Þjóðviljinn - 14.01.1964, Blaðsíða 12
Geríð skii. Opið til ki. 7 í kvöld.—Happdrætti Þjóðviijans
Hér sjást útlitsteikningar að nýbyggingum á Hvanneyri. — (Ljósm. Þjóöv. A. K.).
18 TlLLfóUTEIKNINGAR
BÁRUST í SAMKEPPNINA
■ Sl. laugadag voru birt úrslit í verðlaunasamkeppni
sem byggingarnefnd Bændaskólans að Hvanneyri efndi
til í sumar um tillöguteikningar að nýjum byggingum
fyrir skólann. 18 teikningar bárust og varð dómnefndin
einróma sammála um að veita fyrstu verðiaun teikning-
um sem arkitektamir Sigurjón Sveinsson og Þorvaldur
Kristmundsson hafa gert. Er þetta í annað sinn á skömm-
um tíma sem þeir bera sigur úr býtum í slíkri samkeppni.
Guðmundur Jónsson skóla-
stjóri á Hvanneyri gerðj grein
fyrir keppninni og úrslitum
hennar í viðtali við fréttamenn
á laugardaginn. Sagði hann að
á sl. vetri hefðu verið sett á
AJþingi ný lög um búnaðar-
fraeðslu. Hefði byggingarnefnd
Bændaskólans á Hvanneyri síð-
an ákveðið í samráðj við land-
búnaðarráðherra að efna til
samkeppni um teikningar að
byggingum fyrir skólann. Var
samkeppnin siðan boðin út í
sumar og rann fresturinn til
þess að skila teikningum út 9.
desember sl.
Þátttakan í samkeppni þessari
varð meiri en nokkur dæmi eru
til um áður faér á landi. Sóttu
34 keppnisgögn en 18 tillögur
bárust. Voru þær að sjálfsögðu
ákaflega misjafnar bæði með
tilliti til staðarvals og uppbygg-
ingar. Varð dómnefndin eins og
áður segir einróma sammála
um að veita 1. verðlaun teikn-
ingum þeirra Þorvaldar og Sig-
urjóns.
Önnur verðlaun í samkeppn-
inni hlutu þrir nemar í arkitekt-
úr sem stunda nám í Stuttgart,
þeir ömólfur Hall, Haukur
Viktorsson og Hróbjartur Hró-
bjartsson. Þriðju verðlaun hlutu
einnig tveir nemar í arkitektúr
er stunda nám í Edinborg, þeir
Vilhjálmur Hjálmarsson og Ing.
ólfur Helgason.
Fyrstu verðlaun í keppninni
voru kr. 100 þúsund, önnur
verðlaunin kr. 50 þús. og þriðju
Brúarjökull allur
mikið sprunginn
Á sunnudag flugu þeir Sig-
urður Þórarinsson jarðfræðing-
ur og Jón Eyþórsson veður-
fræðingur með flugmálastjóra
og tveim mönnum öðrum austur
jdir Brúarjökul til þess að kanna
hann. Þjóðviljinn átti í gær stutt
tal við Sigurð Þórarinsson og
sagðist honum svo frá að jök-
ulsvæðið hefði allt virzt sprung-
ið þannig að jökullinn væri að
kalla allur á hreyfingu. Þoka
lá yfir norðurbrún jökulsins og
sást hún því ekki. Þá sáu þeir
félagar að jökullinn kringum
Pálsfjall hefur einnig sprungið
mikið.
verðlaunin kr. 25 þúsund. Þá
ákvað dómnefndin að kaupa
fjórðu tillöguna á kr. 15 þús.
Eru höfundar hennar arkitekt-
amir Þorvaldur Þorvaldsson og
Jörundur Pálsson.
