Þjóðviljinn - 04.01.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 04.01.1964, Page 10
|0 SÍÐÁ NEVIL SHUTE ÞI6ÐVILIINN Laugardagur 4. janúai 1964 og þama var hann eins og aevin- lega, sofandi með dagblað yfir andlitinu, rétt eins og hann hefði aðeins farið í skrifstofuna eða vörugeymsluna í Grafesend. Sem snöggvast fann hún til von- brigða og gremju; hana hafði langað til að gera eitthvað sér- stakt fyrir hann og nú var tæki- færið liðið hjá. Hún gekk út í garðinn og stóð hjá stólnum hans. — Jæja. þú ert dálaglegur náungi, sagði hún blíðlega, að laumast svona inn orðalaust og sofna undir dag- blaði eftir ferðalag um allan heim og ég veit ekki hvað. Er engin rómantík til í þér? Hann opnaði augun og ýtti blaðinu frá sér. — Halló, sagði hann viðutan. — Ég hef víst gleymt mér sem snöggvast. — Já. það má nú segja. Hún brosti til hans. — Þú hefðir get- að látið mig vita, að þú værir að koma. Ég hefði tekið á móti þér eða eitthvað. Hann sagði: — Ég vissi ekki sjálfur hvenær ég kæmi. — Var þetta gott ferðalag? Ég bjóst ekki við þér svona fljótt heim aftur. Þú ert ekki búinn að vera nema mánuð í burtu. — Já. sagði hann. — Réttan mánuð. Það var lítið fyrir mig að gera þama fyrir handan, svo ég kom bara heim aftur. Hún sagði: — Það hefur ver- íð alveg vonlaust, eða hvað? Hann leit upp. — Vonlaust? Hvað áttu við? — Með þennan náunga. sem þú fórst að leita að, þennan flugmann. Gaztu ekkert gert fyrir hann? — Fyrir hann? Tumer brosti. — Þú verður hissa á þvi sem ég segi þér núna, sagði hann. — Hann lifir öðru lífi en við héld- um. Hann er 1 betri atvinnu en ég og býr líka við betri kjör. Hann á heima í stóru húsi og hefur eina fimm þjóna. Honum er borgið. Hún sagði undrandi: — En ég hélt hann byggi með innfæddri konu. Og svo bætti hún við forvitnislega: — Sástu hana? — Já. sagði herra Tumer. — Eins viðkunnanleg stúlka og við gætum bezta fundið í Watford 47 Hárgreiðslan Hárgrelðsin o? snyrtistofa STETNTJ og OÖDð Langavegi 18 III. h. (lyfta) SlMT 24618. P E R M A Garðsenda 21. SfMl 33968. Hárgreiðslu- o s snyrtislofa. Dðmnr! HárRrciðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargðtn 10. Vonarstrætls- tnegln. — SÍMI 14662. HARGRETÐSLOSTOFA ADSTORBÆ.IAR (Maria Guðmundsdóttir) Langavegi 13 — SlMI '4656 — Nuddstofa á sama stað. — eða jafnvel í Harrow. Þetta er allt saman öðru vísi en við héld- um. Hún leit tortryggnislega á hann. — Gat hún nokkuð taiað í ensku? — Betri ensku en þú og ég, sagði Tumer. — Ég segi þér satt, að herra Morgan hefur ver- ið sæll og heppinn þegar hann losaði sig við hinn kvenmanninn og giftist þessari. Og þau eiga tvo indæla krakka. Hún sagði: — En hvemig eru bömin eiginlega á litinn? — Þau eru svona gulleit, svar- aði hann. — Þau eru svona helmingur af hvoru, ef svo mætti segja. — En agalegt! — Ég veit svei mér ekki. sagði Tumer. — Þetta er allt saman svo ólíkt þegar maður er kom- inn á staðinn. Gefðu mér teboila og ég skal segja þér allt sam- an. Hún horfði á hann með dá- litlum áhyggjusvip meðan þau drukku teið. Hann hafði breytzt þennan mánuð og ekki til hins betra. Hann virtist hress og kát- ur, en það var eins og hann hefði rýrnað allur og orðið mátt- lausari. Það bar meira á van- mætti hægri handarinnar og hann átti erfitt með að beita henni við borðið; hann notaði