Þjóðviljinn - 04.01.1964, Qupperneq 8
g SlÐA
ÞIÓÐVILIINN
Laugardagur 4. janúar 1964
RITSTJÓRI: UNNUR EIRIKSDOTTIR
Apinn, sem langaSi til
að sjá sig um í heiminum
— Koimdu nú Alli, það er
kominn tími til að loka,
kallaði Karl, umsjónarmaður
dýragarðsins til Alla, sem
var snúningadrengur hjá hon-
um. Hann hjálpaði til að gefa
dýrunum að borða og halda
búrunum þeirra hreinum, og
ýmislegt fleira. Það var kald-
ur og dimmur vetrardagur,
aðfangadagur jóla. En inni
hjá dýrunum var hlýtt og
notalegt.
— tíff, hvað það er kalt,
bezt gæti ég trúað að það
snjóaði í nótt, sagði Alli.
— Við skulum ekki hafa
áhyggjur af veðrinu, en gættu
þess að öll búrin séu læst,
svaraði Karl. Það hafði kom-
ið fyrir að Alli gleymdi að
loka sumum búrunum, en
sem betur fór hafði Karl
tekið eftir því i tæka tíð,
annars hefðu dýrin auðveld-
lega getað strökið.
I kvöld höfðu þeir hraðann
á, því jólin voru alveg að
koma. Alli gekk um og gætti
að öllum dyrum, hvort allar
væru læstar, en í flýtinum
gleymdl hann búrinu apanna.
Apamir tóku ekki eftir þessu,
þeir voru satt að segja allir
í hálf slæmu skapi. Verst lá
þó á Polla, simpansanum.
— Að hugsa sér það líf,
sem við lifum hér, innilokuð
alla daga, ekkert að gera
annað en éta hnetur, og horfa
á fólk gegnum grindurnar á
búrinu, sagði hann.
— Já, svaraði annar api,
'Bill að nafni. — Og sumt af
fclkinu hefur svq skrýtin and-
lit.
— Það er ekkert réttlæti í
því að fól'kið skuli geta geng-
ið um, frjálst ferða sinna,
meðan við verðum að kúra
hér og láta okkur leiðast,
hélt Polli áíram. — Æ, hvað
mig langar að komast héðan
út og sjá mig um í heimin-
um.
— Já, sagði þriðji apinn,
sem hét Bobbi. — Til þess
langar mig sannarlega líka
Polli tók í hurðarhúninn.
__ Ef ég gæti nú bara opnað
þessar dyr og lokað þeim
þegar mér sjálfum sýnist.
sagði hann, og hreyfði hurð-
arhúninn, til þess að sýna
hinum dýrunum hvernig hann
mundi fara að ef hægt væri
að opna. Honum til undrunar
opnuðust dyrnar fyrirhafnar-
laust. Fyrst ætlaði Polli ekki
að trúa þessu, en þegar hann
var búinn að átta sig, opn-
aði hann dymar upp á gátt.
hægt og varlega, og fór út.
— Hann er farinn, æpti
Billi.
— Skemmtu l ■ vell hrop-
aði Bobbi.
Nú var Polli kominn út í
heiminn, alveg frjáls ferða
sinna. Hann þorði ekfci að
tefja sig á því að kveðja
hina apana, þá gætu Karl eða
Alli komið oa stöðvað bann
5
áður en ævintýrið var einu
sinni byrjað. Hann tók á rás,
framhjá tígrisdýrabúrinu,
ljónabúrinu, fuglabúrunum og
öllum hinum.
—• Ég vorkenni þeim að
vera þama innilokuð. En ég
er þó loksins frjáls, sagði
hann við sjálfan sig. Polli
klifraði yfir garðinn og upp
í tré, sem stóðu hinum megin,
rétt við veginn. Hann gekk
af stað eftir veginum, og nú
fyrst fann hann að honum
var orðið ískalt. Hann reyndi
að hlaupa til að halda á sér
hita. Hann fór fram hjá
mörgum búðargluggum, þeir
voru allir uppljómaðir og
fagurlega skreyttir með
grænum greinum og jóla-
stjörnum. Fólk var á þön-
um út og inn um búðardym-
ar, allir voru að flýta sér.
