Þjóðviljinn - 14.01.1964, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. janúar 1964
ÞlðÐVILIINN
Á síðasta ári voru eitt hundrað ár liðin
frá því úlfaþyturinn varð um mynd Manets,
„Morgunverður undir berum himni“. —
Hneykslið sem málverkið olli varð til þess,
að Manet varð — gegn vilja sínum þó —
brautryðjandi, sem opnaði ýmsar dyr fyrir
málaralist nútímans. 1 þessari grein segir
frá því sem skeði í París vordag fyrir
rúmri öld.
HNEYKSLIÐ,
SEM OLLI
ALDAHVORFUM
Málverkið lundeilda „Morgunverður undir berum himni“.
Vordag nokkum fyrir rúm-
um eitt hundrað árum heiðr-
aði Napóleon keisari III. Sal-
on des Beaux Arts í París
óvsent með nærveru sinni.
Keisarinn kom í opinbera
heimsókn til þess að líta á
sýningu, sem enn hafði ekki
verið opnuð almenningi.
En keisarinn lét sér ekki
nægja að líta á málverkin.
Hann vildi einnig sjá þau, er
hafnað hafði verið, og var vís-
að inn í stóran sal þar sem
allmörg málverk stóðu upp við
vegg. Burðarmenn sýndu keis-
aranum myndirnar hverja eft-
ir aðra, og hans hátign lét í
ljós þá skoðun sína, að þær
væru sízt verri en þær er tekn-
ar hefðu verið á sýninguna.
Hann fór því fram á það, að
dómnefndin endurskoðaði af-
stöðu sína.
Dómnefndin svaraði því til,
að undanfarin ár hefði stigið
ískyggilega tala þeirra, er veif-
að gætu pensli, en teldu sig
fyrir þá sök eina vera lista-
menn. Nauðsynlegt væri, að
„stemma stigu við slíku" þar
eð ella gætu slíkir menn orð-
ið ..alvarleg hætta fyrir Sal-
on des Beaux Arts, svo og
þjóðfélagið".
Svo mörg voru þau orð. En
keisarinn hafði komizt á snoð-
ir um megna óánægju ýmissa
málara vegna sýningarinnar og
vildi nú færa sönnur á frjáls-
lyndi sitt. Hann gaf þvi skipun
um það, að málverkin skyldu
sýnd í Palais de nndustrie,
beint á móti sýningu dóm-
nefndarinnar.
Þar með var komið á lagg-
imar Salon des Refusés, og ár-
ið 1863 hefur síðan komizt inn
í listasöguna sem upphafsár
nútíma málaralistar. Eins og
við munum sjá er þetta sann-
leikur eða fullyrðing, sem taka
verður með varúð.
Listaskólinn
Nú, liðlega hundrað árum
síðar, sjáum við greinilega,
að hinn opinberi listaskóli.
Ecole des Beaux-Arts, sem
stofnaður var 1648, var í
hnignun. Síðan hafa avant-
garde málarar í Frakklandi,
allt fram á vora daga, hætt
og fyrirlitið stofnun þá, sem
tengd var skólanum, nefni-
lega le Salon. sem haft hefur
svo mikilvægu hlutverki að
gegna í frönsku listalífi. Nafn-
ið er runnið frá sýningu, sem
um eitt skeið var haldin í Sal-
on Carré í Louvre.
Nefna má það til gamans,
að hin mikla Delacroix-sýn-
ing á sl. ári var einmitt hald-
in í Salon Carré, en þar „sló“
Delacroix „í gegn“ árið 1822
með málverki sínu „Dante f
undirheimum".
Við vitum það, að málarar
eins og Cézanne og vinir hans
fyrirlitu innilega hina opinberu
og verðlaunakrýndu Salon-
málara. Bougereau var eitur i
beinum Cézanne — og þó
rejmdi þessi sami Cézanne
árum saman að koma myndum
sínum á sýninguna. Medalí-
ur sýningarinnar áleit hann
leið til frægðar.
Eina myndin
En hverfum aftur að sýn-
ingu hinna, sem hafnað var.
Hér gaf að líta myndir eftir
málara eins og Manet, Pissarro,
Jongkind, Whistler, Fantin-
Latour og ýmsa aðra í fremstu
röð. Manet hafði tveim árum
áður hlotið vinsamleg ummæli
fyrir verk á sýningunni, en nú
var öllum þrem málverkum
hans hafnað. Nokkrir af þeim,
er ekki komust að, höfðu áður
tekið þátt í sýningunni.
