Þjóðviljinn - 04.01.1964, Side 12
I
ABeins
13 dagar
eftír
16. janúar n. k. verður
dregið í Happdrætti Þjóðvilj-
ans 1963 og eru því aðeins
13 dagar eftir ti! stefnu. Þessa
fáu daga má enginn liggja
- ■
hiriiMifiirtiiliiiiiiiiii^ ** * * * * * * * * * * «»»r-
á liði sínu því mikið er undir
því komið fyrir blaðið okkar
að sem beztur árangur náist
i happdrættinu.
Auk fjögurra herbergja í-
búðar sem er hálfrar millj-
ónar króna virði eru 10 aðrir
glæsilegi aukavinningar að
verðmæti kr. 2000 til 17000.
Er dýrasti vinningurinn far
fyrir tvo til Kaupmannahafn-
ar og heim aftur með Gull-
fossi, flaggskipi íslenzka flot-
ans, en allir sem ferðazt hafa
Sveinn Björnsson
sýnir í Danmörku
Sveinn Bjömsson listmálari úr Hafnarfirði hélt sýningu
með þremur ungum dönskum málurum í Charlottenborg í
nóvember síðastliðnum. Er þetta í fjórða sinn sem þessir
félagar sýna saman í Danmörku. Að þessu sinni átti Sveinn
fimmtán myndir á sýningunni. Hlaut hann góða dóma og
fara hér á eftir tveir þeirra:
Jan Zibrandsen í Berlingske
Tidende þ. 2. 12. 63:
„Á sýningu þessari verður
maður fyrir mestum áhrifum af
málverkum Sveins Björrissonar.
Þau eru þrungin persónuleika
málárans. Hann segir kynjasög-
ur af hinum furðulegu áhrifdm
náttúrunnar í hinu fagra heima-
landi sínu. Fyrir hans tilstilli
veitist okkur það að fá að koma
á álfafund, sem haldinn er við
útþaninn kóngulóarvef. Það er
Krústjoff dvelst
nú í Póllandi
VARSJÁ 3/1 — Krústjoff for-
sætisráðherra hefur verið í Pól-
landi um áramótin í óopinberri
heimsókn. Hann ræddi í dag
lengi við foringja pólskra komm-
únista.
málari, sem hefur skapað bláu
veruna með gullna dýrðarbaug-
inn. Þegar maður virðir fyrir sér
landslagsmyndina, „Fyrsti snjór-
inn“, skilst manni, að þama er
á ferð ungur málari sem eys af
reynslu sinni sem listamaður.
Hann hefur lært af list Kjarvals.
1 gegnum snjóinn ljóma hinir
rúbínrauðu og bláu litir kletta-
myndanna með logandi þrótti.
Sá maður, sem hefur skapað
„Rauðan fisk“ og „Bláan fisk“,
er maður draumsins maður,
sem hlotið hefur ósvikið Htaskyn
í vöggugjöí.“
Kai Flor í Berlingske Tidende
25. nóv. 63:
„Athyglisverðasta hæfileika
sýnir Islendingurinn Sveinn
Bjömsson, sem sýnir þama
nokkrar ristandlitsmyndir,
,,Flöskusalann“. en andlit hans
er málað með næstum krítargrá-
um litum og grófum dráttum og
„Gamlan mann“. en yfir honum
með skipinu vita hve ánægju-
Ieg siík íerð er.
Þá er ennfremur að minna
á að þann 16. verður einnig
dregið um söluverðlaunin þrjú
sem einhverjir þrír menn úr
þrem söluhæstu deildunum
eða kjördæmum hreppa. Mun-
um við birta stöðuna í sölu-
verðlaunakeppninni hér í
blaðinu n. k. þriðjudag.
Enn vantar skrifstofuna 12
miða sem hún hefur verið
beðin að útvega. Eru númerin
Fyrsti iðnaðarmaður í Hafnar-
firði: Þorsteinn Bjarnason smið-
ur. Sveinn Björnsson (olía).
'hvflir næstum hörkulegur blær
vegna hins kraftalega vaxtar og
hins stríða og næstum yfirlæt-
islega yfirskeggs.
Málarinn býr óumdeilanlega
yfir ríku litaskyni þótt litir
hans kunni að virðast helzt til
óskýrir. Hinar mörgu tákn-
þrungnu myndir hans, „Álfa-
skip“ og „Álfafundur og kóngu-
lóarvefur". draga þó úr frum-
leika listar hans. og virðast þær
helzt til greinilega vitna um á-
hrif frá list Carl-Hennings.
