Þjóðviljinn - 03.01.1964, Blaðsíða 10
JQ SÍÐA
NEVIL SHUTE
Allir hafa verið svo einstaklega
góðir við okkur hér, sagði Lori-
mer sergent. — Piltamir segja
allir. að þeir hafi aldrei verið
á öðrum eins stað.
Og þegar lokað var, kvöddu
þeir f síðasta sinn. Frobisher
stóð með dóttur sinni og veif-
aði þeim í kveðjuskyni, dasaður
eftir öll handaböndin. Þeir hurfu
sýnum og herra Frobisher skaut
slagbröndunum fyrir dymar.
— Jæja þá, sagði hann og
rétti úr sér. — Þá er þetta um
garð gengið.
Dóttir hans sagði dálítið ang-
urvær: — Heldurðu að við sjá-
um þá nokkum tíma framar?
Faðir hennar hristi höfuðið. —
Hermenn koma og fara á þess-
um tímum, sagði hann. — Við
sjáum þá aldrei framar.
NIUNDI KAFLI
I
Herra Tumer svaf vært og vel
um nóttina, síðustu nóttina í
Mandinaung Morgan hafði sent
dreng hlaupandi til Danubyu
með símskeyti sem pantaði fyrir
hann far með flugvél til Eng-
lands; herra Tumer svaf í full-
vissu þess að eftir svo sem viku
yrði hann kominn heim til Wat-
ford og farinn að segja Mollie
frá öllu saman. Hann vissi, að
það yrði skemmtilegt. Hann
hafði skilið við konu sína með
meiri hlýju en rikt hafði milli
þeirra að undanfömu; hann
hlakkaði til að komast aftur til
hennar. sjá hana aftur og segia
henni það sem á dagana hafði
drifið. Og hann vildi komast
heim til Watford áður en hann
fengi annað kast. Hann vissi,
Hárgreiðslan
Hárgreiðsln og
' snyrtistofa STEINU og DÓDA
Laugavegl 18 III. h. (lyítal
SfMI 84616.
P E R M A Garðscnda 81
SfMI 33968. Hárgrelðsln- os
snyrtlstofa.
Dðmnrl Hárirreiðsla við
allra hæfi
TJARNARSTOFAN.
Tjarnargötn 10. Vonarstrætis-
tnegin. — SfMI 14662.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR
(Maria Guðmnndsdóttirl
Laugavegi 13 — SÍMI 14656
— Nnddstofa S sama stað. —
að það kæmi að því fyrr eða
síðar. Og þá vildi hann vera
hjá einhverjum sem gæti litið
til með honum.
Hann vaknaði í dögun og dró
netið frá, lá kyrr og rólegur og
horfði á birtuna færast upp eft-
ir víðáttumiklu fijótinu. Hvíti
kötturinn, Moung Payah, gekk
inn um dyralausan innganginn
i herbergið. stökk upp í rúmið
til hans og lagðist hjá honum;
Tumer sagði: — Halló, kisugrey,
47
og lá kyrr og strauk kettinum
um hausinn og klóraði honum
bakvið eyrað. Honum fannst
dálítið dapurlegt að vera að
fara frá Burma eftir svo
skamman tíma; hann hefði gjarn-
an viljað vera þama lengur, sjá
meira. Nay Htohn hafði bent
honum á Pegu Yoma fjöllin
langt í fjarska og sagt honum
að þar væri afar fallegt; hún
hafði hvatt hann til að vera
lengur og fara upp í hálendið.
Annað fólk myndi sjá þessa
förgu staði, en ekki hann. Tum-
er þótti Burma ímynd fegurðar-
innar. Hann hafði séð ögn af
því og vissi að fegurðin var til
staðar; hann færi heim til Wat-
ford með þá vitneskju. ríkari að
reynslu og víðsýnni. þótt hann
væri ekki búinn að fá nóg í
svipinn.
Hann var einn með Nay
Htohn í nokkrar mínútur eftir
morgunverðinn, meðan þau biðu
þess að gufuskipið kæmi í ljós
fyrir bugðuna á ánni. — Þegar
þú hittir móður hans, sagði hún
lágt, — viltu þá ekki reyna að
bera mér vel söguna. Ég veit
að henni er ekki vel við mig.
Það er undarlegt því að við höf-
um aldrei hitzt. Ég veit að það
er erfitt fyrir gamalt fólk á
Englandi að sætta sig við svona
blandað hjónaband eins og okk-
ar. Það er líka erfitt hérna.
Sumar frænkur mínar telja mig
hafa framið hræðilega synd með
því að giftast Englendingi. En
við höfum verið mjög hamingju-
söm til þessa og ég óttast ekki
framtíðina. Viltu ekki reyna að
láta móður hans skilja þetta.
Herra Tumer sagði: — Ég skal
reyna. Ég skal fara og segja
henni hvernig þið búið. hvað
þið borðið og hvernig húshaldið
gengur fyrir sig og þess háttar.