vinstri höndina æ meira. Hún gerði sér Ijóst, að þetta var eitt af því sem hlaut að koma; héð- an í frá hefði hann vaxandi þörf fyrir hana. Hún sagði: — Hvernig hefur þér sjálfum liðið, Jackie? Hef- urðu fundið nokkuð til eða fengið þessi yfirlið? Hann sagði: — Ég datt og vissi ekki af mér í þrjá klukku- tíma. — Þrjá klukkutíma! Hún var dolíallin. Var nokkur hjá þér? Hann sagði henni hvað hefði komið fyrir og hvað hefði verið gert. — Þau reyndust mér ákaf- lega vel, sagði hann. — Þau gerðu allt fyrir mig sem unnt var. Það var enginn læknir á staðnum, en ég þurfti ekki lækni. Ég jafnaði mig sjálfur. Hún sagði: — Þú ættir að tala við North lækni fyrst þú ert kominn heim. — Ég kæri mig ekki um að tala við fleiri lækna. sagði herra Tumer. — Ég veit hvað bíður mín og það þýðir ekkert að æðrast útaf því og sóa tímanum fyrir öðru fólki. Þau sóttu annan stól og báru út í garðinn og sátu saman meðan hann sagði henni frá ferðalaginu og hvað á dagana hefði drifið. Það tók klukku- stund. Hún hlustaði vandlega, reyndi að skilja þá breytingu sem orðið hafði á viðhorfum hans. Loks sagði hún: — Jæja, hvað ætlarðu núna að gera, Jacky? Ætlarðu að byrja aftur á skriístofunni? Hún hafði sjálf unnið mörg ár á skrifstofu. Hún vissi að víð- ast hvar er einstaklingum sýnd nærgætni, og hún vissi að í hans tilfelli yrði ekki gerður neinn skarpur greinarmunur á fullu starfi og sjúkraleyfi; meðan hann sýndi sig öðru hverju og gerði eitthvert gagn, þegar hann gat, myndi hann fá laun sín greidd. Sjúkraleyfi hans byrjaði ekki fyrr en hann hefði ekki látið sjá sig í hálfan mánuð eða svo. Hann sagði: — Ég býst við því. Hann hugsaði sig um and- artak og sagði svo: — Ég fór að hugsa um hina tvo, liðþjálf- ann og svertingjann. Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af svertingjanum lengur; hann virð ist hafa sloppið sæmilega. En ég vildi gjaman vita hvað orð- ið hefði um Brent liðþjálfa. Hún sagði: — Þú þarft áreið- anlega ekki að hugsa meira um svertingjann, Jacky. Hann er sjálfsagt kominn heim til Nash- ville aftur. Honum er borgið. — Já. sagði hann með hægð. — Líkast til er honum borgið. Ég býst ekki við að ég leiti neitt að honum. Það er bara Duggie Brent núna. Konan hans sagði: — Ég býst við að það sé líka allt í lagi með hann. — Kannski, sagði herra Tum- er hugsandi. — En mig myndi langa til að vita vissu mína. 1 fjarlægð heyrðu þau kirkju- klukkuna slá sex. Mollie spurði hvað hann vildi gera um kvöld- ið og Tumer sagði, að það væri kannski gaman að skreppa út í Barley Mow. Hún mótmælti því á þeim forsendum að hann væri þreyttur eftir ferðina og hafði sitt fram. Þess í stað héldu þau áfram að tala um ferðalag hans og námskeiðið sem hún sótti í skrifstofustörfum og þegar kóln- aði færðu þau sig inn í stofuna og kveiklu á útvarpinu og hlust- uðu á framhaldsleikritið og herra Tumer sem hafði saknað þess mjög meðan hann var í Burma, hlustaði og hló þar til tárin streymdu úr augum hans til samlætis óðrum fimmtán milljón manneskjum í Bretlandi. Hann fór í skrifstofuna dag- inn eftir og þar fann hann verk- efni við sitt hæfi og hann sagði framkvæmdastjóranum frá herra S. O. Chang í Rangoon. Vinnu- félagarnir tóku allir eftir þeirri breytingu sem orðið haíði á hon- um; herra Parkinson leit á það sem staðfestingu á