Fram yfir slíkar myndir tekur
maður „Dumbungsdag á hafinu“,
en sú mynd ber vott um þekk-
ingu Islendingsins á sjómennsk-
unni, skipinu, sem ríkir á mynd-
fletinum, umvafið dökkum lit-
um, aðeins upplýst af einstök-
um glórauðum litadepium.11
birt hér á eftir og þeir sem
kynnu að hafa þau undir
höndum vinsamlega beðnir að
láta skrifstofuna vita ef þeir
vilja skipta á þeim fyrir önn-
ur númer: 1075, 1825, 2001,
4232, 5838, 8034, 8096, 22654
23355, 29692, 31920 og 34345.
í dag vcrður skrifstofa
happdrættisins að Týsgötu 3
opin kl. 9 — 12 og 1 — 4.
Notið tækifærið til þess að
gcra skil. Á morgun vcrður
skrifstofan lokuð allan dag-
Gengið fró
hveitisölu
WASHINGTON 3/1 — Banda-
ríska viðskiptamálaráðuneytið
tilkynnti í kvöld að það hefði
nú hcimilað sölu á hvciti til
Sovétríkjanna fyrir um 85 millj-
ónir dollara og hefur fyrsti
kaupsamningurinn um 13 millj-
ónir skeppur af hveiti þegar
verið undirritaður.
Hveitið verður greitt út í
hönd og munu flutningar á því
hefjast bráðlega, einkum með
bandarískum skipum.
STOKKHÓLMI 3/1 — Það er
nú ákveðið að Krústjoff for-
sætisráðherra mun koma í opin-
bera heimsókn til Kaupmanna-
hafnar 17. júní í sumar. Þaðan
mun hann sennilega fara til Sví-
þjóðar og til Noregs að lokinni
heimsókninni þar.
Jón Þórarinsson
*r i
formaður B.I.L:
Á aðalfundi Bandalags ís-
lenzkra listamanna, sem haldinn
var 7. des. síðastliðinn var á-
kveðið, að bandalagið efni tii
samkeppni meðal íslenzkra
myndlistarmanna um hugmynd
að minnismerki um Bjama
Jónsson frá Vogi í tilefni af
hundrað ára afmæli hans og í
þakklætisskyni fyrir stuðning
hans við íslenzkar Iistir og Iista-
menn. Skal samkeppninni vera
lokið og verðlaun úr sjóði banda-
Iagsins veitt á fæðingardegi
Bjarna, 13. október næstkom-
andi. Bandalagsstjórnin hefur
ákveðið, að veitt skuli ein verð-
Iaun, að upphæð 25 þús. krónur.
Verður nú á næstunni formlega
boðið til samkeppni þessarar.
Forseti bandalagsins til næstu
tveggja ára var kjörinn Jón
Þórarinsson tónskáld (úr Félagi
íslenzkra tónlistarmanna), sam-
kvæmt uppástungu Brynjólfs
Jóhannessonar leikara, sem hef-
ur verið bandalagsforseti und-
anfarin tvö ár. Aðrir aðalmenn
í stjórn voru kosnir Karl Kvar-
an (frá Félagi íslenzkra mynd-
listarmanna). Sigvaldi Thordar-
son (frá Arkitektafélagi íslands),
Helga Valtýsdóttir (frá Félagi ís-
lenzkra leikara), Jóhannes úr
Kötlum (frá Rithöfundasam-
bandi lslands). Skúli Halldórs-
son (frá Tónskáldafélagi Islands)
og Sigríður Armanns (frá Félagi
íslenzkra listdansara). Stjórnin
hefur skipt með sér verkum
þannig. að varaforseti er frú
Helga Valtýsdóttir, ritari Karl
Sjómerin! Kjósið B-listann!
■ Stjórinarkosningin í Sjómannafélagi Rgykjavíkur, í
skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, fer
fram í dag, laugardag, kl. 10—12 f.h. og kl. 2—7 e.h. Á
morgun, sunnudag, verður kosið kl. 2—8 e.h.
■ Sjómenn! Neytið kosningaréttarins! Listi starfandi
sjómanna er B-listi.
Kvaran og gjaldkeri Skúli Hall-
dórsson.
(Frá Bandalagi íslenzkra lista-
manna).