Dómnefndina skipuðu þeir
Guðmundur Jónsson skólastjóri,
Bjami Óskarsson byggingarfull-
trúi, Aðalsteinn Richter skipu-
lagsstjóri, Hörður Bjarnason
húsameistari ríkisins og Kjart-
an Sigurðsson arkitekt. Bygg-
ingamefnd skipa hins vegar
Guðmundur Jónsson, tíjarni
Óskarsson og Aðalsteinn Eiriks-
son.
Bændaskólinn að Hvanneyri
verður 75 ára næsta vor og
sagði skólastjórinn að bezta af-
mælisgjöfin sem hann gæti feng-
ið væri að hafizt yrði handa um
byggingaframkvæmdir að
Hvanneyri. Núverandi skóla-
hús er byggt árið 1901, leik-
fimishúsið 1911 og íbúðarhús
1920 svo að brýn þörf er orðin
á endumýjun á húsakosti skól-
ans. Alþingi hefur nýverið veitt
kr. 1,5 millj. til byggingafram-
kvæmda að Hvanneyri en að
sjálfsögðu hrekkur það framlag
eitt saman skammt.
f gær var opnuð sýning í
Bændahöllinni, 3. hæð, á öll-
um teikningunum sem bárust í
samkeppnina og verður hún
opin í dag og á morgun kl. 2
til 10 e.h.
Þriðjudagur 14. janúar 1964 — 29. árgangur — 10. tölublað.
Loftleiðir lækka
fargjöldin um 15%
Samkvæmt fréttatilkynningu sem Þjóðviljanum barst í
gær hafa Loftleiðir nú ákveðið að lækka fargjöld sín
um 15% 1. april n.k. svo að þau verði áfram hlutfalls-
lega lægri en fargjöld IATA-félaganna. Tilkynning Loft-
leiða um þetta er svohljóðandi:
,,Stjóm Loftleiða hefur setið
á fundi undanfarið og tekið end-
anlegar ákvarðanir um sumará-
ætlun og fargjöld.
Sumaráætlunin verður með
svipuðu sniði og s.l. sumar, og
ferðafjöldi sá sami.
Fargjöld félagsins lækka frá 1.
aprfl n. k. um nálægt 15%, og
verða því áfram hlutfallslega
lægri en fargjöld þau, sem taka
gildi hjá IATA félögunum frá
sama tíma. Fargjöld þessi gilda
á sama tíma og hin lækkuðu
fargjöld IATA félaganna, eða
um 10% mánuð á ári.
IATA félögin hafa ekki lækk-
að fargjöld innan Evrópu, og
þar með Islands og meginlands-
ins, þótt stjóm Loftleiða telji
eðlilegt að þar hefði lækkun
einnig átt að verða, þar sem sú
flugleið er hluti af Norður-Atl-
antshafsflugleiðum.
Vegna vaxandi samkeppni
hefur stjóm félagsins í athugun
kaup á skrúfuþotum, en þær
eru mun hagkvæmari, en aðrar
farþegaflugvélar“.
Töfluröð kepp-
enda á mótinu
1. Nona Gaprindasjvíli
2. Friðrik Ólafsson
3. Ingvar Ásmundsson
4. Svein Jóhannessen
5. Ingi R. Jóhannsson
6. Magnús Sólmundarson
7. Gligoric
8. Jón Kristinsson
9. Robert Wade
10. Guðmundur Pálmason
11. Mikael Tal
12. Arinbjöm Guðmundsson
13. Freysteinn Þorbergsson
14. Trausti Bjömsson.
Landiiðið hélt stjórn
Sjómannaféiagsins
★ Enn einu sinni hefur mörg hundruð manna Iandlið ríkisstjómar-
flokkanna ráðið úrslitum í kosningum í Sjómannafélaginu, og bend-
ir minnkandi kosningaþátttaka til þess að sjómenn telji i vaxandi
mæli þýðingarlaust að taka þátt í kosningum við það fáránlega
fyrirkomulag sem viðhaldið er í félaginu. En þar er sem kunnugt
er mörg hundruð manna haldið í fullum félagsréttindum ævilangt
sem ekki ættu að hafa til þess neinn rétt og hefðu ekki í öðrum
verkalýösfélögum. En litið er hirt um þó starfandi sjómenn á
Reykjavíkurflotanum séu utan félagsins.
