Þjóðviljinn - 14.01.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.01.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA MÓÐVILIINN Þriðjudagur 14. janúar 1964 NEVIL SHUTE SKÁK- BORÐID Harm harmaði það ekki. Það hafði verið dauft starf þegar bezt lét, starf sem bjó yfir engum framtíðarmöguleikum. — Hann vissi ekki hvað hann vildi nema að hann vildi gera annað og meira en aka trukki; sem byrjun langaði hann til að teikna, gera teikningar við teikniborð af vélarhlutum og sjá þá gædda lífi af fagmönn- um. Og hann langaði til að að hitta Grace Trefusis aftur til að segja henni að hann sæi eftir þessu. Ef hann hefði getað fengið góða atvinnu i Nashville, getur verið að báðar þessar hugmynd- ir hefðu dofnað og orðið að engu. En eins og á stóð fékk hann ekkert að gera heimanema við hin óæðri störf sem ætluð eru negrum: þjónustustörf, land- búnaðarstörf eða vegavinnu eða vinnu við skóburstun. Viðhorf Daves Lesurier höfðu breytzt við ferðalög hans um heiminn; hann fékk andúð á þessu landi möguleikanna, sem gaf honum ekkert tækifæri. Fyrstu vikum- ar heima lifði hann á mála sin- um og hugur hans snerist æ meira um England. I samanburði við skrautið og dýðina í heima- landi hans hafði England engan sérstakan Ijóma, en þó var það honum hugstæðara. Hann talaði um þetta við föð- ur sinn, sem misst hafði vinn- una þegar starfsemi Filtair dróst eaman og starfaði nú höppum og glöppum hjá húsameistara á staðnum og fékk vinnukonulaun. Lesurierfjölskyldan bjó við kröpp kjör, en faðir hans var sanngjam. — Ef þú álítur að þú i getir komizt betur af í Evrópu, Bonur minn, sagði hann — þá Hárgreiðslon Hárgrelðslu og snyrtlstofa STEINtJ Og DÖDrt Inugavegl 18 m. h. flyfta) SlMI 84616. P E R M A Garðsenda 81. 8lMl 33968. Hárgreiðslu- os snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla við allra hæfl TJARNARSTOFAN. TJamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SfMI 14668. HARGREIÐSLDSTOFA ADSTDRBÆJAR (Marfa Guðmundsdöttlr) Laugavegl 13 — SlMI 14658 •— Nuddstofa á sama stað. — skalbu gera það sem þú vilt, og hafðu engar áhyggjur af mér og mömmu þinni. Við getum bjarg- að pkkur. Það á margt eftir að gerast áður en litað fólk fær jafnrétti við hvíta, að minnsta suðurfrá. Ef sá tími kemur ein- hvem tíma, geturðu komið heim aftur og gengið beint að góðri atvinnu. En þangað til, sonur minn ef þú hefur hugboð um að þér muni vegna betur þama yfirfrá, þá skaltu reyna meðan þú átt einhverja peninga eftir. 55 Og Dave Lesurier reyndi. Hann gekk til Charleston og fór á skrifstofu útgerðarfélags með skjöl sín og eftir þrjá daga fékk hann skiprúm sem messagutti á flutningaskipi sem átti að fara til Durban. Hann þvoði diska frá Charleston til Durban, frá Durban til Sydney frá Sydney til Calcutta og frá Calcutta til New York. Hann kom aftur til Bandaríkjanna eftir sjö mánaða útivist og hafði lítið nálgazt England, en ögn af peningum hafði hann lagt fyrir. Þá réð hann sig á annað skip frá New York til Buenos Aires. Frá Bu- enos Aires sigldi skip hans til Avonmouth með farm af húð- um. Hann tók út launin sín og yf- irgaf skipið í Avonmouth, aðeins hundrað kílómetra leið frá Trenarth, ellefu og hálfum mán- uði eftir að hann lagði af stað frá Nashville. Hann var þá tuttugu og fimm ára gamall, þroskaðri og ömggari í fasi en hann hafði verið þegar hann var áður í Englandi; hafði enn áhuga á að gerast teiknari og langaði enn að hitta Grace Trefusis og segja henni, að sér þætti leitt, hvemig hann hefði hagað sér fyrir þremur árum. Langt ör, ívið dekkra en súkkulaðibrúnt hörund hans, minnti hann á það 1 hvert sinn sem hann leit í spegiL Hann fór til