En af öllum þeim 781 mál-
verkum. sem sýnd voru á
sýningu þeirra, er hafnað hafði
verið, er aðeins eitt, sem mun-
að er eftir. Það er málverk
Manets, sem nú er löngu frægt
orðið. ,,Le dejeuner sur
l’herbe“, eða „Morgunverður
undir berum himni“.Málverk
þetta er eitt aðalverk franskrar
málverkalistar og er nú geymt
í málverkasafni impressjón-
istanna í París.
Menn geta orðið með ýmsu
móti frægir. Góð athugasemd
í alþingisumræðum á það til
að gera mann ódauðlegan.
Hitt er sjaldgæfara, að eitt
einstakt listaverk geri upphafs-
mann sinn frægan, Til þess
þarf eitthvað annað og meira.
Og svo var hér.
Þetta málverk af morgun-
verði út í guðsgrænni náttúr-
unni er í hæsta máta fígúra-
tív mynd. Hún sýnir fjórar
persónur í skógarferð, tvo
karlmenn og tvær konur.
Karlmennimir liggja værðar-
lega í grasinu, þeir eru ólast-
anlega klæddir í Ijósgráar bux-
ur og svarta jakka, með öðr-
um orðum háborgciralegir á
að sjá. Maðurinn til hægri
heldur á litlum staf í hendi,
og með hinni undirstrikar
hann með bendingu það sem
hann segir. Hinn hlustar ró-
legur. Sama máli virðist gegna
um konuna sem situr allsnak-
in milli þeirra, hún virðist
ekki hafa svo ýkjamikinn á-
huga á samræðum þeirra karl-
mannanna sökum þess, að
augu hennar leita nánast hins
ókunna, er skoðar málverkið,
hver sem hann kann nú að
vera. Hin konan í kvartettin-
um virðist fá sér fótabað í
læk eða lítilli tjöm í bak-
grunni landslagsins, en það er
í djúpum, grænum tónum.
Myndin var sýnd undir nafn-
inu Le Bain (baðið). Nefna
má einnig körfu með ávöxtum,
víni, brauði og öðru góðgæti
til morgunverðar, þetta lífgar
allt upp vinstra hom mynd-
arinnar.
15. maí 1863 var sýningin
Salon des Refusés opnuð al-
menningi. Keisarinn og keis-
arafiúin komu 1 formlega
heimsókn. Fyrir framan mynd
Manets fengu þau smávegis
taugaáfall. Keisarafrúin þóttist
ekki sjá myndina. Keisarinn
skoðaði hana nákvæmlega og
á að hafa sagt: „Þessi mynd
er móðgun við blygðunartil-
finninguna — ce tableau off-
ense la pudeur“.
Og þar með var það sagt,
er segjast þurfti. Manet varð
frægur, ekki fyrir listrænt
gildi myndar sinnar, heldur
fyrir þá sök, að hún hafði
vakið siðferðilega vandlætingu.
AUir þeir, sem staðið höfðu
gegn þeim er hafnað var,
fengu nú aukið vatn á myllu
sína — „hvað sögðum við
ekki?“
Napóleon III. reyndi ekki
aftur að leika hlutverk hins
frjálslynda listunnanda — það
hlutverk var nú einu sinni ekki
við hans hæfi — og sýningin
Salon des Refusés var ekki
endurtekin. Tuttugu ár áttu
eftir að líða áður en listamenn
fengu aftur sama tækifæri og
sama frelsi.
Listamaðurinn
Sagan um Manet og mynd-
ina af skógarferðinni á sér
vissa hliðstæðu í málaferlum
þeim, er Flaubert lenti í
nokkrum árum áður þegar
hann skrifaði Madame Bovary.
Sú bók var sökuð um að vera
árás á trú og siðgæði, hið
listræna skipti minna máli.
Flaubert var sýknaður, og
Madame Bovary varð langra
lífdaga auðið.
Sama hefur skeð með Man-
et og ,,Morgunverð“ hans.
