Þjóðviljinn - 03.01.1964, Blaðsíða 6
w
W
SlÐA
Frá aðalfundi Skreiðarsamlagsins:
SKREIÐARMARKAÐURINN
Á ÍTALÍU ER í HÆTTU
HÚBVIUINN
Föstudagur 3. janúar 1964
Hinum örugga og vaxandi markaði fyrir íslenzka skreið
á ftalíu virðist nú stefnt í bráða hættu vegna skipulags-
leysis í útflutningi og af hatrammri samkeppni milli S.
S.F. annarsvegar og einkaútflytjanda hinsvegar. Var
þessi markaður nú í haust yfirfylltur með handahófs-
legu og fyrirhyggjulausu framboði íslenzkra útflytjenda
og ekki séð fyrir endann á afleiðingunum. Þess má geta,
að íslendingar hafa smám saman verið að síga á Norð-
menn með útflutning skreiðar til Ítalíu: 1960 keyptu ítal-
ir 7.794 tonn af Norðmönnum en aðeins 253 frá íslandi
en árið 1962 voru þessar tölur 6.832 tonn á móti 1.092.
Þessar upplýsingar og margar fleiri koma fram í
skýrslu frá aðalfundi Samlags skreiðarframleiðenda, sem
haldinn var í Reynjavík 22. nóvember síðastliðinn.
Heildarframleiðslan á skreið
árið 1962 varð 36077 blaut tonn
eða um 6493 tonn þurrar skreið-
ar. Samsvarandi tölur fyrir
árið 1961 voru 47583 (8.565).
Heildarútflutningur á skreið
frá íslandi undanfarin ár hef-
ur verið sem hér segir (hlutur
S. S. F. innan sviga)
Ár:
1956
1957
1958
1959
1960
1961
1962
Tonn:
11.505 (6.702)
10.155 (7.146)
5.240 (3.240)
7.673 (5.053)
7.434 (4.899)
10.674 (6.253)
10.653 (6.305)
!
*
!
Samvinnufélagið
Hreyfill 20 ára
10. nóvember síðastliðinn,
minntist samvinnnfél. Hreyfill
20 ára afmælis sins með hófi
í Sigtúni. I>að var 11. nóv.
1943, sem sjálfseignar-bifreið-
arstjórar í Reykjavík stofn-
nðu samvinnufélag um rekst-^.
ur bifreiðastöðvar.
Fyrsta desember sama ár
opnuðu þeir svo bifreiðastöð-
ina Hreyfil, með 70 bifreiðar
í afgreiðslu. — I dag eru á
stöðmni 320 bifreiðar.
Bifreiðasföðin Hreyfill, hef-
ur haft forustu í ýmsum mál-
um um bætta þjónustu við
borgarana. M. a. beitti
hún sér fyrir uppsetningu
fyrstu bílasimanna í úthverf-
um borgarinnar, og eru bif-
reiðar stöðvarinnar nú stað-
settar á 14 stöðum, í Reykja-
vík og Kópavogi. auk þess
sem á annað hundrað tal-
stöðvabílar eru víðsvegar um
borgina og nágrenni.
Árið 1950 tók Hreyfill upp
þjónustu allan sólarhringinn
og hefur haft síðan.
Árið 1960 hóf félagið bygg-
ingaframkvæmdir við Grens-
ásveg, og á þessu hausti var
langþráðum áfanga náð, þar
sem bifreiðastjórunum var
sköpuð aðstaða til þvotta og
hreinsunar á bifreiðum sín-
mn, í hluta af þvi húsi, sem
ldkið er við. Með þessu er stór
bættur aðbúnaður bifreiða-
stjóranna til að þrífa bifreið-
arnar.
1 núverandi stjórn félagsins
eru: Formaður Ingjaldur
Isaksson, sem verið hefur í
stjóm frá upphafi og formað-
nr í 19 ár. Aðrir eru: Vil-
hjálmur Þórðarson, Þórður
Elíasson, Grimur Runólfsson
og Ingimundur Ingimundar-
son.
Framkvæmdastjóri félags-
ins er Stefán O. Magnússon.
Nígeria kaupir lang mest
Afrika (þ.e. Nigería) er enn
sem fyrr stærsti innflytjandi
skreiðar frá íslandi með 2.940
tonn árið 1962, en næst koma
Italía, þá Grikkland og Svi-
þjóð. Er hér aðeins rætt um
útflutning S. S. F.
í stjóm S. S. F. voru þessir
menn kosnir: Ingvar Vil-
hjálmsson, formaður, Ólafur T.
Einarsson, varaform., Svein-
bjöm Ámason Garði, Ólafur
H. Jónsson, Sigurður Ágústs-
son Stykkíshólmi. Lúðvík Jós-
efsson, Neskaupstað, Gísli Kon-
ráðsson, Akureyri og Baldur
Jónsson Isafirði.
