekki borið við lengi. En þrátt fyrir þetta fór nýársfagnaður Reykvík- inga friðsamlega og sómasamlega fram og stórslysalaust að minnsta kösti. leynd væri á þvi að þessi hækk- un stæði fyrir dyrum. ,bar ekki á að bifreiðaeigendur birgðu sig upp af benzíni á gamla verð- inu enda flestom óhægt um vik að geyma það. Hækktm þessi hlýtur þó að hafa margs konar áhrif ef að líkum lætur, og má þar til nefna hækkun á farseðlum sér- leyfishafa, leigubílagjaldi o. s. frv. Þá má hiklaust gera ráð fyrir að gamlir bflar og þó einkum neyzlufrekar gerðir lækki í verði á næstunni. Kvöldblaðið ,„Vísir'< heldur því fram í gær í frétt um hækk- unina. að þrátt fyrir hana sé benzín ódýrara hér á landi en í nokkru öðru Evrópulandi. Þetta er rangt. 1 Eystrasaltslýð- veldunum og Rússlandi kostar benzínlítirinn kr. 2.39 og annars staðar í Ráðstjómarrikjunum, í Luxemborg og Englandi er benz- ín álíka dýrt og hér nú. og í mörgu Evrópulanda ódýrara t d. Austurriki (5.33), Hollandi (5.48) og Sviss (4.99). Þá má heJdur ekki gleyma þeirri stað- reynd að annar reksturskostnað- ur bifreiða er mtm hærri hér en 1 öðrum löndum og er það fyrst og fremst vegna slæmra vega og veðurfars. Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn sagði okkur í gær að aillur mannfagnaður í Reykja- vík um áramótin hefði farið vel fram og stórslysalaust. Að vísu sagði hann að um 60 manns hefðu verið fluttir á slysavarð- stofuna á nýársnótt, þar af 25 af lögreglunni. Margir höfðu beinbrotnað. bæði vegna hálku og ölvunnar, en aðrir höfðo skaðað sig á flugeldum eða ann- arskonar Ijósum, blysum eða sprengjum. Voru þrír fluttir á sjúkrahús og hefur það ekki skeð áður, sagði Erlingur. Var þama um að ræða mann og hafði kviknað í fötum hans út frá rakettu. konu sem brenndist í andliti af einhverskonar opnu Ijósi og mann sem skaddaðist af líkum orsökum. Töluvert var af unglingum í miðbænum, einkum í Austurstræti. og höfðu þeir í frammi ærsl og sprengdu „kín- verja” og heimatilbúnar sprengj- ur og púðurkerlingar. Alls tók lögreglan 40 unglinga úr um- ferð fyrir óspektartilraunir og gerði um sex hundruð ..kínverja” upptæka. Þá kvað Erlingur nokk- uð hafa borið á því að „kínverj- um” og heimagerðum sprengjum alls konar væri kastað úr bílum er óku á fleygiferð um bæinn. Hafði lögreglan og hendur í hári margra er ábyrgð báru á þvi athæfi. Brennurnar Brennur í Reykjavík á gaml- árskvöld voru um sjötíu og tók- ust alllar með ágætum sagði Erl- ingur okkur. Byrjað var að kveikja í köstunum um klukkan tíu en stærstu brennumar voru Framhald á 2. síðu. STEFÁN JÓNSSON OG VSV 20. ÞOS. KR. HVOR ★ A gamlársdag var að vanda úthlutað úr rithöfundasjóði rik- isútvarpsins, og tilkynnti formaður sjóðsstjómar, Kristján Eldjám, um styrkveitingamar á samkomu í húsakynnum Þjóðminjasafnsins að viðstöddum menntamálaráðherra, útvarpsstjóra, stjómum rit- höfundafélaganna og nokkrum fleiri gestum. Að þessu sinni fengu skáldsagnahöfundamir Stefán Jónsson og Vilhjálmur S. Vilhjálms- son 20 þúsundir króna hvor úr sjóðnum. ★ Áður hafa 13 rithöfundar fengið styrki úr sjóönum, en úthlut- un úr honum hófst 1956. Fylkingarfélagar athugið! ★ Fastur dálkur um starfsemi Fylkingarinnar verður framvegis hér í blaðinu á 2. siðu. Félagar! Fylgizt ávallt með þvi hvað er að gerast í félagi ykkar á næstunni og lesið þennan dálk. Jean Daniei. Viðtöl sem vakið hafa mikla athygli Skömmu áður en Kenne- dy forseti var ráðinn af dögum tók hann á mótl franska blaðamanninum Jean Danicl. Viðtal þeirra snerist einkum um Kúbu og var að mörgu Ieyti at- hyglisvert, ekki sízt vegna þess að Kennedy viður- kenndi afdráttarlaust að Bandarikin hefðu borið á- byrgð á ógnarstjóm Batista. Frá Washington héit Dani- el til Havana og ræddi þar við Castro forsætisráð- herra. Það viðtal var ekld síður eftirtektarvert. eink- um vegna þess að Castro skýrði Daniel fyrstum blaðamanna frá aðdrag- anda deilunnar á Karíba- hafi í fyrrahaust og ástæð- unni fyrir því að sovézku flugskeytin voru send til Kúbu. Viðtöl Daniels við þá Kennedy og Castro eru birt á opnu blaðsins í dag. Opinberir starfsmenn krefjast 15% launahækkunar frá og með 1. jamíar □ A fundi sínum sl. mánudag, 30. desember, samþykkti stjóm Bandalags starfsmanna ríkis og bæja einróma að krefjast 15% launahækkunar til opinberra starfsmanna frá 1. janúar 1964. Svofelld frétt um þetta frá BSRB barst ÞJÖÐVILJANUM i gær: ,,í lögum nr. 55/1962, um kjara- samninga opinberra starfsmanna, er ákveðið, að fyrsti kjarasamn- ur eða kjaradómsúrskurður um launakjör starfsmanna ríkis- ins skuli gilda til ársloka 1965. Á hinn bóginn gera lögin ráð fyrir að ef almennar og veru- legar kaupbreytingar verði á samningstímabWi, megi krefjast endurskoðunar kjarasamnings án uppsagnar hans, og fer um þá endurskoðun á sama hátt og aðalsamning. Ef samkomulag næst ekki milli aðila, sker Kjara. dómur úr ágreiningnum. Þar sem að undanfömu haf óumdeflanlega orðið almennar o og verulegar kauphækkanir heft stjóm BSRB einróma samþykt að ota heimild fyrr greindra lag og krefjast endurskoðunar gilc andi kjarasamnings. Hefur veri borin fram krafa um 15% launs hækkun til opinberra starfs manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.