Enn leitað í
gær án árangurs
I gær var haldið áfram
Ieitinni að Bárði Jónssyni
er hvarf frá hcimili sínu i
Kópavogi 30. des. s.l. Var
aðallega Ieitað frá Hafn-
arfirði og notuð þyrla ■’ið
Ieitina. Bar leitin engan á-
rangur. Búið cr nú að Icita
mannsins á mjög stóru
svæði og hefur það vcrið
vandlega kannað cnda mik-
ill fjöldi manns tekið þátt
í leitinni.
íslenzkur klerkur
á Keflavíkurvelli
Síra Bragi Friðriksson, æsku-
lýðsfulltrúi Reykjavíkurborgar
hefur verið ráðinn prestur á
Keflavíkurflugvöll og er það með
tilliti til þeirra Islendinga, sem
búsettir eru þar og starfandi á
Vellinum. Það eru meðal annars
starfsmenn flugmálastjórnar,
lögregluþjónar. tollverðir og
verkamenn. Þetta er gert að
ráði biskups.
Áríðandi
orðsending
fró blaðinu
ó 2. síðu
Fyrsta alþjóðaskákmótio
sem íslendingar halda
Friðrik
Eins og kunnugt er af
fréttum hafa Skáksamband
íslands og Taílfélag Reykja-
víkur ákveðið að gangast fyr-
ir alþjóðlegu skákmóti i
Reykjavík. Ákveðið hafði
verið að það hæfist 12.
jan. næstkomandi, en nú er
allt útlit fyrir. að það verði
ekki fyrr en einum eða
tveim dögum siðar. Það var
forseti Skáksambandsins. Ás-
geir Þór Ásgeirsson, sem gaf
okkur þessar upplýsingar :
símtali í gærkvöld.
— Við vorum að fá skeyti
frá Gligoric um það, að hann
og Wade ásamt Sovétskák-
mönnunum komi til Reykja-
víkur þann 12. þ.m. Það hef-
ur aftur það í för með sér
að mótið sjálft getur ekki
hafizt fyrr en 13 eða 14 ian
Svein Johannessen kemur
hinsvegar þann .1. og mót-
ið stendur fram yfir mán-
aðamót.
— Þetta verður fyrsta al-
þjóðlega mótið hér á landi,
sem réttindi gefur, heldur
Ásgeir áfram, helmingur þátt-
takenda hefur nafnbót, og
það hefur aftur það að segja.
að maður. sem nær tilskild-
um árangri í sliku móti fær
hálfa nafnbót. ef svo mætti
að orði komast. Erlendn
meistarana þarf ekki að
kynna nema þá helzt Nínn
Gaprindasvilli. sem varð
heimsmeistari kvenna með
miklum glæsibrag á síðasta
ári Önnur deili veit ég satt
að segia ekki á henni. nema
bvað hún mun vera eitthvað
nm VS ára irrimiil dökkhm’’*
oftir mv->d að lay-
]prr
— Af i'ienzku meisturun-
um eru Friðrik 02 Inei auð-
vitað siálfsagðir Ingvar.
Ingi R. og Svein Johannessen rey na með sér á Gilfersmótinu 1960.
Guðmundur Pálmason og Ar-
inbjörn eru allir gamal-
reyndir skákmenn, Frey-
steinn Þorbergsson, Jón
Kristinsson og Magnús Sól-
mundsson eiea nú allir sæli
i landsliði Trausti Björns-
son er nýr maður. bann
vann sterkt Haustmót Tafl-
félagsins, og það er enginn
aukvisi, sem það gerir.
— Við höfum enn ekki á-
kveðið, hvar teflt verður.
Fyrst vorum við að hugsa
um Hafnarbúðir, nú erum
við að athuga bæði Lídó og
Tjarnarbæ. Ekki er heldur á-
kveðið hvar erlendu þátt-
takendurnir búa meðan á
mótinu stendur, til greina
koma bæði Borgin og Hótel
Saga.
— Verðlaunin á þessu móti
verða óvenju glæsileg á okk-
ar mælikvarða, fyrstu verð-
laun eru 400 dalir, önnur
300, en alls eru 7 verðlaun
veitt og nema þau samtals
1200 dölum Við búumst við
að selja aðganginn á 50 kr.
en auk þess verður hægt að
kaupa aðgang að mótinu öllu
Framhald á 2. síðu.