Þjóðviljinn - 03.01.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.01.1964, Blaðsíða 12
ÞrumuveðriB otti óttu /- búu í Eyjum FYRRIHLUTA VETRAR er oft hætt við þrumuveðri hér sunn- aalands og heilsaði fyrsti dag- ttr ársins með þrumum og eldingum og meðal annars f höfuðstaðnum í fyrrakvöld. Þegar bregður til suðvestan- áttar upp úr hlýindakafla er hættast við þrumuveðri. Varð aðallega vart við þrumuveður á svæðinu frá Hornafirði til Faxaflóa og með einna mest- um fyrirgangi i Vestmanna- eyjum. ÞAR VARÐ fólk skelfíngu lost- ið og setti þetta í fyrstu í samband við eldgosið, enda lýstu eldingaleiftrin svo upp um kvöldið að bjart varð um í húsum og setti þannig óhug að fólki. Voru dæmi til þess að menn hugðu að börnum sínum með undankomu i huga. GOSIÐ HEFUR staðið af fullum krafti í Surtsey og er ckkert lát á eldgosinu. en austanátt hefur vikið mekkinum frá eyjaklasanum. þangað til eftir klukkan fimm í gærdag, að vindáttin snerist til norð- austurs og var öskufall í Eyj- um í gær. ÞÁ HEFUR lítið orðið vart við gos á nýja gossvæðinu. FJÖLMARGAR áramótabrenn- ur voru á Heimaey á gamlárs- kvöld og hafði meðal annars verið hlaðinn upp bálköstur í gömlu gígopi uppi á Helgafelli og þótti þá sumum fjandanum storkað. Föstudagur 3. janúar 1964 — 29. árgangur — 1. tölublafi. íbúðarhús brennur á Seltjarnarnesi Skömmu fyrir hádegi á nýársdag kom upp eldur í húsinu Teigi á Seltjamarnesi sem er gamalt timburhús. Brann húsið mjög mikið og innbú allt eyðilagðist en fólkið komst naumlega út á nærklæðunum einum saman. Nina Gaprindasvili krýnd heimsmeist ari kvenna í skák ari. AlþjöBlegt skákmót hefst í Reykjavík 12. jan. n.k. 12. janúar n.k. hefst hér í R- vík alþjóðlegt skákmót og er það fyrsta alþjóðlega skákmótið sem haldið er hér á Iandi. Skáksamband Islands hafði Yfirnefnd ákveður verð á bolfiski Eins og sagt er frá i frétt hér á öðrum stað í blaðinu náðist fyrir áramótin samkomulag í verðlagsráði sjávarútvegsins um lágmarksverð á fersksíld. Sam- komulag náðist hinsvegar ekki / r Arekstur ó Reykjavíkur- vegi í gærkvöld varð árekstur milli tveggja fólksbifreiða um átta leytið á Reykjanesvegi á móts við Frost s.f. Var ekið aftan á Ckoda bif- reiðina G-1677 og skemmdist hún nok'kuð. Bifreiðastjórinn, sem olli árekstrinum hvarf hins- vegar á brott án þess að láta vita af sér og eru það vinsam- leg tilmæli lögreglunnar i I-Iafn- arfirði, að þessi bifreiðarstjóri gefi sig fram við hana sem fyrst. um verð á bolfiski og fer það þvi till ákvörðunar í yfimefnd. Fréttatilkynning verðlagsráðs um betta er svohljóðandi: „Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur í desember unnið að verð- ákvörðun bolfisks fyrir árið 1964. Samkomulag náðist ekki um verðið og hefur endanlegri verð- ákvörðun því verið vísað til yf- imefndar samkvæmt ákvæðum laga um Verðlagsráð sjávarút- vegsins. Yfirnefnd hefur verið skipuð og eiga eftirtaldir menn sæti í henni: Hákon Guðmundsson, hæsta- réttarritari, sem er formaður nefndarinnar, skipaður af hæsta- rétti. Aðrir nefndarmenn eru kosn- ir af Verðlagsráði, en þeir eru þessir: Helgi G. Þórðarson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði, Kristján Ragnarsson, fulltrúi, Reykjavík. Tyggvi Helgason, sjó- maður, Akureyri. Valgarð J. Öl- afsson, framkvæmdastjóri Rvík.