Þjóðviljinn - 03.01.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.01.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. janúar 1964 HÖÐVILnNN SlÐA 3 Götubardagar aftur háðir í Nicosíu Öðru hverju brutust út götubardagar í Nicosíu yfir hátíðamar. Var öryggisliði beitt til að koma á reglu. Á myndinni sjáum við öryggissveitir svonefndar halda inn í tyrkneska borgar- hlutann í Nicosíu á jóladag. Eins og sjá má af myndinni hafa lögregiumenn vaðið fyrir neðan sig og vélbyssurnar tilbúnar. Grikkir biðja Nato skerast í leikinn í Kýpurdeilunni AÞENU 2/1 — Gríska stjórnin fór þess á leit í dag við Atlanzhafsbandalagið, að það komi í veg fyrir einhliða aðgerðir Tyrkja á Kýpur. í París kom fastaráð bandalagsins saman til aukafundar til þess að ræða þróun mála á eynni, en Grikk- land og Tyrkland eru bæði í Atlanzhafsbandalag- inu. Þessi tilmæli grísku stjórnarinnar voru fram sett eftir að herforingjar og stjómmálaleiðtogar höfðu rætt málið á hálfrar annarar klukkus’tund- ar löngum fundi. Grískir leiðtogar ræddu einn- ig ástandið á Kýpur á fjögurra klukkustunda löngum fundi aðfaranótt fimmtudags. 1 tilmælum grísku stjómar- iimar er á það bent. að mikill liðssamdráttur Tyrkja fyrir ströndum Kýpur hafi skapað al- varlegt ástand á þessu svæði. Þá er vísað á bug þeirri fullyrð- ingu tyrknesku stjómarinnar, að hér sé um venjulegar heræfing- ar að ræða, og grunsamlegt tal- ið, að þær séu háðar eiiimitt hér. Síðari fréttir herma, að fasta- ráð ' Atlanzhafsbandalagsins í París hafi setið á fundi í dag um klukkustundar skeið. Sendi- fulltrúar þeirra landa. sem hlut eiga að Kýpurdeilunni, en þau eru Grikkland, Tyrkland og England, héldu allir ræðu, en síðan uröu stuttar umræður. Að öðru leyti vildi talsmaður Atl- anzthafsbandalagsms ekkert um fundinn segja. Duncan Sandys. ráðherra sá er fer með málefni Brezka sam- veldisins í ensku stjóminni, átti í dag nýtt samtal við Makarios forseta, i Nicosíu. A miðviku- dag hafði Sandys átt meir en tveggja klukkustunda langt sam- tal við forsetann, eftir að Maka- rios hafði gert það kunnugt, að hann vildi segja upp Kýpur- samkomulaginu. I dag var að inestu leyti ró- legt á gríska svæðinu í Nicosíu, utan hvað menn voru krafðir um vegabréf á nokkrum stöðum. Frá New York berast þær fréttir, að Kýpur hafi formlega farið þess á leit við öryggisráð Sameinnuðu þjóðanna, að það komi saman til fundar á föstu- dag til þess að ræða ástandið á eynni. Búizt er við, að ráðið verði við þessum tilmælum. SÓSÍALISTAFÉLÖGIN í REYKJAVÍK halda JÓLATRÉSSKEMMTUN fyrir börn félagsmanna sinna í Silf- urtunglinu sunnudaginn 5. jan n.k. kl. 3 síðdegis. — Jólasveinninn kemur í heimsókn og skemmtir bömunum. — Veitingar, sælgæti. — Tekið á móti miðapöntunum í símum 17510, 17512 og 17513. — Miðar afhentir í skrifstofu félaganna, Tjamargötu 20. SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJAVÍKUR KVENFÉLAG SÓSÍALISTA Æ. F. R. Krústjoff kemur til Danmerkur KAUPMANNAHÖFN 2/1 — Danmörk verður fyrsta landið, sem Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, heimsækir í för sinni til Skandinavíu í sumar. Ekki er enn endanlega ákveðið, hvenær Krústjoff kemur, en góðar heimildir í K-höfn telja að það verði annaðhvort 16. eða 17. júní. Búizt er við að Krústjoff haldi till Noregs eftir dvöl sína í Dan- mörku. 