Þjóðviljinn - 14.01.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.01.1964, Blaðsíða 1
DRFIFING BLAÐSINS Góð hverfi í Reykjavík eru laus strax. — Sjá 2. síðu. Afgreiðsla ÞJÓÐVILJANS Reykjavík, sími 17-500. Reglur settar um hleðslu skipa á vetrars/ldveiðum ■ 30. desember s.l. gaf samgöngumálaráðuneytið út reglu- gerð um hleðslu síldveiðiskipa á vetrarsíldveiðum en eng- ar slíkar reglur voru áður til. Meðan vetarsíldveiðar voru lítið stundaðar og ekki með þeim aflatækjum sem nú hafa verið tekin í notkun þótti ekki ástæða til að set’ja aðrar reglur um hleðslu á vetrarsíldveiðum en þær sem gilda um sumarsíldveiði, en dýrkeypt reynsla undanfarinna ára hefur fyrir löngu gert setningu strang- ari reglugerðar nauðsynlega. Reglur þær sem gilda um Ihleðslu skipa á sumarsíldveið- um eru ekki mjög strangar né ýtarlegar og á meðan vetrar- síldveiðar voru lítt stundaðar MIKIL SÍLD- VEIÐI MIKIL SlLDVEIÐI var í fyrri- nótt í Skeiðarárdýpi og höfðu 39 skip tilkynnt samtals 39800 tunnur. Landlega hefur verið í Eyjum, en með batn- andi veðri um helgina létu margir síldarbátamir úr höfn á sunnudag og fengu ágætis- veiði. VARÐSKIPIÐ ÆGIR lagði út í fyrradag í nýjan rannsóknar- leiöangur á vegum Fiskideild- ar og verður Jakob Jakobs- son, fiskifræðingur leiðangurs- stjóri. Ætlunin er að kanna Frhmhald á 9. síðu. og með reknetum nær eingöngu, var sjaldan um aflamagn að ræða er teflt gæti skipum í voða vegna ofhleðslu. En þeg- ar vetrarsíldveiðar hófust í mjög auknum mæli fyrir nokkr- um árum vegna tilkomu betri tækja og djarfari sóknar hefur komið í ljós að full þörf er að setja strangari reglur um hleðslu síldveiðiskipa. Reglur þær sem nú hafa ver- ið settar munu vera samdar af skipaskoðun ríkisins og nær engum breytingum tekið í með- ferð ráðuneytis. í>ær eru birt- ar í Lögbirtingarblaðinu frá 8. janúar þetta ár. Helstu ákvæði Helstu ákvæði reglugerðarinn- ar eru, að eigi má lesta skip dýpra en að efri brún þilfars við skipshlið, lestarlúkur skal skálka þegar skipið hefur ver- ið fermt og ströng fyrirmæli eru um hleðslu lesta með hill- um, þ.e.a.s.: skipstjóra ber að sjá svo um að alltaf sé fyllt neðst í lest, undir hillum, og ó- heimilt er að skilja eftir ófyllt rúm neðarlega í lest. Brot við reglunum varða refs- ingu samkvæmt XI. kafla laga nr. 50, 30. júlí 1959, um eftirlit með skipum. Fundur Kvenféiags sósíal- ista annað kvöld Kvenfélag sósíalista heldur félagsfund í Tjarnargötu 20 annað kvöld, miðvikudag, kr. 8.30 stundvíslega. Fundarefni: 1. Skúli Nordahl arkitekt talar um sambýlishús. 2. Helga Rafnsdóttir segir fréttir af fundi Bandalags kvenna í Reykjavík á sl. hausti. 3. Félagsmál. Stjórnin. Tveir Eyjabátar fórust á síldveiðum í fyrrinótt HEFSTÍ KVÖLD I kvöld kl. 7 hefst í Lídó fyrsta alþjóðaskákmót sem haldið er hér á Iandi og eru fimm eriendir meistarar meðal þátttakenda. Myndin er tekin á blaí umannafundi í gær og sjást þeir ræðast við stórmeistaramir Friðrik og Gligoric og á milli þeirra stendur Asgeir Þór Asgeirsson forseti Skáksambands fslands. Sjá nánar frétt á 12. síðu. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Stjórnarkjör í verkaiýðsfélagi Borgarness: Góður sigur vinstrimanra ■ í fyrradag lauk tveggja daga stjórnarkjöri í Verka- lýðsfélagi Borgamess. Sóttu hægrimenn nú sem fyrr fast að stjórn félagsins, en fengu mun verri útkomu en í fyrra. A-lisíi, listi st'jórnar og trúnaðarmannaráðs, hlaut nú 95 atkvæði en B-listinn 75. 