TVENNIR TÓNLEIKAR
Tónleikar Tónlistarfélagsins
Söngkonan Betty Allen frá
Bandaríkjunum kom hér
fram á vegum Tónlistarfé-
lagsins fyrir 4 árum og hreif
þá marga hlustendur með
söng sínum. Svo var og á
þriðjudagskvöldið 7. þ.m., er
hún söng aftur fyrir styrktar-
menn sama félags við ágætan
undirleik Árna Kristjánsson-
ar. Efnisskráin var fjölbreytt,
— óperulög eftir Mozart,
Thomas og Bizet, Ijóðsöngv-
ar eftir Schubert, Brahms,
Grieg og Sinding, lög eftir
þrjá miður kunna höfunda,
Virgil Thomson, David Dia-
mond og Howard Swanson,
og svo að lokum nokkrir and-
legir söngvar frá heimalandi
söngkonunnar. Allt þetta
flutti Betty AUen mjög vel
og margt með ágætum, svo
tónlist
sem sumt í lögum Schuberts
og Brahms og sérstaklega at-
riðið úr óperunni „Carmen”
eftir Bizet, sem hún fór raun-
ar einnig með, þegar hún söng
hér í fyrra sinnið. Þakkar-
verð voru þrjú ágæt lög eft-
ir Grieg og tvö eftir Sinding
(ekki sízt hið gullfallega lag
hins síðamefnda „Sylvelin”),
en með þeim hefur söngkon-
an eflaust viljað heiðra ís-
lenzka hlustendur svo sem
grein á hinum norræna meiði,
og í svipuðum anda var það
gert, er hún söng að lokum
„Draumaland” Sigfúsar utan
efnisskrár, — á furðu-
góðri íslenzku.
Betty Allen gegndi einnig
veigamiklu hlutverki á tón-
leikum Sinfóníusveitarinnar,
Betty Allen.
sem fram fóru í samkomusal
Háskólans 9. þ.m. Hún söng
þar sem sé „Ljóð íörusveins’'
eftir Gustav Mahler við
undirleik hljómsveitarinnar.
Þetta mun vera i fyrsta sinn,
að hljómsveitin flytji verk
eftir Mahler, og er hann þó
með merkustu sinfóníuskáld-
um siðari tíma (f. 1860, d.
1911). ,,Ljóð förusveins’’ er
fagurt tónverk, samið af
djúpri og sannri tilfinningu.
Hin mikla og sérkennilega
rödd söngkonunnar naut sín
sérstaklega vel í þessu hlut-
verki. Slík er fylld raddarinn-
ar, að henni er hægðarleikur
að hafa í fullu tré við hljóm-
sveitina og virðist aldrei
hætt við að hverfa þar i
skuggann, eins og stundum
vill verða, þegar einsöngvara
er teflt á móti heilli sinfón-
íusveit. — Af mikilli list
flutti hún því næst aukalag-
ið ,,Che faró senza Euridice’’,
hina frægu aríu úr óperunni
„Orieifur og Evrýdíka” eftir
Gluck.
En þó að þau tónverk, sem
nú voru nefnd, séu bæði ger-
semar, hafði hljómsveitin
jafnvel enn þá meiri dásemd-
ir að bjóða þetta kvöld, þar
u
sem var forleikur sá eítir
Brahms, sem nefnist ,,Trag-
ische Ouverture”, og C-dúr-
sinfónía Schuberts hin mikla,
eitt af allrafegurstu og stór-
fenglegustu snilldarverkum
heimstónmenntanna. Hér var
því að öllu samanlögðu um
fágætlega verðmæta efnis-
skrá að ræða, og verður ekki
annað sagt en að hljóm-
sveitin og stjómandi hennar,
Róbert Abraham Ottósson,
hafi hér færzt mikið í fang,
— og þó engan veginn of
mikið, þvi að hljómsveitin
skilaði yfirleitt sínu verkefni
með miklum sóma og náði
víða sínum beztu tökum og
tilþrifum. Stjórnandinn gat
glaðzt yfir góðum árangri
elju sinnar, kunnáttu og
vandvirkni, dómgreindar og
ástar á viðfangsefnunum.
Ánægjulegt var að sjá
þama fullskipaða áheyrenda-
bekki í hinum mikla sam-
komusal og vita svo marga
hlustendur eiga þess kost að
njóta þessara merku tónleika.