„Undir Garðskagavita " ný
bók eftir Gunnar M.Magnúss. J
I,
Jean Daniel er einn kunnasti blaðamaður í Frakklandi og er
nú ritstjóri erlendra tíðinda í hinu útbreidda vikublaði
„L’Express“. í nóvember ræddí hann við Kennedy Banda-
ríkjaforseta, en hélt frá Washington til Kúbu, þar sem hann
hitti Fidel Castro. Viðtöl hans við þá hafa verið birt í blöð-
um víða um heim og hafa vakið mikla athygli, ekki sízt frá-
sögn Castros af aðdraganda Kúbudeilunnar í fyrrahaust.
Þjóðviljanum er sérstök ánægja að birta þá frásögn, svo
mjög sem hún kemur heim við það mat sem blaðið lagði á
hina örlagaþrungnu atburði á Karíbahafi fyrir rúmu ári.
Komin er út ný bók eítir
Gunnar M. Magnúss, er nefn-
ist Undir Garðskagavita. Það
er héraðssaga og skiptist í tvo
meginhluta. Heitir hinn fyrrú
Liðnar aldir líða hjá. Þar er
rakin saga einnar elztu og jafn-
framt frægustu veiðistöðvar að
fornu og nýju. Segir þar frá
baráttu fólksins á hinum yzta
skaga við hamfarir náttúrunn-
ar í þúsund ár, — frá ílóð-
inu mikla, þegar Bátsenda-
kaupstaður sópaðist á einni
nóttu, frá vermannalífinu,
kunnáttumönnum, ýmsum stór-
brotamönnum, og 35 Útskála-
prestar eiga þar sína sögu. Þar
er einnig greint frá Bessastaða-
mönnum, er riðu um héruð, en
kóngurinn átti þá því nær all-^
ar jarðir í héraðinu, en al-
menningur var í rauninni
,,kóngsþrælar“.
Seinni hlutinn nefnist: Með-
al samtíðarmanna. Þar er lýst
mörgum þjóðkunnum mönnum,
sjósóknuram og aflamönnum.
Meðal þeirra má nefna afla-
kónginn Eggert á Sigurpáli og
Guðmund á Rafnkelsstöðum.
Nokkrar fyrirsagnir úr bók-
inni benda til efnisins: Örlög
blinda klerksins. — Kveðið á
skaga. — Hreppatjórasögur. —
Dæmdur eftir 35 ára þjómustu.
— Kóngsþrælar íslenzkir. —
Kennimaður, læknir og rokka-
smiður. — Hafmeyjan í Garð-
inum. _ Draummaður. _ Kvöld
stund hjá Árna Boga. — Völva
Suðurnesja. — Afreksmenn. —
örlaganóttin í Melbæ. — Að-
för að veiðiþjófum. — Þjár
háskólaminningar Guðmundar
á Rafnkelsstöðum.
Undir Garðskagavita er 360
blaðsíður í stóru broti, prýdd
70 myndum. Kápumynd hefur
Atli Már gert. Útgefandi er
Ægisútgáfan, — Guðmundur
Jakobsson.
Kvikmyndasýning
Germaníu á morgun
Á morgun, laugardag. verður
næsta kvikmyndasýning félags-
ins Germanía, og verður að
þessu sinni aðeins sýnd ein
mynd, ævintýramynd, er nefn-
ist „Aufruhr im Schlaraffen-
land“ eða „Uppreisn í alls-
nægtanna landi“. Er hún eink-
um ætluð bömum, en fullorðn-
ir ættu einnig að geta dregið
af henni nokkurn lærdóm, að
ailsnægtirar. sem falla mönn-
um fyrirhaínarlaust í skaut,
séu ekki lokatakmark allra
lífsins gæða. enda kemur af
þeim sökum til uppreisnar
í landi allsnægtanna.
Myndin er í litum. Sýningin
verður í Nýja bíói og hefst
klukkan 2 e. h. öllum er heim-
ill aðgangur, börnum þó ein-
ungis í fylgd fullorðinna.
(Frá Germaníu).