1 fyrra varð að kjósa tvisvar i félaginu. I fyrri kosningunni urðu listamir jafnir, fengu 82 atkvæði hvor, en í þeirri síðari sigraði- A-listinn með 94 at- kvæðum, en B-listinn hlaut 88. Þótt B-listinn, sem studdur er af ríkisstjómarmönnum og hægra armi Framsóknar. fengi nú mun verri útkomu en í fyrra, var ástæðan ekki sú að ekki væri reynt til þrautar. B-listinn starfrækti sérstaka kosninga- skrifstofu, hafði bíla og sótti menn langar leiðir, og færir sú þrautseigja félaginu raunar mjög góða heimtu á félagsgjöldum. Stjóm Verkalýðsfélags Borgar- ness er nú þannig skipuð: For- maður Guðmundur V. Sigurðs- son; ritari: Sigurður B. Guð- Frhmhald á 9. síðu. HRINGVER VE 393 sendi út neyðarkall um kl. sex í gær- morgun og var báturinn þá staddur á síldveiðum á austan- verðu Síðugrusni. Frá þvi Hringver sendi út neyðarkall liðu aðeins fimm mínútur unz skipið var horfið í djúpan mar. Skipverjar voru að háfa og voru langt komnir að fylla lestina. Höfðu þeir háfað um 1100 tunnur. Allt f einu slóst skipið til á stjórnborða og lagðist á hliðina og rejmdist útilokað að rétta það við. Svo bar þetta brátt að, að skipverjar höfðu ekki tíma til þess að setja á sig björgunar- belti og hrukku margir útbyrð- is, þegar þeir reyndu að koma björgunarbát út. Svömluðu þeir þarna í sjónum nokkru stund. Eindæma veður- bliða var á þessum slóðum f gærmorgun og má það teljast mikil mildi eins og á stóð. Síld- arbáturinn Ámi Þorkelsson KE 46 var staddur að veiðum ekki langt frá og kom fljótlega á vettvang og tíndi skipverja hvem af öðrum upp úr sjónum og sakaði engan þeirra. Hringver var stálbátur, 126 t. að stærð. smíðaður í Djúpvík í Sviþjóð árið 1960. Báturinn var eign Helga Benediktssonar í Eyj- um. Á síðustu vertíð fór Hringver á Framhald á 4. síðu. ■ Snemma í gærmorg- un sukku tveir Eyjabát- ar á síldarmiðunum á Skeiðarárdýpi. Mann- björg varð af báðum bátunum. Þetta voru bátarnir Hringver VE 393 og Ágústa VE 350. ■ Eindæma veðurblíða’ var á þessum slóðum í gærmorgun en þó var þungur sjór. Mönnunum var fljóflega bjargað um borð í aðra báta. Þeir: komu inn til Eyja í gær- dag með bjargvæ’ttum sínum og voru hressii; og hafði ekki sakað. OPIÐ TIL KLUKKAN 7 í KVÖLD í gær og fyrradag voru ágætir dagar þó engin deild- in færi í 100% en tvær eru mjög nálægt því, og eflaust ná þær markinu í dag. Marg- ar deildir hafa sótt vel á og þarf nú að gera allsherjar ráðstafanir í öllum deildum til þess að hreinsa upp. Nokkrar deildir hafa skorað á hvor aðra i samkeppninni og er harðvítug barátta þeirra í milli. Úti á landi eru eftir þó nokkur skil og er nú hver síðastur að póst- leggja skjl til okkar eða skila til umboðsmanna. Við vilj- um í þvi sambandi minna á þá, en nöfn þeirra höfum við birt hér í blaðinu. Þá höfum við verið beðnir um að skila því til Selfyssinga að umboðsmaður þeirra er Þormundur Guimundsson Miðtúni 17 og er hægt að gera skil til hans. í Hafnar- firði er hægt að gera skil til Hjartar Gunnarssonar Mosa- barði 14 eða Geirs Gunnars- sonar Þúfubarði 2. Við birt- um svo samkeppnina dag- lega úr þessu, næst á morg- un. Röð deildanna er nú þannig: 1. 9 delld 2. 14 — 3. 8a __ 4. 15 — 5. 6 — 6. 5 — 7. 13 — 8. 4a — 9. 1 — 10. 4b — 11. lOb — 12. 12 — 13. Vestfirðir 14. Norðurland v. 15. 2. deild 16. 8b — 17: 7 — ÞRÍR DAGAR EFTIR. ii _ 44% 10a — 43% Austurland 40% Suðurland 40% Kópavogur 39% Reykjanes 39% 3 dejld 36% Norðurland e. 28% Vesturland 24% 99% 99% 89% 85% 78% 76% 72% 71% 70% 69% 57% 50% 50% 49% 48% 47% 44% 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.