★ Úrslitin í stjómarkosningunum urðu þau að listi stjómarinnar
og landliðsins hlaut 668 atkvæði og alla sína kosna, en hlaut 698
í fyrra. Listi starfandi sjómanna, B-listinn, hlaut nú 385 atkvæði
en fékk 399 í fyrra. Auðir seðlar voru 15 og ógildir 6.
!
SKÁKMÓTIÐ HEFST í DAG
GAPRINDASJVÍLI
ÞÝÐIR DÓTTIR FLUGSINS
■ Meðan blaðamenn þyrptust á Sögu að fá fréttir
af því mikla skákmóti sem hefst í dag, höfðu þau Tal,
fyrrverandi heimsmeistari og Nona Gaprindasjvíli,
heimsmeistari kvenna tekið sér sæti í forstofu og
léku hraðskák af miklum tilþrifum. Þau ætluðu
sannarlega ekki að láta neinn tíma fara til spillis.
Nona
Já við erum nýkomin,
sagði Nona, og það er verið
að spyrja mig hvemig mér
lítist á umhverfið — ég get
því miður engu svarað ennþá.
— En ég er ánægð með á-
rangurinn á Hastingsmótinu
— ég varð efst í mínum riðli.
Þetta var fyrsta alvarlega
mótið erlendis þar sem ég
keppi við karlmenn. En
heima hef ég auðvitað oft
keppt við það kyn.
— Hvemig hefur yður
gengið á meistaramóti Grús-
íu?
— Ég hef verið í fimmta —
sjötta sæti og þriðja — fjórða
en þátttakendumir eru venju-
lega sextán — átján, allt
karimenn auðvitað. (Þvi má
skjóta inn i að Grúsía á
marga ákaflega sterka skák-
menn, stórmeistara og hvað-
eina).
— Hvenær byrjuð þér að
tefla?
— Ég lærði að tefla fimm
ára, en eiginlega byrjaði ég
ekki fyrir alvöru fyrr en ég
var tólf ára — Það var árið
Míkhaíl Tal fyrrum heimsmeistari í skák og Nona Gaprinda-
sjvíli, heimsmeistari kvenna. Sigrar þessarar tuttugu og
tveggja ára gömln stúlku hafa verið skjótari og ótvíræðari cn
menn þekkja dæmi til úr skákheimi.
1953 að ég var valin i úr-
valslið Serdidi, sem er smá-
borg í Grúsíu; þar fæddist ég.
Ég þótti standa mig nokkuð
vel, c~ hef ég teflt mikið
síðan.
Ég er núna stúdent við
tungumálaháskólann í Tblisi
og legg stund á ensku. Og ef
spurt er um áhugamál mín
önnur en skák þá mundi ég
nefna tónlist, ballet og leik-
hús — ég veit ekki hvort ég
get gert upp á milli þessara
lista . . .
Þar stóð Arinbjöm Guð-
mundsson og talaði um hugs-
anlega vanlíðan ef hann
mjmdi tapa fyrir Nonu, og
við spurðum hvernig karl-
menn brygðust við slikum á-
föllum. Hún sagðist ekki geta
svarað fyrir þá, en sjálfsagt
fyndist þeim það leiðinlegt...
— _Nei, ég get ekki sagt að
ég sé orðin leið á skák, allra
sízt svona mótum — en ég
er nú líka nýbyrjuð að taka
þátt í þeim. Og ef slíkur
leiði skyldi grípa mann, nú
þá er ekki annað fyrir en að
hvíla sig.
— Segið mér Nonna, þýðir
ættarnafn yðar eitthvað sér-
stakt á grúsisku?
— Já, gaprinda þýðir fljúg-
andi og svjíli er sonur —
Framhald á 3. síðu.