Fundur ráS-
herranefndar j
Cvrópuráðsins J
Ráðherranefnd Evrópuráðs- k
ins hélt fund í París um miðj- J
an desember. Af hálfu Islands I
sat Pétur Thorsteinsson sendi- J
herra fundinn. Rætt var um 8
viðhorfin á alþjóðavettvangi w
og um pólitísk vandamál. sem q
samfara eru nánari samvinnu k
Evrópuríkja. Var sérstaklega \
fjallað um samstarf ríkjanna í k
Evrópu og Norður-Ameríku, 8
um pólitískar afleiðingar auk- fe
inna tengsla á efnahagssviðinu J
og um væntanlegar viðræður ■
um tollamál á vegum GATT. J
Ráðherranefndin ræddi einnig I
um samstarf Evrópuríkja á J
sviði löggjafarmálefna og sam- 1
bykkti að koma á fót nefnd k
til að stuðla að samræmingu g
lagareglna. Verður hún skipuð k
fulltrúum allra þeirra 17 ríkja. ”
sem aðild eiga að Evrópuráð- |
inu.
ohn Fitzgerald Kennedy tók
á móti mér i Hvita húsinu
fimmtudaginn 24. október kl.
17.45. Við höfðum mælt okk-
ur mót kl. 17.30. Ég hafði beð-
ið stundarfjórðung í fundar-
sal ráðuneytisins, sem liggur
næst skrifstofu foxsetans. Að
stundarfjórðungnum liðnum
kom íorsetinn sjálfur að sækja
mig inn í skrifstofu sína. Hann
bað mig afsökunar á biðinni,
ekki í kurteisisskyni né held-
ur til að gera meira úr mér
en ástæða var til, heldur til
að gera mér ljóst hve tíma-
bundinn han-n væri. Þegar við
gengum um lítið herbergi rit-
ara hans, sáum við frú Jacque-
line Kennedy á leiðinni út um
gluggadyr í áttina að einka-
garði þeirra hjónanna. Forset-
inn kallaði á hana til að kynna
okkur.
í Washington var ennþá
mjög hlýtt í veðri og forseta-
hjónin voru mjög léttklædd og
klæðnaður þeirra jók enn á
þau áhrif af æsku, yndis-
þokka og látleysi sem maður
hafði sízt átt von á að verða
fyrir á þessum virðulega stað.
Forsetinn bauð mér sæti á
hálfhringlaga sófa sem stend-
ur á miðju gólfi, en settist á
móti mér í ruggustól. Viðtalið
átti að vara í tuttugu til tutt-
ugu og fimm mínútur. Það var
óslitið nema hvað síminn
hringdi einu sinni.
Kennedy forseti spurði mig
strax hvemig mér litist á á-
standið í Frakklandi. Þegar
ég hafði svarað þeirri spurn-
ingu hans, hóf hann ræðu
um de Gaulle. Af orðum hans
var ljóst að de Gaulle hafði
bæði gert honum gramt í geði
Qg honum þó fundizt mikíð til
hans koma. En nú gat hann
talað um hann af yfirlögðu
kæruleysi. John Kennedy var
einn þeirra manna sem vildi
skilja hlutina umsvifalaust og
leysa málin á enn skemmri
tíma. Það var ekki unnt þegar
de Gaulle var annars vegar.
Hann var enn erfiðari við-
fangs en Krústjoff. Hann
minntist þess að eitt sinn þeg--
ar hann var orðinn óþolinmóð-
ur að reyna að fá einhvern
botn í viðhorf de Gaulle og
staðráðinn í að fá hann á
sítt band hefði hann hringt
persónulega til hans. Það kom
að engu gagni. Hitt vakti
furðu mína, að Kennedy hafði
látlð sis minna varða sam-
skipti Frakklands og Banda-
ríkjanna eftir heimsókn Couve
de Murville utanríkisráðherra
til Was'hinston tveimur vikum
áður Hann hafði ákveðið að
láta þau mál ligsja rnilli hluta
Hann taldi það sóun á tíma
að skipta sér af þeim.
„Við urðum báðir að viður-
kenna, við COuve de Mur-
ville,“ sagði forsetinn við mig,
„að við vorum ekki sammála
um neitt. Og okkur kom sam-
an um að þetta ósamlyndi
ætti ekki að spilla vináttu
tveggja mikilla vestrænna
þjóða. Niðurstaða mín var sú,
að stefna de Gaulle, sem ég
á bágt með að átta mig á,
væri slík að hann hefði þörf
fyrir ákveðna spennu í sam-
skiptunum við Bandaríkin.
Svo virðist sem hann telji að
slík spenna sé nauðsynleg ef
Evrópumönnum eigi að lærast
að hugsa sjálfir í stað þess
að reiða sig í makindum á
bandaríska dqllara og póli-
tiska forystu Bandarikjanna“.
Kennedy forseti tók síðan
saman í stuttu máli helztu á-
greiningsmálin milli Frakk-
lands og Bandaríkjanna. Hann
nefndi Þýzkaland, kjarnavíg-
búnaðinn, Evrópu, „sjálfstæð-
is“-hugmyndir de Gaulle. Hann
bætti við að Frakkland virtist
túlka það sjálfstæði á harla
einkennilegan hátt, einkum
varðandi Vietnam og Kúbu.
