Þjóðviljinn - 04.01.1964, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 04.01.1964, Qupperneq 7
Laugardagur 4. janúar 12S4 HÓÐVIUINN SlÐA J Frá afgreiSslu fjárhagsáœflunar Reykjavikurborgar fyrir ári5 1964 anlegar hækkanir á tekjum heimilanna. Þá væri ekki spurt: Hvað þarf hækkunin aö vera mikil? heldur: Hvað getum við þrýst kröfu verkafólks langt niður? Gamli svipurinn Fjárhagsáætlunin fyrir árið 1964 ber I öllum meg'inatrið- um sömu einkenni og fyrri á- ætlanir Reykjavíkurborgar, sagði Alfreð Gíslason. í fyrsta lagi kemur þar fram rik tilhneiging meirihlutans í borgarstjórn til að áætla tekj- ur borgarsjóðs of litlar en út- gjöldin jafnframt of mikil, með þeim afleiðingum að erfiðara en efla væri að verja nauðsyn- legu fjármagni til hinna brýn- ustu framkvæmda á hverjum tima. í annan stað er meirihlutinn um of háður Farkinsonslögmál- inu svonefnda. þ.e. hættir um of til að láta undan síga gagn- vart ofþensilu í borgarrekstrin- um og þá fyrst og fremst of- þenslu í skrifstofubákni borg- arinnar. 1 þriðja lagi er borgarstjórn- armeirihlutinn svifaseinn að átta sig á breyttum aðstæð- um vegna breyttra tíma, átta sig á breyttum kröfum tím- ans; með öðrum orðum: hlið- stasð hlutföll eru látin haldast milli sömu gjaldaliða árum eða jafnvel áratugum saman. 1 þessu sambandi benti ræðu- maður síðan á að húsnæðis- skorturinn í borginni væri nú eitt brýnasta vandamálið sem glíma þyrfti við. Úrlausn þessa mikla vanda hefði því svo sannarlega átt að setja svip sinn á fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar að þessu sinni, en sú væri raunín ekki. Önnur viðhorf Alferð sagði. að breytingartil- lögur Alþýðubandalagsins við fjárhagsáætlunina væru við það miðaðar að meginstefnu til, að tekjur yrðu áætlaðar sem næst sjálfum raunveru- leikanum, þannig að ráðstafa mætti meira fé til þeirra fram- kvæmda sem brýnastar væru og þörfin mest, en jafnframt að dregið yrði sem mest úr þarflausum eða þarflitlum út- gjöldum. Breytingatillögumar ættu að hvetja til hagsýni i rekstri borgarinnar meiri en nú tíðkast og spamaðar á fé borgarbúa, að svo miklu leyti sem það yrði ekki til þess að skerða þjónustuna við þá. f tillögum Alþýðubandalagsins væri einnig lögð áherzla á aukna fjárveitingu til skóla. barnaheimila, leikvalia og annarra menningarmála, og umfram allt bæru þær með sér að titíögumennirnir litu á húsnæðisskortinn í Reykjavik sem eitt erfiðasta vandamál borgarbúa í dag. Skrifstofu- kostnaður Breytingartillögur borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins á tekjuhlið áætlunarinnar miðuðu allar að því að færa áætlun- artölumar nær raunveruleikan- um en meirihlutinn gerði í á- ætlunarfrumvarpinu, hækka áætlaðar vaxtatekjur um 400 þús. kr., framlag úr Jöfnunar- sjóði um 2 mil'lj. og aðstöðu- gjöld um 2 milljónir króna. Langflestar breytingartillög- umar snertu þó útgjaldliði. Borgarstjórnarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins lögðu til að dreg- ið yrði úr launakostnaði í nokkrum borgarskrifstofum með því að spara aukavinnu og draga sem mest úr hennl. Var hér um að ræða skrif- stofu borgarstjóra, husameist- ara, byggingarfulltrúa og end- urskoðunardeild. Einnig að störf Manntalsskrifstofunnar yrðu falin hagfræðideild og þannig sparað stórfé, en jafn- framt dregið úr reksturskostn- aði við þá deild og hagsýslu- skrifstofu borgarinnar. Þá lögðu Alþýðubandalags- menn til að útgjöld vegna gjaldheimtunnar I Reykjavík yrðu lækkuð um 300 þús. kr., dregið úr áætluðum pappírs- ritfanga- og prentkostnaði borgarsjóðs (en meirihlutinn hafði gert ráð fyrir að sá lið- ur hækkaði um hvorki meira né minna en 62% frá fyrra ári) og bifreiðakostnaðurinn dreginn saman um 300 þús. krónur. Nuddaraíaun Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins töldu ástæðu til að spara mikið fé á þeim lið fjárhagsáætlunarinnar, sem fjallar um löggæzlu og að dregið verði til muna ur kostn- aði. M.a. með því að íella nið- ur þann liðinn sem nefnist „varzla borgarlandsins“ en fela götulögreglunni þau störf. Einnig að lækka liðinn .,ann- að“ um 150 þús. kr., úr 265 þús. kr. í 115 þús. kr. Benti Alfreð Gíslason í því sambandi á, að meðtalin í þessum líð væru 115 þús. króna árslaun nuddara. sem gerði ekki annað en nudda lögregluþjóna eftir að þeir kæmu úr gufubaði. Taldi Alfreð því fé t-d. betur varið til að nudda sjúklirtga sem þess þyrftu raunverulega með í stað þess að nud-daðtr væru gallhraustir ungir menn. Áætluð hækkun 60% 1 fjárhagsáætlun íbaldsmeiri- hlutans var gert ráð fyrir að kostnaður við skrtfstofu fræðslustjóra hækkaði um 60% á árinu eða í 1.370.000 krónur, og kostnaður við ljós; og hita í skólahaldinu yrði 2,8 miLtj. kr. AlþýðubandalagsfulltnSam- ir lögðu til að skrifstofukostn- aðurinn yrði lækkaður um 100 þús. kr. og hiti og ljös um 600 þús. krónur. Ein tillagan snerti framlag til Verzlunarskóla Islands: að áætlun yrði miðuð við það fé sem raunverulega yrði greitt, þ.e. jafnhátt framlagi rikissjóðs eins og það hefur verið ákveðið á fjárlögum árs- ins 1964. Þá voru tillögur um lækkun kostnaðar við nefndarstörf, t.d. iþröttaráðs og bamaheimila- og leikvallanefndar. Einnig að komizt yrði af með minna fé i sambandi við hátiðahöldin 17. júni ár hvert, lækkað framlag til gatnahreinsunar og sorp- eyðlngarstöðvar, vinnumlðlun- ar og ráðstefna, Framhald á 10. sfðu, Alfreð Gislason Guðmundur Vigfússon Alfreð Gíslason gerði í ýt- arlegri ræðu grein fyrir breyt- ingartiillögum borgarfulltrúa Alþýðubandalag&ins við fjár- hagsáætlunarfrumvarpið, og skulu helztu atriði ræðunnar nú rakin hér. Atkvæðavélar Alfreð benti í upphafi ræðu sinnar ó að til umræðu og samþykktar á fundlnum væru miklar þækkanlr á ýmlskonar □ Eins og skýrt hefur verið frá hér í ÞJÖÐVILJANUM, var fjárhagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg árið 1964 afgreidd á síðasta fundi borgarstjórnarinnar fyrir áramótin, löngum fundi sem stóð frá kl 5 síðdegis 19. desember, allt kvöldið og alla nóttina til næsta morguns. □ Fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórninni fluttu fjölmargar breytingatillögur við frumvarpið að fjárhagsáætlun- inni, en þær voru allar felldar nema tvær eða þrjár tillögur sem ekki breyttu í neinu heildarmynd fjárhagsáætlunarinnar. gjöldum borgarbúa: rafmagns- verði, hitaveitugjöldum, strætis- vagnafargjöldum, gjöldum sund- staðanna, gatnagerðargjöldum, að ógleymdum útsvörunum, sem gert væri róð fyrir að hækkuðu um 25%. Hækkun gjaldaliðanna væri frá 10% og allt upp í og yfir 40%. I þessu sambandi, sagði ræðu- maður, væri vert að veita at- hygli vinnubrögðum borgar- stjórnarmeirihlutans, þegar um hækkanir á gjöldum borgar- búa væri að ræða, nú og jafn- an áður. Borgarstjórinn hefði jafnan þann háttinn á, að spyrja reiknimeistarana, hversu mikil hækkunin þyrfti að vera til þess að bókhaldsdálkar yrðu jafnir, og meirihlutafull- trúarnir samþykktu síðan til- lögur þeirra umyrðulaust eins og atkvæðavélar, hvort sem reiknimeistararnir teldu nauð- synlegt að hækkunin yrði 10% eða 20% eða 30% eða jafnvel enn meiri. Ef meirihlutinn vildi viðhafa eðlileg vinnubrögð í bessum efnum, ætti að sjálf- sögðu að spyrja: — Hvernig getum við komizt hjá þessum hækkunum? eða: Hvernig er unnt að draga sem mest úr hækkununum, t.d. með sparnaði í rekstri? o.s.frv. Alfreð Gíslason minnti enn fremur á, að verkfall launþega- samtakanna í desember sýn^ svo ekki væri um vlllzt. aö viðhorf borgarstjórnarmeir' hlutans værl nokkuð annað þegar rætt veer: utn óumflý.l- Er forsvaranlegt að verja milljónum króna árlega úr sameiginle gum sjóði borgarbúa til kirkjubygginga á sama tíma og hús- næðisvandræði borgarbúa eru svo gífurleg að borgaryfirvöldi n verða að bjóða fjölskyldum heilsuspillandi húsnæði til íbúðar? Geta kirkjubyggingarnar, t.d, búsbáknið á Skólavörðuhæð (sjá mynd), beðið um skeið meðan enn hefur ekki verið leyst þetta brýnasta hagsnrunamál Reykvikinga? ÍHALDIÐ FELLDI ALLAR BREYTINGATILLÖGURNAR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.