dauðadómn- um. Hann fór aftur í skrifstofuna eftir hádegið, fór síðan út og tók sér far með sporvagni til Notting Hill Gate. Hann gekk hægt yfir að Ladbroke torgi, gekk upp þrepin og barði að dyrum. Aftur var það systir Morgans sem opnaði fyrir hon- um eins og fyrir fimm vikum. i — Gott kvöld, sagði hann. ' — Ó, — eruð það þér, sagði stúlkan. i — Já, reyndar sagði hann. — Það er ég sjálfur. Ég er bú- inn að heimsækja hann bróður yðar í Mandinaung, ungfrú Morgan. Ég sagði honum að ég ætlaði að heimsækja ykkur þeg- | ar ég kæmi heim. Ég þarf að | segja móður ykkar sitt af hverju. Hún starði á hann. — Fóruð þér til bróður míns, — í Burma? — Stendur heima. Hún færði sig ekki frá dyr- unum og bauð honum ekki inn. S K OTTA Nú er þó sannarlega kominn tími til að sett verði á bann" hér í húsinu bróðir sæll. „tilrauna- Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Framhald af 7. síðu. Aðstoð í húsnæðismálum Ein af tillögum borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins var um nýjan lið í fjárhagsáætl- uninni: aðstoð við húsnæðis- lausar fjölskyldur 1 millj. kr. Sagði Alfreð, að þessi fjár- veiting væri miðuð við að fjárhagslega illa stæðu og fá- tæku fólki yrði veitt nokkur aðstoð til að komast í húsnæði. greiða fyrir því að það gæfi tekið íbúðir á leigu t.d. með þvi að útvega lán til greiðslu á fyrirfram krafinni húsaleigu o.s.frv. Tillaga um nýjan lið var einnig 500 þús. kr. framlag til stofnunar hljómplötusafns. er starfaði sem útlánasafn með líkum hætti og bókasöfn- in. Þá var gert ráð fyrir hærra framlagi til Lúðrasveitar verkalýðsins en á fjárhagsáætl- uninni, 000 þús. króna í stað 700 þús. kr. yrði varið til sumardvalar fyrir mæður og böm og 100 þús. króna í stað 60 þús. kr. til blindrastarfsemi. Kirkjubyggingar — almannavarnir Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins lögðu ennfremur til að tveir liðir fjárhagsáætlunar- innar yrðu felldir niður, sam- tals að fjárhæð 2,2 mi'llj. króna. Annar þessara liða var kírkjubyggingasjóður, en til hans voru áætlaðar 1,2 millj. króna. Alfreð Gíslason kvað á- stæðuna fyrir tillöguflutningi Alþýðubandalagsmanna í sam- bandi við kirkjubyggingasjóð í stultu máli þessa: Húnæð- ’nvandræðin hafa aldrei verið jafn geigvænleg hér í Reykja- vík og nú, a.m.k. ekki síð- ustu áratugina. Svo mikil eru vandræðin, að borgarstjómin verður sjálf að bjóða fólki upp á heilsuspiliandi íbúðir. Með- an svo er ástatt er mun meiri ástæða til að verja þessum 1,2 millj. króna til íbúðabygginga en kirkjubygginga. (Framsóknarmenn i borgar- stjóminni töldu hinsvegar sjálf- sagt að verja meira fé til kirkjubygginga í Reykjavík en íhaldið hafði áætlað og fluttu um það tillögu. Bar sá til- löguflutningur þann árangur að íhaldsmeirihlutinn flutti til- lögu um að framlagið til kirkjubygginganna yrði hækk- að úr 1,2 millj. í 1,6 millj króna!) Hinn liðurinn, sem borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins Iögðu til að felldur yrði niður úr fjárhagsáætluninni. var einnar milljón króna framlag til svonefndra almannavarna. Alfreð sagði I þessu sam- bandi, að með því að gera ráð fyrir framlagi til almanna- varna væri verið að gera ai- varlcgt mál hlægilegt. Aætl- unarfjárhæðin myndi rétt nægja til að standa undir nefndakostnaði, skrifstofu og