B. F.
Tónleikar Sinfóníusveitarinnar
------------------- SÍÐA 7
Sjálfur var Manet sízt af öllu
uppreisnarmaður eða bylting-
arseggur. Að ættemi og upp-
eldi tilheyrði hann frönskum
embættisaðli, og honum var í
æsku ætlað að verða lögfræð-
ingur. Eftir að hann hætti við
að ganga embættisveginn var
það ætlun hans að öðlast
frægð og frama á Salon des
Beaux Arts. Hann var sam-
kvæmismaður og borgari hmn
mesti, og lét sig ekki dreyma
um að verða nokkurs konar
leiðtogi róttækra málara.
Sem ungur maður heimsækir
hann dag nokkum Delacroix
til þess að fá leyfi hans til
þess að kópera „Dante-bátinh“
— mynd sem í raun réttri
gæti staðið sem upphafsmynd
nútíma málaralistar, ef hugs-
að er til állra þeirra ágætu
málara. sem líkt hafa eftir
henni. En ella voru það Fen-
eyjamálaramir miklu ásamt
Velasques og Goya, sem áttu
eftir að verða fyrirmyndir hans
og veita honum innblástur.
En ,,hneykslissigur“ sá er
Manet vann 1863 varð til þess
að hann skipaði sér í hóp
hinna raunverulegu uppreisn-
armanna, nefnilega impressjón-
istanna, en hin nýja litarsýn
þeirra er e.t.v. það markverð-
asta í sögu málaralistarinnar
á síðustu öld. 1910 olli svo
kúbisminn aftur tilsvar^ndi
byltingu.
Manet var á vissan hátt
„klassiker'*. Að vísu verkaði
litameðferð hans ný og ó-
reglubundin. Manet málaði
með hreinum litflötum. og var
meira að segja sakaður um
það að mála spil án skugga
í gamaldags skilningi. Þetta
„bjarta’* málverk Manets
(peinture claire) verkaði and-
stætt hinum akadémísku regl-
um, en samkvæmt þeim unnu
menn málverkið frá myrkri
upp í ljós, Manet byrjaði með
hinum ljósu hlutum, og með-
an málningin var ennþá rök
fléttaði hann inn hálftóna og
dekkri hluti í flötum, djörf-
um strokum. Þessa persónu-
legu tækni sína, sem líktist
mjög tækni þeirri, er meist-
arar einsog Velasques og Frans
Hals notuðu, þroskaði Manet
upp í hreina snilld. Myndir
þær, er hann málaði síðar.
meir eftir tækni imperssjón-
istanna, verka hvorki eins
persónulegar né fastar.
Vandlæting
En þótt áhorfendur snetust
öndverðir gegn því hve „flatt“
hann málaði, var það hátíð
hjá þeirri siðferðilegu vand-
lætingu, sem hann vakti með
mótívum sínum.
Morgunverðurinn \ vakti
hneyksli, satt er það. Það
hneyksli var þó hégóminn einn
hjá þeim úlfaþyt, sem varð
tveim árum síðar vegna mynd-
arinnar ,,Olympia“. A þeirri
mynd sjáum við nakta stúlku
taka við blómvendi frá blakkri
þjónustustúlku sinni. Dagblöð-
in skrifuðu um hina „hálfrotn-
uðu Olympiu herra Manets“,
og Degas, sem þekktur var fyr-
ir hnitmiðuð tilsvör sín sagði
við Manet: ,,Nú eruð þér orð-
inn álíka þekktur og Gari-
baldi!“
Það er til dæmis um
hneysklunina, að Zola, sem bá
var listgagnrýnandi í blaðinu
Lévenement, var rekinn fyrir
það að skrifa sem svo: Nú
hlægjum við að Manet, en
synir okkar munu heillast af
myndum hans. Lesendur blaðs-
ins mótmæltu svo kröftuglega,
að blaðið neyddist til að segja
honum upp starfi. Annars stóð
Baudelaire við hlið Manets og
barðist fyrir málstað hans.
Monet hefur sagt, að sýning
á myndum Manets hafi ,,opn-
að augu sín“ — og það var
eðlilegt, að ungir, róttækir
imperssjónistar skoðuðu hann
sem brautryðanda. Næstu ár
eftir ,,hneyslin“ hppuðust þeir
um hann og litu á hann sem
leiðtoga sinn. En fyrir Manet
var það hreint ekki auð-
velt að vera settur sama
bás og ungir uppreisnarmenn,
Framhald á 9. síðu.
i
t