Eftir götunni þutu bílar,
strætisvagnar, reiðhjól og
mótorhjól. Polla þótti gam-
an að horfa á þetta allt, en
ekfci þorði hann að hætta sér
út á götuna Þess vegna hélt
hann sig uppi í trjánum,
meðfram götunni, sveiflaði
sér á milli þeirra, grein af
grein. Loksins fann hann
gamla, mjóa götu, þar sem
engir bílar voru á ferð, og
þá klifraði hann niður úr
trénu. Þarna var allt svo ró-
legt, engir bílar, ekkert fólk.
En uppi á garðsvegg sátu
þrír kettir, einn var brúnn,
annar grár og sá þriðji var
svartur. Þeir voru í óða önn
að þvo sér.
— Þama var ég heppinn,
þetta eru dýr, rétt eins og
ég, hugsaði Polli með sér,
skyldu þeir líka hafa strok-
ið úr dýragarði?
Hann kunni ekki kattamál.
en ávarpaði þá á apamáli.
— Góða kvöldið, sagði
hann. Kettirnir svöruðu engu.
bara störðu á hann. Svo
byrjaði einn að mjálma og
hjnir tóku undir. Þetta var
ljóti hávaðinn, en Polli áleit
að kettirnir færu svona að
því að syngja. Og til þess að
vera vingjarnlegur fór hann
að reyna að syngja með þeim.
Þá steinþögnuðu kettirnir og
horfðu á hann með reiði-
svip. Svo réðust þeir á hann,
urrandi og hvæsandi. Aum-
ingja Polli lagði á flótta, og
hljóp yfir hvað sem fyrir
varð. Loksins fann hann aðra
en áður. Aftur lagði Polli á
flótta, og linnti ekki hlaup-
unum fyrr en hann kom að
sléttri grasflöt. Þar ætlaði
hann að hvíla sig svolitla
stund. Hann fann að það var
alltaf að kólna meira og
meira. Hann fór að velta því
fyrir sér hvar helzt mundi
vera skjól að finna. Þá
heyrði hann þungt fótatak
nálgast. Þegar hann gætti
betur að, sá hann stórt dýr,
með fjóra fætur, flaksandi
fax og stórt og mikið tagl.
— Þetta dýr þekki ég, það
er hestur, sagði Polli. Einu
sinni hafði asni nokkur, sem
var í dýragarðinum sagt
Polla frá hestinum, og að
menn sætu á bakinu á hon-
um og létu hann bera sig,
það sagði asninn að hestin-
um þætti afskaplega gaman.
— Halló, sagði Polli. Má
ég sitja á bakinu á þér?
Hesturinn svaraði engu, en
fór að ausa og prjóna og láta
öllum illum látum. Polli vissi
ekki að svona láta hestar þeg-
ar þeir eru annað hvort
reiðir eða hræddir. Hann hélt
að hesturinn væri að hneigja
sig og segja: Já, gerðu svo
vel og seztu á bakið á mér
Svo hann beið ekki boðanna,
en hoppaði á hestbak. Hest-
urinn tók til fótanna og hljóp
eins hratt og hann gat með
Polla á bakinu. Aumingja
Polli vissi ekkert fyrr en
hann lá ofan í ísköldum
polli.
— Nei, nú er nóg komið,
tautaði hann, um leið og
hann skreið upp úr pollinum.
Kettirnir klóruðu mig, hund-
arnir reyndu að bita mig og
hesturinn kastaði mér i ís-
kalt vatnið, skelfing er mik-
ið til af óvingjarnlegum dýr-
um í þessum stóra heimi.
Nú var hann bæði blautur,
kaldur og svangur. Litlar,
hvítar flygsur duttu niður úr
loftinu allt í kringum hann,
slíkt hafði hann aldrei séð
áður.
Eftir skamma stund var-
jörðin orðin al'hvit. — Skyldu
þessar flygsur ekki vera góð-
ar á bragðið, ég er svo
svangur, hugsaði Polli. Hann
bragðaði á snjónum, úh,
þetta var þá enginn matur.