Hann hæddist að de Gaulle
fyrir að vera jafnan reiðubú-
inn að gefa góð ráð án þess
að hætta neinu sjálfur. Eng-
inn kynni betur en hann sjálf-
ur að meta góð ráð og jafn-
vel gagnrýni, en því betur
kynni hann að meta hana að
þau kæmu frá vinum sem
sjálfir vildu leggja eitthvað í
sölurnar.
Ég spurði þá Kennedy for-
af fyrirhugaðri heimsókn de
seta hvers menn mættu vænta
Gaulle til Bandaríkjanna í
febrúar. Hann svaraði: „Alls
einskis”. En hann bætti við
brosandi út að eyrum, eins
og hann væri þegar farinn að
hlakka til heimsóknarinn-
ar: „Þetta verður nú samt
skemmtileg heimsókn, de
Gaulle íorseti er söguleg pers-
óna og enginn vafi á því að
hann er furðulegasti maður
sem uppi er á okkar tímurn."
Ég vakti nú aftur máls á
Vietnam og Kúbu og lét orð
falla á þá leið að gaullistar
væru ekki einir um það í
Frakklandi að harma pólitísk
mistök Bandaríkjanna. Þenn-
an kafla samtalsins tó-k ég
sjálfur niður af meiri ná-
kvæmni en áður og gef forseta
Bandaríkjanna orðið:
..Víð höfum ekki tíma til að
ræða um Vietnam og ég ætla
bví að tala við yður um Kúbu,
Ég hef rekizt á greinar í
evrópskum blöðum, þar sem
bví hefur verið haldið fram að
við Bandaríkjamenn höfum
verið blindir gagnvart þróun-
ínni á Kúbu. Ég hef nýlega
haft spurnir af þvi að jafnvel
de Gaulle telji að kommúnism-
inn á Kúbu sé tilviljunarkennd
og tímabundin afleiðing þess
að Kúbumenn vilja vera sjálf-
stæðir gagnvart Bandaríkjun-
um. Það er ofurskiljanlegt að
de Gaulle og þeir sem harin
umgengst hafi ekkert út á
slíkan „sjálfstæðisvilja“ að
setja.“
Forsetanum var greinilega
mikið niðri fyrir: „Þetta get
ég sagt yður: Við gerum okkur
fulla grein fyrir hörmulegri
fortíð Kúbu sem öllum var til
bölvunar. Ég kynnti mér sjálf-
ur ástandið þar frá upphafi.
Það eru fá mál sem ég hef
reynt að kynnast jafn gaum-
gæfilega. Sú niðurstaða sem ég
komst að nær miklu lengra og
dýpra en skýringar þær sem
gefnar eru í Evrópu. Þetta er
mín skoðun:
Ég tel að hvergi í lieimin-
um, að allri Afríku meðtalinni,
að meðtöldu hverju einasta
Iandi sem hefur verið undir
nýlenduokinu, að hvergi nokk-
urs slaðar hafi arðránið og
auðmýking landsmanna verið
verri en á Kúbu og að þetta
hafi verið sök lands míns og
þeirrar stefnu sem það hafði
í stjórnartíð Batista. Ég tel
að við höfum óafvitandi átt
upptökin að hreyfingu Cast-
ros og byggt hana upp. Ég tel
að öll þcssi mistök hafi nú
stofnað gervallri rómönsku
Amcríku í hættu.
Framfarabandalagið (Alli-
ance for Progress) hefur eng-
an annan tilgang en binda
endi á þessa óheillastefnu.
Þetta er eitt mikilvægasta
vandamálið, ef ekki það allra-
mikilvægasta, sem Bandarík-
in hafa við að striða.
Ég get sagt yður að ég gat
vel sett mig í spor Kúbu-
manna. Ég tók undir yfirlýs-
ingar Fidels Castro í Sierra
Maestra, þegar hann krafðist
réttlætis og umfram allt heið-
arlegs stjórnarfars. Ég get
ennfremur sagt yður að Bat-
ista var á vissan hátt syndir
Bandaríkjanna holdi klæddar.
Nú verðum við að bæta fyrir
þessar syndir. Ég var algerlega
sammála byltinaarmönnunum á
Kúbu meðan hið gamla stjórn-
arfar ríkti þar. Á því má ekki
leika minnsti vafi“.
Forsetinn þagnaði stundar-
korn og tók eftir undrunar-
svip mínum. Hann hélt áfram:
,,En það er einnig augljóst,
að vandamálið er okki lengur
bundið við Kúbu, það er orðið
alþjóðlegt, eða öllu heldur sov-
ézkt Ég er forseti Bandaríkj-
anna, ég er ekki þjóðfélags.
fræðingur; ég er forseti friáls
ríkis sem ber ábyrgð á velferð