En þú mátt ekki vænta of mik-
ÞIÓÐVILJINN
ils. Hún er gömul og hún er
auk þess sjúklingur. Ég held
hún fari aldrei út
Hún brosti. — Það er nú ein-
mitt gallinn á Englendingum,
sagði hún. — Þeir íara sjaldan
til að sjá með eigin augum.
Hann sat og talaði við Morg-
an og konu, þar til gufuskipið
kom í ljós á ánni; þá fóru þau
í jeppann og óku að bryggjunni.
Gufuskipið lagðist uppað í fá-
einar mínútur; Morgan bar tösku
herra Tumers um borð og fann
klefa hans. Þeir gengu afturupp
á þilfar og þar beið skipstjór-
inn þess að Morgan færi í land,
svo að hann gæti leyst land-
festar.
Morgan rétti fram höndina. —
Jæja, þá er það skilnaðarstund-
in. sagði hann. — Þakka þér
kærlega fyrir komuna, Turner.
Ef þú færð einhvern tíma tæki-
færi til, þá komdu hingað til
lengri dvalar og ég skal fara
með þig í ferðalag um landið.
Hann sagði þetta vegna þess að
þetta er nú einu sinni siður,
endaþótt fólk viti að það geti
aldrei orðið.
Herra Turner tók í hönd hans.
— Þú hefur séð mig í síðasta
sinn, sagði hann blátt áfram. —
Ég hefði haft gaman af að sjá
Shan fjöllin og allt það. en ég
geri það ekki úr þessu. En samt
hef ég séð ýmislegt, sem mig
hefði aldrei dreymt um að ég
ætti eftir, þegar ég vann í
hveitibransanum. Ég skal fara
til móður þinnar strax og ég
kem heim.
Nay Htohn sagði: — Vertu
sæll, herra Turner. Okkur er
það mikill heiður að hafa haft
þig hjá okkur.
Hann brosti. — Ég vildi óska
að ég hefði getað verið lengur,
sagði hann. — En ég verð að
halda áfram. Hann hló við. —
Ég má engan tíma missa.
Þau gengu upp á bryggjuna,
landfestar voru leystar og skip-
ið þokaðist út á ána. Morgan
og Nay Htohn stóðu saman og
veifuðu; herra Tumer stóð á
efra þilfarinu og veifaði þeim
á móti, unz þau hurfu í fjarsk-
ann.
Burmverski skipstjórinn stanz-
aði hjá honum og sagði: —
Hafið þér dvíilizt hjá herra
Morgan?
— Já, sagði Tumer. — Aðeins
nokkra daga. Ég hef ekki séð
hann síðan á stríðsárunum.
Skipstjórinn sagði: — Hann
er fyrirtaks maður og hann
giftist inn í góða fjölskyldu.
Einhvem tíma kemst hann í :
ríkisstjómina.
Turner hagræddi sér í legu-
stól, reykti vindil og velti fyrir
sér hvað hann kostaði meðan
hann horfði á umhverfið líða
hjá. Smávindlar í Mandinaung
kostuðu tvær rúpíur og tólf ann-
as hundrað stykki, eða penny
fyrir þrjá. og það áleit Nay
Htohn alltof hátt. Þetta voru ;
góðir og vænir vindlar, mildir
og seðjandi með litlu munn-
stykki; Tumer hugsaði með sér
að í London myndi hver sem
væri borga shilling fyrir þá.
Hann ætlaði sér ekki að koma
alveg slyppur úr þessari för.
Hann var hugsi á leiðinni niður
ána og þegar hann kom til
Rangoon hringdi hann í kín-
verska umboðsmanninn sinn,
herra S. O. Chang, úr svefn-
herbergi sínu á hótelinu, þar
sem hann sat á rúmi sínu. rétt
eins og hann hefði gert í Birm-
ingham eða Hull. Hann sagði:
— Góðan dag, herra Chang —
ég var að koma frá Mandinaung
rétt í þessu. Já, mér leið mjög
vel. Ég fer til Englands ekki
á morgun heldur hinn, en mig
hefði langað til að taka með
mér dálítið af þessum Burma
smávindlum og sjá hvað ég
gæti gert við þá. Þér vitið, þessa
Danuhyu vindla með munn-
stykkinu. Ef maður vildi kaupa
dálítinn slatta af þeim. svo sem
tuttugu þúsund stykki. hvemig
ætti hann þá að fara að því?
Herra Chang sagði honum það
um leið og hann sá sér sjálfur
dálítinn leik á borði. Turner sá
við honum daginn eftir, og fór
til Englands í vikulokin eftir að
hann hafði látið búa um kass-
ana og afhenda þá skipafélag-
inu. Sjálfur fór hann flugleiðis
heim. X fjóra daga þaut hann
í makindum yfir jörðina, sat í
svölu lofti meðan vélin þaut yí- f
ir brennandi auðnir í Sind og
Arabíu og síðan sanda Libýu og
bláa víðáttu Miðjarðarhafsins
og akrana i Frakklandi. Hann
hafði góða matarlyst og svaf vel
og hann kom aftur til Englands
í byrjun ágústmánaðar, réttum
mánuði eftir að hann hafði far-
ið að heiman.