Penzance með lest, horfði útum gluggann á frjósama akrana og rifjaöi upp aðrar ferðir í hermannalestum um þetta land. 1 Penzance geymdi hann ferðatöskuna með aleigu sinni i fatageymslunni á brautarstöðinni og spurði síðan lögregluþjón hvar hann gæti fengið gistingu um nóttina; hann svaf í óbrotnu gistihúsi. Um morguninn gekk hann til Tren- arth. Það var í september og veðrið hlýtt og fallegt Hann átti góð föt í töskunni, en hann var i sjómannafötum sínum; bláum strigabuxum, khakiskyrtu og vindjakka. Á höfðinu var hann með gamlan, mjúkan hatt. Hann kom í barinn á Hvíta Hirtinum um leið og opnað var og fyrsta manneskjan sem hann sá var Lessie Frobisher bakvið barinn. Hún heilsaði honum hlýlega. — Við höfum oft verið að tala um hvort nokkur af ykkurstrák- unum myndi koma hingað og heilsa upp á okkur, sagði hún. — Við fréttum af sumum. Sam Lorimer skrifaði um jólin; það var reglulega gaman að frétta af honum. Nú er hann giftur og á heima í borg sem heitir Detroit, þar sem þeir búa til bíla eða eitthvað þess háttar. Hún brosti til hans. — Ert þú búinn að gifta þig? Hann hristi höfuðið. — Nei, nei. Hún hló. — Vill þig engin? Hún spurði hann hvað hann hefði haft fyrir stafni og fékk að heyra allt um ferðalög hans. — Að hugsa sér, sagði hún. Svo fór hún og kallaði á föður sinn. — Pabbi Dave Lesurier er kominn hingað! og hann var að segja sögu sína upp á nýtt. Og svo kom herra Penlee, bóndinn inn á barinn og hann þurfti að segja hana í þriðja sinn. Herra Frobisher fór með hann inn í borðstofu sína og gaf hon- um miðdegisverð, meðan Lessie afgreiddi á bamum; hún hafði borðað áður en opnað var. Eftir ábætinn, gaf svertinginn gest- gjafa sínum sígarettu og sagði: — Það var reglulega fallegt af þér að gefa mér að borða, herra Frobisher. Hann hikaði. — Ef ég hugsaði mér að vera nótt, hefðir þú þá nokkurt rúm? Ég get borgað fyrir mig. — Já, já, sagði gestgjafinn. — Ég get holað þér einhvers stað- ar niður. Ætlarðu að vera í nokkra daga? — Ég veit það ekki, herra Frobisher. Svertinginn hikaði. — Það var töluvert uppistand þeg- ar ég var héma síðast, sagði hann loks. — Ætli fólk muni ennþá eftir því? — Ojá, já, sagði herra Frobis- her. — Það man eftir því. Það var hreint ekki lítið sem á gekk. — Fyrst svo er, sagði Lesurier, — þá ætti ég kannski að hafa mig á burt. — Ekki frekar en þú vilt, sagði gestgjafinn. — Flestir voru þeirrar skoðunar að það hefði verið farið illa með þig. — Það yrðu engin vandræði þótt fólk sæi mig hér, út af því sem ég gerði? — Það held ég komi ekki til, sagði gestgjafinn með hægð. — Ekki nema Grace Trefusis eða mamma hennar færu að setja sig á háan hest, og mér finnst það heldur ólíklegt. Lesurier spurði: — Er ungfrú Grace hér ennþá? — Já, sagði gestgjafinn. — Hún vinnur ennþá hjá Robert- son. Hefur verið þar allan tim- ann. Það varð löng þögn. — Jæja, þakka þér kærlega fyrir, sagði blökkumaðutinn loks. — Ég kem aftur um fimm eða sexleytið 1 kvöld, herra Fro- bisher, og læt þig vita hvort ég þarf á gistingu að halda. — Ágætt, sagði gestgjafinn. — Hafðu það eins og þú vilt. Rúm- ið bíður þín ef þér sýnist. Dave Lesurier fór út og stóð á götuhominu og reykti þangað til kirkjuklukkan sló tvö. Þá sneri hann við og gekk hægt upp götuna að nýlenduvöruverzlun Robertsons, fór inn og gekk beint til Grace Trefusis sem stóð bakvið búðarborðið og sagði lágt: — Tíu Players, þökk fyrir. Hún leit upp í skyndi og sá hver þetta var og mætti augna- ráði hans. Stundarkom var eins og tíminn stæði kyrr. Hún var orðin þremur árum eldri næst- um tvítug; hún hafði þroskazt líkamlega, hún var myndarlegri og fallegri en hræðslulega ung- lingsstelpan