1 Danmörku mun forsætisráð- herrann eiga stjórnmálaviðræð- ur við danska forustermenn, skoða iðnfyrirtæki og kynna sér danskan landbúnað. Norska utanríkisráðuneytið skýrir hinsvegar svo frá, að ekki sé nein ákvörðun tekin um það. í hvaða röð Krústjoff heim- sæki Norðurlönd. Ekki sé held- ur ákveðið, hvaða dag heim- sóknin hefjist. So vétorðsending tíl vestrænna ríkja LONDON 2/1 — Sovétstjórnin hefur sent langa orðsendingu til stjóma allmargra vestrænna rikja. Frá þessu var skýrt í Lundúnum í dag og og fjallar orðsending Sovétstjórnarinnar um friðsamlega lausn á landa- mæradeilum. Fréttamenn telja fullvíst, að Þýzkalandsmál og Berlínardeilan séu þau mál, scm einkum sé fjallað um í orð- sendingunni. Orðsending Sovétstjórnarinn- ar er rúmar tuttugu síður, og er nú vendilega rannsökuð í enska utanríkisráðuneytinu, sagði talsmaður þess sama ráðu- neytis í dag. Hann bætti því við, að Því yrði Sovétstjórnin sjálf að ráða, hvort hún birti efni orðsendingarinnar. Frá Washington bárust þær Páfi heldur til Israel laugardag BÓM 2/1 — Páll pávi sjötti í þessa átt var að sögn blaðsins og þeir, er honum skulu fylgja á pílagrímsferð hans til Lands- ins helga, drógu sig I hlé í dag og hófu andlegan undirbúning. í St. Matthilda-kapellunni í hin- um opinbera embættisbústað páva hlýddu þeir messu. Sjálf hefst pílagrímsförin á Iaugar- dagsmorgni, og verður þá flogíð með þotu til Anunan, höfuðborg- ar Jórdaníu. Páll pávi hefur lýst því yfir, að pílagrímsferð þessa fari hann til þess að efla heimsfriðinn og hina kristilegu einingu. Mikil- vægt varðandi kristilega einingu er það einkum talið. að Páll pávi rmm eiga viðræður við Atihenag- oras, patríarka úr Miklagarði, en hann er æðsti maður grísk-kaþ- óllsku kirkjunnar. Eru þá liðin meir en fimm hundruð ár síðan yfirmenn rómversk-kaþólsku og grísk-kaþólsku kirkjunnar hafa ræðst við. Endanlega skildu leiðir milli þessara tveggja ai-ma kirkjunnar árið 1054, og hið áhrifamikla blað í Torino, La Stampa. skrif- ar í dag, að Rómarkirkján undir- búi nú mestu tilraun sína fram í því fólgið að ná betra sam- komulagi við Athenagoras patr- iarko og Alexis patriarka, yf- irmann rússnesku kirkjunnar. Búist er við því, að Segni for- seti fylgi páva á flugvöllinn, en í Amman tekur Hussein Jórd- aníukonungur á móti hinum helga föður. Á leið sinni til Jerúsalem mu<n pávi stíga af bif- reið sinni og halda fótgangandi eftir Via Dolorosa, veginum þar sem Kristur bar krossinn Píla- grímsgöngunni lýkur svo með messu í kirkju hinnar heilögu grafar. Laugardagskvöld mun pávivæntanlega biðjast fyrir í Getsemane. Á sunnudag mun hann skoða sögustaði og aðra helga staði ísrael. fréttir í dag, að Dobrynin, sendi- herra Ráðstjórnarríkjanna, hefði beðið um viðtal við Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. og fylgdi fregninni, að hér væri bersýnilega ekki um venjulega kurteisisheimsókn að ræða. Síðar var það tilkynnt, að sendiherrann hefði afhent utanríkisráðherranum persónu- lega orðsendingu frá Krústjoff til Lyndon B. Johnsons, forseta. Frá Bonn tilkynnir DPA, að Sovétorðsending hafi verið af- hent vestur-þýzku stjóminni á nýársdag, og er það haft fyrir satt, að um sömu orðsendingu sé að ræða. Þá hefur sendiherra Sovétrikjanna í Svíþjóð afhent Thorsten Nilson, utanríkisráð- herra, orðsendingu. Seint á fimmtudag var ekkert sem til þess