“ Naumleg björgun í Keflavíkurhöfn Skömmu fyrir miðnætti i fyrrakvöld ætlaði skipverji á Smára GK að stíga upp á bryggju í Keflavkurhöfn og lenti þá milli báts og bryggju i sjóinn og varð að dúsa þar alllangan tíma áður cn að var komið og lionum bjargað á þurrt. Aðvífandi maður varð þó mannsins var og hélt hinum þrekaða manni uppi meðan náð var i lögreglu og laokni Lögreglan fór með manninn á lögregluvarðstofuna og vafði hann inn í teppi og nuddaði hann og skömmu síðar kom læknir. Læknirinn fyrirskipaði þegar að fara með manninn á sjúkra- hús og þar leið honum eftir at- vikum sæmilega í gærdag. Engu mátti muna, að þessi sjómaður týndi lífi sínu af kuldanum i sjónum og varð þetía mikil manndómsraun. frumkvæðið að því að mótið er haldið en síðan gerðist Taflfélag Reykjavíkur aðili að mótinu að hálfu á móti Skáksambandinu. Þátttakendur í mótinu verða 14, þar af 5 erlendir gestir. Eru það þau Tal, fyrrverandi heims- meistari, Nina Gaprindasvilli heimsmeistari kvenna. bæði frá Sovétríkjunum, Robert Wade frá Bretlandi, Svein Jóhannessen frá Noregi og Gligoric frá Júgó- slaviu. Islendingamir verða svo 9 að tölu og eru það Friðrik Ölafsson, Ingi R. Jóhannsson, Ingvar Ásmundsson, Guðmundur Pálmason, Freysteinn Þorbergs- son, Jón Kristinsson, Magnús Sólmundarson Arinbjöm Guð- mundsson og Trausti Bjömsson. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang um kl. 11 um morguninn og stóð eldur þá út um alla glugga á rishæð er það kom á vettvang. Hvasst var og erfitt að fást við eldinn og tók það slökkviliðið nær þrjár klukku- stundir að ráða niðurlögum hans. Eyðilagðist húsiö að mestu en stendur þó uppi. 1 Teigi bjó Ingimundur Stein- þórsson ásamt konu sinni og 5 bömum og aldraðri móður. Odd- nýju Kjartansdóttur, en hún er eigandi hússins. Maður að nafni Ólafur Ámason, sem var gest- komandi i Teigi um nóttina varð fyrst eldsins var og vakti hann heimilisfólkið. Svaf Ólafur uppi í risinu svo og eldri bomiru Eldurinn magnaðist mjög fljótt og komst fólkið út á nærklæð- unum einum saman og gat engu bjargað af eigum sínum. Var einn af sonum hjónanna orðiltn hálfmeðvitundarlaus af reyk og varð að bjarga honum út. Mátti því ekki tæpara standa að stór- siys yrði. Ekki er vitað um eldsupptök. Allt innbú var óvátryggt og er það gerónýtt. Hefur fólkið því orðið fyrir mikflu fjárhagslegu tjóni. Skutu nágrannamir skjóls- húsi yfir fólkið til bráðabirgða. Samið um lágmarks- verð á fersksíld TAL, fyrrverandi heimsmeistari Aldraður maður í Kópavogi hverfur Sl. mánudag hvarf aldraður maður í Kópavogi að heim- an frá sér og hefur ekkert til hans spurzt síðan þrátt fyr- ir mikla leit skáta úr Reykjavík og Hafnarfirði. Maðurinn sem hvarf heitir Bárður Jónsson. til heimilis að Borgarholtsbraut 37A. Er hann 68 ára að aldri. Síðast sást til ferða Bárðar að hann var á gangi á Nýbýlavegi á mánudag- inn. Lýst var eftir Bárði í út- varpinu á gamlárskvöld og á nýársdag hófu skátar úr Hafn- arfirði og Reykjavík leit að honum og var henni haldið á- fram i gær. Tóku um 70 manns þátt í leitinni í gær og auk þess var leitað úr þyrlu af Keflavikurflugvelli. Enn frem- Fimm mín. fundur í borgarstjórn I gær var haldinn fyrsti fund- ur á þessu ári í borgarstjóm Reykjavíkur og var hann örstutt- ur. Stóð aðeins í 5 