Þjóðviljinn - 03.01.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA
ÞfðÐVILJINN
Föstudagnr 3. Janúar 1964
HORFT í ELDINN Á GAMLÁRSKVÖLD
Breimurnar settu svip sinn á hátíðahöldin um áramótin, bæði hér í Reykjavík og kaupstöðum úti
á landi. Myndin er al einum bálkestinum bér i Reykjavík. —Ljósm. Þjóðv. A. K.).
Þakið fauk af hótelinu
Skömmu eftir hádegi á nýárs-
dag svipti vindhviða þakinu af
.íotcl Borgames og fuku jám-
plötur út um hvippinn og
hvappinn.
Engin teljandi slys urðu og
skemmdist þó Volkswagenbif-
reið í eigu Gísla Kristjánssonar,
kennara og stór stofugluggi
brotnaði í húsi Áma Bjömsson-
ar, verzlunarstjóra, en það er
Rélegt gaml-
árskvöld
StiJlt veður var um áramótin á
Seyðisfirði og ýrði regn úr lofti
á gamlárskvöld. Þrjár brennur
voru þó haldnar og var ein
í Bjólfinum, önnur á Búðareyri
og þriðja í miðbænum.
Þá var haldinn mikill ára-
mótadansleikur og fór hið bezta
fram. Þessa daga er mikið um
skipakomur og er mikið farið
af lýsi og sfldarmjöli. Helga-
fell er til dæmis í dag að lesta
sex þúsund tunnur af síld.
hinum megin við götuna og
gegnt hótelinu.
Hörður Jóhannesson, lögreglu-
stjóri var á vakt og hafði þegar
jmband við Sigurð B. Guð-
brandsson, íormann björgunar-
sveitar Slysavamafélagsins og
kvaddi hann sveitina á vettvang
og einnig nokkra félaga úr
Lionsklúbbnum og söfnuðu þeir
plötunum saman.
Unnu að þessu um fjörutíu
manns.
Annars voru áramótin friðsæl
í Borgamesi og haldin stór ára-
mótaþrenna og áramótadansleik-
ur og fór hvorutveggja hið bezta
fram.
Lttið er um gestkomur á hó-
telinu og var búið í þremur her-
bergjum og þegar er byrjað að
pappaleggja á nýjan leik og
unnið að viðgerð á þessum
skemmdum.
Rólegt mannlíf
á Akureyri
StfTlt og fagurt veður með
snjófðl á jörðn var um áramót-
in á Akureyri og ein friðsælustu
áramót í mannaminnum að sögn
yfirlögregluþjónsins í höfuðstað
Norðuriands.
Tuttugu og sex brennur voru
haldnar víðsvegar um bæinn á
gamlárskvðld og fjórir áramóta-
dansleikir og var þetta svo frið-
sælt og skemmtilegt hjá bæjar-
búum að orð var á haft.
A Vaðlaheiði gegnt kaup-
staðnum var nýja árið kynnt
með ljósum prýddum tölustöfum
og var fallegt á að líta úr bæn-
um. Var þama að verki Guð-
varður Jónsson, málarameistari
og er þetta nýársgjöf hans til
bæjarbúa á hverju ári.
Misslð þið ekki atvinnuna
með svona áframhaldi á nýja
árirm, spurðum við yfirlögreglu-
þjóniim.
O, — ætli það, sagði hann og
hló við f sfmann.
Hann er ekkl ókunnugur
þegnum sfnum.
HAPPDRÆTTI WODVILJANS
Reykjavík
Framhald af 1. síðu.
„Borgarbrennan’’ á Klambratúni
og þrjár afarmiklar brennur við
Ægissíðu. Á tímabili, sagði Erl-
ingur var óslitin tvöföld bflaröð
milli þessara staða en vegna veð-
urs kom fólk nær eingöngu ak-
andi til að horfa á brennumar.
Lögreglan hafði mikinn viðbún-
að og tókst að stjóma allri þess-
ari umferð og líta eftir brenn-
unum þannig að engin óhöpp
sem orð er á gerandi urðu við
þær né f umferðinni. Ég álít
þó. sagði Erlingur að lokum, að
ef ekki væri fyrir þessar brenn-
ur mundi ábyggilega skapast al-
gert ófremdarástand hvert gaml-
árskvöld. en að bessu sinni bar
ekki á spellvirkjum og allir
mannfagnaðir f samkomuhúsum
fóru vel fram. Lögreglan var
kðlluð út 120 sinnum, eða sjaldn-
ar en f fyrra.
Erlingur Pálsson hefur veríð
á vakt hvert einasta gamlárs-
kvðld og nýársnótt frá því að
hann fyrst fór út í búningi eða
i 43 ár, en hann fór fynst í lög-
reglubúning árið 1921.
SOIUBS
PJðNUSTAl
LAUGAVEGM8 SÍMITPtlJ
2 herb. íbúð í Kópavogi,
fullbúin undir tréverk.
3 herb íbúð við Efstasund,
sér inngangur, sér hitiu
3 herb. hæð við Hverfisgi*
séi' inngangur. sér hita-
veita, nýstandsett, laus
strax.
3 herb. hæð f timburhúsi
við Grettisgötu. laus strax
3 herb. rúmgóð kjallara-
fbúð við Ferjuvog, sér inn-
gangur, sér hiti, laus nú
þegar.
3 herb. kjaUaraíbúð víð
Hverfisgötu, sér inngangur
sér hitaveita.
4 herb. nýleg efri hæð í
austurborginni, sér inn-
gangur.
4 herb. nýleg og góð hseð
við Njörvasund með bfl-
skúr.
IBÚÐIR ÓSKAST
2 — 3 herb. íbúðir, mikl-
ar útborganir.
3 — 4 herb. ris eða kjall-
arafbúð, mikil útborgun.
Einbýlishús á góðum stað-
Braut rúður í !
fjorum verzlunum
Friðsamleg áramót voru í fsa-
fjarðarkaupstað og stfllt veður
með snjóföl á jörðu og hálku á
vegum. Á fjórum stöðum voru
haldnar áramótabrenmur og
dansleikir á þremur stöðum.
Fór þetta allt friðsamlega frara
og engin slys urðu á mönnum.
Hér var haldinn dansleikur
aðfaramótt s.1. sunnudags og var
mikið um ölvun á homum og
þess vegna kannski siginn larður
á mestu köppunum. Eftir áður-
nefndan dansleik fór einn á vett-
vang og braut sýningarglugga í
fjórum verzlunum og er málið í
rannsókn.
ísland og Rúmenía
skiptast á amb-
assadorum
Ákveðið hefur verið, með sam-
komulagi milli ríkisstjóma fs-
lands og Rúmeníu, að skiptast
framvegis á ambassadorum, en
fram að þessu hefur verið skipzt
á sendiherrum.
Þrettándaferð.
Parið yerður í skálann kl. 4
á laugardaginn. Kvöldvaka verð-
ur um kvöldið. Mörg skemmti-
atriði. Komið verður aftur f
bæinn á sunnudag. Félagar fjöl-
mennið.
Skrifstofan.
er opin daglega kl. 5—7 síð-
degis. Félagsheimfflið er opið á
hverju kvöldi.
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og kærleiks-
gjafir vegna fráfalls
HELGA KRISTÓFERSSONAR skipstjóra
er fórst með vélbátnum Hólmari frá Sandgerði 29. nóv. sl.
Eiginkona, synir, foreldrar og systkini.