Polli sá nú ekki annað ráð
betra en að reyna að kom-
II# p ÍfitllJí.
pj|ff S
v \ i'T L... ■M'l * Ji h rP'y
götu ennþá friðsælli en hina
fyrri. Polli nam staðar og
kastaði mæðinni.
— Það væri synd að segja
að kettimir væru vingjarn-
legir við mig, og þó eru þeir
dýr eins og ég, sagði hann
við sjálfan sig.
Rétt í þessu komu tveir
hundar labbandi til hans,
báðir voru með bein að
naga
— Halló, sagði Polli mjög
kurteislega. Hundarnir stað-
næmdust fyrir framan Polla
og störðu á hann, síðan lögðu
þeir beinin frá sér, og tóku
að gelta hástöfum. .
— Þeir eru svona glaðir
að sjá mig, hugsaði Polli.
Hann bjó sig til að heilsa
þeim með handabandi, eins
og hann hafði séð fjlkið gera.
sem kom í dýragarðinn. En
hundarnir virtust alls ekki
kæra sig um Polla, því nú
urruðu þeir grimmdarlega og
létu skína í beittar, hvítar
tennur og geltu ennþá hærra
<P.
>y -t'ít
Mynd af stúlku, eftir Laufeyju Sigurðardóttur, Bjarg»í»
stíg 15, 9 ára.
nu\vi«uj
Kirkja, eftir Stellu Guðmundsdóttur, 6 ára,
Grensásvcgi 58.
Alí Abou og skórnir hans
(Niðurlag)
urn hátt, þetta var alltsam-
an óheppni. Hann gat ekki
stilit sig um að hlæja að
öllum þessum mistökum. í
hvert sinn, sem honum varð
litið á skóna fékk hann nýtt
hláturkast.
— Farðu í friði, Ali Abou,
ég skal taka skóna í mina
umsjá, þú ert búinn að þola
nóg af þeirra völdum, sagði
hann.
Dómarinn var ekki harð-
brjósta, og þegar hann var
loksins búinn að sjá hvemig
í öllu lá, vorkenndi hann Alí.
Þessvegna borgaði hann hon-
um til baka alla þá peninga
sem hann hafði greitt í sekt-
ir.
Hvað um skóna varð veit
enginn. En eitt er víst, þeir
sáust ekki framar á fótunum
á honum Alí Abou.
(Sögulok),
ast aftur i dýragarðinn. Hon-
um heppnaðist að rata til
baka, sömu leið og hann
hafði komið. Æ hvað hann
var feginn að komast aftur
inn í hlýja búrið sitt. Hinir
aparnir urðu steinhissa þegar
þeir sáu Polla koma aftur.
Pojli sagði þeim alla ferða-
söguna, og hversvegna hann
hefði snúið aftur heim.
— Heimurinn er öðruvísi
en ég hélt að hann væri,
sagði hann. Það er fullt af
óvingjarnlegum og hugsunar-
lausum dýrum, sem urra,
klóra, bíta og sparka Og það
er svo kalt þar úti að ég var
feginn að komast aftur heim
í hlýjuna.
Næsta morgun, þegar Karl
og Alli komu í dýragarðinn,
sá Karl að dyrnar á apabúr-
inu voru ólæstar.
— Alli, kallaði hann. Sjáðu
nú bara Þarna hefurðu
gleymt að læsa dyrunum.
Það var heppni að Polli tók
ekki eftir því, hann hefði á-
reiðanlega stolizt í burtu!
Vísur á sjó
Vagga, vagga,
víða, fagra, undurbreiða haf,
ástarblíðum blævi strokið af,
vagga, vagga,
allar sorgir svæf og niður þagga.
Húmið hnígur
hægt og blít'f um endalausan geim.
Stormur felldist fyrir eyktum tveim.
Húmið hnígur.
Hægt í öldudali skipið sígur.
Iiannes Hafstein.
Þessar tvær myndir eru ná-
kvæmlega eins, sýnist ykkur
það ekki? Ef þið gætið bet-
ur að munuð þið þó sjá. að
það vantar fimm atriði á
vinstri myndin. — Getið þið
tundið hver þau eru?