mínútur. Samþykkt var ein fundargerð borgarráðs og síðan var kjörið í umferðanefnd er situr til loka kjörtímabils borgarstjórnar. Kjömir voru Gísli Halldórsson arkitekt, Þór Sandholt arkitekt og Guðmundur Magnússon verk- íræðingur. ur var kafari fenginn til þess að leita við bryggjuna í Kópa- vogi í gær. Bar leitin engan árangur. Þjöðviljanum hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá verðlagsráði sjávarútvegsins: ,,Með tilvísun til laga nr. 97/1961 hefur Verðlagsráð sjáv- arútvegsins ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á fersksíld veiddri við Suður- og Vestur- land. þ. e. frá Homafirði vest- ur um Rit. Verðin gilda fyrir tímabilið 1. janúar til febrúar- loka 1964. Sild til flökunar: 1 súr, frystingu, salt eða aðrar verkunaraðferðir pr. kg. kr. 1.12. Verð þetta miðast við innveg- ið magn, þ. e. síldina upp til hópa. Sfld, ísvarin til útflutnings í skip pr. kg........kr 1.50. Verð þetta miðast við innveg- ið magn, þ. e. sildina upp til hópa. Síld til vínnslu í verksmiðjur pr. kg........kr. 0.87. Síld til skepnufóðurs, pr. kg.......... kr. 1.00. Verðin eru öll miðuð við. að seljendur skili síldinni á flutn- ingstæki við hlið veiðiskips. Seljandi skal skila bræðslusfld í verksmiðjuþró og greiði kaup- andi kr. 0.03 í fiutningsgjald frá skipshlið.” ÁRÍÐANDI Þjóðviljinn óskar að ráða fólk til blaðburðar í þessi hverfí. MELAR, FRAMNESVEGUR, SÓLVALLAGATA, LAUFÁSVEGUR, MEHALHOLT, HATEIGSVEGUR, BCSTAÐAHVERFI, ag viðar. Afgreiðsla ÞJÓÐVILJANS Sími 17-500,— NEW YORK 2/1 — Borgar- læknir New York-borgar upp- lýsir það í dag, að hjá 70% þeirra karlmanna, sem dóu af völdum krabbameins á árinu, hafi sjúkdómurinn stafað af reykingum. SLYS VIÐ BÆGISARBRU Bifreiðarslys varð við Bægisárbrú í Öxnadal skömmu fyrir áramótin, og steyptist vöruflutningabifreið of- an í árgil og slösuðust tveir menn, sem voru í bif- reiðinni. Þeir heita Gunnar Krist'jánsson og Axel Þór- arinsson. Báðir frá Borgarnesi. Bifreiðin gjörónýttist. Stór vöruflutningabifreið eign' Kaupfélags Borgfirðinga lenti út af veginum hjá Bæg- isárbrú í Öxnadal, er hún var á leiðinni suður frá Ak- ureyri máudaginn 30. desem- ber. Náði bifreiðin ekki beygj- unni á brúna og féll niður i árgilið. Slösuðust tveir menn, sem voru í bifreiðinni, og eyðilagðist bíllinn gjörsam- lega. Fallið niður í gilið mun vera sex metrar. Lenti bif- reiðin þversum í gilinu og lagðist á vinstri hlið milli stórra steina. Skómmu eftir slysið um kl. 5 að deginum kom þarna að jeppi úr Þing- eyjarsýslu á slysstaðinn og tóku jeppafarar þegar eftir brotnum staurum við brúna og hjólförum eftir bifreið út af veginum. Þeir urðu varir við bílinn niðri í gilinu og hina tvo menn í bílnum. Fór maður úr jepp- anum að Syðri Bægisá og hringdi á aðstoð. Kom lög- regla frá Akureyri og læknir þegar á vettvang. Hinir tveir menn sátu fast- ir i bílflakinu og voru not- aðar vökvalyftur til þess að losa bílflakið í sundur og náðust þannig báðir mennirn- ir talsvert slasaðir. Báðir voru fótbrotnir og annar handleggsbrotinn. Þá höfðu þeir fengig slæm höfuðhögg. Voru báðir mennirnir fluttir á sjúkrabús Þeir eru frá Borgarnesi og heitir bifreið- arstjórinn Gunnar Kristjáns' son, en með honum var Axel Þórarinsson. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.