starfsmannahaldi. Um velferð fólksins sjálfs virtist Iítt hugs- að, cnda væri ekki um nein- ar dugandi almannavamir að ræða aðrar en þær, að leggja niður erlcndar herstöðvar á Islandi, afmá hcrnaðarmann- virkin og vísa hemum burt úr Iandinu. Lán til íbúðabygginga I lok ræðu sinnar gerði Al- freð grein fyrir þeim tillög- um, sem borgarfulltrúar Al- KIPAUTGCRB RIKISINS HEKLA fer austur um land í hringferð 9. þ.m. Vörumóttaka árdegis í dag og á mánudag til Djúpa- vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar- fjarðar. Fáskrúðsfjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar, Borgar- fjarðar og Vopnafjarðar. Far- seðlar seldir á miðvikudag. HERÐUBRETÐ fcr til Homafjarðar í næstu | viku. Vörumóttaka árdegis í dag og á mánudag. Þetta er ólikt flottari bíll en þinn Lúlli. Uss þessi er eins og hun- angskaka. Má ég þá heldur biðja um minn eigin bíl þótt útlitið sé ekki eins fallegt. Maður veit þó nákvæmlega hvað er stærsti kosturinn við hann. . þaO eru hjoiin. TECTYL e» rvðvnrn þýðubandalagsins gerðu við eignabreytingalið f járhagsáætl- unarinnar. Þeir lögðu til að tekjumegin yrði nýr liður: 20 millj. króna lán til íbúðabygginga. Gjalda- megin yrðu stórfelldar breyt- ingar til hækkunar á þeim liðum er snertu skólabyggingar (úr 18 í 21 miUj.), nýja leik- velli og útivistarsvæði (úr 2 í 2,5 millj.), almenningsnáðhús (úr 1 í 2 millj.), bamaheimili (úr 12 millj. 1 14), kennshi- tæki (úr 1,2 miUj. í 1,5 mUlj.) og framlag til Byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar (úr 12 millj. króna í 44,5 miflljón- ir). Á nýjum lið yrði varið 500 þús. kr. til undirbúnings byggingu aðalbókasafns í Reykjavík, en liðurinn afborg- anir lækkaður úr 20 milljón- um í 15 miUjónir króna. Bæta þarf úr gamalli vanrækslu Guðmundur Vlgfússon lagði áherzlu á það við umræðuna um fjárhagsáætlun Rcykjavík- urborgar að breytingartillögur borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins stefndu að þvi að meira hóf væri haft á rekstursút- gjöldum borgarsjóðs, en auknu fjármagni hinsvegar varið til brýnustu framkvæmda, ekki hvað sízt í húsnæðismálunum. 1 tillögum Alþýðubandalagsins væri miðað við að áætlaðar tekjur hækkuðu um 4,4 millj- ónir króna en gjöldin lækkuðu um 10,4 milljónir, þannig að þessari upphæð, um 14,8 millj., ásamt 20 millj. króna Iáninu yrði varið til íbúðabyggingar- mála. Guðmundur bcnti á, að til- Iagan um hækkun framlags- ins til skólabygginga byggðist á því sjónarmiði að farið yrði cftir áætlun fræðsluráðs um skólabyggingar í borginni. cn 500 þús. króna hækkunin til leikvalla og útívistarsvæða miðaði cinungis við að halda í horfinu. Svipaða hækkun þyrfti að gcra á framlögum til Icikskóla og barnahcimila, cn á þeim vcttvangi væru mikil og mörg verkefni óleyst vcgna vanrækslu undanfarinna ára. ★ Ekki eru tök á að rekja að sinni fleiri atriði sem fram komu i umræðunum um fjár- hagsáætlun Reykjavfkurborgar fyrir áramótin. ! lokin skal bað aðéins endurtek'ð sem drepið var á í upphafi, að all- ar breytingatillögur minnihluta- flokkanna í borgarstiórn felldu thaldsfulltrúarnir að fáe'num smábrevtingum undanskiidum. Þannig bar áætlunin sama Casta svipmót'ð. sem íhalds- meirhlutinn hafði búið áætlun- arfrumvarpinu við framlagn- ingu þess.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.