sem hann hafði áð- ur þekkt. Hún vissi líka meira um karlmenn; hún hafði oft far- ið í bíó og með fleiri en einum pilti og nokkrir þeirra höfðu kysst hana í skugganum, síðan blökkumaðurinn hafði faðmað hana um árið með hinum hryggi- legu afleiðingum. Hún horfði 1 augu hans og sem snöggvast fann hún til gamla óttans, en svo brosti hún. — Ö.... sagði hún. — Ert það þú? Um leið var hann gagntekinn sömu feimninni. Blóðið þaut fram í kinnar hans og hann kom ekki upp orði, en óskaði þess eins að hann gæti sagt eitthvað fjörlegt og sniðugt, en honum datt ekkert í hug. Þess í stað varð vandræðaleg þögn og hon- um datt ekkert annað í hug að segja við hana en endurtaka: — Tíu Players þökk fyrir. Síðasti óttinn hvarf eins og dögg fyrir sólu; hún vissi að hún þurfti aldrei að óttast þenn- an feimna, unga mann þótt þel- dökkur væri. Orð bandaríska liðsforingjans komu aftur upp í huga hennar, en þau hafði hún geymt sér í minni í þrjú ár: — Ef hann hefur dáðst að yður, ungfrú Trefusis, þá er það ekk- ert saknæmt. Sú aðdáun hafði ekki fært honum neitt annað en sjálsmorðstilraun, sjúkrahúsvist og smán og nú eftir þrjú ár var hann aftur kominn hingað. Hún þreifaði ósjálfrátt upp í hilluna eftir sígarettunum og sagði mildum rómi. — Ertu þá laus úr hemum núna? Hann kingdi og sagði: — Já, ungfrú. Hún hélt á pakkanum en fékk honum hann ekki. — Og hvað gerirðu þá núna? spurði hún. Hann leit upp og horfði á hana og hún brosti til hans á sama hátt og hún hafði alltaf gert þegar hann keypti af henni sígarettumar, en hún var ennþá fallegri en hann minnti. Hann fékk hugrekkið aftur og hann sagði: — Ég fékk vinnu á flutn- ingaskipi, hjá brytanum og við lögðum upp í Avonmouth. Mér fannst það svo nærri og mér datt í hug að líta hingað. Hann mætti aftur augnaráði hennar. — Mig langaði hálfpartinn til að vita hvort þú værir héma ennþá til þess að ég gæti sagt þér að mér þætti mjög leiðinlegt hvemig þetta gekk fyrir sig hér um árið. Hún roðnaði og hló vandræða- lega. — Ó, það er allt í lagi. Og svo spurði hún forvitnis- lega: — Komstu alla leið frá Avonmouth til að segja mér þetta? — Já, ungfrú, sagði hann blátt áfram. Hún hafði einu sinni komizt alla leið til Exeter í sextíu kíló- metra fjarlægð, en hún vissi að það var miklu lengra til Avon- mounth og henni fannst það óraleið. Hún sagði veikum rómi: — Að hugsa sér....... Og svo bætti hún við: — Þú hefðir ekki Ætlarðu ekki að dansa við mig Andrés? Auðvitað geri ég það næst þegar þeir leika vals. Ö, þetta er vals komdu. Svona. gjörið þér svo vafc herra minn. SKOTTA Ég er viss um að ég gæti orðið alvarlega ástfangin af honum ef hann væri ekki einmitt sú manngerð sem mamma vill að ég um- gangist. Sendisveinar óskast strax, hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í skrifstofu Þjóðviljans sími 17 500. Þjóðvi/jinn Vertíðarfólk Vertíðarfólk óskast, konur og karlar á komandi vetrarvertíð — fæði, húsnæði og vinna á sama stað. Upplýsingar gefur Stefán Runólfsson, símar 2042 og 2043, Vestmannaeyjum. Fiskiðjan h.f., Vestmannaeyjum Laus staða í Landspítalanum er laus staða fyrir karl eða konu við stjóm á heilaritunartæki spítalans. Æskilegt er, að umsækjandi hafi stúdentspróf, og er við það miðað, að náms- og æfingartími í meðferð tækis- ins taki 1 til 2 ár. Aðrar upplýsingar um stöðuna, kjör o.fl. verða veittar á Skrifstofu ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 20. febrúar n.k. Reykjavík, 10. janúar 1964. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN. húsgagnaverzlun Þórsgötu t Bifreiðaleiqan HJÓL Hverfisgötu 82 Simi 16-370 i i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.