Hann hafði ekki tilkynnt konu
sinni hvaða dag hann kæmi,
vegna þess að hann vissi það
ekki sjálfur; frá Ðugvellinum
tók hann leigubíl að neðanjarð-
arbrautinni og fór síðan til Wat-
ford með tösku sina í hendinni,
rétt eins og hann var vanur
að gera þegar hann kom úr
verzlunarferð utanaf landi. Það
var heitt í veðri, svo að hann
fékk sér leigubíl frá brautar-
stöðinni og hann opnaði útidym-
ar sínar með lykli og gekk inn.
Húsið var autt, en í búrinu
var matur og nýmjólk og ket-
illinn á eldavélinni var enn
volgur; hann taldi víst að kona
hans hefði verið heima um há-
degið og hellt upn á te handa
sér. — í bíó, sagði hann hugsi,
— eða hjá Láru. Honum gramd-
ist ekki fjarvera hennar, því að
hann hafði ekki sagt henni hve-
nær hann kæmi. Hann rölti um
húsið stundarkom horfði á hina
gamalkunnu hluti og brátt fann
hann Daily Express og leitaði að
legustól og bar út í garðinn,
þar sem hann settist og fór að
lesa biaðið. En eftir skamma
stund lá blaðið yfir andlitinu á
honum og hann hallaði sér útaf
og hugsaði.
Það var skrýtin tilhugsun að
Mollie skyldi vera í bíó. og Nay
Htohn var líka sólgin í kvik-
myndir. Og meira að segja sams
konar kvikmyndir. Það var und-
arlegt til þess að vita að Nay
Htohn skyldi eiga heima í mörg
þúsund kílómetra fjarlægð, al-
veg hinum megin á hnettinum.
Og það var skrýtið hvað hann
hafði kunnað vel við sig á heim-
ili hennar, endaþótt allt væri
svo frábrugðið og öðru vísi.
Hann svaf.
Þegar konan hans kom heim
úr bíó, gekk hún útað franska
glugganum í setustofunni og sá
hvar hann sat og svaf úti í
litla garðinum þeirra. Hjartað
í henni tók viðbragð við þessa
sjón, því að hún hafði saknað
hans mjög. Vitneskjan um það,
að hún fengi ekki að hafa hann
hjá sér mjög lengi enn, hafði
gert samband þeirra innilegra;
hún hefði viljað taka á móti
honum eftir þessa löngu ferð
og gera eitthvað fyrir hann.
Hann hafði komið henni á óvart,
Góða kvöldið Jónsson. Ég bý Gjörðu svo vel vinur og góða Sá er frekur, lætur mig hafa
á næstu hæð hérna fyrir rri' fullt gim af svefntöflum.
neðan og ég get alls ekki sof-
ið.
Hvaða vandræði. Bíddu
augnablik.
------------- Föstudagur 3. janúar 1964
SKOTTA
Jói er alltaf svo skotinn í henni í hádeginu. Mamma hennar býr
nefnilega til langstærstu nestispakkana í skólanum.
Auglýsing
um sérstakt innflutningsgjald af benzíni
og hjólbörðum og slöngum á bifreiðar.
Samkvæmt 85. gr. laga nr. 71/1963 skal frá og
með 1. jan. 1964 greiða sérstakt innflutningsgjald
af benzíni, og skal gjaldið nema kr. 2,77 af hverj-
um lítra.
Af benzínbirgðum, sem til eru í landinu nefndan
dag, skal greiða samanlagt jafnhátt gjald, hvort
heldur benzínið er í vörzlu eiganda eða ekki.
Þó skulu gjaldfrjálsir 300 lítrar hjá hverjum
eiganda.
Samkvæmt 86. gr. nefndra laga skal frá og með
1. jan. 1964 einnig greiða sérstakt innflutnings-
gjald af hjólbörðum og gúmmíslöngum á bifreið-
ar, og skal gjaldið nema kr. 9,00 af hverju kg.
Af birgðum af hjólbörðum og gúmmíslöngum af
bifreiðum, sem til eru í landinu sama dag, skal
greiða samanlagt jafnhátt gjald.
Fyrir því er hér með skorað á alla þá, sem eiga
birgðir af nefndum vörum hinn 1. jan. 1964, að
tilkynna lögreglustjórum, í Reykjavík tollstjóra,
um birgðir sínar nefndan dag, og skal tilkynning-
in hafa borizt fyrir 10. jan. n.k.
Fjármálaráðuneytið, 31. des. 1963.
SVEFNSÓFAR
- SÓFASETT
HN0TAN búsfrDgnaverzlan
Þórsgötu 1