benti, að orðsending Sov- étstjómarinnar hefði verið af- hent frönsku stjórninni. Það fylgdi þó fréttinni, að sovézki sendiherrann hefði beðið «ra viðtal við de Gaulle, og er bú- izt við, að þá muni orðsendmg- in afhent. Kosinn formaður ráðherranefndar BRUSSEL 2/1 — Utanríkisnáð- herra Belgíu, Paul-Henri Spaak, tók um áramótin við embættí sem formaður í ráðherranefnd Efnahagsbandalagsins. Spaak tekur við af Josef Luns, en með- limir nefndarinnar skipta með sér embættinu og gegnir hver því hálft ár í senn. Sovétsendinefnd MOSKVU 2/1 — Sendinefnd frá Kommúnistaflokki Ráð- stjómarríkjanna er komin til Kúbu. Það er Pravda, málgagn flokksins. sem frá þessu skýrir í dag. Formaður nefndarinnar er ritari miðstjómar flokksins, Nikolai Podgomí. Kwame Nkruma sýnt banatilræði til þessa dags til þess að ná kristinni einingu. Fyrsta skrefið Sjú-en-lœ i Albaníu BELGRAD 2/1 — Þeir Sjú- en-læ. forsætisráðherra Kín- verska alþýðulýðveldisins, og Chen Yi. utanríkisráðherra, áttu á fimmtudag stjómmálaviðræður við albanska kommúnistaleiðtog- ann Enver Hoxha í Tírana. Alb- anska fréttastofan ATA skýrir svo frá, að viðræðurnar hafi farið fram í anda vináttu og eindrægni. A miðvikudag voru hinir kín- versku gestir viðstaddir hátíða- sýningu i óperunni 1 Tirana. Fréttastofan Hið nýja Kína skýr- ir svo frá, að þar hafi albansk- ur listamaður sungið á kínversku söng til Mao tse-tung. Hoxha var einnig viðstaddur hátíðasýning- una. Krústjoff í Varsjá VARSJA 2/1 — Nikita Krúst- joff, forsætisráðherra Sovétríkj- anna. kom í dag tíl Varsjár. Þetta var tilkynnt opinberlega, og segir í tilkynningunni, að Krústjoff komi í opinbera heim- sókn í boði þeirra Gómúlka og Cyrankiwicz. utanríkisráðherra. ACCRA 2/1 — í dag var Kwame Nkruma, forseta Ghana, sýnt banatilræði. Árásarmaður- inn skaut fimm skotum að for- setanum, sem þó sakaði ekki. Árásin átti sér stað fyrir ut- an skrifstofur forsetans í höf- uðborginni, segir í opinberri til- kynningu. Skotin hittu einn af lífvörðum forsetans, og lézt hann skömmu síðar á sj'úkrahúsi. Árásarmaðurinn skaut af stuttu færi er hinn 54 ára gamli forseti hugðist stíga upp í bifreið sína. Árásarmaðurinn var þegar handtekinn. Oft áður hefur Nkruma verið sýnt banatilræði. 1. ágúst 1962 var varpað sprengju að bifreið hans og allmargir menn létu líf- ið, en forsetinn slapp ómeidd- ur. 8. janúar sama ár sprakk sprengja í miðjum hóp fagnandi fólks í Accra, þegar forsetinn 6k hjá á leið til stjórnmálafundar. Einnig í það skipti slapp Nkruma ómeiddur. Afsalar Nehru sér utanríkismálum? NEW DELHI 2/1 — Dágblaðið Current í New Deflhi heldur þvi fram í dag, að Nehru. forsætís- ráðherra Indlands, undirbúi nú að hætta störfum sem utanrikis- ráðherra landsins. Nehru hefur gegnt störfum forsætisráðherra og utanríkisráðhera fá því að hann tók við stjómartaurmm- um fyrir 16 árum. Tæknifræðingar Nokkrar stöður byggingatæknifræðinga, rafmagns- tæknifræðinga og véltæknifræðinga eru lausar til umsóknar. Laun og önriur kjör samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfsmanna. Frekari upplýsingar um störf og kjör eru veittar hjá rafmagnsveitum ríkisins, Laugavegi 116, Reykjavík. Sími 17400. Umsóknarfrestur er til 10. janúar. Upplýsingar um menntun og fyrri störf fylgi umsókninni. Rafmagnsveitur ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.